Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 t Eiginkonamín KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR HALLBERG, andaðist i sjúkrahúsi í Gautaborg 26. þ.m. Peter Hallberg. t Móöirmín, STEFANÍA HELGADÓTTIR, Hátúni 10, andaöist í Borgarspítalanum þriöjudaginn 26. nóvember. Fyrir hönd aöstandenda, Skúli Einarsson. t Systirokkar, JÓNÍNA STEINUNN JÓNSDÓTTIR, frá Ekru, Efstasundi 43, andaöist 26. nóvember. Systkinin. t Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir, BORGAR GUÐMUNDSSON, frá Hesteyri, lést i Vífisstaöaspitala þriöjudaginn 26. nóvember sl. Jensey Kjartansdóttir, synir og tengdadœtur. t Maöurinn minn og faöir okkar, ÓSKAR HANNIBALSSON, strastisvagnastjóri, Álfhólsvegi 155, er látinn. Jóhanna Björnsdóttir, Guórún Hanna Óskarsdóttir, Salbjörg Óskarsdóttir, Höröur Oskarsson, Bryndís Óskarsdóttir. t Móöirokkar, KAREN N.F. KRISTÓFERSDÓTTIR, Lyngási 6, Garóabæ, áöur Stórholti 33, lést að Hrafnistu Hafnarfirði 23. nóvember. Jarösett verður frá Fossvogskirkju 3. desember kl. 15.00. Kristín Elíasdóttir, Anna Elíasdóttir. t Kona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, STEINUNN ÞORBJÖRNSDÓTTIR, Hæðargaröi 22, veröur jarösungin frá Bústaöarkirkju föstudaginn 29. nóvember kl. 15.00. Jón Rósmundsson, Rósmundur Jónsson, Bergþóra Bergþórs, Guöríöur Chitow, William Chitow, Garöar Jónsson, Sigríóur Johnsen, Þorbjörn Jónsson, Sigrún Kjartansdóttir og barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, AOALBJÖRG BJARNADÓTTIR, Garóabraut 8, Akranesi, veröur jarösungin frá Akraneskirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 11.30. Margrát Þorvaldsdóttir, Sigmundur Guóbjarnarson, Elín Þorvaldsdóttir, Bragi Þóröarson, Svanhildur Þorvaldsdóttir, Halldór Magnússon, Þráinn Þorvaldsson, Elín Óskarsdóttir og fjölskyldur. Minninq: Steinar Skúlason Fæddur 20. aprfl 1964 Dáinn 25. nóvember 1985 Mánudaginn 25. nóvember barst okkur sú fregn að okkar ástkæri vinur Steinar væri látinn. Fregn þessi sem engin boð gerði á undan sér og bar svo skjótt að er mikil harmafregn fyrir okkur félagana. Að þessa trygga, hjálpsama og góða drengs njóti ekki lengur við í lifanda lífi, er engum okkar orðið fyllilega ljóst. Að þær fjölmörgu tómstundir sem okkar samheldni hópur hefur átt saman og ein- kennst hafa af glaðværð, tryggð og léttleika, verði ekki prýddar í framtíðinni þeim mannkosti sem Steinar var, virðist engu að síður vera hinn hryggilegi og helkaldi veruleiki. Síðustu þrjá daga hafa leitað á okkur ótal spurningar. Og eins og svo oft fást engin svör við þeim þó leitað sé til allra heimsins fræðigreina. Sumarið 1983 lágu leiðir Stein- ars og okkar félaganna saman og var mikill og góður fengur að fá þennan félaga í okkar hóp, því að hann prýddu allir þeir kostir sem þurfti. Ekki leið á löngu uns hann var orðinn mikill þáttur í þessari heild, oft ein helsta driffjöðrin þegar gera átti eitthvað saman. Þó Steinars okkar, félagsskapar hans og hinnar miklu atorku njóti ekki lengur við, þá lifir hann áfram í hjörtum okkar og í þeim einstak- lega góðu minningum er við áttum saman. Nú vinir, hinsta sinni, þig kveðja huga klökkum, við kistu þína stíga til himins bænar- mál. Og við, sem með þér lékum, þinn vinar- hugaþökkum, sem vildi miðla gleði og tryggð, af lífi ogsál. ÁD. Við vottum fjölskyldu Steinars dýpstu samúð, sem og öðrum ást- vinum. Megi góður Guð umlykja sálu hans. Ari, Baldur, Benni, Dóri, Einar, Gulli, Gummi Alberts, Gústi, Haukur, Hörður, Jói, Kiddi, Nikki, Oddur, Óli I., ÓLi Óla, Pétur, Robbi, Toggi og Svenni. „Lífið er harður skóli," var eitt af því sem vinkona mín, Erla Vil- hjálmsdóttir sagði, þegar hún til- kynnti mér að sonur hennar Stein- ar hefði látist af slysförum. Og vist er það rétt. Skóli lífsins er skóli sem við þurfum öll að fara í gegnum og sá skóli þar sem enginn er spurður hvort hann sé reiðubú- inn að takast á við þau próf sem fyrir eru lögð. Steinar sá ég fyrst fyrir mörgum árum, þá lítinn dreng, er ég hóf störf hjá foreldrum hans, Erlu og Skúla Jóhannessyni. Síðar áttum við eftir að starfa saman og urðum góðir vinir. Steinar var hvers manns hugljúfi, jákvæður og einn þeirra sem alltaf leit á björtu