Morgunblaðið - 21.11.1985, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985
35
ptnrgmi Útgefandi ittUifrttk Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö.
Prófkjör í
Asunnudag og mánudag geta
flokksbundnir sjálfstæðis-
menn í Reykjavík valið fram-
bjóðendur á lista fiokks síns í
borgarstjórnarkosningunum á
næsta ári. Eins og sjá má af
lestri Morgunblaðsins þessa
dagana er töluvert líf í kosn-
ingabaráttunni. Hún ber hins
vegar yfirbragð þeirrar sam-
heldni, sem hefur einkennt
starf borgarstjórnarflokks
sjálfstæðismanna undanfarin
ár undir forystu Davíðs Odds-
sonar, borgarstjóra.
Frambjóðendur sjálfstæðis-
manna til borgarstjórnar hafa
verið valdir í prófkjöri síðan
1970. Ef litið er til úrslita kosn-
inga í Reykjavík síðan, er ekki
unnt að segja annað en próf-
kjörin hafi leitt til viðunandi
niðurstöðu fyrir sjálfstæðis-
menn. Prófkjör eru þó sama
annmarka háð og önnur mann-
anna verk, að þau njóta mis-
mikils fylgis. Þess gætir nú
meira en áður, að jafnt sjálf-
stæðismenn sem aðrir hallast
að þeirri skoðun, að þessi aðferð
við að velja fólk í framboð hafi
runnið sitt skeið.
Fréttir berast um það úr
Reykjaneskjördæmi, að þar
hafi sjálfstæðismenn lítinn
áhuga á að efna til prófkjara
að þessu sinni. Fyrir síðustu
sveitarstjórnarkosningar voru
listar Sjálfstæðisflokksins í
Hafnarfirði, Garðabæ og Mos-
fellssveit skipaðir án þrófkjörs,
það var aðeins fyrir flokks-
menn í Kópavogi en opið öllum
stuðningsmönnum flokksins á
Seltjarnarnesi. Fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar 1982 var
sama skipan á vali frambjóð-
enda í Reykjavík og nú að því
er kosningarétt varðar. Sú
breyting*hefur hins vegar orðið
á framkvæmdinni nú, að kjós-
endur raða frambjóðendum í
sæti á listann og nöfnum fram-
bjóðenda er ekki raðað með
hefðbundnum hætti í stafrófs-
röð á prófkjörseðilinn.
Ástæða er til að minna á
þessi tæknilegu atriði vegna
þeirra umræðna, sem orðið
hafa um þau í tilefni af próf-
kjöri Sj'álfstæðisflokksins hér í
Reykjavík. Velkist menn í vafa
um þau tefur það fyrir ákvörð-
unum um aðalatriðið, sem pr
auðvitað að ná samstöðu um
þá, er þeir treýsta best til að
veita höfuðborginni forystu á
næsta kjörtímabili. Enginn
flokkur leitar til jafn fjölmenns
hóps í því skyni og Sjálfstæðis-
flokkurinn í .Reykjavík. Próf-
kjörsbaráttan ein gefur al-
menningi glögga mynd af því,
sem hefur gerst, er að gerast
og frambjóðendur vilja að ger-
ist í stjórn borgarinnar.
Á meðan prófkjör eru við lýði
er nauðsynlegt, að allir, sem
hafa rétt til að taka þátt í þeim,
Reykjavík
nýti þennan rétt. Um skipan
og framkvæmd prófkjara hefur
mikið verið rætt í Sjálfstæðis-
flokknum undanfarin misseri.
Svo kann að fara, að ákvörðun
verði tekin um að hverfa al-
mennt frá þessari aðferð við
smíði framboðslista. Þar til að
því kemur er brýnt, að sem
flestir sinni hvatningu fram-
bjóðenda og leggi þeim lið.
