Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 15 Gísli Guðmundsson gerlafreoingur og kona hans, Halldóra Þórdardóttir frá Ráoagerði. ljósmyndagerð árið eftir og helgar sig nú að mestu ljós- og kvikmynd- un. Ekki gleymdist samt tónlistin. Þegar Loftur var í Danmörku stundaði hann einnig nám í orgel- leik við „Musikkonservatoriet" í Kaupmannahöfn, og hélt síðan tónleika m.a. í Dómkirkjunni. — Ave Maria, eftir Loft, var leikið 1947, þegar frumburðurinn, Há- kon, tók kaþólska prestvígslu. Fyrri konu sinni, Stefaníu Elínu Grímsdóttur, kvæntist Loftur árið 1918 en missti hana 1940. Áttu þau fjögur börn: Hákon, Önnu Sigríði, Fríðu Björgu og Gísla. Loftur kvæntist seinni konu sinni, Guð- ríði Sveinsdóttur, 1943. Hann andaðist 1952, þjóðkunnur fyrir ljósmyndir sínar og kvikmyndir. Eitt þótti mér undarlegt. Ég gat hvergi fundið stafkrók um fyrstu ár Sanitas í opinberum plöggum. Samkvæmt lögum settum 1903 hefst firmaskráning á Íslandi 1904. Slíkar lögskráningar birtust í Stjórnartíðindum fram að 1908, er Lögbirtingablaðið hefur göngu sína. Ekkert fann ég samt um Sanitas fyrr en í Lögbirtingi 1914. Þá er vörumerki fyrirtækisins skrásett, samkvæmt „tilkynningu 16. júlí, 1914, kl. 5 síðd.". Það er gert af Gísla Guðmundssyni, „eiganda gosdrykkja-verksmiðjunnar". Lýs- ing merkisins er svohljóðandi: „Brot af flaggstöng með flaggi. í flagginu er stafurinn S, og sex- hyrnd stjarna sín hvoru megin." Þetta er samkvæmt tilkynningu vörumerkjaskrárritarans í Reykjavík,21.júlí,1914. Tímarnir voru aðrir þá En, samkvæmt fyrstu auglýs- ingu Sanitas 1905, sem endurtekin var í smáatriðum á tíu ára af- mælinu 1915, er þetta „skrásett vörumerki" þá! Síðan fann ég hvergi í firmaskrá neitt um að Loftur hefði keypt af Gísla 1916. — Hér hlaut mínum andlegu takmörkunum að vera um að kenna, mér hefði yfirsést..., mjögoftogvíða? Ég snéri mér til Sigfúss Hauks Andréssonar, sagnfræðings í Þjóð- skjalasafni, sem manna er fróðast- ur um verslun og viðskipti á Is- landi, og játaði alla mína fram- göngu í rannsókn málsins, að meðtalinni yfirferð tveggja kassa af eldgömlum, ósorteruðum firma- skrárplöggum. Sigfús bauð fram aðstoð sína, en hann fann heldur ekki neitt opinbert um Sanitas fyrstu mörgu árin, ekki einu sinni í Aukatekju- bókum. „Þetta kemur mér nú ekki á óvart," sagði Fríða Guðmunds- dóttir hlæjandi. „Hvað með Gísla á kafi í gerlafræðinni og Loft í tónlist, ljósmyndun, siglingum og flugi. Þeir máttu bara ekkert vera að svona leiðinlegum hlutum eins og alls konar skráningum." — Kannske er þetta ættgengt? „Þú þekktir nefnilega hvorki pabba né Loft," sagði Guðrún Gísladóttir. „Þeir voru nú ekki að hengja sig í svoleiðis. Þar er skýr- ingin." „Á ég að segja þér dálítið," sagði Sigfús, „kannski var hvorki gengið svo hart eftir skráningu í þá daga, né fylgst með henni. Það kann einnig að hafa villt um fyrir yfir- völdum að verksmiðjan var upp- haflega á Seltjárnarnesi en útsal- an í Reykjavík. — Þeir á nesinu hafa ef til vill talið fyrirtækið vera skráð