Morgunblaðið - 21.11.1985, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985
Leiðtogafundurinn í Genf
„Kjánalegt" að tala um
tískustríð leiðtogafrúnna
í ' M f OA HAnAaaLnB / \nnn DiabmajIÁMhb faAtl a bk HABmmklaAnmn
Genl, 20. nóvember. Frá Önnu Rjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaóains.
AP/Símamynd
Leiðtogafrúrnar, Nancy Reagan og Raisa Gorbacheva, á tefundi. Frúrnar
hafa itt viðræðufundi á sama tíma og eiginmenn þeirra ræddust við. Þær
þykja báðar hinar giæsiiegustu og talað var um tískustríð þeirra á milli.
RAISA Gorbaschev, eiginkona leið-
toga Sovétríkjanna, sagði að hún og
Nancy Reagan, eiginkona leiðtoga
Bandaríkjanna, myndu gera allt sem
þær gætu fyrir frið í heiminum, eftir
að hún tók á móti frú Reagan í teboð
á miðvikudagseftirmiðdag. Frúrnar
settust saman í sófa í Villa Rosa,
dvalarstað sovésku leiðtogahjónanna
hér í Genf, fyrir Ijósmyndara áður
en teið var borið fram. Frú Reagan
Sovétmönnum leiðist
tal um mannréttindi
Genf, 20. nóvember. AP.
MIKAIL Gorbachev, leiðtogi Sovét-
ríkjanna, embættismenn í loruneyti
hans og jafnvel kona hans hafa verið
spurð margra spurninga um mann-
réttindaraál þá daga, sem þau hafa
verið í Genf. Hafa þau átt undir
högg að sækja í þessum efnum,
ýmist neitað því að nokkuð væri um
mannréttindabrot í Sovétríkunum
eða komið sér undan að svara eða
jafnvel brugðist við með að skamma
vestræn ríki fyrir sömu sakir.
Sovétmennirnir hafa ekki haldið
svo fund, að ekki hafi einhver orðið
til að vekja máls á mannréttinda-
brotum. „Hvenær ætlið þið að
leyfa móður minni, 86 ára gamalli,
að koma til mín,“ hrópaði maður
nokkur á blaðamannafundi, sem
Leonid Zamyatin, talsmaður sov-
ésku stjórnarinnar, hélt í gær.
Zamyatin lét sem hann heyrði ekki
spurninguna. Bandaríski blökku-
maðurinn Jesse Jackson átti svo í
gær fund með Gorbachev og færði
þá m.a. í tal við hann hlutskipti
sovéskra gyðinga. „í Sovétríkjun-
um er ekki neitt til, sem heitir
gyðingavandamál," svaraði Gor-
bachev. Vladimir Lomeiko, tals-
maður sovéska utanríkisráðuneyt-
isins, hélt einnig fund í gær og var
þá inntur eftir sovéska gyðingnum
og andófsmanninum Anatoly
Scharansky, en hann vildi ekki
svara og bað blaðamennina að
halda sig við efni fundarins.
Þær sakir, sem bornar eru á
Sovétmenn, eru einkum þær, að
andófsmönnum sé haldið nauðug-
um á geðveikrastofnunum, gyðing-
um og öðrum minnihlutahópum
meinað að flytjast úr landi og að
þeir, sem gagnrýna stjórnvöld, séu
ofsóttir og dæmdir í langa vinnu-
búðavist.
í desember fyrir ári kom Gor-
bachev til Lundúna og breskir
þingmenn færðu mannréttinda-
brot í tal við hann. Gorbachev
svaraði og sagði efnislega, að þeir
skyldu ekki vera að skipta sér af
því, sem þeim kæmi ekki við.
Reagan á forsíðu Pravda
Moskvu, 20. nóvember. AP.
MYND af Ronald Reagan Banda-
ríkjaforseta birtist í fyrsta sinn á
fosíðu Pravda á mióvikudaginn, og
sýnir hún þá Reagan og Gorbachev
ræðast við. Sjónvarp í Sovétríkjunum
hefur oft sýnt fréttamyndir þar sem
Reagan kemur fram og grínmyndir
af honum, t.d. sem kúreka sitjandi á
eldflaug, eru algengar í þarlendum
blöðum.
Sovéskir sjónvarpsáhorfendur
njóta nú líflegri dagskrár en venju-
lega vegna leiðtogafundarins I
Genf, því sovéska sjónvarpið sýnir
nú amerískan jazz, Hollywoodkvik-
myndir og annað sjónvarpsefni frá
Bandaríkjunum. Sjónvarpsefni
þetta er verulega frábrugðið því
sem venjulega er flutt í sovétsjón-
varpinu sem lengi hefur gefið sjón-
varpsáhorfendum mjög neikvæða
mynd af bandarísku þjóðlífi.
sagði við sama tækifæri að henni
þætti fréttir af klæðaburði þeirra
kvennanna heldur kjánalegur og
hristi höfuðið yfir að þær háðu tísku-
stríð í Genf.
