Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 2
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 Talsverður fiskskortur á helztu mörkuðum okkar .'i'"1" \ y < 3 V ú » * /r*. ¦Mf * Á Fisksölufyrirtækin hafa um nokk- urt skeið ekki getað annað eftirspurn í helztu markaðslóndum okkar og er þar nú talsverður skortur i fiski. Á þetta bæði við frystan físk á Bandaríkjamarkaði og saltfisk fyrir Spín og Portúgal. Stafar þetta meðal annars af minna framboði annarra Borgarafundur um vatnskaup í Mosfellssveit: Forkaupsrétti á landi verði ekki afsalað fyrirfram A BORGARAFUNDI í Mosfellssveit í fyrrakvöld var samþykkt samhljóða ályktun þar sem lýst er stuðningi við áform hreppsnefndar um öflun neysluvatns fyrir sveitarfélagið en jafnframt er vísað £ bug hugmyndum um afsal forkaupsréttar á jörðum fyrirfram og breytingu á hreppamörk- um Mosfellshrepps og Reykjavíkur- borgar. Á fundinum voru rædd hugsanleg kaup Mosfellshrepps á köldu vatni frá Reykjavíkurborg. Sjálfstæðis- menn, sem eru í meirihluta hrepps- Samstarf al- mannavarna, björgunar- og hjálparsveita SAMNINGUR um björgunarsam- starf verður væntanlega undirritaður í dag. Að samningnum standa Al mannavarnir ríkisins, Slysavarnafé- lag íslands, Landssamband flug- björgunarsveita, Landssamband hjálparsveita skáta og Rauði kross íslands. Samkvæmt samningnum er Almannavörnum falin yfirstjórn á björgunaraðgerðum, þegar stórat- burðir verða, en síðan eru hverjum samtökum falin ákveðin verkefni. Þannig er Rauða krossinum ætlað að annast félagslega hjálp og fjöldahjálp, Slysavarnafélags- sveitum er ætlað að annast björg- unar- og ruðningsstörf, skátum að sjá um fyrstu hjálp og flugbjörg- unarsveitunum verndarstörf. Ef þörf krefur munu verkefni víxlast. í framhaldi af undirritun þessa samnings er gert ráð fyrir sameig- inlegri þjálfun liðsmanna þessara sveita ogfélaga á vegum Almanna- varna ríkisins. Sundlaugarnar í Laugardal: Ráðiðístöðu forstöðumanns BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að tillógu íþrótta- og tómstundaráðs að ráða Kristján Ögmundsson í stöðu forstöðumanns Sundlauga Reykjavík- ur í Laugardal. Alls sóttu sjö um stoðuna og samþykkti íþróttaráð með þremur atkvæðum að mæla með því við borgarráð að Kristjáni yrði veitt staðan. Aðrir sem atkvæði hluti voru Marteinn Kristinsson og Haukur Ottesen, sem fengu eitt atkvæði hvor. Borgarráð samþykkti ráðningu Kristjáns með þremur samhljóða atkvæðum. nefndar, höfðu samþykkt bókun þess efnis, að hreppurinn væri til- búinn að lýsa því yfir að hann neyti ekki forkaupsréttar á landi í suður- hlíðum Úlfarsfells, ef Reykjavíkur- borg vill kaupa landið. Sjá á bls. 37: Vilja kaupa vatn en ekki afsala forkaupsrétti i landi í suðurhlíöum Úlfarsfells. keppinauta okkaf. Fulltrúar fisksölu- fyrirtækjanna telja ekki vafa á því, að hægt hefði verið að selja mun meira en gert hefur verið af frystum físki og saltfíski, hefði nægiiegt magn verið til reiðu. Ennfremur er talið, að fiskskorturinn geti skaðað samkeppnisstöðu okkar á mörkuðun- um, þegar fram í sækir og framboð eykst að nýju frá keppinautunum. Friðrik Pálsson, framkvæmda- stjóri Sölusambands islenzkra fiskframleiðenda, sagði í samtali við Morgunblaðið, að enginn vafi væri á því, að hægt hefði verið að selja talsvert miklu meira af salt- fiski á þessu ári, hefði hráefni til vinnslunnar fengizt. Hins vegar myndum við líklega skrimta út árið og ekki verða fyrir skakkaföll- um af þessum sökum. Hann sagði orsök þessa vera þá, að á síðustu tveimur árum hefði afli helztu þorskveiðiþjóðanna minnkað og svo væri komið að nánast ekkert væri til af saltfiski, hvorki í fram- leiðslulöndunum né neyzlulöndun- um. Markaðirnir hefðu sjaldan eða aldrei verið jafn tómir og nú. Hér væri ekki um að kenna aukningu í útflutningi á ferskum fiski héðan nema að mjög litlu leyti. Hann sæi ekkert athugavert við slíkan út- flutning svo fremi, sem menn reiknuðu til fullnustu útkomuna af því og færu ef tir henni. Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar Sambandsins, sagði, að ekki væri vafí á því, að hægt hefði verið að selja meira af flestum fisktegund- um í Bandaríkjunum, hefðu þær fengizt hér heima. Hann sagði skort á þorskblokk verulegan svo og á ýsu, karfa og fleiri tegundum. Magnús Gústafsson, fram- kvæmdastjóri Coldwater í Banda- ríkjunum tók í sama streng og sagði það geta skipt tugum pró- senta, sem hægt hefði verið að selja meira af einstökum tegund- um. Fyrstu 9 mánuði ársins veiddust hér við land 265.617 lestir af þorski. 