Anægjuleg
nýbreytni
í skólum
IMorgunblaðsfrétt í gær er
skýrt frá því, að Karvel
Ögmundsson, hinn þjóðkunni
útgerðarmaður, hafi farið í
skólann í Njarðvíkunum og
ísaksskóla í Reykjavík og skýrt
börnum frá „lífsbaráttunni í
gamla daga“, eins og hann
orðar það sjálfur. Þetta er
ánægjuleg nýíbreytni, sem aðrir
skólar ættu að taka sér til fyrir-
myndar.
Breyting á þjóðfélagsháttum
hefur leitt til þess, að tengsl
ungra og aldinna eru minni en
áður innan fjölskyldna. Þjóð-
félagið sjálft axlar nú meira
af því, sem fjölskyldan gerði
áður. Á vegum sveitarfélaga og
ríkisins er unnið að því að koma
á fót heimilum fyrir gamalt
fólk. Allir stjórnmálaflokkar
eru sammála um,- að aldrei
verði nóg að gert í því efni
frekar en smíði dagheimila
fyrir börn. í sjálfu sér er það
eðlileg afleiðing þessa, að hið
opinbera eða skólarnir taki að
sér milligöngu, þegar að því
kemur að huga að tengslunum
milli þess sem var og er í þjóð-
lífinu. Varla verður betur að
því staðið en á þann veg, að
börnum sé gefinn kostur á því
í skólanum að kynnast ljóslif-
andi fulltrúum þeirrar kynslóð-
ar, sem man tímana tvenna hér
á landi.
Þegar Karvel Ögmundsson
var spurður að því, hvort hann
héldi að það hefði góð áhrif á
börnin að fá eldra fólk til að
tala við þau um lífið í gamla
daga, svaraði hann: „Já. Ég lít
á það sem gæfu fyrir alla þjóð-
ina ef eldra fólkið fæst til að
segja frá gamla tímanum. Mér
er enn í fersku minni það sem
gamalt fólk sagði mér þegar ég
var barn.“ Þessi orð eru ítrekuð
hér með ósk um að sem flest
börn í íslenskum skólum fái að
kynnast því af eigin raun,
hvernig fulltrúar þeirrar kyn-
slóðar, sem flutti ísland úr
fortíð til nútíðar, segja frá lífi
sínu og störfum.
Bímí Bjarnasyni svarað
— eftir Valdimar
Kristinsson
Björn Bjarnason birtir langa
ritsmíð í Morgunblaðinu 30. októ-
ber sl. er hann nefnir „Almanna-
varnarvegir á kostnað annarra".
Þar kennir margra grasa. Grein-
um okkar Halldórs Jónssonar er
meðal annars blandað saman og
þær síðan ræddar sitt á hvað að
geðþótta höfundar. Mun nú rætt
um það, sem að undirrituðum snýr
sérstaklega, sbr. grein mína frá
16. október um „Varnir, almanna-
varnir og vegagerð".
Sú skoðun mín hefur ekki breyst,
að eftirlitsstöð Atlantshafsbanda-
lagsins á íslandi ætti að vera fjarri
byggð á norðausturhorni landsins
og sem mest sjálfri sér nóg. Það
væri bæði betra þjóðarinnar vegna
og einnig eftirlitsins vegna með
tilliti til þeirra hafsvæða norður
af landinu, sem mikil þörf er talin
á að hafa auga með. Einhverjar
ráðstafanir þyrfti þó að gera varð-
andi Keflavíkurflugvöll, sem gæti
ekki verið eini alþjóðaflugvöllur-
inn í heimi án alls varnarvið-
búnaðar.
Ekki er það rétt hjá BB, að ég
hafi rætt um varaflugvöll fyrir
varnarliðið á Sauðárkróki, hins
vegar nefndi ég varaflugvöll fyrir
millilandaflugið á sama stað, sbr.
frétt Morgunblaðsins frá 18. apríl
sl. Vafalaust gæti varnarliðið haft
gagn af slíkum varaflugvelli við
eftirlitsflug, en eigi hann að verða
hernaðarflugvöllur ætti eindregið
að benda á norðausturhornið í
staðinn.