Þær voru báðar viðstaddar at-
höfn í morgun þegar hornsteinn
að nýju safni Rauða krossins var
afhjúpaður við aðalstöðvar Rauða
krossins. Frú Reagan sagði í
stuttri ræðu að Genf væri rétti
staðurinn fyrir slíkt safn þar sem
Henry Durant hefði stofnað Rauða
krossinn í Genf 1863. Hún sagði
að safnið myndi minna umheiminn
á mannúðarstarfsemi Rauða
krossins. Frú Gorbachev sagði að
safnið væri virðingarvottur við þá
sem stundum stofnuðu lífi sínu í
hættu í starfi fyrir Rauða kross-
inn. Hún sagði einnig að það væri
mikilvægt fyrir þjóðir að finna
sameiginlegt tungumál til að ræða
líf, heilsu og framtíð mannkynsins.
Sovéska sjónvarpið sagði frá
athöfninni við höfuðstöðvar Rauða
krossins og nefndi að Raisa Gor-
bachev hefði verið þar. Það hefur
ekki greint frá ferðum hennar í
Genf fyrr og aldrei nefnt hana á
nafn í fréttum áður samkvæmt
fréttum úti.
Frú Gorbachev heimsótti
bóndabæ fyrir utan Genf og ræddi
við íbúa hans á miðvikudag. „Fólk
er dásamlegt, okkur fannst við
hafa þekkst alla ævi,“ sagði hún
um reynslu sína með Svisslending-
unum. Nancy Reagan heimsótti
meðal annars alþjóðaskólann í
Genf á miðvikudag og var fagnað
af mörghundruð börnum hnað-
anæva úr heiminu.
Frúrnar hittust aftur í móttöku
forsetahjóna Sviss um kvöldmat-
arleytið á miðvikudagskvöld og
Gorbachev-hjónin sátu síðan
kvöldverð í boði Reagan-hjónanna
í La Maison de Saussure, dvalar-
stað þeirra í Genf.
Haft var eftir Donald Regan,
starfsmannastjóra í Hvíta húsinu
og ráðgjafa Reagans, í dag að
konur hefðu ekkert vit á mann-
réttinda- og afvopnunarmálum.
Nancy Reagan sagðist ekki hafa
séð þessa frétt þegar hún var spurð
um sína skoðun á málinu. Ronald
Reagan sagði fyrir eftirmiðdags-
fund sinn með Gorbachev að Reg-
an hefði meint að konur hefðu
einnig áhuga á börnum og mann-
legum áhrifum. Gorbachev lét
þýða spurninguna fyrir sig tvisvar
áður en hann sagði að konur og
karlar beggja stórþjóðanna vildu
frið og að hann myndi haldast,
þess vegna væru afvopnunarmál
miðpunkturinn í samræðum sínum
við Reagan.
Kostnaður
stjórnvalda
af fundinum
yfir milljón
dollarar
Genf, 20. nóvember. AP
SVISS hefur varið jafnvirði rúmlega
einnar milljónar dollara til undir-
búnings fyrir leiðtogafund og til fegr-
unar Genfarborgar vegna hans. Hefur
mikill hluti kostnaðarins legið í því
að gera borgina aðlaðandi í augum
hinna pólitísku fulltrúa og þeirra
hundruð blaðamanna og Ijósmyndara
sem þar eru nú vegna fundarins.
Þá hafa yfirvöld varið tölverðu
fé til að cndurnýja og fegra bústaði
stjórnmálamanna sem sækja fund-
inn og voru innréttingar dvalar-
staðar Reagans, Maison de Sauss-
ure, t.d. endurnýjaðar að mestu.
Umdeild mynd sýnd í
sænska sjónvarpinu
Höfundurinn heldur því fram að sovéskir kaf-
bátar hafi aldrei farið inn í lögsöguna
Stokkhólmi, 20. nóvember. AP.
í SÆNSKA sjónvarpinu verður í
kvöld, miðvikudagskvöld, sýnd
mynd þar sem því er haldið fram,
að Sovétmenn hafi aldrei siglt kaf-
Kosningar í Danmörku:
Vinstri menn
unnu mest á
Kaupmannahöfn, 20. nóvember. AP.
VINSTRIFLOKKARNIR unnu á í
sveitarstjórnarkosningunum f gær
og hefðu fengið meirihluta á þingi
ef til þess hefði verið kosiö.
