Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 Guðlaug Eiríks- dóttir - Minning Fædd 17. maí 1914 Dáin 2. nóvember 1985 Þann 2. nóvember síðastliðinn andaðist í Landspítalanum Guð- laug Eiríksdóttir, eða Lauga eins og hún var oftast kölluð af vinum og vandamönnum. Hún fæddist í Reykjavík þann 17. maí 1914, dóttir hjónanna Jó- hönnu Björnsdóttur og Eiriks Þorsteinssonar, sem lengst af bjuggu á Brunnstíg 10. Þau eru bæði látin. Lauga var næstelst fjögurra barna þeirra hjóna, látinn er Ár- mann, dó ungur ú berklum, en eftir lifa Markús Jóhann skrifstofu- maður hjá SÍBS og Steinunn hús- móðir í Hafnarfirði. Unggiftist hún Kristni Ottasyni bátasmið og eignuðust þau 2 börn, Hönnu f. 3. ágúst 1933, gift Hilm- ari Gestssyni og eiga þau 3 börn og 1 barnabarn, og Otta, f. 14. janúar 1947, kvæntur Rannveigu í varsdóttur og eiga þau 4 börn. Það eru u.þ.b. 18 ár síðan ég hitti Laugu fyrst. Maðurinn minn var þá að kynna unnustu sína fyrir móðursystur sinni. Ég var dauð- kvíðin og feimin, en fann fljótt að það var óþarfi, en engu að síður kynntist ég þá einni rausnarleg- ustu konu sem ég hef kynnst hing- að til. Það var sama hvaða verk hún vann, hvort heldur í matar- gerð, hannyrðum eða öðru, þar fóru saman meðfæddir hæfileikar, smekkvísi og síðast en ekki síst var samviskusemi einn stærsti þáttur í fari hennar. Lauga var í orðsins fyllstu merkingu húsmóð- ir. Heimilið, börnin og barnabörn- in voru það sem hugur hennar stóð til. En það voru ekki einungis börnin, tengdabörnin og barna- börnin hennar sem nutu þess að eiga hana að móður og ömmu heldur áttu systkinabörnin, svo og makar þeirra og börn, hjá henni gott athvarf sem þau þakka fyrir af heilum hug, nú er leiðir skilja. Svo traust var hún fjölskyldunni allri að það skarð sem nú hefur myndast verður aldrei fyllt. Það var engin lognmolla í kring- um hana Laugu, hún gat verið stóryrt og ákveðin og lét óspart skoðanir sínar í ljós, en undir yfir- borðinu sló viðkvæmt og gjöfult hjarta. Hún sópaði ekki að sér vinum, en þeim mun meiri vinur var hún þeim sem hlotnaðist að eiga hana að vini. Það gerðist ekkert í fjölskyld- unni nema Lauga væri viðstödd. Það gat eiginlega ekkert byrjað fyrr en hún var komin, hvort held- ur voru afmæli eða önnur fjöl- skylduboð. Hún hringdi til okkar vikulega ef við höfðum ekki haft samband, bara til að vita hvort ekki væru allir frískir, og hvort allt gengi ekki sinn vanagang. Annars fórum við aldrei svo til Reykjavíkur, hvort heldur var í ákveðnum er- indagjörðum eða sunnudagsbíltúr að ferðin endaði ekki í Granaskjóli 14. Það var öruggt að Lauga var heima, með heitt á könnunni, full- an dunk af nýbökuðum kleinum eða öðru heimagerðu góðgæti, sem við þau yngri gefum okkur ekki tíma að sinna. Það er svo mikils virði að vita af einhverjum sem má vera að því að taka á móti manni, einhverjum sem ekki er í kapphlaupi við tím- ann, og það veit ég að barnabörnin á efri hæðinni nutu þess, að vita að amma og afi voru örugglega heima, ef mamma þurfti að skreppa frá. Það er ómetanlegt að hafa kynnst slíkri manneskju sem hún Lauga var. Ekki síður fyrir börnin okkar, sem kunnu vel að meta þá umhyggju sem hún sýndi þeim. Þau urðu að vísu að fara eftir settum reglum hjá henni Laugu, fengu ekkert að vaða uppi en það var bara svo sjálfsagt að reyna að fara eftir þeim. Það var nefnilega regla á öllu þar. Eins og áður sagði var Lauga fyrst og fremst húsmóðir, en þó stundaði hún ræstingarstörf 1 all- mörg ár fyrir SÍBS við Bræðra- borgarstíg