Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 Eigum til aiiar tegundir af hinum þekktu Fiskarsskærum Stór sníöaskæri, heimilisskæri, hægri og vinstri handa, eldhússkæri, takkaskæri og saumaskæri, Fiskars-eldhúshnífar í miklu úr- vali. Einnig v-þýzk barnaskæri fyrir föndur og í skólann. Naglaskæri og hárskæri. BV Hond- lyftí- wgnor Eigum ávallt fyrirliggjandi hina velþekktu BV-handlyfti- vagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. Útvegum einnig allt sem viðkemur flutningstækni. tff' UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN \mma LÁGMÚLI5, 105 REYKJA VlK S/ML 91-685222 PÖSTHÓLF: 887, 121 REYKJAVlK Ályktanir 32. þings FFSÍ: Frjálsar veiðar með sókn- arstöðvun og veiðistýringu 32. ÞINGI Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands lauk á laugardag. Á þinginu var samþykktur mikill fjöldi ályktana, en þar ber hæst tillögu um frjálsar veiðar á næsta ári með sóknar- stöðvunum og stýringu í aðrar tegund- ir en þorsk. Alyktanir um öryggismál og kjaramál eru einnig viðamiklar. Hér fara á eftir helztu ályktanir, en Morgunblaðið hefur áður skýrt frá samþykktum vegna máls Höskulds Skarphéðinssonar, skipherra. Fiskveiðistefnan: Aukið frjálsræði í veiðum FFSÍ leggur áherzlu á að mörkuð verði veiðistefna til aukins frjáls- ræðis í veiðum. Byggist veiðarnar á frelsi með sóknarstöðvunum og veiðistýringu í aðrar tegundir en þorsk og verði þorskaflinn á næsta ári sem næst 350.000 lestum. Sóknartakmörkun og veiði stýring bátaflotans Þorskafli bátaflotans skal verða sem næst 165.000 lestum árið 1986. Árinu skal skipt í tvö tímabil; 1. janúar til 30. júní með 30 daga skyldustoppi, þar af 10 daga stoppi um páska. Viðmiðunarmagn skal vera 123.000 lestir; Tímabilið 1. júlí til áramóta skal stoppa 40 daga, þar af 10 daga um verzlunarmannahelgi og frá 20. desember til áramóta. Viðmiðunarafli verði 41.000 lestir. Stoppdagar teljist þrír sólarhringar eða meira. Handfæraveiðar verði óheftar nema 10 daga um verzlunar- mannahelgi. Miðað við núverandi möguleika á loðnuveiðum stundi loðnuflotinn ekki þorskveiðar fyrri helming næsta árs. Stoppdagar sér- veiðiskipa, svo sem rækju-, humar-, skel-, síld- og loðnuskipa, teljist aðeins utan sérveiða. A svæðinu frá Horni suður og austur um að Eystra-Horni hefjist þorskneta- veiðar ekki fyrr en 15. janúar. Á þessu svæði megi hlutfall þorsks í afla netabáta ekki fara yfir 20% á tímabilinu 1. janúar til 1. febrúar. Á þessu svæði skuli ekki leyfa smærri möskva en 7 tommur á tímabilinu 15. janúar til 15. maí. Þorsknetaveiðar skulu bannaðar 1. júli til 15. ágúst. Sjávarútvegsráðu- neytið fylgist með afla á viðmiðun- artímabilunum og fækki eða fjölgi stoppdögum eftir þróun veiðanna. Verði þorskafli í marzlok meiri en ! 85.000 lestir, skal fjölga stoppdögum seinnihluta apríl og maí. Loðnubát- ar, sem hefja þorskveiðar í troll á síðara tímabili, sæti sömu sóknar- takmörkunum og togarar. Sóknartakmörkun og veiði stýring togara Þorskafli togara verði sem næst 185.000 lestir árið 1986. Árið skiptist í tvö tímabil; 1. janúar til 31. maí verði skyldustöðvun í 25 daga og viðmiðunarafli 85.000 lestir af þorski; 1. júní til áramóta verði veiðistöðvun í 45 daga, þar af 10 dagar á tímabilinu 20. júlí til 10. ágúst. Veiðar verði stöðvaðar frá 20. desember til