Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 43 Hallbjörn samur við sig Hljómplötur ÁrniJohnsen Hallbjörn Hjartarson lætur ekki deigan síga og fetar sig sína slóð í kántrybúskapnum. Kántry 3 heitir síðasta platan hans og kom út fyrir nokkru, en hljómlist Hallbjörns er hvorki háð tíma né rúmi, hún er framlag hans í þeim stil sem hann hefur skapað sér í gegn um þykkt og þunnt. Hallbjörn framkvæmir það sem hugurinn stendur til og heldur sínu striki hvað sem aðrir segja. Slíkt hlutskipti hefur oft verið erfitt, en margur öfundar þann sem þorir. Hitt er annað að í þessum bransa eiga menn aldrei neitt fyrirfram og allt er í heiminum hverfult, jafnvel kántrytaktur- inn sjálfur. Kántry 3 er skemmtileg plata eins og fyrri plötur Hallbjörns, en eins og í mörgu fé mikil- virkra smala er misjafn sauður. Það eru mörg blúss góð lög á plötunni, en textarnir eru veik- asta hlið plötunnar. Lagið Lukku Láki er til dæmis ágætt, en textinn er ekki góður. Það slæma við suma textana á plöt- unni er meðferð íslenskrar tungu, stundum eru orðin ekki í samhengi, stundum ekki rétt beygð, en á hinn bóginn er söguþráður textanna einlægur og hæfir ágætlega þessari teg- und tónlistar. Textar Hall- björns eru þó skárri en aðrir textar á plötunni, en með betri textum væri þetta efni mun bitastæðara. Hljómflutningurinn á plöt- unni er góður og útsetningar skemmtilegar, það er stemmn- ing í öllu saman, Bréf til pabba er gott lag, Siglufjarðarstúlkan og KR-stuðið og Kántrysöngv- arinn er ágætis auglýsingalag fyrir Rás 2. Það er ekki atriðið að menn séu á gæðingum þótt þeir stundi kántrysöng, kústskaftið dugir út af fyrir sig, en það er atriði að menn rækti garðinn og geri vel það sem þeir leggja fyrir sig. Það er ugglaust von á nýrri kántrysyrpu frá Hall- birni og það væri spennandi í framtíðinni ef hann reyndi að þétta textana, fá til liðs skot- helda menn í þeim efnum eins og sönnum kúreka sæmir. Það má þó ekki gleyma því að Hallbjörn er Hallþjörn og ástæðulaust að breyta honum, en það þarf að vanda til þess sem lengi á að standa og þess vegna verður það að fylgjast að í búskapnum, sígild kántry- tónlist og textar sem standast tímans tönn. iL r n i II' 1 T»”‘—'—r~i-r—jr iVið erum oð opna RISA-jólqmQrkoðinn londsfrœgO; OPNUM í DAG rúlegt leikfQngaúrvQl q hagstœðu verði- — gjofavörur — búsóhöld — kerti Opið til kl. 19.00 í meira en 20 ár hefur Iceland Review komið lesendum sínum á óvart. Landið, fólkið, og menning okkar. Nú átt þú leik. Komdu vinum þínum og viðskiptamönnum í útlöndum á óvart með gjafaáskrift að Iceland Review. Kærkomin gjöf, sem treystir tengslin. Við sendum gjafakort og tilkynnum nafn gefenda. Síðan berast blöðin eitt af öðru allt næsta ár. Gjöf, sem berst aftur og aftur og er alltaf ný. Hvað er betra? Sértilboð til nýrra áskrifenda: Við sendum allan árganginn 1985, þú greiðir aðeins sendingarkostnaðinn, kr. 220.- Gjafaáskrift 1986 □ Undirritaður kaupir_ gjafaáskrift(ir) að lceland Review 1986 og greiðir kr. 950 pr. áskrift. Sendingarkostnaöur um allan heim innifal- inn. □ Árgangur 1985 veröi sendur ókeypis til viötakandafenda) gegn greiðslu sendingarkostnaðar kr. 220 pr. áskrift. Tilboö þetta gildir til 31. jan. 1986. Áskrift öölast gildi þegar greiösla berst. □ VISA □ Eurocard Kortnr---------------------- Rennurút_______ Undirskrift Nafnáskrifanda Simi Heimilisfang Nafn móttakanda Heimilisfang Nöfn annarra móttakenda fylgja með á öðru blaði. Sendiö til lceland Review, Höfðabakka 9, Reykjavík, eöa hringið í slma 84966. Iceland Review Hötöabakka 9, sími 84966, Reykjavík. Allt á útopnu hjá Getraunum. Lukkupotturinn stefnir í 2 milljónir og aUt greitt út fyrir jól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.