Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 64
TIL DAGtfGRA NOTA FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Starfsfólki Hafskips sagt upp fyrir helgi l)alsá, leiguskipi Hafskips, hefur verió snúiö frá Bandaríkjunum til Evrópu. Eigendur skipsins kröfðust þess að Dalsá færi ekki inn til hafnar í New York, nema tryggt væri að hún yrði ekki kyrrsett, en engin slík trygging fékkst. Dalsá siglir því til Evrópu á ný, án þess að fara inn til bandarískrar hafnar. Skuldir Hafskips þar vestra eru nú um 40 milljónir króna. Skaftá er enn kyrrsett í Antwerpen og þar var myndin hér fyrir neðan tekin í gær. AP/símamynd Sautján ára piltur lést í geysihörðum árekstri SAUTJÁN ára piltur beið bana í geysihörðum árekstri á Vestur- landsvegi laust fyrir klukkan fjög- ur í gær. Pilturinn ók fólksbifreið, sem skall harkalega á langferðabif- reið. Fimm manns úr langferðabif- reiðinni voru fluttir í slysadeild Borgarspítalans; fjórir farþegar og ökumaður. Meiðsl farþeganna reyndust ekki alvarleg, en ökumað- urinn var enn í slysadeild í gær- kvöldi. Hann er ekki alvarlega slasaður. Ekki er hægt að skýra frá nafni hins látna að svo stöddu. Pilturinn var einn í Cortina- bifreið á Vesturlandsvegi á leið til Reykjavíkur. Til móts við Keldnaholt lenti bifreið hans framan á langferðabifreiðinni, sem ekið var áleiðis til Mosfells- sveitar, og mun pilturinn hafa látist samstundis. Við höggið missti ökumaður langferðabif- reiðarinnar stjórn á bifreið sinni og hafnaði hún á hitaveitustokki utan vegar. Fólksbifreiðin gjöreyðilagðist við áreksturinn og langferðabif- reiðin er stórskemmd. Tildrög slyssins eru ekki að fullu kunn, en engin hálka var á veginum. Slysarannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík biður þá, sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu, vinsamlega að gefa sig fram. Jafnframt eru farþegar í langferðabifreiðinni vinsamlega beðnir að hafa samband við lög- regluna. HAFSKIP hf. mun nú fyrir mánaðamótin segja upp öllum starfsmönnum sínum, eitthvað á þríðja hundrað manns. Þetta upplýsti Jón G. Zoega, lög- fræðingur Hafskips og einn stjórnarmanna íslenzka skipafélagsins. Hann sagði jafnframt að eins margir starfsmannanna og mögulegt væri yrðu endurráðnir hjá íslenzka skipafélaginu. „Hafskip hf. segir að sjálfsögðu öllu sinu starfsfólki upp nú fyrir mánaðmótin," sagði Jón, „en það er svo spurning hversu marga íslenzka skipafélagið ræður aftur. Vonandi sem flesta, svo fremi sem " félagið fær að lifa.“ Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær, er Skaftá, eitt skipa íslenzka skipafélagsins, enn í Antwerpen, vegna kröfu um kyrr- setningu. Útvegsbankinn neitaði beiðni félagsins um bankaábyrgð fyrir 21 milljón króna skuld í Ántwerpen, og þvi er skipið þar enn. Jón sagði í gærkveldi að það væri ekki rétt aö bankinn hefði neitað um ábyrgð, heldur væri ^ svars bankans enn beðið. Einn bankastjóri Útvegsbankans stað- festi i samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkveldi að bankinn hefði neitað þessari beiðni í fyrradag, og ekkert benti til þess að breyting yrði á þessari afstöðu bankans. íslenzka skipafélagið tilkynnti í síðustu viku að félagið stefndi að þvi að auka hlutafé sitt í 200 millj- ónir, en engar upplýsingar for- svarsmanna félagsins hafa fengist um það hversu mikið af hlutafjár- loforðum hafi borist. Jón sagðist í gær ekki vita hvernig gengi, en taldi að vel miðaði. