Morgunblaðið - 21.11.1985, Síða 53

Morgunblaðið - 21.11.1985, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDaGUR 21. NÓVEMBER1985 53 Um portúgölsku steinana á nýja Laugaveginum — eftirStefán Hermannsson Sum dagblaðanna í borginni hafa gagnrýnt notkun á innfluttu grjóti í kanta og steinlagningu á tilraunakaflanum á Laugavegi. Vegna þess að sumt er þar byggt á misskilningi og til þess að fram komi nokkur rök fyrir þessu vali vil ég að eftirfarandi komi fram. Arkitektar borgarskipulags hönnuðu útlit götunnar og eiga heiður skilið fyrir, en efnisval var gert í samráði við borgarverk- fræðing og starfsmenn hans og ábending um að granít frá Portú- gal kæmi til álita kom fyrst frá mér undirrituðum. Var sú hugmynd þannig tilkom- in að í júní síðastliðnum skoðaði ég framkvæmdir í Þrándheimi með bæjarverkfræðingnum þar og í hjarta borgarinnar var verið að leggja kantstein á nýrri strætis- vagnastöð sem þar var verið að ljúka við ofaná þaki neðanjarðar- bílageymslu, og steinninn var granít frá Portúgal. Granít hefur lengi verið notað þar í kanta og steinlagningu gatna en nú er svo komið að allur steininn er inn- fluttur. Þessi maður taldi að lágmarks- ending graníts í gatnagerð væri 100 ár og alltaf hægt að endur- leggja og nota efnið aftur. Hann taldi meðalendingu steyptra kanta hjá sér ekki nema 20 ár. Ég skal ekki fullyrða hver ending graníts og steyptra steina verður á Lauga- vegi, en í því verki hafði notkun graníts fleiri kosti sem ekki skal orðlengt hér. Þessi hugmynd féll í góðan jarð- veg enda hafa menn kynnast skemmtilegri notkun steinlagn- ingar á götum og strætum í ná- grannalöndum. Kostir graníts umfram steinsteypu eru vegna út- lits og áferðar, og þar er mikill munur. Kostir þessa steins um- fram grástein eða tilhöggvinn stein úr íslensku grágrýti eða blá- grýti eru þeir að lögunin er mun reglulegri þannig að bæði verður fljótlegra og ódýrara að leggja kanta og steina, en einnig verður yfirborð mun jafnara og þægilegra fyrir gangandi vegfarendur. Reykjavíkurborg hefur á undan- förnum árum endurnotað mikið af grásteini bæði í götukanta og hleðslur en einnig í steinlagningu á torgum og götum. Grjótvinnsla í þessu skyni hefur lagst niður. Á næstu árum má búast við miklum Pöndu-bækurnar — nýr bókaflokkur „PÖNDU-bækurnar" heitir nýr bókaflokkur fyrir lítil börn. Þetta eru bækur með stóru greinilegu letri og litprentuðum myndum. Fyrstu þrir titlarnir eru: „Panda læknir", „Panda könnuður" og „Panda töframaður". Vilbergur Júliusson skólastjóri þýddi og endursagði, en útgefandi er Setberg. áhuga á fegrun t.d. á Laugavegi, i Kvosinni, á Arnarhóli og víðar. Okkar gamli grásteinn (sem sumir eru farnir að kalla brúnstein, sennilega fyrir misskilning á danska orðinu brosten) verður því uppurinn og nauðsynlegt að nota hann þar sem best hentar. Það sem mér finnst á misskiln- ingi byggt í nefndum skrifum er í fyrsta lagi að menn virðast ekki vita að þó hér sé nóg grjót þá hentar það ekki til allra hluta, þétt sterkt grjót til mannvirkjagerðar „ÞaÖ sem mér finnst á misskilningi byggt í nefndum skrifum er í fyrsta lagi aö menn virð- ast ekki vita aö þó hér sé nóg grjót þá hentar það ekki til allra hluta, þétt sterkt grjót til mannvirkjagerðar er vandfundið á íslandi.“ er vandfundið á Islandi. Mjög erf- itt er til dæmis að finna grjót sem hentar i slitsterkt malbik svo dæmi sé nefnt, sem sést best á því að einkafyrirtæki flutti á þessu ári inn heila skipsfarma af muldu grjóti til malbiksgerðar. í öðru lagi er gagnrýnt að af- gangur skuli vera af efninu og er það í sjálfu sér réttmætt en ekki það stórmál sem gefið er í skyn því nóg not eru fyrir efnið í verk- efnum þar sem það hentar vel. Auk þess verður það vísast til uppselt fyrir vorið en það er selt í Pípugerð Reykjavíkurborgar í Ártúnshöfða. Við endurbyggingu kaflans á Laugavegi var óskað eftir mjög hröðum vinnubrögðum og fram- kvæmdir voru hafnar áður en sér- teikningar höfðu verið gerðar. Þó verkið sjálft gengi hægar á köflum heldur en unnt hefði verið var ýmislegt „á bak við“ á síðasta snúning og gat ráðið verklokum svo sem teiknivinna, sérsmíði og efnisútvegun. Því var ekki tóm til eins ítarlegrar umfjöllunar um innkaup eins og tíðkast yfirleitt hjá Reykjavíkurborg. Með þessum orðum er viðurkennt að eðlilegri vinnubrögð hefðu verið að „selja hugmyndina" og jafnvel fá opin- bera umræðu. Menn geta svo velt vöngum yfir þvi hvort heimóttar- sjónarmiðin hefðu orðið ofaná og við misst af því að fá Laugavegs- kaflann alveg svona skemmtileg- an, og misst af því að kynnast því hvernig er að vinna með þetta efni og því að kynnast þessum kosti vel og geta borið hann saman við annað. Höfundur er Mðstodarborgarrerk- * frædingur Hveniig reá laeeasi já fas' a ð d aga ámmm. dílk a eftir é ? Með því að finna SS-merkið á dilkakjötinu sem nú er verið að selja á margumtöluðu afsláttarverði. SS-merkið þýðir að kjötið er af nýslátruðu — sindrafidi rautt og safaríkt. ss

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.