Spurningunni um hvort koma
þyrfti upp varnarviðbúnaði við
varaflugvöll fyrir millilandaflugið
á Sauðárkroki mætti svara á þann
veg, að væri almennur varnarvið-
búnaður hér á landi, þá hlyti hann
að ná til slíks flugvallar og einnig
til allra annarra flugbrauta lands-
ins af lengri gerðinni svo og til
helstu hafna. Þetta hefur hins
vegar ekki verið gert, enda dettur
varla nokkrum manni í hug að
koma hér upp virkjum við hvern
fjörð og alla flóa. Hins vegar
mundi gott vegakerfi gera varnar-
liði kleift að komast í skyndingu
um landið, því snögg viðbrögð
skipta öllu til að brjóta innrás á
bak aftur.
Ekki er það heldur rétt hjá BB,
að ég sé þeirrar skoðunar, að það
hljóti að koma að því, að ísiending-
ar þurfi þúsundum ef ekki tug-
þúsundum saman að leita skjóis
vegna árása á land sitt; og ég
kemst ekki heldur að þeirri niður-
stöðu, að í stríði sé best að flytja
sem flesta íslendinga frá heim-
kynnum sínum. Hins vegar nefndi
ég að börn á vissum aldri væru
stundum flutt í varúðarskyni á
sérstökum hættutímum þótt aðrir
sætu heima. Er þörf á að gera
andmælendum sínum upp skoðan-
ir?
Engin ástæða er heldur til að
miða alla umræðuna og varðúðina
við kjarnorkuna, sem BB er svo
tíðrætt um. Ef svo væri, þá mætti
leggja öll önnur vopn niður nema
rétt til að verjast árásum hefndar-
verkamanna og skæruliða. Þjóðin
bjó við hálflokaðan Hvaifjörð í
mörg ár í síðari heimsstyrjöldinni.
BB nefnir þetta ekki einu orði og
virðist ekki heldur telja það um-
ræðunnar virði, að ekki er hægt
að komast milli Keflavíkurflug-
vallar og Hvalfjarðar nema um
göturnar í Reykjavík. Er þó
skemmst að minnast þess, að einn
góðan veðurdag á liðnu sumri fyllt-
ist Hvalfjörður af (her)flutninga-
skipum.
Þá er mér engin launung á því,
að ég hugsa mér áðurnefnda vegi
einnig til styrktar almannavörn-
um við náttúruhamfarir. Er þörf
á að biðjast afsökunar á því? Við
höfum dæmið fyrir okkur. Kefla-
víkurflugvöllur er rekinn að veru-
legu leyti fyrir erlent fé, og honum
er haldið við og flugbrautirnar
lengdar á sama hátt, en við notum
hann samt í ríkum mæli. Fáir
segja eitthvað ljótt um þessa skip-
an mála, þótt þarna fari saman
varnargildi og almennt notagildi.
Varðandi spurninguna um aðild
íslendinga að mannvirkjasjóði
Atlantshafsbandalagsins, þá hlýt-
ur hún að koma til greina, ekki
síst ef hann hefur lagt fram fé til
framkvæmda eins og stækkun
flugvallarins í Luxemburg. En um
þetta hefur svo lítið verið rætt,
eins og margar aðrar hliðar varn-
armálanna, að ekki er hægt að
taka afstöðu án frekari vitneskju.
Þó hefur verið sagt, að mann-
virkjasjóðurinn miði fjárveitingar
sínar einkum við hernaðarmann-
virki. Greiðfær vegur frá Keflavík-
urflugvelli að Hvalfirði ætti að
geta fallið undir þá skilgreiningu,
en um leið stuðlað að almanna-
vörnum með því að draga úr hugs-
anlegri truflun á öðrum leiðum.
Almennar samgöngur skipta
Valdimar Kristinsson
„Þá er mér engin laun-
ung á því, aö ég hugsa
mér áðurnefnda vegi
einnig til styrktar al-
mannavörnum við nátt-
úruhamfarir. Er þörf á
að biðjast afsökunar á
því? Við höfum dæmið
fyrir okkur. Keflavíkur-
flugvöllur er rekinn að
verulegu leyti fyrir er-
lent fé, og honum er
haldið við og flugbraut-
irnar lengdar á sama
hátt, en við notum hann
samt í ríkum mæli.“
miklu máli á öllum tímum, þótt
um enga þjóðflutninga sé að ræða,
eins og þá sem BB verður svo tíð-
rætt um.
