Morgunblaðið - 21.11.1985, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 21.11.1985, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 Eindæma sumar á Snæfjallaströnd: Hver heytugga hefur nýst í sínum græna lit beint í hlöður Bsjum, Snæfjallaströnd 9. nóv. Angandi töóulyktin ilmar nú úr hlödum bsnda, þá fyrsta hausthregg- ið leggur yfir og búsmali hýstur og á gjöf tekinn. Sumarið með eindsm- um þurrt og til heyskapar gott, og því hver heytugga nýst í sínurn grsna lit beint í hlöður. Göngur og fjárflutningar gengu með afbrigðum vel, og fé vænt af fjalli. Má þar til nefna að meðalvigt í sláturhúsi Kaupfélags ísfirðinga var 16,41 kíló á 8.899 dilkum sem á f vegum þess var slátrað, og má það kallast með eindæmum ágætis út- koma. Auk þessara dilka var þar einnig slátrað 883 fullorðnum kind- um, og nokkuð af stórgripum. Þyngsta dilkinn átti Birkir Frið- bertsson í Botni, Súgandafirði, 29,90 kíló, en þyngstu meðalvigt átti Sigurgeir Jónsson, Engidal í Skut- ulsfirði, 20,83 kíló, næstur var svo Kristján Sigurðsson Ármúla með 19,75 kíló, og Skjaldfannarbúið með rúm 18 kíló í meðaltalsvigt. Lömb Sigurgeirs voru um 90% tvílemb- ingar, Kristjáns nærri 100% tví- lembingar, og Skjaldfannardilkar um 85% tvílembingar, geri svo aðrir betur í fjárræktinni. Arðsöm veturgömul gimbur Þess skal svo einnig getið, að Indriði á Skjaldfönn átti vetur- gamla gimbur tvílembda, með öðr- um nokkuð raunar fleirum. Lifandi þungi lamba undan gimbur þessari var 44 og 55 kíló en fallþunginn af hvoru lambi fyrir sig 19,4 kíló og 23,6 kíló eða 43,4% kjötþungi. Ef þetta er ekki landsmet í afurðum eftir eina lambgimbur, þá væri gaman að heyra hver annar ætti það landsmet. Því skal svo jafnframt getið, að gimbur þessi gekk í þeim kostaríku sumarhöfum við rætur Drangajök- uls í Kaldalóni, og má til sanns vegar færa, að þar drjúpi smjör af hverju strái, svo að rjómaígildi verður þar hver mjólkurdropi úr rollujúgri, og heillandi fegurð náttúrunnar gleður þar hverja sál, þótt i kindarhaus sé. Maðurinn og laxinn Þegar nú maðurinn hefur tekið laxinn til uppeldis og ræktunar, svo sem annan búsmala, til nytja og lifibrauðs, vaknar nokkur forvitni og eftirvænting um árangurinn, því upphaflega fjárfestingin er mikil í þeim þætti búskaparins, ekki síður en öðrum. Uppbyggingu íslax á Nauteyri miðar vel áfram. Sleppt var þar í fyrrahaust nokkuð af seiðum sem aftur heimtist af um 1,5% nú í sumar af 4-7 punda laxi, og er það engin smáframför af ekki stærri fiski. Er nú besti laxinn kreistur til undaneldis að nýjum stofni, sem alið verður í húsi í vetur. Nú eru í stöðinni 80.000 seiði í eldi, og áformað að byggja þar annað hús fyrir 100.000 seiði, svo mörgum munnum verður þar að gefa þá tímar líða. Heitavatnslögn var þar í sumar lögð frá áðurgerð- um borholum ofan við Nauteyrar- bæinn 2,7 kílómetra löng, og einnig kaldavatnslögn úr Hafnardalsá 700 metra löng, svo og aðrar umbætur í stöð þessari. Einnig voru hafnar í Reykjanesi tilraunir í sumar með sjóeldi seiða í kvíum inni í Reykjar- firði, sem lánaðist nokkuð vel. Þá er framkvæmdastjórinn, Benedikt