og síðar við Suðurgötu, þar til hún varð að láta af þeim störfum sökum meiðsla fyrir nokkrum árum. Einnig prjónaði hún lopapeysur og seldi bæði innanlands og utan og þóttu þær hinir mestu kjörgrip- ir. Mann sinn missti hún í febrúar 1980 en hann hafði þá verið sjúkl- ingur og óvinnufær í allmörg ár. Hún hafði sjálf allgóða heilsu, þar til fyrir fáum árum að tók að halla undan fæti, og dró smátt og smátt úr lífsþróttinum. Naut hún þess þá að búa í návígi við börn sín og fjölskyldur þeirra. Síðustu mánuðina var ljóst að hverju stefndi, en hún fór á sjúkra- hús í júlí síðastliðinn og átti ekki afturkvæmt. Aldrei heyrðist hún kvarta, þrátt fyrir að hún fyndi að kraft- arnir dvínuðu, og þakklát var hún læknum og hjúkrunarfólki deildar þeirrar er hún lá á, fyrir allt sem það gerði fyrir hana. Hún fann líka umhyggju barna sinna sem heimsóttu hana daglega og fyrir það var hún þakklát. Við hjónin og börn okkar þökk- um henni allt sem hún var okkur og biðjum góðan Guð að geyma hana. Systurbörn hennar tvö, sem bú- sett eru í Danmörku og geta ekki verið viðstödd útför hennar, biðja fyrir samúðarkveðjur, og þakka henni veitta góðvild og umhyggju á liðnum árum. Fjölskyldan öll kveður hana með sárum trega og þakkar henni vin- áttu og tryggð. Blessuð sé minning Guðlaugar Eiríksdóttur. Erla G. Gestsdóttir Guðný Þorvaldsdóttir frá Skógum, Minning Fædd 28. marz 1908 Dáin 4. nóvember 1985 Það kom nokkrum sinnum fyrir, að hún sló á þráðinn, og talaði við okkur feðgana að Hæðardragi — og í hvert skipti sem það gerðist varð allt bjartara en áður. Af henni stafaði sérstaklega góður hugur. Hún Guðný amma — eins og ungviðið í Hæðardragsfjölskyld- unni kallaði hina látnu — var manneskja með lífsreynslu, en hafði tamið sér rólegt hugarfar — æðruleysi, sem ekki var hægt annað en að virða hana fyrir. Guðný Þorvaldsdóttir var ættuð að vestan, fædd á Rauðsstöðum i Arnarfirði, þar sem hún ólst upp til sjö ára aldurs. Hún var iöngum kennd við Skóga í Arnarfirði, en uppruni hennar var úr Dýrafirðin- um. Stóðu að henni magnaðir vestfirskir stofnar, gildir bændur og hörku sjósóknarar mann fram af manni. Tveir bræðra hennar voru kunnir skipstjórnarmenn, þeir Eyjólfur, sem enn lifir, og Jón heitinn, sem báðir réðu knörrum í íslenska flotanum áratugum saman: Eyjólfur hjá Eimskipafé- lagi íslands, og hinn kapteinn á Jöklunum lengst af. Þeir komu skipum og mönnum sínum ávallt heilu og höldnu í höfn. Þeir sigldu báðir milli landa á styrjaldarárun- um og lentu í ótal hættum af völd- um hildarleiksins, en þeim brást ekki kjarkur eins og títt er um vestfirska sjómenn af gamla skól- anum. Á sama hátt hefur kven- leggurinn í ættinni jafnan þótt — og verið „hvergi smeykur hjörs í þrá“. Að jafnaði þótt traustur og sýnt af sér harðfylgi. Það sannað- ist á Guðnýju. Hún brást aldrei „á skyldunnar skaphála svelli". Nú, þegar hún er horfin af sjón- arsviði þessa lífs, er margs að minnast, allar götur frá því síðla sumars 1960, þá kynni af henni hófust norður á Siglufirði, en þangað hafði verið haldið að nýaf- stöðnu bílprófi til að spreyta sig á að aka Siglufjarðarskarðið á göml- um Morris. Eiginlega urðu þessi fyrstu kynni af Guðnýju til með þeim hætti, að það var engu líkara en því væri stjórnað eins og ýmsu öðru í lífinu. Dóttir hennar kynnti greinarhöfund fyrir henni, og átti Guðný eftir að verða tengdamútta þess er þetta ritar. Hugtakið tengdamóðir er oft- «lega ranghugmynd ranghugmynd- anna. Æðr mörgum fínnst það minna á ekki