í Reykjavík, og hinir hafa kannski gengið út frá því að það væri skráð á Seltjarnarnesi, og enginn gáð að neinu. Tímarnir voru aðrir þá." Sigurður Waage var einkaeig- andi Sanitas frá 1924 og þar til 1939. Árið 1927 bætti hann gos- drykkjaverksmiðjunni Heklu við Sanitas og árið 1932 gosdrykkja- verksmiðjunni Mími. Húsnæði Sanitas á Lindargötunni stækkaði hann um helming 1938, og árið eftir breytti hann samsteypunni sinni í hlutafélagið Sanitas. Að Sanitas hf. stóðu, auk Sigurð- ar og barna hans, þeir Matthías Waage, Hákon Waage, Jónas ól- afsson, Friðþjófur Þorsteinsson og Baldur Sveinsson. Sigurður var áfram . forstjóri. Og áfram óx Sanitas að vélakosti og fram- leiðslu. Árin 1942-43 voru byggðar þrjár hæðir og ris ofan á verk- smiðjuhúsið. Á fyrri hluta fimmta áratugarins keypti hlutafélagið verksmiðjuna 01 og gos á Akur- eyri. — Enn óx Sanitas, og um það bil 1950 fór ekki á milli mála að verksmiðjan annaði alls ekki eftir- spurn á margvíslegri framleiðslu sinni. Árið 1958 keypti Sanitas hf. svo verksmiðjuhús Lýsissamlags ís- lenskra botnvörpuskipaeigenda, við Köllunarklettsveg. Á húsinu voru gerðar miklar og dýrar breyt- ingar, og enn var aukið við véla- kostinn. I júlí 1959 hófst fram- leiðslan í nýja húsinu, en skrifstof- Loftur Guðmundsson, hinn þjóo- kunni Ijósmyndari. Guðmundur Gudmundsson frá Hvammsvík í Kjós „var nú aldeilis umsvermaður vegna þessa með gos- drykkina." Sigurður Waage ásamt fulltrúum sínum, syninum Sigurði S. Waage (tv.) og tengdasyninum Birni Þorlákssyni. urnar voru áf ram á Lindargötu þar til 1962. Sigurður Waage var forstjóri Sanitas til dauðadags, 31. október, 1976. Fulltrúar voru sonur hans, Sigurður S. Waage, og Björn Þor- láksson, tengdasonur Sigurðar. Skipuðu þeir stjórn Sanitas hf., en meðstjórnendur voru Ágúst Sverr- isson, annar tengdasonur Sigurð- ar, og Matthías Waage, bróðir Sigurðar, er báðir unnu hjá fyrir- tækinu. Pepsi-Cola veldur þáttaskilum Árið 1943 urðu mikil þáttaskil hjá Sanitas. Þá fékk fyritækið einkaleyfi á íslandi til þess að framleiða Pepsi-Cola. Það er elsta einkaleyfi Pepsi-Cola í Evrópu. Síðan fær Sanitas einkaleyfi hér til framleiðslu Seven-Up árið 1961. Sigurður Waage var orðlagt ljúfmenni, eins og bræðurnir Gísli og Loftur, orðheldinn og varkár — af gamla skólanum. Þeir Sigurður og Matthías kvæntust systrum, Vilhjálmsdætrum; Sigurður Krist- ínu Helgu, er hann missti 1938. Þau áttu þrjú börn; Sigurð S., Ellen og Huldu. Matthías átti Ingibjörgu. Sigurður kvæntist í annað sinn, 1941, Steinunni, al- systur fyrri konunnar. Steinunni missti hann 1962. Sigurður kvænt- ist í þriðja skipti, árið 1965, móður tengdasonar síns, Ágústs, Láru Sigríði Ágústsdóttur, ekkju Sverr- is Sigurðssonar, bankaritara á Seyðisfirði. Þannig varð Sigurður fósturfaðir tengdasonar síns. Sigurður Waage var mikill söng- maður, söng í KFUM-karlakórnum, er síðar varð að Fóstbræðrum og leikarahæfileika hafði hann, segja mér ýmsir; lék m.a. í Iðnó í gamla daga, enda slíkir hæfileikar heldur betur