Eggertsson, búinn að byggja grunn undir íbúðarhús, sem hann er að reisa handa sér við stöðina. Sex kílómetra vegarkafla er nú lokið við að undirbyggja á Stein- grímsfjarðarheiði á fjallinu að Lágadalsbotni, og nú er unnið við 2,5 km kafla í undirbyggingu fram Lágadal frá vegi þeim er um strönd- ina liggur. Nýr bóndi á Fremribakka í Langadal Nýr bóndi er nú sestur að á Fremribakka í Langadal, Bernharð Hjartarson frá Fagrahvammi í Skutulsfirði. Er hann þegar kominn með á annað hundrað lömb á fóður, en þar er sauðland með afbrigðum ágætt, og maðurinn natinn að bú- skaparháttum öllum, enda af góðu bændafólki upp runninn, en jörð þessi hefur verið í eyði í ein 3-4 ár. Nýbyggð fjárhús eru þar fyrir um 400 fjár, og má þar vænta lagðsíðra sauða er að dyrum renna þá frammí sækir tímann. Er fögnuður að hverjum þeim sem flytur í grisjótta byggð okkar fámennu sveita, og bjartara yfir að líta frá bænum handan við ána, Kirkjubóli. Reykjanesskóli er nú fullsetinn nemendum, en fyrir nokkrum árum nær í eyði kominn, og þá bollalagt að taka hann fyrir elliheimili, eða líknarstofnun, en nú sækja þangað fleiri en að komast, og er það vel, því þar er friðsæld og fagurt mann- líf í góðri fjarlægð frá skarkala umheimsins í misjöfnum þanka- gangi í hugskotum æskunnar. Ég óska landsmönnum gæfu og far- sældar á nýjum vetri. Jens í Kaldalóni Baldur Ágústsson forstjóri Vara og John J. Stinson deildarstjóri Ademco utan Bandaríkjanna. Öryggisþjónustan Vari 15 áræ Síaukin sala þjófavarna- kerfa í einbýlishús ÖRYGGISÞJÓNUSTAN Vari er 15 ára um þessar mundir. Af því tilefni kom John J. Stinson, aðstoðarforstjóri Ademco í Bandaríkjunum, sem er einn stærsti framleiðandi þjófavarnarkerfa og annars öryggisbúnaðar, til landsins og kynnti framleiðslu fyrirtækisins fyrir forsvarsmönnum stofnana og fyrirtækja, hönnuðum og lögreglumönnum, en Vari er umboðsaðili Ademco hér á landi. John J. Stinson sagði í samtali við Morgunblaöið að mjög hefði færst í vöxt að fyrirtæki og stofnan- ir teldu það sjálfsagðan hlut að hafa öryggisbúnað á staðnum. Hinsvegar hafa innbrot í íbúðarhús farið ört vaxandi og er t.d. orðið algengt að fólk í Bandaríkjunum fái sér þjófavarnakerfi á íbúðarhús sín. „{ Bandaríkjunum var 2,7 millj- örðum dollara stolið á sl. ári, 3.120.842 þjófnaðir voru framdir þannig að einn þjófnaður var fram- inn á hverjum þremur sekúndum að meðaltali. Það er úr meiru að moða fyrir afbrotamenn nú en áður. Almenn- ingur á fleiri hluti t.d. myndbönd, sjónvörp og hljómflutningstæki. Einnig fer eiturlyfjaneysla vaxandi og í kjölfar hennar aukast þjófnaðir svo hægt sé að fjármagna kaup á eiturlyfjum. Þá gerist það æ al- gengara að eiturlyfjaneytendur þjálfa unglinga upp í að stela fyrir sig. í Miami á Flórída eru t.d. 17% allra þjófnaða þar framdir af börn- um undir 13 ára aldri," sagði Stin- son. Baldur Ágústsson, forstjóri Vara, sagði að öryggiskerfin væru nánast „klæðskerasaumuð" fyrir hvern og einn notanda, hvort sem það væru fyrirtæki, stofnanir eða einstakl- ingar og færi kostnaður eftir stærð húsnæðis og áhættu. „Trygginga- fyrirtæki