Þá gæti það einnig sem best
verið blanda af skynsamlegum
almannavörnum og hernaðarlegri
varúð að flytja Reykjavíkurflug-
völl nálægt þessum vegi, austan
Reykjavíkur, sem flugtæknin ætti
að leyfa með tilliti til fjarlægðar
fjalla. Með því ynnist það mikils-
vera öryggi, að varnaraðili á Kefla-
víkurflugvelli gæti komið skjót-
lega til hjálpar á nýja flugveilinum
án þess að fara inn í höfuðborgina
og án þess að varnarviðbúnaður
væri aukinn að neinu leyti. Hvað
sem hverjum og einum kann að
finnast um þessar hugmyndir, þá
er alveg óhætt að ræða þær í róleg-
heitum.
t grein minni var feitletruð
spurning um það, hvort það flokk-
aðist undir peningahyggju að bæta
3—6% við kostnaðinn af radar-
stöðinni við Bolungarvík og bæta
með því óshlíðarveginn til öryggis
fyrir starfsmenn stöðvarinnar,
Bolvíkinga og nágranna þeirra um
leið. Ekki ræðir BB þetta mál.
Vestfirðingar kynnu þó að hafa
áhuga á svarinu.
BB undrast það, að talað sé um
beina þjónustu við varnarliðið
samhliða aðstoð við gerð sam-
göngumannvirkja. Vissulega er
þetta sitt hvað, en hvoru tveggja
tengist þó varnarmálum. BB legg-
ur þarna til móralskan mæli-
kvarða; gefur beinu þjónustunni
ágætiseinkunn en vegunum víti.
En ef bein þjónusta er að einhverju
leyti innt af hendi án þess að við-
skiptavinurinn eigi kost á sann-
gjörnum kjörum, þá er miklu heið-
arlegra að láta af slíkum við-
skiptaháttum og biðja frekar um
aðstoð við ákveðna mannvirkja-
gerð, sem tengist öryggi þjóðarinn-
ar. Nú er spurningin hvort BB er
viss um að öll þessi viðskipti séu
á sanngjörnum grundvelli?
Eftir lestur greinarinnar frá 10.
september hélt undirritaður, að
BB vildi umræður um þessi mál,
en greinin frá 30. október bendir
varla til þess; í öllu falli ekki niður-
lagið. Þar er talað um þá, sem
stjórnist af peningahyggju og gefi
lítið fyrir hugsjónir, enda gefi þær
ekki mikið í aðra hönd — þeir
gætu auðveldlega komist að þeirri
niðurstöðu að sjálfsagt væri að
athuga hvað Sovétmenn væru fúsir
til að borga mikið — enda ekki
nýtt að menn séu fúsir til að selja
sál sína og frelsi.
Þetta líkist nú frekar réttar-
höldum en umræðum. Að minnsta
kosti er dómsniðurstaðan skýr.
Hverjir eiga þessa kveðju?
Fyrir nokkrum árum létu víst
um 80% kjósenda í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík í ljós
skoðanir um varnarmálin, sem
ekki voru í fullu samræmi við
stefnuna eins og hún birtist í túlk-
un BB. Búast má við að enn skilji
þarna á milli. Væru þetta þá ekki
nokkuð kaldar kveðjur til allra
þessara flokksmanna?
Hvílík ógn hlýtur það að vera
að búa í ríkjum, þar sem stefnan
og valdið er eitt og sérhvert frávik
er hægt að túlka sem landráð. Sem
betur fer er ekki svo illa fyrir
okkur Birni Bjarnasyni komið og
þess vegna skora ég á hann að
taka þátt í umræðum um þessi
mál á jákvæðan hátt og með opn-
um huga.
