Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 Sjónvarpsgervihnettirnir eru þegar orðnir staðreynd. En hvernig ætla Norð- urlondin að bregöast við tilkomu þeirra? Um það var m.a. rætt á ráðstefn- unni, sem nýlega var haldin í Tammerfors í Finnlandi. Norðurlönd: Veitt verði „Óskars- verðlaun" fýrir sjón- varps- og útvarpsefni NORÐURLANDARAÐ ætti að taka upp veitingu eigin „Óskarsverð- launa" fyrir sjónvarps- og útvarps- efni til þess að vega upp á móti gervihnattasendingum til Norður- landanna annars staðar frá. Tillaga þessi kom fram á ráð- stefnu, sem nýlega lauk í Tammer- fors í Finnlandi og var flutnings- maður Einar Karl Haraldsson, aðalritstjóri tímaritsins Nordisk Kontakt. Ráðstefnan, sem fjallaði um efnið „Staða Norðurlanda í fjölmiðlasamfélagi framtíðarinn- ar", var haldin að frumkvæði sambands Norrænu félaganna. Einar Karl lagði til, að Norður- landaráð úthlutaði „Óskarsverð- launum" sínum til þess að verð- launa höfunda þess dagskrárefnis, sem talið væri framúrskarandi gott. Helge Seip, formaður sambands Norrænu félaganna, segir í viðtali við norska blaðið Aftenposten á mánudag, að þetta sé góð hugmynd og hann ætli að vekja máls á henni á fundi forsætisnefndar sam- bandsins. tiá^ Einar Karl Haraldsson. Seip taldi einnig vænlegt, að staðbundnar útvarpsstöðvar tækju upp samvinnu við stöðvar í vina- bæjum á Norðurlöndum. Námu burt 45 kg æxli blamabad, 1'ikisUn, 27. sóvember. AP. SKURÐLÆKNAR í Pakistan námu burt 45 kflógramma æxli úr maga 35 ára gamallar konu á þiðjudag. Fór aðgerðin fram á sjúkrahúsi í borginni Gujranwala sem er austar- lega í landinu. Sjúklingurinn, Ras- hida Begum, hafði átt við magasjúk- dóm að stríða í nokkurn tíma en var sögð vel á sig komin efir aðgerðina. Harðvítugur bylting- armaður valinn eftir- maður Khomeinis HUSSEIN Ali Montazeri, sem Aya- tollah Kohmeini, leiðtogi Irans, hefur valið sem eftirmann sinn, á að baki langan feril sem áhrifamaður í stjórnmálum og trúmálum í íran. Telja má víst, að sem andlegur og veraldlegur leiðtogi írönsku þjóðar- innar eigi hann eftir að halda sömu braut og Khomeini hefur markað og er tilkynnt var á laugardag um val hans, kom það engum á óvart, sem fylgzt hefur með málum í Íran. Montazeri er af fátæku bænda- fólki kominn og alúð hans og hrein- skilni eru sögð vera mikil andstæða við þá ströngu ímynd, sem Khom- eini hefur skapað af sjálfum sér á meðal þjóðarinnar og leitt hefur til þess, að almenningur lítur á hann sem nær guðlega veru. Sjálfur átti Montazeri mjög mikinn þátt í því aö koma íslamska lýðveldinu á í Iran með byltingunni 1979 og þá þegar var ljóst, að Khomeini hafði augastað á honum sem eftirmanni sínum. Strax eftir byltinguna varð Montazeri einn af helztu valda- mönnum írans og hlaut þá hinn óOpinbera titil: „Von Imams (Kho- meinis) og islömsku þjóðarinnar". Fólst hlutverk Montazeris einkum í eftirliti með framkvæmd bylting- arinnar og í að gagnrýna skrif- finnskuna og spillinguna í embætt- ismannakerfinu. Sem ungur maður gerðist Montazeri stuðningsmaður