nógu gott eða hag- stætt — svo sem eins og ráðríki eða eigingirni og algjört skilnings- leysi. Þessi hygmynd margra um þetta hugtak hlýtur í sumum til- fellum að stafa af vondri samvisku eða einhverju þaðan af verra. Það er lífslán og trúarlegt atriði að hafa verið svo stálheppinn að eignast manneskjulegt tengda- og venslafólk og ekki hvað síst úrvals tengdamúttu í tveim tilfellum — hvað varðar greinarhöfund. Ég kynntist Guðnýju eins og áður segir fyrir tuttugu og fimm árum, og þau kynni áttu eftir að verða nánari. Hún og maður hennar, Ásgeir Bjarnason frá Stapadal í Arnarfirði, fluttust til Akureyrar veturinn ’60 til ’61. Ásgeir lést þar nokkrum árum síðar. Þau hjón höfðu stundað búskap að Skógum í Arnarfirði um all- langt skeið, áður en þau fluttust til Norðurlands. Skógar eru öndvert við Rafns- eyri, en Ásgeir Bjarnason var af hinni nafntoguðu Álftamýrar- og Stapadalsætt, er löngum hefur þótt kjarninn af vestfirskum kjarna. Klanið hefur jafnan átt á að skipa dugnaðarfólki, sem veit hvað það vill, og hugsar eins og ofurmenna er háttur á stundum — og stendur ekki einhvers staðar: „Maðurinn er það sem hann hugs- ar.“ Einnig er talað um Rafns- eyrarkyn, sem kennt er við ætt Jóns Sigurðssonar, forseta, og er sami kynboginn og „Staparnir“. Systur Ásgeirs heitins voru skips- jómfrúrnar frægu, þær Hrefna, Auður, Fríður og Jóhanna — og ekki má gleyma einni systurinni, henni Guðnýju, sem er æði suðræn í útliti, eins og margt vestfirskt fólk — hún er stór í lund. Og þá þekkja margir hann Hjört Stapa, sjómann á ísafirði, en hann er þekktur um Vestfjörðu fyrir dugn- að og áræði. Kristján, sem lengi var vélstjóri á Maríu Júlíu, var einn Stapadalssystkinanna. Þau Guðný og Ásgeir eignuðust fimm börn: Margréti, sem er loft- skeytamaður og símritari, og var hún ásamt frænku sinni, Hjördísi Sævar (en hún er nýlátin) ein fyrsta konan á Islandi til að ljúka símritara- og loftskeytaprófi á íslandi; Bjarna, sem er skipstjóri hjá Hafskipi; Jóhönnu, húsmóður og margra barna móður í Kópa- vogi; Helgu hjúkrunarkonu, og Harald sem er prentari, bókaút- gefandi og flugmaður. Þetta er allt sterkt fólk eins og það á kyn tfl. Stöku sinnum var haft samband við Guðnýju á Akureyri, en hún bjó á Sigurhæðum, í húsi því, er Kveöjuorð: Andlát Einars Guðfinnssonar kom mér ekki á óvart og veit ég að hann þráði hvíldina eftir langan starfsdag. Samt sem áður verður manni einkennilega innanbrjósts, þegar fregnin um dauðann berst, einkum þá er hinn látni hefur verið manni kær, en svo var um mig gagnvart Einari Guðfinnssyni. Minningarnar leita á hugann. Þess vegna finn ég þörf hjá mér til þess að láta minningarnar lýsa kynnum mínum af Einari sem persónu, læt ég aðra um að skrifa um útgerðarmanninn, alþingis- manninn og svo framvegis. Einar og Elísabet áttu ávallt stóran sess hjá mér. Beta móður- systir mín stóð við hlið manns síns. Frá því ég var böggull í fangi móður minnar, var ferð til Bolung- arvíkur hámark sumarfrísins. Síð- ar urðu mörg sumrin sem ég fékk að dvelja f „Einarshúsi" og var það „sveitin mín“. Vala litla var ávallt velkomin. Einar lét sér annt um börn og sýndi það á margan hátt. Man ég, að sjaldan gekk hann framhjá mér án þess að ég fengi klapp á kollinn og vingjarnlega brosið var hann heldur ekki sparsamur á. Aldrei man ég eftir, að hann hastaði á okkur börnin, sem hlup- um upp og niður stigana f gáska leiksins. Matthías skáld Jochumsson bjó síðast í. Það er steinsnar frá kirkj- unni við rætur Syðri-Brekku. Ennfremur