Morgunblaðið - 21.11.1985, Síða 45

Morgunblaðið - 21.11.1985, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 45 Ingibjörg Jóns- dóttir — Minning Fædd 30. aprfl 1904 Dáin 12. nóvember 1985 Ingibjörg Jónsdóttir — Imma frænka — eins og ég kallaði hana lézt á Droplaugarstöðum í Reykja- vík 12. nóvember sl. Þar var sein- asta heimili Immu hérna megin. Meðan hún var nógu frísk átti hafði hún heimili á Kleppsvegi 20, en þangað flutti hún með manni sínum, Þórhalli Kristjánssyni frá Breiðumýri í Þingeyjarsýslu, og börnum þeirra fjórum: Ragnheiði, Arnheiði, Hólmfríði og Hreiðari, en áður var heimili þeirra Þrúð- vangur á Hvammstanga í Húna- vatnssýslu. Þar vann Þórhallur við kaupfélagið. Eftir að þau fluttust í bæinn var Þórhallur kjötmats- maður í Reykjavik. Hann lést 1971, en Imma hélt heimili áfram á Kleppsveginum með dætrum sín- um og dætrasonum. Ingibjörg Jónsdóttir fæddist á Þóreyjarnúpi í Kirkjuhvamms- hreppi, Vestur-Húnavatnssýslu, 30. apríl 1904. Hún var dóttir séra Jóns Þorlákssonar prests á Tjörn á Vatnsnesi og maddömu Ragn- heiðar Pálsdóttur frá Dæli í Víði- dal. Séra Jón lézt ekki löngu eftir að þau fluttust á Þóreyjarnúp. Imma, systkini hennar og móðir, tengdust snemma mínu fólki, því langafi minn, ólafur Guðmunds- son, keypti þetta gamla óðal af maddömu Ragnheiði prestsekkju, en heimili hennar var áfram þar og urðu þau uppeldissystkini, börn maddömu Ragnheiðar: Inmma, Lára, Björn og Haraldur læknir „Ibsen" Jónsbörn og þær Jónína og Ragnheiður Ólafsdætur — önnur amma mín, en Ragnheiður gekk mér í móðurstað þegar ég var á öðru árinu. Það var gaman að hlusta á þær Immu og mömmu rifja upp þennan tíma, þegar þær voru saman ungar — allar þessar fjórar heimasætur á Þóreyjarnúpi. — Þar var — og er enn — ákaflega reisulegt, en Ólafur afi bvggði staðinn snemma vel upp. A Þóreyjarnúpi voru stundum haldin dansiböll í þann tíð, riðið út á sunnudögum — farið í leiki og mátaðir fallegir kjólar. Þetta voru fagrar stúlkur, Imma var fínleg, dökkhærð — augun tindrandi brún og hún skipti mjög fallega litum. Síðan gekk hver og einn sína götu og leiðin hennar Immu var oft erfið, en eins og títt er með þá sem eru djúpir og eiga góðar gáfur varð Imma ekki bitur — hún varð áreiðanlega mýkri og skilnings- betri við hverja raun. Það var alitaf gott að koma og vera hjá Immu og Tóta, þau bjuggu í svo innilegu hjónabandi. Hjá þeim fékk ég stundum að gista að Þrúðvangi á Hvammstanga þegar ég var krakki á Þóreyjarnúpi á sumrin. Einu sinni — löngu síðar, þegar ég var ung að leggja af stað út í heim til að vera, lét Imma mig hafa með mér kvæðið: „Þótt leið liggi um borgir með ljómandi skraut...!“ Heimilið þeirra á Kleppsvegin- um stóð mér og mínum alltaf opið og þar var gott. Sérlega eftir lát fóstra míns, en þá áttum við mamma þetta heimili sannarlega að. Hún var mér og mínu nánasta skyldfólki mikil stoð. Vegna þeirra eiginleika, sem hún bar og var svo gjöful á. Það var skilningur svo djúpur á gátur og flækjur lífs og manns. Það var mildi og mikil festa sem fylgdi mildinni, en það fer sjaldgæft saman. Og nú er Imma svo áreiðanlega farin inn í birtu og yl og yndi. Missirinn er sár — börnum hennar, tengdabörnum og barna- börnum og okkur þeim sem áttum hana að. En við fengum líka mikið. Nína Björk Árnadóttir XJöföar til IX fólks í öllum starfsgreinum! Jóladagatölin'85 með súkkulaðinu komin á alla útsölustaði ■ I ■ ■ I ■ I Vesturbær: Hagabúóin ■ Hjarðarhaga Ragnarsbúö - Fálkagötu Skerjaver ■ Einarsnesi Skjólakjör - Sörlaskjóli 42 Söluturn i innanlandsflugi Breiðholt: Hólagarður Straumnes Verslunin Ásgeir ■ Tindaseli Miðbær: Blóm og myndir • Laugavegi 53 Gleraugnaverslunin - Bankastræti 14 Hamborg ■ Halnarstræti og Klapparstíg Heimilistæki • Hafnarstræti Herragarðurinn • Aðalstræti 9 Kjötbær • Laugavegi 34 a Málningarvörur • Ingólfsstræti Matardeildin — Hafnarstræti Vaggan - Nýja Laugaveginum Austurbær: Austurbæjarapótek • Háteigsvegi 1 BB byggingavörur Blómastofa Friðfinns - Suðurlandsbr. 10 Garðsapótek • Sogavegi 108 Gunnar Ásgeirsson - Suöurlandsbraut Háaleitisapótek Heimilistæki - Sætúni Hekla hf. ■ Laugavegi 170-172 Herjólfur • Skipholti Hllöabakari • Skaftahlíð 24 Ingþór Haraldsson • Ármúla 1 Kjötmiðstöðin • Laugalæk Lifeyrissjóður byggingamanna Suðurlandsbraut 30 Rafkaup - Suðurlandsbraut 4 Ravðrur - Laugarnesvegi 52 Rangá - Skipasundi Skrifstofa Lions • Sigtúni 9 1 Skeljungsbúðin • Siðumúla 33 Sundaval ■ Kleppsvegi 150 SS • Glæsibæ SS - Háaleitisbraut SS ■ Laugavegi 116 Sundlaugin - Laugadal Söluturninn Arnarbakka 2-6 Söluturninn Hálogalandi Tómstundahúsið • Laugavegi 164 Vlðir - Starmýri Vogaver - Gnoðarvogi 46 Örn og Örlygur • Slðumúla 11 Aóeins það besta fyrir barnið PAMPERS Pampers bleyjur+buxur hlífa litlum bossum Þurrbleyjan næst baminu heldur raka frá húðinni og tryggir hámarks vellíðan. Innri lögin í bleyjunni taka á móti miklum raka. Hliðarlásar, sem hægt er að loka og opna, auðvelda bleyjuskipti. Rykking á hliðum kemur í veg fyrir leka. Pampers bleyjur eru ofnæmisprófaðar PAMPERS, EKKI BARA BESTAR. Þær eru líka hagkvæmar, því þú notar færri Pampers bleyjur. 4 stærðir. Pampers á mun lægra verði en þig grunar PAMPERS fást íverslunumum land allt iiiiniv-? . . <zMrneríórza r Ertu veikur fyrir milljónum? Nú kraumar í lukkupotti Getrauna. Hann stefinir í 2 milljónir. 1x2, allt getur gerst og vinningamir greiddir fyrir jól.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.