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Út- vegsbankanum hafi heldur engar upplýsingar borist um það hversu mikið af hlutafjárloforðum hefði safnast. íslenzka skipafélagið hef- ur frest fram yfir miðjan desem- bermánuð til þess að gera banka- stjórn Útvegsbankans grein fyrir því hvernig félagið hugsar sér að yfirtaka skuldir Hafskips. Fallist bankinn á hugmyndir félagsins getur það starfað áfram, ella verð- Tilboð í Víð- ishúsið í Kópavogi FORMLEGT tilboð hefur borist í húseign Tésmiðjunnar Víðis hf. við Smiðjuveg í Kópavogi. Samkvæmt heimildum Mogunblaðsins á þar í hlut stuðningsmannafélag íþróttafé- lagsins Vals, og mun hugmyndin vera að setja þar á fót íþrótta- og líkamsræktarmiðstöð. Að sögn Gunnars Helga Háfdánarsonar, for- manns stjórnar fyrirtækisins, hefur tilboðinu verið tekið með fyrirvara um samþykki veðhafa í húsinu. Hús- eign Tésmiðjunnar Víðis við Smiðju- • -^veg er 7000-8000 fermetrar að stærð, og er brunabótamat þess í kringum UOmilljónir króna. Trésmiðjan Víðir hefur átt við greiðsluörðugleika að stríða frá því í sumar og var fyrirtækinu veitt greiðslustöðvun þann 23. ágúst sl. Hún rennur út 23. desember nk. Strokufanginn fundinn > FANGINN af Litla Hrauni, sem strauk af tannlæknastofu í Reykja- vík í byrjun mánaðarins, var hand- tekinn í íbúð í Reykjavík í gær. Lýst var eftir honum í fjölmiðl- um, en þrátt fyrir ítrekaða leit tókst ekki að hafa upp á honum fyrr en í gærmorgun. A þriðjudag voru lögreglumenn fikniefnadeild- — ar lögreglunnar beðnir að leita mannsins og leiddi eftirgrennslan þeirra til handtökunnar. ur að rifta þeim samningi sem Hafskip og fslenzka skipafélagið gerðu með sér. Jón sagði að verið væri að reyna að semja þannig við lánadrottna, að Hafskip verði ekki gjaldþrota. Það væri ljóst að lánadrottnar þyrftu að gefa eitthvað eftir af sínum kröfum, en ef allir gerðu það, og dæmið gengi upp, þá yrði Hafskip ekki gjaldþrota. Engir fundir hafa verið með stjórnendum Eimskips og Útvegs- bankans síðan sl. mánudag, og í gærkveldi hafði nýr fundur ekki verið ákveðinn. Fastlega er búist við að til úrslita dragi á einn eða annan veg í þessu máli áður en þessari viku er lokið. Sjá bls. 51: Starfsmenn Hafskips á fund borgarstjóra og þingmanna. Morgunblaðið/Júlíus Cortina-bifreiðin gjöreyðilagðist við áreksturinn. Á inn- felldu myndinni er langferðabifreiðin sem hafnaði utan vegar á hitaveitustokki. Mosfellssveit: m Ný skulda- bréfaútgáfa SÍS fyrir hundrað milljónir kr SALA hefst í öllum afgreiðslum Landsbanka íslands nk. mánudag á nýjum fyrirtækjaskuldabréfum sem bankinn býður út fyrir Samvinnusjóð íslands en með Samband ísl. sam- vinnufélaga sem skuldara. Er þetta stærsta skuldabréfaútboð íslensks fyrirtækis til þessa, því að fjárhæð þess er alls 100 milljónir króna. Ávöxtunarkrafa þessara bréfa er lægri en á fyrri fyrirtækjabréfum eða rétt innan 10% en á móti kemur endursölutrygging Lands- bankans sem felur í sér að bankinn skuldbindur sig til að sjá um sölu bréfanna á markaðsverði hlið- stæðra skuldabréfa eigi síðar en mánuði eftir að sölubeiðni berst. Skuldabréfin eru að fjárhæð 10 þúsund, 50 þúsund og 100 úsund krónur og eru ýmist til 3ja eða 5 ára. Áður hefur einungis verið unnt aö kaupa 100 þúsund bréf í hliðstæðum útgáfum hjá Lands- bankanum og þau ekki verið til sölu í almennum afgreiðslum bankans eins og nú verður. Sjá: „100 millj. kr. skuldabréfaút- boð Sambandsins" á B1 Þrjár sölur ÞRJÚ íslenzk ilskiskip seldu afla sinn erlendis á miðvikudag. Fengu þau þokkalegt verð fyrir hann, 51 til 56 krónur í Bretlandi og 38 krónur í Þýzkalandi að meðaltali fyrír hvert kfló. Aðalvík KE seldi 86,4 lestir, mest karfa í Cuxhaven. Heildar- verð var 3.300.100 krónur, meðal- verð 38,18. Kambaröst SU seldi 125,2 lestir, mest þorsk og ýsu í Hull. Heildarverð var 7.039.000 krónur, meðalverð 56,24. Loks seldi Rauðinúpur ÞH 112,7 lestir í Grimsby. Heildarverð var 5.779.500 krónur, meðalverð 51,27.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.