Khom- einis. Hann gekk í guðfræðiháskól- ann í Qom, hinni heilögu borg mú- hameðstrúarmanna, og komst fljótt í röð æðstu áhrifamanna í trúmál- um. Var hann útnefndur „aya- tollah", sem er sama trúarlega tign- arheitið og Khomeini ber. Þar fyrir Ayatollah Khomcini biðst fyrir. Heilsu leiðtogans fer hnignandi fyrir aldurs sakir og því hefur hann tekið af skarið og valið Montazeri sem eftirmann sinn. utan er lítið vitað um sögu Montaz- eris. Blöð í Iran, sem öll eru háð eftirliti hins opinbera, hafa lítið sagt frá einkalífi hans. Samkvæmt hinni opinberu frá- sögn er Montazeri fæddur 1922 í bænum Najaf-Abad, skammt fyrir vestan hina fornu borg Isfahan. Mestan hluta æsku sinnar vann hann á jörð foreldra sinna, þar sem faðir hans, Haj Ali Montazeri, er sagður búa á enn, enda þótt hann sé orðinn 85 ára gamall. Tíu ára gamall var Montazeri hinn yngri sendur á trúarskóla í Isfahan og um tvítugt, er hann var þar enn við nám, gekk hann að eiga unga bóndastúlku. Börn þeirra eru sjö, fjórar dætur og þrír synir. Skömmu fyrir 1950, er Montazeri hafði útskrifazt frá guðfræðihá- skólanum í Qom og orðinn „mullah" eða prestur, tók hann að kenna guðfræði og heimspeki og gerðist þar að auki mikill og virtur fræði- maður í lögum múhameðsmanna. En það var þó fyrst og fremst andstaða hans við veraldlega emb- ættismannavaldið í landinu, sem aflaði honum virðingar og vinsælda hjá hinum fátæku í landinu, sem ávallt hafa verið undir svo sterkum áhrifum spámannsins Múhameðs. Montazeri dró enga dul á andúð sína á Pahlevi-keisaraættinni og gerðist harðvítugur málsvari vopn- aðrar byrtingar gegn keisaravald- inu. Samkvæmt hinni opinberu frá- sögn aðstoðaði hann Khomeini við að koma á vopnaðri uppreisn í Qom 1963, en var síðan handtekinn og settur í fangelsi, þar sem hann mátti þola pyntingar. Árið 1968 fór Montazeri með leynd til nágrannaríkisins íraks til viðræðna við Khomeini, sem þá dvaldist þar í útlegð. Lauk þeim fundi með því, að sá síðarnefndi gerði Montazeri að persónulegum fulltrúa sínum í Iran. Montazeri var hins vegar hand- tekinn við heimkomuna til írans og næstu ár þar á eftir varð hann að búa undir lögreglueftirliti í eyðimerkur- og fjallabæjum á ýms- um stöðum í landinu. Hann hélt samt áfram undirróðurSstarfsemi sinni gegn keisaranum, sem leiddi til þess, að árið 1975 var hann dæmdur í 10 ára refsivist í hinu alræmda Evin-fangelsi í Teheran. Bretar hafna viðræðum um framtíð Falklandsey ja Riu'nns AirPM. Arcrpntínu. 27. nnvpmher. AP. ^^ Bucnns Airtst, Argentínu, 27. nóvember. AP. BRETAR hafa hafnað tilmælum Argentínumanna um samningavið- ræður varðandi framtíð Falklands- eyja. Ríkisstjórn Brazilíu kom til- mælunum á framfæri. Breski sendi- herrann sir John Thomson sagði í ræðu á breska þinginu að þessi beiðni um hlutlausar viðræður væru í rauninni gildar. Thomson sagði að sjónarmið Argentínumanna væri hið sama og áður, og þeir sættu sig ekki við annað en algjör yfirráð yfir Falk- landseyjum. „Yfirráð okkar, sem við efumst ekki um að séu réttmæt, eru alls ekki