áramóta. Viðmiðun- arafli verði 100.000 lestir. Heimilt verði þeim skipum, sem veiða fyrir erlendan markað, að stöðva veiðar fyrstu daga desembermánaðar. Skilyrt verði að í heildarársafla togara verði að lágmarki 30% aðrar tegundir en þorskur. Þetta hlutfall skal hækka, komi í ljós eftir fyrstu fjóra mánuði ársins, að hlutur þorsks í heildarveiði togara verði meiri en æskilegt getur talizt. Sjáv- arútvegsráðuneytið fylgist með afla á viðmiðunartímabilunum og fækki eða fjölgi stoppdögum eftir þróun veiðanna. kjaramál fiskimanna Samþykktir um kjaramál sjó- manna eru í fimm liðum og eru meðal annars á þá leið, að lagt er til að félög innan sambandsins standi sem þéttast saman í næstu kjarasamningum. Því er beint til hlutaðeigandi aðildarfélaga, að þau útnefni fulltrúa í nefnd er hafi það hlutverk að undirbúa og samræma sameiginlega kröfugerð fyrir kom- andi kjarasamninga fiskimannafé- laga FFSÍ. Niðurstöður nefndarinn- ar skuli liggja fyrir er formannaráð- stefna verði haldin næsta haust. Þingið beinir því til samninga- nefndar í komandi fiskimanna- samningum að höfuðáherzla verði lögð á eftirfarandi: Kostnaðarhlut- deild verði lögð niður. Tryggingar færðar til betri vegar. Frekari launahækkanir verði vegna starfs- aldurs. Orlof lengist verulega. Stjórn FFSÍ er falið að hefja nú þegar viðræður við LÍÚ um sam- ræmingu á skiptakjörum, sem gilda skuli um útflutning á óunnum fiski. Stjórnin kanni hve mikil brögð séu að duldum greiðslum til útgerðar framhjá skiptum. Þá beinir þingið því til stjórnvalda, að tekjuskattur af launatekjum verði felldur niður í þeim áföngum, sem búið er að lofa. Kjaramál farmanna Þing FFSÍ telur að vegna síaukins vinnuálags til sjós, verði 6 mánaða vera á sjó talin nægileg til að skila fullu starfsári á viðunandi launum. Einungis með þeim hætti sé mögu- legt að ganga að sjómannsstarfinu sem ævistarfi. Þá ályktar þingið, að laun yfir- manna á farskipum skuli ætíð vera hærri en laun þeirra, sem starfa í landi með sambærilega menntun vegna erfiðari vinnuaðstöðu og langvarandi fjarvista frá fjölskyld- um sínum. Réttarstaða íslenzkra farmanna, sem sigli á skipum, sem rekin eru af fslendingum, sé ávallt sú sama, án tillits til þess undir hvaða þjóðfána skipið siglir. Laun einstakra stétta um borð í farskip- um verði samræmd. Þá verði að leita allra mögulegra leiða til að tryggja yfirmönnum farskipa sambærilegar launahækkanir og margir starfs- hópar í landi hafi náð í formi launa- skriðs með samningsbundnum við- miðunum við starfshópa í landi. Þingið mótmælir því, að banda- fþróttahúsiö er aö rísa vit> sundlaugina á Siglufiröi. Morgunblaöið/HBj. Siglufjörður: Framkvæmdir ganga vel við íþróttahúsið Siglufirði, 4. nóvember. FRAMKVÆMDIR viö íþróttahúsiö á Siglufirði ganga allvel. Að sögn Þráins Sigurðssonar bæjartæknifræðings er nú búið að vinna fyrir 2,7 milljónir króna, m.a. steypa sökkla og þann hluta veggja hússins sem steyptir verða. Sagði Þráinn að næst væri að bjóða út límtréð og er verið að vinna að undirbúningi þess núna. Eins og áður hefur komið fram verður þetta ódýr- asta íþróttahús landsins og bíða sveitarstjórnarmenn um land allt í ^fvæni eftir hvernig til tekst hér. fþróttahúsið er byggt við sundlaug- ina og er það kostur. mj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.