128.561 lest, 48,4%, fóru í frystingu, 116.918 eða 44% í söltun og 15.703 íestir voru fluttar ferskar utan eða 6% samkvæmt skýrslum Fiskifélags íslands. Sigurfari aft- ur til Grund- arfjarðar? HJÁLMAR Gunnarsson útgerðar- maður í Grundarfirði og fyrrum eig- andi togarans Sigurfara II, hyggst nú kanna hug Grundfirðinga til stofnun- ar hlutafélags til kaupa i togaranum. Hann er í eigu Fiskveiðasjóðs eftir nauðungaruppboð. Hjálmar sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann og fjöl- skylda hans hefði boðað til fundar til undirbúnings stofnunar hlutafé- lags, sem hefði það fyrst og fremst að markmiði sínu að kaupa togar- ann Sigurfara II af Fiskveiðasjóði. Fundurinn verður í samkomuhúsi staðarins klukkan 20.30 í kvðld. Karsten Andersen, Helga Hauksdóttir fíðluleikari og Staffan Scheja i æfíngu Sinfóníuhljómsveitar fslands í Hiskólabíói í gær. Morgunblaiift/Emilla Sinfóníuhljómsveitin hefur bætt verulega við sig — segir Karsten Andersen, sem stjórnar hljómsveitinni í kvöld „Það er alltaf sérstakt inægjuefni að koma hingað til íslands og hitta gömlu vinina, hvort sem það eru tónleikagestirnir eða nánir vinir. I þeim hópi sem ég hef sérstakar mætur i eru Arni Kristjinsson og frú Anna og svo að sjálfsögðu Jón Nordal tónskáld. Það spillir ekki inægjunni að fi nú Uekifæri til að flytja þetta frábæra tónverk Jóns, Concerto lirico, en að mfnu mati er það eitt helzta aðalsmerki Sinfóníuhljómsveit- ar íslands hvaö hún hefur ætíð sýnt vönduðum nútímaverkum mikinn ihuga," sagði Karsten Andersen hljómsveitarstjóri fri Noregi sem stjórn ar Sinfóníuhljómsveitinni i tónleikum í Hiskólabíói f kvöld er Morgun- blaðið hitti hann að máli í gærdag. Þi var hann nýkominn úr Krísuvík ásamt norskum sjónvarpsmönnum sem vinna að gerð dagskrir um hljóm- sveitarstjérann og störf hans, en i undanfornum irum hefur hann farið víða um lónd. „Það er vissulega tímabært að koma upp tónlistarhöll hér í Reykjavík. Það er ótrúlegt hvað það skiptir miklu máli að húsa- kostur sé í lagi þegar tónlistar- flutningur er annars vegar. Ég get nefnt sem dæmi þá breytingu sem varð á hljómsveitinni i Björgvin eftir að Grieg-salurinn þar í borg var tekinn í notkun fyrir nokkrum árum. Hljóm- sveitin tók algjörum stakka- skiptum, enda er það ekki að furða þegar þess er gætt að hljómburður í góðu húsi virkar eins og stuðningur fyrir hljóm- listarmennina á meðan lélegt hús gerir ekki annað en að gleypa þá tóna sem hljóðfærin senda frá sér. Annars tek ég eftir því núna að síðan ég var hér síðast fyrir fjórum eða fimm árum hefur Sinfóníuhljómsveit íslands bætt verulega við sig. Hún er jafnbetri, ef svo má segja, enda hefur fjöldi nýrra og ágætra tón- listarmanna komið til liðs við hljómsveitina á þessum tíma," sagði Karsten Andersen. Að undanförnu hefur hann stjórnað á tónleikum á Englandi og í Tyrklandi. Innan tíðar fer hann á ný til Tyrklands þar sem hann hefur stjórnað sinfóníuhljóm- sveitinni í Ankara. Til Tyrklands lá leið hans upphaflega með þeim hætti að Norðmenn og Tyrkir gerðu með sér samning um samvinnu á sviði menningar- mála og var liður í þeirri sam- vinnu að Karsten Andersen stjórnaði hljómsveitinni í Ank- ara um tíma. Þar líkaði honum svo vel að framhald varð á starfi hans þar. Einleikari á sinfóníutónleik- unum I kvold er sænski píanó- leikarinn Staffan Seheja. Hann þótti á sínum tíma vera undra- barn og kom fyrst fram opin- berlega er hann var fjórtán ára að aldri. Síðan hefur leið hans legið víða. Hann er nú búsettur í New York, auk þess sem hann á enn heimili í Stokkhólmi, en alla jafna er hann á látlausum ferðalögum um heiminn. „Héðan fer ég til Stokkhólms og eftir stutta viðdvöl þar til Japans og Víetnam þar sem ég kem fram á tónleikum í Hanoi. Enn er ég ekki orðinn þreyttur á ferðalögum en vissulega hefur þetta flökkulíf konsertpíanistans sína galla. Ég er nú að koma frá því að æfa mig í Háskólabíói og þar til tónleikarnir hefjast annað kvöld er þaö helzta viðfangsef nið að koma sér í form og fá jafnvægi í þá röskun sem ávallt hlýzt af langflugi og tímamismun. Það er sannarlega skemmtilegt fyrir mig að koma hingað. Eg hef nefnilega ekki leikið hér á íslandi fyrr en einn helzti kosturinn við flökkulífið er sá að tækif æri gef st til að kynnast nýju fólki og skoða sig um í veröldinni," sagði Staff- an Scheja að lokum. Á efnisskránni á sinfóníutón- leikunum í kvöld er sem fyrr segir Concerto lirico eftir Jón Nordal, en auk þess f jórði píanó- konsert Beethovens og fjórða sinfónía Tsjaíkovskís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.