til umræðu," sagði hann. „Ef við göngumst inn á samningavið- ræður af þessu tagi munu Argent- ínumenn fá þá hugmynd að endan- leg niðurstaða hljóti að verða sú að við afhendum þeim eyjarnar." Argentínumenn hernámu Falk- landseyjar 1982 til að framfylgja 150 ára gamalli kröfu sinni um yfirráð eyjanna, en breskt inn- rásarlið tók þar völd aftur eftir 74 daga stríð. Þáverandi forseti Argentínu, Leopoldo Galtieri, er nú fyrir herrétti ásamt tveimur öðrum meðlimum herforingja- stjórnarinnar og 13 hershöfðing- um, og eru þeir allir sakaðir um afglöp í sambandi við árásina. Saksóknarinn hefur krafist 12 ára fangelsisdóms yfir Galtieri sem neitar öllum sakargiftum. vekur verðskuldaða athygli mbó92ó Till Undur Naustsins Innbakaöir bl. sjávarréttir. Reyktur lundi með hrœreggi og nstuöubrauöi. Sjávarréttarsúpa aö hætti Wilby Eftirlæti skipstjorans skötuselur, hörpuskel og rækjur meo vermouthsósu. Nautalundir gljáðar meo portvíns- sósu. Osta trió Ménagé a trous David Wilby, yfirmatreiöslumeist- ari, hefur aöstoöað okkur við upp- setningu á matseöli okkar. David er yfirmatreiöslumeistari á hinum kunna matsölustaö Ménagé a trois í London, en sá staöur var kosinn besti matsölustaður Bretlandseyja 1984 af hinu heimskunna stórblaöi Nevv York Times. Margir þekktir gestir hafa borðaö á þessum stað, til aö mynda Díana Bretaprins- essa, og að sjálfsögöu okkar ást- sæli þjóöhöföingi Vigdís Finn- bogadóttir. Noregur: Tæki til kyngrein- ingar á síld reynt á komandi vertíð A KOMANDI síldarvertíð verður tekið í notkun til reynslu í Noregi nýtt tæki við flokkun á síld. Verour það prófað hj£ átta fiskvinnslufyrir- tækjum £ vesturströndinni, frá Mál« til Vesturálseyja. Tækið greinir kyn sfldarinnar og gerir vélræna flokkun mögulega. Binda menn miklar vonir við það, þar sem unnt er að fá mun hærra verð fyrir hrygnuna en hæng- inn á aðalmarkaðssvæðinu, sem er Japan. Vélin var hönnuð hjá Rann- sóknastofnun sjávarútvegsins (Fisk- eriteknologi.sk Forskningsinstitutt), FTFI. „Við vitum ekki nákvæmlega, hversu hátt verð muni fást fyrir hrygnuna, þegar hún er flokkuð sér," segir Roger Richardsen, einn rannsóknarmannanna hjá FTFI, í viðtali við Oslóarblaðið Aften- posten á mánudag, „en talið er að það muni verða um 40-100% hærra en fyrir blandaða síld. Við höfum takmarkaðan innflutn- ingskvóta í Japan, svo aö það munar miklu að fá þessa verð- hækkun." „Við höfum nú leyst okkar hluta af verkefninu," segir Richardsen ennfremur í viðtalinu, „þar sem okkur hefur tekist að búa til raf- eindatæki, sem kyngreinir síldina með 100% áreiðanleika. Greining- in byggist á gegnumlýsingu og gerir kleift að skilja hrogna- og svilsíld að." Það er fyrirtækið Trio Maskin- industri í Stafangri, sem smíðað hefur tilraunatækin. Að sögn Aft- enposten ríkir niikill áhugi á því hjá norskum fiskvinnslufyrir- tækjum að vera með í þessari til- raun. Kyngreining síldar er síður en svo ný af nálinni, en hefur hingað til verið ákaflega seinunnið hand- verk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.