í ættinni. Eins og Loftur var hann einnig mikill áhugamaður um fótbolta og lék með Víkingi. „Pabbi var aldrei með neina afskiptasemi," sagði Hulda Sig- urðardóttir Waage, „en maður bar alltaf virðingu fyrir honum; dýrk- aði hann." „Hann var sérstaklega vandaður maður," sagði Ágúst Sverrisson, eiginmaður Huldu og tengdasonur Sigurðar. „Alltaf þægilegur. Þó gat vel fokið í hann, ef astæða var til, en það leið hjá undir eins. Hann var líka svo góður félagi. Við fórum oft saman í veiði, og þá yngdist Sigurður um áratugi; varð ungur á ný. Hann var mikill laxveiðimað- ur, veiddi á flugu og samkvæmt olluni kúnstarinnar reglum; þreytti laxinn o.s.fr.v, og var nú ekki hrifinn af mínum veiðiað- ferðum." „Einkennilegt með hann Gústa," sagði tengdapabbi einu sinni við Huldu, „hann dregur alltaf fiskinn á land eins og þorsk." Björn Þorláksson, einnig tengdasonur Sigurðar, kvæntur Ellen, hefur sömu sögu af honum að segja: „Hann mátti ekki vamm sitt vita, var grandvar og áreiðan- legur, léttur i lund og þægilegur í umgengni. Það var margt líkt með þeim Matthíasi, bróður hans. Matthías var einnig mikill söng- maður en rólyndari." Björn hóf störf hjá Sanitas 1960 sem framkvæmdastjóri rekstrar- sviðs og var það þar til erfingjar Sigurðar seldu fyrirtækið árið 1979. Þá framleiddi Sanitas 9 teg- undir af gosdrykkjum og auk þess margs konar saf t og sultu. Sigurður S. Waage, Sigurður yngri, fæddist árið 1927 í húsinu á Lindargötu og gekk í öll verk frá því hann var strákpatti. Fram- kvæmdastjóri framleiðslusviðs varð hann svo um miðjan sjötta áratuginn, þegar Friðþjófur Þor- steinsson hætti og stofnaði Efna- gerðina Val. Sigurður vann um tíma áfram hjá Sanitas eftir að það var selt Pólaris hf. 1979. Sanitas framleidd i kampavín Sigurður man vel eftir þeim tíma þegar saftin var enn blönduö með handafli og framleiöslan bor- in frá einum stað til annars á bokkum sem starfsfólkið bar fram- an á sér, og notað var fótstigið töppunartæki. Í þá daga pontuðu kaupmenn kannski 6-7 flöskur af gosi sem síðan var ekið til þeirra á hjólbörum, hestvögnum eða sleð- um. „Þegar setuliðið var hér á stríðs- árunum voru síðan framleiddir sérstakir gosdrykkir fyrir Bretana og aðrir fyrir Bandaríkjamennina; gosdrykkir sem þessir menn höfðu vanist heima hjá sér," sagði Sig- urður. „I kringum 1930 framleiddi Sanitas líka gosdrykk undir nafn- inu Kampavín. — Á bannárunum gerðist það svo að Félag íslenskra iðnrekenda hélt mikið hóf þar sem menn vildu ekki vera þurrbrjósta. Það var nú leyst á þann veg að komið var með áfengið í Sanitas og þar var blandað í gosflöskurnar. Síðan hafði hvert borð Lveislunni bara sinn sérstaklega merkta kassa eða fleiri. — Hvað gat verið sak- leysislegra en óuppteknar gos- flöskur beint úr verksmiðjunni?" Sigurður sagði mér að ekki þyrfti að fara allt aftur til fyrstu ára Sanitas til þess að heilbrigðis- eftirlitið gerði vandlega boð á undan sér. Verksmiðjan seldi varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og víðar gos allt fram