Morgunblaðið - 12.11.1985, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 12.11.1985, Qupperneq 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 AP/Sfmamynd Ferdinand Marcos forseti Filippseyja ásamt konu sinni Imeldu. Filippseyjar: Marcos afneitar orðrómi um nýrnaígræðslu Pittsburgh, 11. nóvember. AP. Ferdinand Marcos, forseti Filippseyja, er sagður hafa gengist tvisvar undir nýrnaígræðsluaðgerð- ir, og hafi báðar aðgerðirnar verið framkvæmdar af bandarískum læknum. Er sagan höfð eftir tveim læknum á Filippseyjum en annar þeirra dr. Potenciano „Mike“ Baccay, var myrtur í síðustu viku. Marcos, sem er 68 ára, hélt uppá 20 ára valdaafmæli sem leiðtogi Filippseyja á laugardag. Þrátt fyrir orðróm um að hann væri veikur hefur Marcos haldið því fram að heilsa sín hafi verið góð síðustu þrjú árin. í desember sl. lét hann gefa út mynd af sér þar sem hann hafði dregið upp um sig skyrtuna og virðist magi hans laus við ör á myndinni. Var myndin gefin út í þeim tilgangi að kveða niður orðróm um að Marcos hefði þurft að gangast undir uppskurð. Baccay sagði að læknarnir sem framkvæmdu nýrnaígræðslunn- ar í Manila hefðu verið dr. G. Baird Helfrich frá Washington og dr. Barry Kahan frá Houston í Texas. „Það vita flestir í lækna- stétt hér að ígræðslan var fram- kvæmd af bandarískum lækn- um“, sagði dr. Enrique Ona sem er framkvæmdastjóri nýrnasjúk- dómadeildar í Maníla. Hann sagði að líkami Marcos hefði hafnað nýranu sem Helfrich græddi í hann og hafi Marcos þurft að gangast undir aðra ígræðslu hjá Kahan. Báðir bandarísku læknarnir neita að ræða málið. Talsmaður forsetans hefur lýst því yfir að fullyrðingar banda- rískra blaða um sjúkleika Marc- osar séu hreinn hugarburður. Hann viðurkenndi að Marcos hefði átt við veikindi að stríða um tíma 1984 en orðrómurinn um nýrnaígræðsluna væri hreinn uppspuni. Hann bætti því við að Marcos væri nógu hraustur til að standa í erfiðri kosningabar- áttu, en kosningar fara fram á Filippseyjum í janúar nk. Grænland: EB greiðir fiskveiði- réttindin dýru verði Kaupmannahöfn, 11. nóvember. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaósins. Evrópubandalagið hefur greitt Fiskveiðiréttindin við Grænland dýru verði. Samkvæmt upplýsingum frá grænlensku veiðileyfaskrifstofunni hafa EB-skip veitt 5.000 tonn af þorski og 5.000 tonn af karfa á þessu ári. Fyrir það hefur EB greitt 214 milljónir danskra króna (um 940 millj. ísl. kr.) samkvæmt samningi Tveir Tékkar flúðu vestur MUnchen, V-Pýskalandi, 11. nóvember. AP. TVEIR Tékkar flúðu í gær yfir til Bæjaralands þrátt fyrir stranga landamæravörslu þar, að því er lög- reglan sagði. Mennirnir komust heilu og höldnu vestur yfir, en lögreglan vildi ekki gefa neinar frekari upplýsingar um þá vegna ættingja þeirra austan landamæranna. sem gerður var við Grænlendinga, er þeir sögðu sig úr bandalaginu. Samkvæmt samningnum borgar EB fyrrnefnda upphæð árlega í fimm ár, hvort sem afli er mikill eða lítill. Þar að auki kveður samningurinn á um, að EB fái aðeins að veiða það, sem Græn- lendingar geta ekki veitt sjálfir af leyfilegum aflakvóta. Grænlendingar hafa verið ugg- andi um, að EB segði samningnum upp vegna aflabrestsins, sem orðið hefur í þorskveiðunum, en Henrik Netterström, embættismaður í danska utanríkisráðuneytinu, sagði í viðtali við Grænlenska út- varpið, að enginn vafi léki á, að EB mundi endurnýja samninginn. EB hefur fengið leyfi til að veiða 60.000 tonn af karfa við Austur- Grænland í uppbót fyrir trega þorskveiði, og hafa Vestur-Þjóð- verjar og Frakkar nýtt sér þá heimild. Þeir eru hins vegar sár- óánægðir og hafa aðeins veitt um 5.000 tonn. Vöruloftiö Sigtúni 3 er fullt afnýjum vörum á stórlækkuðu verði T.d. vorum við að taka upp nokkrar gerðir af mjög fallegum peysum í mörgum litum og stærðum á aðeins kr. 740. Fyrir þær sem eru duglegar og sniðugar að sauma sjálfar gluggatjalda- og fataefni í mjög miklu úrvali a mjög góðu verði, tískulitir. Stígvél á börn og fullorðna á aðeins kr. 290. Buxur á alla fjölskylduna — úlpur — mittisjakkar — peysur — skór — sokkar — vettlingar — treflar — húfur — dragtir — þykkar| sokkabuxur — þunnar sokkabuxurj — jogginggallar. Dömu-, herra- og barnaskyrtur - dömublússur ■ dömupils. V!SA Viö minnum á ódýra horniö, þar getur þú valiö úr vörum á aöeins kr. 50 eöa 100. Heitt kaffi á könnunni allan daginn Vöruloftið hf. Sigtúni 3 DonCano Hilda hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.