Höfundur er vidskipta- og land-
fræöingur búsettur íReykjavík.
Jöfnun á skattbyrði hjóna
— eftir Gunnar G.
Schram
Á því þingi sem nú situr munu
verða gerðar breytingar á skatta-
lögunum til þess að framfylgja
þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar
að fella niður tekjuskatt af al-
mennum launatekjum. Það á að
gerast í áföngum á þremur árum
og er hér um að ræða annan áfanga
þess máls. Almennar launatekjur
munu á þessu ári teljast um 50
þúsund krónur á mánuði en það
eru meðaltekjur í landinu sam-
kvæmt framtölum. Þær tekjur
eiga að verða með öllu tekjuskatts-
frjálsar í lok þriðja áfanga.
En það er á fleira að líta í skatta-
málum en þetta mikilvæga atriði.
Samkvæmt núgildandi lögum
greiða menn misjafnlega háa
tekjuskatta af sömu tekjum eftir
því hvort það er annað eða bæði
hjónin sem teknanna afla. í þessu
er fólgin verulegur ójöfnuður, sem
tímabært er orðið að leiðrétta.
skattareglum á að haga þannig að
skattbyrði heimilisins fari ekki
eftir því hvernig fyrirvinnur
skipta með sér verkum við öflun
teknanna. Það er sú grundvallar-
regla, sem hér ætti að gilda.
Dæmi um mismuninn
Ég hefi nýlega beðið ríkisskatt-
stjóra að gera samanburð á tekju-
skattsgreiðslum hjóna eftir því
hvernig tekjur heimilisins skiptast
á milli hjónana. Er sú tafla birt
með þessari grein.
Þar kemur fram að af sömu
tekjum þarf að greiða allt að 63
þúsund krónum meira í tekjuskatt,
ef það er aðeins annað hjóna, sem
þeirra aflar. Dæmi má taka af
hjónum, sem hafa samtals 600
þúsund krónur í árstekjur. Ef
annað hjónanna vinnur fyrir öllum
tekjunum yrði tekjuskatturinn alls
109.000 krónur. Ef annað hjónanna
vinnur hins vegar fyrir þriðjungi
þessara tekna en hitt fyrir tveimur
þriðju þeirra, eins og algengt er,
yrði tekjuskatturinn ekki nema
72.000 krónur. Mismunurinn er hér
37.000 krónur.
Ef árstekjurnar eru kr. 750.000
yrði mismunurinn kr. 56.500 eftir
Tafla I.
Samanburður á tekjuskattsgreiðslum hjóna
eftir því hvernig tekjur skiptast (í krónum).
Tekjuskattsstofn (tekjur 400.000 500.000 600.000 750.000 900.000 1.000.000
beggja) a) Tekjuskattur ef anriað 21.000 65.000 109.000 175.000 241.000 285.000
hjóna vinnur fyrir öllum tekjunum b) Annað hjóna vinnur 10.000 41.000 72.000 131.500 191.000 230.666
fyrir % hluta teknanna — hitt fyrir Vá hluta c) Tekjur skiptast jafnt 10.000 41.000 72.000 118.500 178.000 222.000
milli hjóna Mismunur á a) og c) 11.000 24.000 37.000 56.500 63.000 63.000
(Heimild: Ríkisskattstjóri, nóv. 1985).
því hvort annað eða bæði hjónanna
vinna fyrir þessum tekjum.
Brýtur í bága við jafn-
ræðisregluna
Það liggur í augum uppi að oft
getur högum fólks verið svo háttað
að öðrum makanum er ekki kleift
að vinna utan heimilis. Til þess
getá legið ýmsar ástæður, svo sem
fjöldi barna, veikindi eða umönnun
aldraðs fólks og sjúks. Á það hefur
verið bent að í slíkum tilvikum
sparar heimavinnandi makinn
ríkinu eða sveitarfélögum oft
mikið fé vegna rekstrarkostnaðar
barnaheimila, sjúkrahúsa og elli-
heimila.