Sósíalíski þjóðarflokkurinn
vann mest á í kosningunum en
næstur honum kom íhaldsflokkur-
inn. Ef um þingkosningar hefði
verið að ræða hefðu jafnaðarmenn
og aðrir vinstriflokkar fengið 91
af 179 sætum á þingi. í fyrsta sinn
fengu græningjar menn í sveitar-
stjórnir.
Framfaraflokkur Glistrups galt
mikið afhroð í kosningunum, fékk
aðeins 2,2% en hafði 7%. Sjálfur
náði hann ekki kjöri en bar sig þó
vel yfir úrslitunum og sagði, að
þau væru „upphafið að upprisu"
flokksins.
bátum inn fyrir sænska lögsögu,
a.m.k. ekki viljandi. Verða umræður
um myndina að lokinni sýningu og
er búist við, að þar verði heitt í
kolunum.
Sjónvarpsmyndin, sem gerð var
fyrir opinbert fé, er 90 mínútna
löng og er höfundur hennar Maj
Wechselmann. Mun hún taka þátt
í umræðunum ásamt foringjum úr
sjóhernum og blaðamanni, sem
heldur því fram, að myndin sé
dæmigerð áróðursmynd í þágu
Sovétmanna.
í myndinni fer Wechselsmann
háðulega orðum um „kafbátstrufl-
unina“ hjá sænska sjóhernum og
í fjölmiðlunum og fullyrðir, að
þegar sovéski kafbáturinn strand-
aði rétt við sænska flotastöð árið
1981 hafi það eingöngu stafað af
því, að skipshöfnin villtist inn fyrir
lögsöguna vegna bilaðra siglinga-
tækja. Wechselmann vísar einnig
ERLENT
á bug þeim sönnunum, sem sænska
stjórnin segist hafa fyrir lögsögu-
brotum Sovétmanna, og ollu því,
að Sovétstjórninni voru send form-
leg mótmæli árið 1983.
Myndin var fyrir nokkru sýnd á
blaðamannafundi og olli þar áköf-
um deilum. Anders Hellberg,
blaðamaður, sem skrifað hefur bók
um kafbátamálin og tekur þátt í
þættinum í kvöld, segir í nýlegri
blaðagrein, að í myndinni séu
„málin matreidd á nákvæmlega
sama hátt og í dæmigerðum áróð-
ursmyndum ... með því að sleppa
því, sem máli skiptir, og umfram
allt með því að reyna að gera
andstæðingana hlægilega". í
myndinni er rætt við nokkra sér-
fræðinga í hernum og sögðu þeir
í dag, að höfundur myndarinnar
hefði rifið orð þeirra og yfirlýsing-
ar úr samhengi og skeytt saman
eftir þörfum.
Maj Wechselmann er umdeild
kona og ákaflega vinstrisinnuð og
eru formælendur hennar einkum
lítill en mjög hávær hópur vinstri-
sinnaðra blaðamanna.
Kafbátamálin eru ofarlega á
baugi í Svíþjóð um þessar mundir
vegna einstæðrar „uppreisnar"
nokkurra foringja í sjóhernum en
þeir hafa sakað ríkisstjórn Olofs
Palme um að reyna að gera sem
minnst úr yfirgangi Sovétmanna
við Svía í þeim tilgangi að bæta
samskipti þjóðanna.
Sovéski kafbáturinn á strandstað í nóvember 1981 skammt frá flotastöð
sænska sjóhersins í Karlskrona. Sovétmenn sögðu, að vegna bilaðra siglinga-
tækja hefði áhöfnin viilst inn fyrir skerjagarðinn og að herstöðinni og Maj
Wechselmann veit það líka.
Noregur:
Um 85.000 lítrar
af olíu láku úr
geymi á Svalbarða
Ósló, 20. nóvember. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morjjunblaósins.
OLÍULEKI, sem átti sér stað á
Svalbarða í Norður-íshafi, getur
haft ómældar afleiðingar í för með
sér fyrir dýralíf eyjaklasans.
Um 85.000 lítrar af olíu láku úr
geymi í Kings Bay í óveðrinu um
síðustu helgi og hefur enn ekki
verið unnt að kanna umfang
tjónsins. Fjórir vísindamenn
hafa nú hafist handa við rann-
sóknir þar að lútandi.
óttast er að selur hafi drepist
unnvörpum. Ef öndunarop dýr-
anna fyllast af olíu, verður að
aflifa þau. Annars bíður þeirra
hægur og kvalafullur dauðdagi.
Olíuna hefur rekið inn á nær-
liggjandi fjörð og getur það vald-
ið mikilli eyðileggingu á strand-
lengjunni beggja vegna. Ekki er
þó loku fyrir það skotið, að takist
að forða fuglalífinu þar frá al-
varlegum skakkaföllum.