hlið- ar lífsins. Samverustundirnar með honum munu lifa í minningunni og minna á það sem gott og fagurt er. Ég og fjölskylda min biðjum algóðan Guð að styrkja vini okkar, Erlu og Skúla, Villa og aðra að- standendur á þessari stundu. Ég + Móðirokkar, UNNUR MAGNÚSDÓTTIR, Aöalgötu 17, Sauöérkróki, veröur jarösungin frá Sauöárkrókskirkju laugardaginn 30. nóvem- ber nk. kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sjúkrahús Skagf irðinga. Auður M. Jónsdóttir, Björn Jónsson, Guðrún Andrésdóttir, Magnús Jónsson, Kristín Helgadóttir, Sigríöur Jónsdóttir, Þóróur Jörundsson, Kéri Jónsson, Eva Snæbjarnardóttir. t Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, SIGMARS HÓSÉASSONAR, fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 29. nóvember kl. 10.30. Guöbjörg Stígsdóttir, börn, tangdabörn og barnabörn. + Útför eiginmanns míns, fööur okkar og tengdafööur, RUNÓLFS JÓNSSONAR, pípulagningameistara, fer fram frá Háteigskirkju, föstudaginn 29. nóvember kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hins látna eru vinsamlegast beönir aö láta öldrunardeild Borgarsjúkrahússins njóta þess. Þórdís Magnúsdóttir, Gunnar Runólfsson, Ingibjörg Elíasdóttir, Jón Hilmar Runólfsson, Ragnheiöur G. Haraldsdóttir, Brynja Dís Runólfsdóttir, Vatnar Vióarsson. + Innileg þökk fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför ELÍNAR GUÐNADÓTTUR, Bérugötu 8. Þórdís G. Bridde, Ólöf L. Bridde, Hafdís J. Bridde, Hermann Bridde. er þess fullviss að Steinar hefur fengið góðar móttökur í nýjum heimkynnum — á þeim stað sem leiðir okkar allra liggja til. Guð blessi minningu Steinars Skúlasonar. Hvíl í friði kæri vinur. Inga Hann Steini er dáinn. En hvað lífið getur verið óréttlátt og vont. Að taka frá okkur svo góðan pilt, sem öllum sem þekktu hann þótti svo óskaplega vænt um. Fyrir fimm árum var ég svo lánsöm að kynnast Steina er við vorum bæði 1 skóla á Englandi að læra ensku. Strax þá var hann einstakur í mínum augum. Síðan höfum við verið mjög nánir vinir og hefur hann verið mér alveg yndislegur. Steini var svo ljúfur og góður pilt- ur. Hann var einstakur vinur vina sinna og var alltaf til taks ef eitt- hvað bjátaði á. Betri vin get ég vart hugsað mér. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að Steini sé farinn og komi aldrei aftur. Foreldrum Steina, Erlu og Skúla, Villa bróður hans, sem og öðrum ástvinum sendi ég samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau. í huga mér geymi ég minningu um yndislegan vin. Systa í dag er til moldar borinn Stein- ar Skúlason, sem með svo'svipleg- um hætti var burtu kallaður af þessari jörð. Þessi harmafregn að hann hafi látist í bílslysi mun okkur seint gleymast. Hvers vegna hann, að- eins 21 árs og framtíðin blasti við honum? Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka Steinari sam- fylgdina síðastliðin ár og geymum við minninguna um sérstaklega yndislegan og prúðan dreng. Hann var hvers manns hugljúfi, alltaf var hann boðinn og búinn til að rétta hjálparhönd, ekki hvað síst foreldrum sinum sem nú eiga um sárt að binda að missa svona yngri drenginn sinn. Stórt skarð hefur nú verið höggvið. Elsku Erla okkar og Skúli, Villi, Unnur og litla Unnur Birna, afar og ömmur, við vottum ykkur inni- lega samúð okkar og megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg sem hjá ýkkur er. Hafi Steinar okkar þökk fyrir allt. Blessuð sé minning hans. Starfsstúlkur í Tékk-kristal Lífsfljótið. Sálin stóð á bökkum lífsfljótsins og varð að komast yfir. Fyrst greip hún reyr og freistaði þess að láta hann koma sér yfir. En reyrinn klofnaði í hendi hennar og keng- bognaði þegar hún lagðist á hann. Þá fann sálin staf og reyndi að styðjast við hann á yfirferðinni. En stafsbroddurinn stakkst niður í árbotninn og þótt sálin togaði í hann skorti hana afl til að losa hann. Stóð hún um stund við stafinn í straumnum. Þá hafði hún sig upp úr og rakst nú á breiðan kubb, og hún lagði út í fljótið á ný. En hún réð ekki við kubbinn sem flaut með straumnum og hún var að því komin að missa fótanna. Og sálin stóð á bakkanum og hróp- aði, „Æ, lífsfljót, hvernig á ég að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.