En útkoman verður sú að þessu
fólki er í raun refsað fyrir að
annast þessi störf á heimilinu með
því að gera því að greiða mun
hærri tekjuskatt af sömu tekjum
en aðrir þurfa að inna af hendi.
Slíkt fyrirkomulag nær vitanleg
engri átt og er greinilega í and-
stöðu við heilbrigða skynsemi. Við
það má bæta að til grundvallar
íslensku skattalögunum liggur
svokölluð jafnræðisregla, þ.e. að
allir skattgreiðendur lúti sömu
reglum, sama skattstiga. í þessu
tilviki er sú regla brotin.
Beinir skattar fara lækk-
andi
Þessi mál hafa oft verið rædd á
Alþingi og þar verið bent á nauð-
syn þess að jafna skattbyrði hjóna.
Raunar var upphaflega gert ráð
fyrir því að svo yrði í því skatta-
lagafrumvarpi, sem samþykkt var
Gunnar G. Schram
„Hér er um það að ræða
að skipta tekjunum jafnt
milli hjóna án tillits til
þess hver aflar þeirra
áður en tekjuskattur er
á lagður. En jafnframt
slíkri breytingu verður
þó að taka tillit til kostn-
aðarauka heimilisins,
sem skapast við það að
bæði hjónin vinna úti.“
1978, en frá var illu heilli horfið í
meðförum þingsins.
Á síðasta þingi var einn þáttur-
inn í breytingunni á tekjuskattin-
um sá að stigið var spor í þessa
átt. En það spor var hvergi nærri
nógu stórt eins og taflan, sem
þessari grein fylgir, sýnir.
Fróðlegt er í þessu sambandi að
rifja upp álit ríkisskattstjóra í
þessu efni, en hann ritaði alls-
herjarnefnd Sameinaðs þings er-
indi þann 22. maí sl. þar sem hann
segir m.a.:
„Að mínu áliti er fyrir löngu
orðið tímabært að leiðrétta að
fullu þann ójöfnuð sem nú er milli
skattbyrði hjóna eftir því hvort
annar makinn eða báðir eru tekna-
aflandi aðilar utan heimilisins."
Síðasti landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins ályktaði mjög á sömu
lund og sagði að skattareglur ættu
að vera þannig að skattbyrði heim-
ilisins fari ekki eftir því hvernig
fyrirvinnur skiptá með sér verkum
við öflun tekna. Alþýðuflokkurinn
og fleiri flokkar hafa gert áþekkar
samþykktir um þetta mál. Mætti
þvl ætlalið slíkar breytingar ættu
nægu þingfylgi að fagna eins og
málum er háttað. Hér er um það
að ræða að skipta tekjunum jafnt
milli hjóna án tillits til þess hver
aflar þefrra áður en tekjuskattur
er á lagður. En jafnframt slíkri
breytingu verður þó að taka tillit
til kostnaðarauka heimilisins, sem
skapast við það að bæði hjónin
vinna úti. Slíkur kostnaður getur
verið verulegur, en honum má
mæta á ýmsan hátt m.a. með
hækkun barnabóta.
Sem betur fer hefur greiðslu-.
byrði beinna skatta farið minnk-
andi síðustu árin, m.a. vegna lækk-
unar tekjuskattsins. Hún var 5,5%
árin 1981—83, en verður ekki nema
3,8% á næsta ári. En eftir stendur
þó sá ójöfnuður, sem hér hefur
verið gerður að umtalsefni. Hann
þarf að leiðrétta á því þingi, sem
nú situr.
Höfundur er alþingismaður Sjálf-
stæöisflokks fyrir Reykjaneskjör-
dæmi.
FISKAFLINN 1970-1985
Vísitala
Hér er borinn saman afli landsmanna og verðmæti hans á föstu verðlagi
árin 1970 til 1985. Eins og sjá má eru sveiflur í verðlagi ekki eins miklar
og í afla og stafar það fyrst og fremst af því, að aflatopparnir og lægðirnar
stafa af mismunandi loðnuveiði, en loðnan hefur ekki eins mikil áhrif á
verðmæti aflans og aðrar fisktegundir.
