Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 Samkomulag Thatchers og FitzGeralds: Útlit íyrir víðtækt sam- komulag á breska þinginu London, 27. nóvember. AP. ÍJTLIT var fyrir að víðtækt sam- komulag næðist á Breska þinginu í gærkvöldi um samþykkt samnings- ins sem ríkisstjórn Thatcher og ríkis- stjórn írska lýðveldisins gerðu um málefni Norður—Irlands. 1 ræou sinni á írska þinginu veittist Garret FitzGerald, íorsætisráðherra ír- lands, harkalega að leiðtogum mót- mælenda og ásakaði þá um mistúlk- AP/Símamynd Helmut Kohl, kanzlari Vestur-Þýzkalands, og Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Stóra Bretlands, á blaðamannafundi eftir viðræður þeirra í London í gær. Thatcher um geunvarnaráætlunina: Semjum um aöild að rannsóknum fyrir jól London, 27. nóvember. AP. MARGARET Thatcher forsætisráð- herra Bretlands, telur að Bretar og Vestur-Þjóðverjar skrifi fvrir jól undir samninga um þátttöku í rannsóknum vegna geimvarnaáætlunar Bandaríkja- manna. Thathcer skýrði frá þessu á blaða- mannafundi í kjölfar viðræðna þeirra Kohl í morgun. Kohl sýndi meiri varkárni er hann var spurður um þetta atriði og sagði aðeins að stjórn sín mundi fyrir áramót taka ákvörðun um á hvaða grundvelli Vestur-Þjóðverjar myndu hugsan- lega eiga aðild að geimvarnaáætlun- inni. Jafnframt gaf Thatcher sterklega til kynna að Bretar myndu draga sig út úr UNESCO, mennta- og menn- ingarstofnun Sameinuðu þjóðanna, um áramót. Bretar gáfu til kynna í fyrra að þeir myndu hverfa úr UNESCO um næstkomandi áramót ef ekki yrðu gerðar gagngerar breyt- ingar á starfsemi og starfsháttum stofnunarinnar. Thatcher sagði þá ákvörðun standa, en stjórnin mundi gera upp hug sinn endanlega í byrj- un desember. Kohl tjáði sig ekki um UNESCO en talið er að hann kysi frekar að Bretar beittu sér fyrir umbótum innan frá, þ.e. með áframhaldandi aðild að stofnuninni. un samningsins og dulbúnar hótanir um ofbeldisaðgerðir. Er umræður hófust á miðviku- dag á breska þinginu annan daginn í röð bað ráðherran sem fer með málefni Norður—Irlands, Tom King, mótmælendur á Norður— írlandi að íhuga innihald samn- ingsins vel. „Þeir sem ekki vilja gefa okkur tækifæri eru þar með að segja að Norður—írland losni aldrei út úr þeim vítahring sem þar hefur skapast. Skoðið innihald þessa samnings vel. Myndið ykkur ekki skoðun fyrr en þið hafið séð hvernig hann reynist, því ef vel til tekst mun samningurinn verða til góðs fyrir alla á Norður—frlandi nema hryðjuverkamenn." Þótt leiðtógar mótmælenda á Norður—f rlandi ætli ekki að grípa til ofbeldisaðgerða segjast þeir ekki geta ábyrgst að einstök sam- tök s.s. UDA haldi að sér höndum. Talsmaður UDA (Ulster Defense Association), John McMichael, hefur lýst því yfir að með sam- komulagi FitzGerald og Thatcher hefði „ástand borgarastríðs verið kallað yfir Norður—f rland". Peter Archer, talsmaður Verka- mannaflokksins á Norður— írlandi sem er stærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn þar, hefur sagt að flokkurinn styðji samning- inn sem nokkuð framlag til þess að stuðla að friði í landinu. Myndin sýnir er Ifk þeirra Grikkja, sem týndu lífi í flugráninu, voru flutt heim til Grikklands í gær. Líkt og þeir væru „að skjóta hunda" — Ung kona lýsir aðferðum flugræningjanna Tel Aviv. 27. nÓTember. AP. UNG kona frá ísrael, sem særðist í flugráninu á Möltu um helgina, lýsti því í dag, hvenig ræningjarnir hefðu skotið hana og fjóra aðra farþega „líkt og þeir væru að skjóta hunda". Konan, sem heitir Tamar Artzi og er 23 ára gömul, var á meðal fimm gísla, sem ræningjarnir skutu og hentu síðan út úr vélinni niður á flugbrautina á flugvellinum í Valletta. Þrír þessara manna lifðu atburðinn af, einn þeirra beið bana og enn einum, ísraelskri konu að nafni Nitzan Mendelson, er alls ekki hugað líf, svo illa er hún særð. Fram er komið, að bandaríska þeirra hjóna í flugráninu, sagði flugmálastofnunin hafði varað við því einni viku fyrir flugránið, að flugrán kynni að vera yfirvof- andi og þá hugsanlega á flugleið- um yfir Miðjarðarhafi. Edward Leonard, Kanadamað- ur, sem missti 27 ára gamla konu sfna og 16 mánaða gamlan son í dag, að Egyptar hefðu gert rétt í því að ráðast til uppgöngu í farþegaþotuna. „Hvort það var gert á réttan hátt eða á réttum tima er ekki hægt að gera sér grein fyrir enn. Um það getur enginn dæmt nú," sagði Leonard. Ráðstefna um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum: Hundrað norrænir þingmenn funda í Kristjánsborgarhöll Kaupmannanotn, 27. nóvemhrr. AP. UM EITT hundrað norrænir þingmenn koma saman í Krist- jánsborgarhöll, adsetri danska