taka tillit til þess ef ör- yggiskerfi er til staðar og lækka þá iðgjöld viðkomandi í samræmi við það. Vari býður m.a. upp á þjófa-, brunavarna- og sambyggð öryggiskerfi. Öryggismiðstöð fyrir- tækisins að Þóroddsstöðum við Skógarhlíð er opin allan sólarhring- inn. Hún er í tengslum við öll ör- yggiskerfi þau sem Vari hefur sett upp og sendir skilaboð í gegnum símalínur ef óhapp verður. Starfs- menn öryggisþjónustunnar sjá síð- an um að senda viðkomandi hjálp- arbeiðnir eftir því sem við á.“ Baldur sagði að hér á íslandi væru æ fleiri fyrirtæki að sjá sér hag I því að fá sér þjófavarnakerfi eða önnur öryggiskerfi - það er nú talið sums staðar jafn sjálfsagt og dyrasímar og slökkvitæki. „Á síð- ustu sex mánuðum höfum við sett upp þjófavarnakerfi I fleiri íbúðar- hús en við höfum gert frá stofnun fyrirtækisins fyrir 15 árum og fram til þess tíma. Fólk á orðið mikil verðmæti innan dyra og er að von- um orðið meðvitaðra þar sem inn- brotum fer sífjölgandi hér á landi.“ Baldur sagði að innbrotsþjófar væru orðnir miklu klókari en áður. Þeir hugsuðu málið vel áður en þeir brytust inn, jafnvel hringdu þeir i viðkomandi hús til að kanna hvort einhver væri heima. „Sumir eru með öryggishnappa við rúmin sín sem hægt er að ýta á ef vart verður við umgang í íbúðinni eða ef önnur slys ber að garði. Boðin koma til okkar á augabragði." Ademco hefur 47 umboðsaðila út um allan heim og á auk þess dóttur- fyrirtæki í Englandi, Kanada, Ástr- alíu, Malaysíu, Singapore, Hong Kong, Frakklandi, Þýskalandi, ítal- íu, Spáni og í ísrael. Stinson sagði að Ademco hefði eytt 11 milljónum dollara í rann- sóknir og þróun öryggisbúnaðar í fyrra sem væri 10% af heildarveltu fyrirtækisins. íslendingar geta notið góðs af þessu starfi sem unnið er á vegum fyrirtækisins þó svo að glæpir séu ekki eins tíðir á Islandi og annars staðar í heiminum. Skipulag VMSÍ tekið til endurskoðunar: Kannski er réttast að leggja sambandið niður — verið að fást við sömu mál í öllum hornum, segir Hrafnkell Jónsson „MÉR liggur við að leggja til að Verkamannasambandið verði lagt niður. Ég sé ekki hagkvæmnina í því aö dreifa kröftum verkalýðshreyfingarinnar í svo mörg horn. Sérfræði- þjónustan, sem nú er um allt land og hjá hinum ýmsu lands- og sérsamböndum, ætti í raun og veru öll að vera undir einu þaki hjá Alþýðusambandinu í stað þess að verið sé að fást við sömu málin hjá Verkamannasambandinu, Sjómannasam- bandinu, Alþýðusambandinu og alþýðusamböndum lands- fjórðunganna,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson, formaður Árvak- urs á Eskifirði, í umræðum um skipulagsmál á Verkamanna- sambandsþinginu um helgina. Umræður um skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar, sem hefur verið fjallað um í Álþýðu- sambandinu áratugum saman, hafa til þessa ekki verið miklar í Verkamannasambandinu. Á þinginu nú var samþykkt tillaga frá framkvæmdastjórn VMSÍ, samin af Þóri Daníelssyni, fram- kvæmdastjóra sambandsins, um að á næstu tveimur árum fari fram „sem ítarlegust umræða um skipulagsmál VMSl með það sér- staklega í huga hvort rétt sé að