var heilsað upp á hana eftir að hún var flutt suður til Reykjavíkur. Hún fylgdist fallega með börnum og barnabörnum og lagði alltaf gott og heilt til mál- anna. Hún var laus við smásmygli og neikvæðni í öllu Iffsmati — gladdist yfir velgengni vina og kunningja — hún var öfundarlaus, sem er aðalsmerki þroskaðrar manneskju. Það var í henni óhemju mikið af hlýju, sem er dýrmætast í mannlegu fari — og því notalegt að heimsækja hana, bæði vestur í bæ og ennfremur í Furugerði, þar sem hún bjó síðustu árin. Það var alltaf eins og að vera kominn vestur á fjörðu — þar sem ríkir óttaleysi, en traust á forsjón- inni og virðing gagnvart tilver- unni, sem lýsir sér í lifandi við- móti. Á veggjum í stofu Guðnýjar Ég minnist einnig að mér líkaði aldrei, þegar fólk talaði um Einar sem ríkan og hugsaði þá oft, að það gæti hann tæpast verið, þar sem alltaf var fullt húsið þeirra af gestum og gangandi og allir fengu mat og drykk og húsaskjól ef þess gerðist þörf. Síðar er ég vitkaðist skildi ég þetta betur og fann að Einar var ríkur í hjarta sínu öllu fremur. Hjartahlýjuna sýndi hann m.a. með því að opna heimili sitt fyrir smáum sem stórum í orðsins fyllstu merkingu. Oft var þéttsetið við stóra borðið í borðstofunni og alltaf var pláss fyrir einn í viðbót. Árin liðu og ferðir mínar í „Vík- ina“ urðu strjálli, en sambandið við Betu frænku og Einar hélst. Eftir að frænka mín var öll, varð samband mitt við Einar meira í gegnum börn hans og tengdabörn. Ar mín og fjölskyldu minnar í Svíþjóð urðu heldur ekki til þess að tengslin slitnuðu. Dagatalið frá Einari kom ár hvert og tel ég full- víst, að svo hefði orðið, hvar sem við hefðum búið á hnettinum. Jóla- maturinn, hangikjötið, kom einnig og varðveiti ég síðasta kortið, sem því fylgdi, þar á varðveittst rit- hönd gamals hálfblinds manns. Þannig var Einar. Hann var heíll voru myndir af ættingjum og vin- um, börnum og barnabörnum, og af hinu og þessu sem minnti á Vestfirðina. Og jafnvel kaffið, sem hún reiddi fram, var eins og töfra- drykkur, sem hafðar höfðu verið yfir særingar. Og Guðný — hún var á hljóðan hátt gædd hvítum galdri, sem erfitt er að lýsa. Það er sagt um Dynjandifoss í Arnarfirði — stolt þeirra þar fyrir vestan — að hann sé tilkomumeiri en Niagara Falls og búi yfir þeim glæsileik og þeirri orku, sem sá, er öllu ræður, hafi gefið Arnfirð- ingum í verðlaun fyrir manndóm. Hvað Guðnýju sálugu áhrærir, einkenndist lífsstill hennar af hóg- værð, en afl hafði hún meira en nóg af, sem átti stundum skylt við fossinn þeirra þar vestur í Arnar- firði. p.t. Akranesi, Steingrímur SLTh. Sigurðsson. í sinni vináttu og tryggð til hinstu stundar. Minnisstæðar eru mér einnig kirkjuferðir þeirra hjóna. Hvern messudag gengu þau til Hóls- kirkju, ef veður og heilsa leyfðu og síðar frétti ég, að Einar hefði gjarnan fylgt barnabörnum sinum til kirkju. Þangað leitaði athafna- maðurinn styrks, sem án efa hefur hjálpað honum í hans erilsama lífi Ég mun ávallt minnast Einars f sem göfugs manns, sem lét margt gott af sér leiða á lífsleiðinni. Maðurinn á bak við Bolungarvík og uppbyggingu hennar var stór- brotinn persónuleiki, sem lét verk- in tala framar öllu öðru. Minningin mun lifa í mínum huga og þakklæti fyrir að hafa notið þess að kynnast Einari. Guð blessi niðja hans, sem nú eru margir. Guð blessi minningu göfug- mennisins Einars Guðfinnssonar. Akureyri, Valgerdur Hrólfsdóttir Einar Guðfinns- son, Bolungarvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.