þingsins, á fóstudag og laugar- dag til skrafs um hugmyndina um kjarnorkulaust svæði á Norð- urlöndum. Öll Norðurlöndin eiga fulltrúa á ráðstefnunni, að o, L i% Palme Sorea Benkow Mál Arnes Treholt rætt á norska Stórþinginu: Skapaði hættu fyrir öryggi rfldsins allt frá árinu 1972 Osló, 27. niiv. Fri frétUriUra Morgnnblaosinn, J K. Laure. MÁL Arne TrehoUs var til umræðu á norska Stórþinginu í dag. Utan- ríkisráðherrann, Svenn Stray, gerði þar ítarlega grein fyrir því, hvere vegna norska stjórnin sá sig tilneydda til þess að láta Treholt hefja nim á háskóla hersins, þar sem hann olli mestu tjóni sem njosnari Sovét- manna. Ef Arne Treholt hefði ekki fengið aðgang að skólanum, hefði það getað leitt til þess, að Treholt eða KGB hefðu fengið grun um, að fylgzt væri með honum og þá hefði hann einangrazt í njósna- hlutverki sínu. Afleiðingin hefði getað orðið sú, að málið hefði aldrei upplýstst nákvæmlega. Stray lagði áherzlu á, að ekki hefðu verið fyrir hendi sannanir um njósnir Treholts á þessu stigi málsins heldur aðeins sterkur grunur um, að hann væri njósn- ari KGB. Stray sagði ennfremur, að Treholt hefði skapað vandamál á sviði öryggismála alla tíð síðan hann gerðist ríkisstarfsmaður 1972. Hvað eftir annað hefðu borizt aðvaranir um, að hann gæti stefnt öryggi ríksins í hættu. Athygli vöktu tíðir fundir hans með starfsmönnum sovézka sendiráðsins í Osló. Norskir leyniþjónustumenn hefðu haft ríkan grun um, að þessir sendi- starfsmenn ynnu einnig fyrir KGB. Allar þessar aðvaranir hefðu þó verið virtar að vettugi. Jens Evensen, yfirmaður Treholts í mörg ár, gerði það einnig. Hann hefði bara haft það í flimtingum, að fylgzt væri með Treholt. Hinn 9. júní 1982 hefði verið veitt heimild til þess, að Treholt fengi sem fulltrúi norska utan- ríkisráðuneytisins aðgang að há- skóla hersins. Sagði Stray, að það hefði vakið meiri grunsemdir, ef Treholt hefði verið neitað um inngöngu en að láta málið ganga sína leið. Skýrsla Strays til Stórþingsins verður tekin til frekari umræðu á öðrum þingfundi eftir nýár. Arne Treholt Þeirri umræðu kann að Ijúka með vantrauststillögu á Stray og kannski á alla ríkisstjórnina. Því er haldið fram af hálfu Verka- mannaflokksins, Sósíalíska vinstri flokksins og Framfara- flokksins, að það hafi verið aug- ljós mistök að heimila Treholt inngöngu í háskóla hersins, en í dóminum yfir honum kemur fram, að það hafi einmitt verið þar, sem hann náði að valda mestu tjóni. 1 forsendum dómsins yfir Tre- holt voru 12 ár af 20 ára fangels- isdómi hans rökstudd með njósnastarfsemi hans það ár, sem hann var í þessum skóla. Stjórn borgaraflokkanna hef- ur tekið þessari gagnrýni með mikilli ró. Hún telur, að Verka- mannaflokkurinn sitji uppi með það mikla ábyrgð I Treholtsmál- inu, að þegar til lengdar láti, þá muni forystumenn flokksins láta sér nægja að gagnrýna Stray og stjórnina en ekki reyna að fella hana. Njósnir Treholts hófust og héldu áfram í stjórnartíð Verka- mannaflokksins og það voru jafnframt þeir menn, sem ábyrgð báru á gerðum stjórnarinnar þá, er stöðugt vísuðu á bug aðvörun- unum varðandi Treholt. Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum meðtöldum. Blaða- menn, sem fylgjast með ráðstefn- unni, verða álíka margir og ráð- stefnufulltrúarnir. Flestir blaða- mannanna eru frá kommúnista- rikjum Austur-Evrópu. Tveir norrænir forsætisráð- herrar taka þátt í ráðstefnunni, Olof Palme frá Svíþjóð og Kalevi Sorsa frá Finnlandi, en báðir eru kratar. Þar verður einnig Anker Jörgensen, fyrrum forsætisráft- herra Danmerkur, sem verður ráðstefnustjóri. Hann átti hug- myndina að ráðstef nunni. Aðalræður flytja þeir Palme og Jo Benkow, formaður þing- flokks Hægri, stærsta norska stjórnarflokksins. Sorsa mun leggja til við ráðstefnuna að Norðurlöndin hefji sameiginlega athugun á möguleikanum á kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndunum. Finnski utanrlkisráðherrann, Paavo Vaeyrynen, verður meðaí ráðstefnufulltrúa og einnig danski utanríkisráðherrann, Uffe Ellemann Jensen. Elleman Jen- sen verður eini ráðherrann úr dönsku stjórninni á ráðstefnunni. Hvorki Kaare Willoch, forsætis- ráðherra Noregs, né Poul Schlut- er, forsætisráðherra Danmerkur, sem báðir eru hægrimenn, sitja hana. Það eru nær eingöngu fulltrúar jafnaðarmannaf lokka og annarra vinstriflokka, sem sækja ráð- stefnuna. Fulltrúar dönsku stjórnarflokkanna munu sitja hana og tala gegn hugmyndinni um kjarnorkulaust svæði á Norð- urlöndunum svo menn fái ekki þá hugmynd í kjölfar ráðstefn- unnar að samstaða sé um hug- myndina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.