Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 47 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Hús Borgarbóka- safns búiö undir málningu Velvakandi, Vinsamlegast birtu eftirfarandi athugasemd Víkverji skrifar nýlega um hús Borgarbókasafns við Þingholts- stræti og dapurlegt útlit hússins, sem hann slær föstu að stafi af venjulegu íslensku kæruleysi og sem byggi á bannsettri tuggunni: Flýtur á meðan ekki sekkur. Satt er það að ekki lítur þetta fallega hús vel út þessa dagana. Það er nefnilega verið að búa það undir málningu. Fyrir nokkrum árum var borið á húsið fylliefni um leið og málað var og átti að binda betur málninguna. En það tókst ekki betur en svo að það hefur aldrei bundist vel þessu gamia múrverki og fer málningin af í flögum. Hefur húsið að undan- förnu verið bankað að utan til að lausu flögurnar fari og tekur tíma að vinna það undir málningu, því við viljum endilega að þetta gamla hús líti vel út. Ef það yrði ekki hreinsað núna heldur bara skellt á það málningu, yrði það flekkótt og pollar í múrverkinu. Vonandi fær Víkverji að sjá húsið fallegt og vel málað i vor — ef hann bara hefur þolinmæði meðan unnið er að því. Borgarbókasafn vill nefni- lega að venju fara eins vel með opinbert fé og kostur er og því láta búa húsið almennilega undir máln- inguna, svo að hún endist. Skrifað 4. nóv. Elín Pálmadóttir, stjórnarformaður Borgarbókasafns. Inga Dagmar harmar að borgarstjóri skuli ekki hafa séð sér fært að vera viöstaddur „borgarstjórnarfund“ unglinga sem haldinn var á dögunum. Málefnum unglinga sé gaumur gefinn Kæri Velvakandi. Með þessu bréfi vil ég beina orðum mínum til borgarstjóra okkar, Davíðs Oddssonar. Fyrir nokkru var haldinn borg- arstjórnarfundur unglinganna og héldu félagsstöðvar í Reykjavík og Seljaskóli þennan fund. Fundurinn fékk mjög litla athygli og myndir frá honum voru birtar á innsíðum dagblaðanna. En mig langar til að minnast allrar vinnunnar sem var að baki þessum fundi. Haldnir voru stans- lausir fundir hjá stjórnum og ráð- um til að ræða málið fram og til baka. Farið var í helgarferð austur í Ölfus til að semja ræðurnar. Þegar því var lokið voru allir orðn- ir löngu gráhærðir en höfðu þó mikla ánægju af. Að lokum áttum við öll frábærar og vel gerðar ræður. Valdir voru 2—3 krakkar úr hverjum hópi til að flytja þær. Fóru þeir síðan á ræðunámskeið hjáJCVík. Slðan rann upp fundardagurinn og mættum við öll til leiks, vel æfð og uppábúin. En þegar fundur- inn var hafinn kom í ljós að Davíð Oddsson borgarstjóri var ekki mættur. Ég get ekki lýst því hvað ég varð sár, eftir allt þetta strit og erfiði. En ekki er allt búið enn. Fundur- inn gekk frábærlega vel og fóru allir saman út að borða til að halda upp á daginn. Þaðan var haldið á unglingaball í Broadway, en þang- að höfðum við boðið öllum borgar- fulltrúum. Ekki lét neinn þó sjá sig og vorum við búin að missa alla von. En Davíð hefur heyrt bæn okkar og kom ásamt tveimur öðr- um borgarfulltrúum. En þeir fóru hljóðlega, og voru flestir af hópn- um að dansa. Því miður mátti Davíð ekki vera að því að dvelja lengi og hvarf hljóðlega. Um það leyti fréttum við af honum. Ég skora því hér með á þig Davíð að gefa málum okkar unglinga meiri gaum. Inga Dagmar Karlsdóttir, 13ára, Seljaskóla. Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS „Vedur víða um heim“ Sigurður spyr: Mér þætti fróðlegt að vita hvers vegna veður víðsvegar um heiminn er ekki gefið upp í Morgunblaðinu á hverjum degi? Fyrst að blaðið býður þessa þjón- ustu eitt allra blaða, því þá ekki að bjóða hana á hverjum degi? Að síðustu langar mig að koma því að, að ekki sakaði þó að veðurfregnir væru birtar oftar í Dagbók. Svar: „Veður víða um heim“ birtist þriðjudaga til laugardaga á erlendum fréttasíðum blaðsins. Því miður kemur stöku sinnum fyrir, að yfirlitið fellur niður og eru ástæðurnar fyrst og fremst þær, að yfirlitið hefur ekki borist frá AP í tíma eða það hefur orðið að víkja vegna rúmleysis á er- lendu fréttasíðunum. — Ritstj. fHtfgmi* í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖOINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI ÁS-TENGI Allar geröir. Tengið aldrei stál-í-stál. XlLL StlyFÖaiuigjMiF Vesturgötu 16, sími 13280 A EN H.F, BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651000. ENSKU SKÁPARNIR FYRIR: • Vinnustaði • íþróttahús • Umferðar- miðstöðvar • Flugvellí o.fl. ARGUSIO = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, SÍMI 24260.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.