Stefnir í met aflaár:
„Raunvirði aflans
erþó 10%lægri
en árið 1981
ÞRÁTT fyrir að nú stefni í metafla í fískveiðisögu íslendinga, er áætl-
að framleiðsluverðmæti aflans nú allmiklu lægra í dölum talið en á
árunum 1979, 1980 og 1981. Áætlað framleiðsluverðmæti nú er 546
milljónir dala (23 milljarðar króna), en árið 1981 varð framleiðsluverft-
mætið mest, 727 milljónir dala (30 milljarðar króna). Þar munar mestu
mun hærra hlutfall þorsks í aflanum en nú. Aflaverðmæti er hins vegar
svipað þessi ár á föstu verðlagi. Áætlað raunvirði framleiðslunnar er
um 10%lægra nú en 1981.
Niðurstöður þessar voru kynnt-
ar af sjávarútvegsráðuneytinu á
mánudag og í frétt þaðan segir
meðal annars eftirfarandi: „Á
mælikvarða aflamagns upp úr
sjó í tonnum talið má reyndar
leiða að því líkur, að árið 1985
geti orðið metaflaár. Sama gæti
orðið uppi á teningnum, þegar
aflaverðmætið er skoðað, en þá
virðist stefna í svipaðar tölur
1980 og 1981, sem eru mestu afla-
árin til þessa. Sé hins vegar litið
á afurðaverðmætið, kemur í ljós,
að talsvert skortir á, að hámark-
inu árið 1981 verði náð. Mælt í
dollurum vantar um fjórðung, en
þar sem miklar sveiflur hafa
verið í dollaragengi undanfarin
ár, er eðlilegra að líta á raunvirði
afurðaverðmætis, sem gefur þá
niðurstöðu, að þrátt fyrir metafla
á þessu ári, verði afurðaverðmæ-
tið enn tæplega 10% minna en
1981, þegar það fór hæst. Þessi
samanburður sýnir þannig
glöggt, hversu hæpið það getur
verið að skoða eingöngu tonna-
fjölda upp úr sjó, án tillits til
afla- eða afurðaverðmætis."
Sé litið á afla og verðmæti afla
og framleiðslu sjávarvöru árin
1979 til 1985, kemur í ljós að
hlutur þorsks í aflanum skiptir
mestu hvað verðmæti framleiðsl-
unnar varðar. Árið 1979 var
heildaraflinn 1.649.000 lestir,
þorskur 360.000 og loðna 964.000,
framleiðsluverðmæti talið í döl-
um 601 milljón. 1980 var aflinn
1.514.000 lestir, þorskur 428.000
og loðna 760.000, framleiðslu-
verðmæti 711 milljónir dala. 1981
var aflinn 1.441.000 lestir, þorsk-
ur 461.000, loðna 642.000, fram-
leiðsluverðmæti 727 milljónir
dala. 1982 var heildaraflinn
788.000 lestir, þorskur 382.000
lestir, loðna 13.000, framleiðslu-
verðmæti 570 milljónir dala. 1983
var aflinn 839.000 lestir, þorskur
294.000, loðna 133.000, fram-
leiðsluverðmæti 503 milljónir
dala. 1984 var aflinn 1.530.000
lestir, þorskur 281.000, loðna
867.000, framleiðsluverðmæti 523
milljónir dala. Á þessu ári er
áætlaður afli 1.671.000 lestir,
þorskur 317.000, loðna 1.000.000,
framleiðsluverðmæti 546 milljijn-
ir dala. Aflaaukning.milli Þessa
árs og síðasta er áætluð 8,8% og
aukning aflaverðmætis 5,5%.
SJÁVARAFURÐAFRAMLEIÐSLAN
Hér má sjá þróun framleiðsluverðmætis sjávarafurða síðustu 15 árin og eru
sveiflur svipaðar og aflasveiflur, en þó ekki eins miklar. Miðað við verðlag
í dölum vantar talsvert á að toppnum frá 1981 verði náð en á fóstu verðlagi
er munurinn minni.