á miðjan sjötta áratug, eða þar til það fór að flytja allt slíkt inn sjálft og þá í dósum. Heilbrigðiseftirlit þeirra var kröfuhart og var mætt mánaðar- lega í Sanitas til þess að aðgæta að farið væri eftir öllum hreinlæt- isfyrirmælum. — Starfsmenn eft- irlitsins voru mjög kurteisir og tilkynntu ætíð komu sína með minnst dags fyrirvara. Og Ásbjörn Sigurjónsson á Ála- fossi lét búa til sérstakan gosdrykk fyrir brúðkaup sitt og Ingunnar Finnbogadóttur, 5. ágúst 1950; Brúðkaupsdrykk Ingunnar og Ás- björns. Gosið var rautt og Ásbjörn lét sjálfur prenta miðana á flösk- urnar. „Þetta vakti óskaplega mikla lukku," sagði Ingunn. Sá drykkur var framleiddur í þetta einaskipti. Það virðist vera einhver hefð komin á það að aðstandendur Sanitas séu í öllu mögulegu og er Sigurður þar engin undantekning. Hann var skáti og einn stofnenda Flugbjörgunarsveitarinnar, stjórnarmaður þar í 20 ár og vara- formaður í 15. Hann er mikill áhugaljósmyndari, í Jöklarann- sóknafélaginu, kennari í klifri. skíðamaður hinn mesti og keppti með Víkingi í handbolta. Auk þess er hann sagður vera góður söng- maður, var reyndar í drengjakór Karlakórs Reykjavíkur. — Þetta Sanitas-fólk! Árið 1978 sameinuðust verk- smiðjurnar Sanitas og Sana á Akureyri og starfa þar nú samtals um það bil 100 manns. Síðan áttu sér stað eigendaskipti 1979. Núver- andi eigandi er Pólaris hf. Stærsti hluthafi og stjórnarformaður er Páll G. Jónssón og framkvæmda- stjóri er Ragnar Birgisson. — Ekki liggur þó á að gera nútímanum skilaðsinni. Margt athyglisvert Sanitas hefur heldur betur vaxið fiskur um hrygg frá fyrstu árunum í Melshúsatúninu og fer enn stækkandi. — Karl Torfason, sölu- maður í sultu- og efnagerðinni og starfsmaður Sanitas í 40 ár, man tímana tvenna. Hann byrjaði þeg- ar fyrirtækið var á Lindargötunni, í útkeyrslunni og fleiru. Hann minnist þess sérstaklega að í þá daga var einkapöntunum ekið heim til fólks öll kvöld og um helgar síðustu tvær vikurnar fyrir jól. Kaupmenn pöntuðu síðan kannski 10-15 flöskur af hverri tegund, og stundum jafnvel mun færri. Þetta þurfti svo allt saman að taka til. „Eg sakna þess tíma alls ekki neitt," sagði Karl skellihlæjandi. Hann kveðst aldrei hafa látið sér til hugar koma að fara að vinna hjá einhverju öðru fyrirtæki. Stella Guðmundsdóttir, Guðríð- ur Stella fullu nafni, hóf vinnu hjá Sanitas 1956. Fyrsta árið var hún í gosinu en svo í efnagerðinni, og verkstjóri þar allar stundir síðan þar til hún hætti störfum sl. vor. Stella missti mann sinn, Jens Benediktsson, fréttaritara hjá Morgunblaðinu, árið 1946 eftir 6 ára hjónaband. „Hann snögg- veiktist af lömunarveikinni á þriðjudegi og var dáinn á sunnu- degi. Þá voru dætur okkar 3 ára og 6 ára. Jens var 36 ára þegar hann dó." Stella er enginn aukvisi. Ein- stæð móðirin tekur að sér foreldra sína og tengdaforeldra er öll voru hjá henni þar til yfir lauk. — Það er svo margt athyglisyert í sam- handi við sögu Sanitas. Texti: Franzisca Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.