deildaskipta sambandinu og þá hvernig“. Þingið samþykkti að kjósa fimm manna milliþinganefnd til að starfa sérstaklega að þessum málum með framkvæmdastjórn sambandsins og skrifstofu þess og er henni ætlað að leggja bráða- birgðaniðurstöðu fyrir regluleg- an sambandsstjórnarfund á næsta ári og endanlegar tillögur fyrir næsta þing sambandsins, sem haldið verður 1987. Nefnd- inni er ætlað að hafa fullt sam- starf við skipulagsmálanefnd ASÍ um þessi mál. Nokkrar umræður urðu um tillöguna á þinginu. Þar sagði Hrafnkell A. Jónsson ennfremur, að hann teldi að mikið af starfi sérsambandanna innan ASl, á borð við Verkamannasambandið, ætti að vinna á vegum fjórðungs- sambandanna. Sérstaklega ætti þetta við um þá vinnu er sneri að verkalýðsfélögunum á lands- byggðinni. „Þannig stæðum við tvímælalaust betur að vígi,“ sagði Hrafnkell. „Ég nefni sem dæmi hagræðingarþjónustuna, sem nú er sótt til Alþýðusambandsins — hún ætti auðvitað að vera heima í fjórðungunum. Ég geri ekki lítið úr störfum sérfræðinganna hjá ASÍ en þar eru aðeins tveir menn, sem eiga að sinna landinu öllu. Verkamannasambandið og Sjó- mannasambandið gætu sem best rúmast í sitt hvoru herberginu hjá ASÍ og sinnt þar sínum sér- málum. Samkvæmt þessum hug- myndum kæmu fjórðungssam- böndin næst ASÍ í skipulaginu." Hrafnkell sagðist efast stór- lega um að fjórðungssamböndin ættu rétt á sér ef þau fengju ekki að verða svo sterk, að þau gætu veitt aðildarfélðgum sínum nauð- synlega þjónustu. „Við dreifum kröftunum um of - það eru allir MorRunblaöiö/Emilía Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri Verkamannasambandsins, mælir fyrir skipulagsmálatillögu framkvæmdastjórnar sambandsins. að gera það sama,“ sagði hann. Jón Helgason, formaður Ein- ingar á Akureyri, sagði verka- lýðshreyfinguna einkennast af skipulagsleysi og tók undir með Hrafnkeli um að of margir væru að sýsla við það sama. „Við verð- um að viðurkenna," sagði Jón, „að hagsmunir félaganna í Verka- mannasambandinu fara ekki nægilega vel saman og því er ofur eðlilegt að í gangi sé þessi um- ræða um að skipta verkalýðs- hreyfingunni upp í starfsgreina- sambönd eða starfsgreinadeildir. Ef til vill væri eðlilegast að 1 landinu væri aðeins eitt samband launafólks og að það væri eins- konar deildaskipt Alþýðusam- band. Þannig mætti nýta betur starfskrafta okkar, sem margir telja að skili ekki nægilega miklu.“ Siglfirðingurinn Jóhann Möller kvaðst hafa meiri áhyggjur af því að verkalýðshreyfingin væri of- skipulögð — og svo hve þing Verkamannasambandsins væru illa skipulögð. Drög að tillögum og ályktunum væru til dæmis ekki send fulltrúum fyrir þingið og það gerðist jafnvel að verið væri að semja drög að mikilvæg- um samþykktum á síðustu stundu. „Við höfum ekki pólitískt vald,“ sagði hann. „Því er sam- takamáttur verkalýðshreyfingar- innar ekki meiri en raun ber vitni. Ég held að okkur væri öll- um hollt að gleyma hvaða flokki við fylgjum þegar um hagsmuni verkalýðshreyfingarinnar er að tefla. Það skiptlr meira máli en allt skipulag."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.