Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR28. NÓVEMBER1985 Morgunbladid/HBj Frsndur. Silfurblár yrðlingur og blárefsyrdlingur saman í búri. Munurinn kemur skýrt fram. verði en blárefsskinnin og geta því skapað refabændum auknar tekj- ur. Hér á landi eru möguleikar til að framleiða silfurbláan ref (blue- silver) með æxlun silfurrefs og blárefs, skuggasilfur (shadowsilv- er) með æxlun skuggarefs og silf- urrefs, blárefsplatínu með æxlun blárefs og platínurefs og „gullnu eyjuna" (Golden island) með æxl- un hvíts melrakka og silfurrefs. Einnig er hugsanlegt að melrakk- inn (íslenski refurinn) búi yfir einhverjum litaafbrigðum sem nýst gætu til framleiðslu verð- mætra skinna. Yfirdýralæknir hefur gefið leyfi til að silfurrefir úr sóttkvíarbúinu á Hofi verði notaðir á sæðinga- stöðvunum. Við það skapast um- talsverðir tekjumöguleikar fyrir loðdýrabændur, sem yfir landið geta skipt milljónum. Tökum dæmi af búi þar sem 10 blárefslæð- ur eru sæddar með silfurrefasæði. (It úr því myndu væntanlega koma 36 silfurbláir yrðlingar. Skinn þeirra seldust sl. vetur fyrir 2.000 kr. hærra verð en blárefsskinnin sú þriðjá á Suðurlandi. Sæðið verður að nota ferskt því það verð- ur ónothæft eftir 6-10 tíma frá sæðistöku. Sæðið verður flutt frá stöðvunum með fljótvirkasta flutningamáta til sæðingamann- anna sem verða staðsettir á öllum helstu loðdýraræktarsvæðunum. Sæðingarnar geta ekki farið fram á öllum búunum, því lágmarksað- stöðu þarf til, svo sem vel upphitað herbergi og er gert ráð fyrir að loðdýrabændur sameinist um slíka aðstöðu og komi með læðumar þangað til sæðingar. Sæðingarnar eru nákvæmnis- verk, og vandasamari en sæðingar á öðru búfé. Þeir telja þetta þó ekki óyfirstíganlegt fyrir fslend- inga, fyrst aðrar þjóðir hafi náð tökum á þessu. Þeir eru bjartsýnir á árangur þó ef til vill náist ekki hámarksárangur á fyrsta ári. Vonast þeir til að sem flestir bændur verði með frá upphafi til að koma sæðingunum vel af stað og sædd verði 15-20% allra refa- læða í landinu á fyrsta ári. — HBj. og er þetta því tekjuauki upp á 72.000 krónur hjá þessu búi. Kostn- aður við sæðingarnar er áætlaður 6-900 kr. á læðu eða 6-9.000 krónur á þetta bú. Eggert Gunnarsson og Kjartan Hreinsson dýralæknar á Keldum sæddu í fyrra nokkrar læður í til- raunaskyni. Tilraunin var það lítil að hún er varla marktæk en þó tókst að fá silfurbláa blendinga, m.a. 15 undan tveimur læðum sem enn lifa á Gilá í Vatnsdal. Mikil nákvæmnisvinna Fá ár eru síðan loðdýraræktend- ur í nágrannalöndunum náðu valdi á tækninni við sæðingar refa og eru ekki nema um það bil tvö ár síðan sæðingarnar fóru að hafa veruleg áhrif á Norðurlöndunum, sem standa fremstir allra þjóða í loðdýraræktinni. íslenskir loð- dýrabændur telja sig því fylgjast vel með með því að hefja sæðingar í stórum stíl þetta snemma, enda nauðsynlegt til að standa sig í hinni hörðu samkeppni á mark- aðnum. Sæðingarnar eru ákaflega vandasamt verk og tekur tíma að þjálfa góða sæðingamenn. Þess vegna leggur nefndin áherslu á að sem flestir bændur taki þátt í þessu í upphafi, að þetta komist strax vel af stað og sæðingamenn- irnir fái verulega þjálfun. „Menn verða að taka þátt í þessu frá upphafi þannig að við náum tökum á þessu, annars getum við gleymt þessu," sagði Gísli á Hofi. í febrú- arlok verður haldið námskeið fyrir sæðingamenn á Hólum í Hjaltadal. Eggert Gunnarsson og Þorsteinn Ólafsson skipuleggja námskeiðið en aðalleiðbeinandi verður norsk- ur sérfræðingur. Loðdýraræktar- félögunum gefst kostur á að senda menn á námskeiðið, þó ekki fleiri en tíu að þessu sinni, en gert er ráð fyrir að félögin ráði þá til starfa að loknu námskeiðinu. Settar upp þrjár sæðingastöðvar Settar verða upp þrjár sæðinga- stöðvar, þ.e. stöðvar þar sem sæði verður tekið úr refunum, og verður ein á Hólum, önnur í Eyjafirði og Þrír blendingar, silfurbláir, á Gilá í Vatnsdal. MorgunblaðiA/HBj Blárefsyrðlingar. Bylting í kynbótastarfi og möguleikar opnast tU framleiðslu blendingsskinna f VETUR hefjast refasæðingar á íslensku loðdýrabúunum. Stefnt er að því að sæddar verði 2.000 læður á þessu fyrsta ári. Gera loðdýra- bændur sér vonir um að sæðingarnar skipti sköpum fyrir þá í kynbótastarf- inu og gefi þeim auknar tekjur raeð framleiðslu verðmætari skinna með blendingsræktun. Á vegum Sambands íslenskra loðdýraræktenda (SÍL) er starf- andi nefnd til að koma á sæðing- um. í henni eiga sæti: Ævarr Hjartarson ráðunautur á Akur- eyri, Gísli Pálsson bóndi á Hofi og Jón Ragnar Björnsson fram- kvæmdastjóri SÍL. Með nefndinni starfa dýralæknarnir Eggert Gunnarsson og Þorsteinn Olafs- son. Blaðamaður fékk eftirfarandi upplýsingar hjá Gísla og Eggerti: Skiptir sköpum í kyn- bótastarfinu Sæðingar hafa verið stundaðar á mörgum tegundum búfjár til kynbóta, og nægir að nefna naut- gripi í því sambandi. Með sæðing- um fæst betri stofn til undaneldis. Úrvals högnar nýtast mun betur en ella. Til dæmis nýtist högni á 4 læður að meðaltali með venju- legri pörun, en 50-75 læður með sæðingum. Refaræktin sem nú er stunduð hér á landi á sér stutta sögu en aukningin hefur verið gífurleg á þeim tíma. Upphaflegi refastofn- inn var tiltölulega lítill og hefur því orðið útþynning á verðmæt- ustu eiginleikum hans. Árið 1983 voru fluttir inn refir til blóðblönd- unar, m.a. blárefir, frá einu besta loðdýrabúi Noregs og hafa þau dýr reynst afburða góð. Verður sæði af þeim stofni einkum notað við sæðingarnar og með því móti komast eiginleikar dýranna eins hratt og mögulegt er í upphaflega refastofninn sem mikil nauðsyn er að bæta. Auknar tekjur meÖ blendingsrækt Refasæðingar hafa þá sérstöðu umfram sæðingar á öðru búfé, að með þeim má auðvelda mjög og flýta framleiðslu verðmætrar vöru, þ.e. blendingsskinna. Þessi afbrigði seljast á miklu hærra Refasæðingar að heíjast hjá íslenskum loðdýrabændum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.