Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 52
ETTT KORT ALL5 STAÐAR ffgmtWafcÍfe V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Þorsteinn Gíslason fískimálastjóri: Stefnir í mesta aflaár sögunnar — Verdmæti sjávarafurda á fóstu gengi 23% meira en í fyrra „Okurmálið“: Húsleit í Reykjavík Rannsóknalogregla ríkisins fékk heimiid til leitar í húsi í Reykjavík um helgina og fjölmargir voru yfir- heyrðir vegna rannsóknar á „okur- rnálinu" svokallaða. Málið er eitt hið umfangsmesta og haft hefur veríð samband við flesta þá, sem eru á listanum sem RLR komst yfir við húsleit hjá Hermanni Björgvinssyni. Unnið er að gagnaöflun í málinu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, var útgáfa ávísana snar þáttur í okurmálinu og hefur verið unnið að því að rekja þær, en slíkt mun tímafrekt. Nauðgun kærð á Vopnafirði KONA á Vopnafirði kærði mann fyrir nauðgun aðfaranótt sl. sunnudags. Fulltrúi sýslumanns á Seyðisfirði fór til Vopnafjarðar á sunnudag og hafa yfirheyrshir í málinu staðið yfir síðan en í gærkvöldi var málið ekki upplýst. Lögreglan á Vopnafirði vildi í gærkvöldi engar upplýsingar gefa um málið, sagði að það væri á við- kvæmu stigi. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins ber konan, sem er á þritugsaldri, að maðurinn hafi farið með hana inn í kjallara og þröngvað sér þar til samræðis. Gerðist þetta seint aðfaranótt sunnudagsins og voru þau þá bæði að koma úr hófi í heimahúsi. Bretar veðja á Hólmfríði Karlsdóttur London, II. nóvember. Frá Valdimar I nnari Valdimarssyni. ÞAÐ FER ekki á milli mála að Bretar telja Hólmfríði Karlsdóttur til alls líklega í þeirri keppni sem nú stendur fyrir dynim um titilinn ungfrú alheimur. Hjá einni veðmálaskrifstof- unni er Hólmfríður komin í efsta sætið og fer auðvitað ekki hjá því að bresku blöðin veiti henni nokkra athygli fyrir vikið. Hólmfríður er kölluð Hófí í blöðunum og eitt þeirra gaf henni einfa'.dlega heitið Nice- land. Hvert blaðið á fætur öðru hefur birt myndir af Hólmfríði og þá oftast í hópi annarra stúlkna sem sigurstranglegar þykja. Þó var hún ein síns liðs á mynd sem Daily Express birti í morgun í tilefni þess að fyrsti snjór vetrarins hefur nú fallið hér í Bretlandi. Sagði blaðíð að Hófí hlyti nú að líða eins og heima hjá sér og benti jafn- framt á velgengni hennar á veðmöngurum. Það er vissulega ekki algengt að ísland beri á góma í breskum fjölmiðlum dag eftir dag, kannski helst í þorskastríðum. Sú hefur þó orðið raunin undan- farið vegna þeirrar athygli sem Hólmfríður Karlsdóttir hefur vakið. AP/Símamynd Hólmfríður Karlsdóttir „VEIÐIST jafnmikið í nóvember og desember og í sömu mánuðum í fyrra, verður árið 1985 mesta aflaár okkar á íslandsmiðum,“ sagði Þorsteinn Gíslason, fiskimálastjórí, meðal ann- ars við setningu Fiskiþings í gær. Þorsteinn sagði, að samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélagas ís- lands væri heildarafli landsmanna 1.222.867 lestir á móti 1.085.253 lestum á sama tíma í fyrra. Af þorski hefðu nú borizt á land 282.341 lest, en á sama tíma í fyrra 239.405 lestir. Varlegt væri þó að áætla loðnuveiðina jafnmikla í ár, því í fyrra hefðu veiðzt 328.000 lestir á þessum tveimur mánuðum og hefði góð veðrátta ráðið því gengi. Þá gat Þorsteinn þess, að heildar- útflutningur sjávarvöru frá ára- mótum til 30. september á þessu ári væri 478.668 lestir að verðmæti tæpir 19 milljarðar króna á móti 369.593 lestum að verðmæti tæpir 12 milljarðar á sama tíma í fyrra. Á föstu gengi væri verðmæti sjáv- arafurða 23% meira en í fyrra. Hlutfall sjávarvöru miðað við heildarverðmæti vöruútflutnings landsmanna væri nú 77,3% en hefði á sama tímabili í fyrra verið 71,9%. Þorsteinn sagði, að þrátt fyrir takmarkanir þorskveiða, hefðu fiskveiðar árið 1984 verið gjöfular þjóðinni, því árið hefði orðið þriðja bezta aflaár í fiskveiðisögu Islend- inga. Heildaraflinn hefði orðið 1.536.000 lestir. Aflaaukning milli ára hefði orðið 83% og verðmæta- aukning hráefnis orðið 43% í ís- lenzkum krónum. í vinnslunni hefði aukning afurða milli ára orðið 65% og verðmætaaukning 37%. Nýjar reglur um út- reikning hagnaðar ÍSAL UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur á milli ríkisstjórnar íslands og Aiusuisse um endurskoðun á ákvæðum um framleiðslugjajd ÍSAL Samningur- inn kemur sem fjórði viðauki við aðalsamning aðila um ÍSAL. Samningurinn var undirritaður seint í gærkvöldi af Albert Guðmundssyni iðnaðarráðherra og dr. Dietrich Ernst framkvæmdastjóra Alusuisse. Að lokinni undirrituninni sOgð- ust þeir báðir vera ánægðir með samninginn og þá ekki síður að með honum væri lokið þeim deilum, sem uppi hefðu verið milli Alusuisse og íslensku ríkisstjórnarinnar undan- farin ár. Helstu efnisatriði samningsins eru þau að teknar verða upp nýjar reglur, sem verða endurskoðaðar á fimm ára fresti, um útreikning á nettóhagnaði ÍSAL þar sem sér- stakt viðmiðunarverð verði notað til að ákvarða söluverð á áli frá bræðslunni og kostnaðarverð á súráli og rafskautum til bræðslunn- ar í skattalegu tilliti. Ákvæði um eignamat og afskriftir af fastafjár- munum hjá ÍSAL verða endurskoð- uð og eigið fé félagsins aukið um nær 1,8 milljarða kr., sem iðnaðar- ráðherra sagði að væri Islendingum hagstætt. Framleiðslugjaldi ÍSAL verður háttað þannig að félagið mun halda áfram að greiða lágmarksskatt sem samsvarar 20 bandaríkjadollurum á hvert tonn af áli við útskipun og án tillits til hagnaðar, en skattur umfram þetta lágmark verður greiddur árlega með tilliti til hagn- aðar á undanfarandi ári samkvæmt ákveðnum skattstiga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.