Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 Allar skoðanir skal endurmeta iHttgtmÞlfifeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstrætí 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 35 kr. eintakið. 95 % styðja sjálfseign íbúðarhúsnæðis Mikill meirihluti ungs fólks, það er fólks á aldr- inum 18—29 ára, styður sjálfs- eignarstefnu í húsnæðismálum. Þetta kemur ótvírætt fram í könnun sem Félagsvísindadeild Háskóla íslands vann á síðast- liðnu sumri að tilhlutan Hús- næðisstofnunar ríkisins og fé- lagsmálaráðuneytis. Tæplega 95% aðspurðra taldi þann kost beztan að búa í eigin húsnæði. Þessi var önnur meginniður- staða könnunarinnar. Hin var sú að 82% þátttakenda í könn- uninni vóru hlynntir skyldu- sparnaði. Nálægt fimmtíu þúsund ís- lendingar eru á aldrinum 18— 29 ára. Spurningalistar vóru sendir til eitt þúsund einstakl- inga á þessum aldri. Þetta var gott úrtak eða af sömu stærð- argráðu og yfir höfuð er notað til að kanna skoðun þjóðarinn- ar sem heildar á ýmsum mál- efnum. Niðurstöður eru því ótvíræðar. Afstaða ungs fólks til skyldu- sparnaðar vekur og athygli. Hún byggist efalítið á gjör- breyttum aðstæðum húsbyggj- enda frá því sem var á tímum verðbólgu og lítt verðtryggðra lána. Ungt fólk gerir sér grein fyrir því, í vaxandi mæli, að sparnaður og eiginfjármyndun er nauðsynlegur undanfari fjárfestingar í eigin húsnæði. Þessvegna er það hlynnt skyldusparnaði. Þessvegna var sú stefna rétt, sem tekin var á síðast liðnu þingi með nýjum lögum um húsnæðissparnaðar- reikninga. Nú getur ungt fólk og aðrir, sem hyggja á byggingu eða kaup íbúðarhúsnæðis, skot- ið hluta tekna sinna, sem það bindur á húsnæðissparnaðar- reikningi, undan skatti. Þetta er jákvætt dæmi um beitingu skattaákvæðis sem hagstjórn- artækis. Vandi ungra húsbyggjenda í dag, sem vissulega er ærinn, á um flest rætur í efnahagsstjórn á árunum 1978-1983. Á þessum árum var húsnæðislánakerfið svipt helzta tekjustofni sínum, launaskatti. Á þessum árum var því gert að rísa undir skuld- bindingum sínum með lánum á verulega verri kjörum en útlán þess stóðu til. Þetta er meginor- sök þess að húsnæðislánakerfið hrundi og hefur ekki staðið fyllilega undir skuldbindingum sínum síðan, þrátt fyrir sí- hækkandi fjárlagaframlög. Á þessum árum var lánskjaravísi- talan tekin upp og efnt til þess misgengis launa og lánskjara, sem mestur styrr hefur staðið um. Á þessum árum fóru ráð- herrar Alþýðubandalags með húsnæðismál og ríkisfjármál. Það situr sízt á þeim stjórn- málaflokki, sem hannaði vandamálið og skilaði því full- sköpuðu í fang þjóðarinnar, að afneita afkvæminu, enda ætt- arsvipur þess skýr. Núverandi ríkisstjórn hefur hinsvegar ekki tekizt að ná húsnæðislánaþættinum upp úr öldudal forvera síns — í erfiðri stöðu þjóðarbúsins. Mál hafa síður en svo þróazt sjálfseign- arstefnunni í vil, þó hún njóti yfirgnæfandi stuðnings ungs fólks í landinu, samanber til- vitnaða könnun Félagsvísinda- deildar Háskóla íslands. Það er því meir en tímabært að staldra við, endurmeta stöðuna í húsnæðismálum ungs fólks og setja fram skýr markmið til næstu framtíðar. Hið opinbera húsnæðislána- kerfi verður fyrst og fremst að styðja þá, sem eru að eignast húsnæði í fyrsta sinn. Reglur um lánskjör, vexti, afborganir og lánstíma þurfa að taka mið að því að greiðsluþoli lánþega verði ekki ofboðið, en jafnframt að fjárstreymi í Byggingarsjóð verði í samræmi við fyrir- greiðslu hans til nýrra árganga ungs fólks, sem sækir um lán til fyrstu kaupa á húsnæði. Sérstakt átak þarf að gera í byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða og fatlaða. Leiguíbúðir á að byggja á vegum sveitarfélaga, náms- mannastofnana og einkaaðila, sem vilja á eigin ábyrgð byggja og leigja slíkar íbúðir. Könnun sú á vilja og afstöðu ungs fólks, sem hér er vitnað til, er svo afgerandi, að hún hlýtur að hafa áhrif á stefnu- mörkun stjórnvalda í hús- næðismálum til næstu framtíð- ar. Það væri út í hött ef félags- málaráðuneyti og Húsnæðis- stofnun ríkisins efndu til skoð- anakönnunar af þessu tagi til þess eins að sniðganga niður- stöðurnar, það er yfirgnæfandi meirihlutavilja hlutaðeigandi. Vilji hins unga fólks stendur til þess öryggis og sjálfstæðis sem fylgir því að búa í eigin húsnæði. Þessi vilji er raunar hluti af íslendingseðlinu. Sjálfseignarstefna í hús- næðismálum hefur átt undir högg að sækja gengin ár — og á raunar enn. Mál er að linni. Opinber lánastefna á að miðast við þetta viðhorf. Búa verður þannig að húsnæðislánakerfinu að það geti sem bezt stuðlað að því markmiði, sem ungir íslendingar hafa svo afgerandi sett sér í skoðanakönnun Hús- næðisstofnunar ríkisins og fé- lagsmálaráðuneytis. — eftir Svanhildi Halldórsdóttur Að hafa það sem sannara reynist Nú hefur verið ákveðið að endur- taka atkvæðagreiðslu félaga í Kennarasambandi íslands um úr- sögn úr BSRB. Þetta „kennara- inál“, ég kýs að nota það orð innan gæsalappa, er svo vaxið að fá mál sem upp hafa komið innan BSRB frá því ég hóf þar störf 1980, hafa valdið mér meiri vonbrigðum, sársauka og undrun en umræðan um úrgönguna, aðdragandi at- kvæðagreiðslu á sl. vori, úrslit og eftirmálar allir. í 5 ár hefi ég setið sem ritari á samninganefndarfundum BSRB og talið skyldu mína að sofna aldrei á verðinum. Fundargerðir eru margar til og langar sem vitna má til. Þarna hafa fulltrúar kenn- ara ætíð verið meðal þeirra sem leitt hafa umræðuna og mótað tillögur. ósjaldan er setið meðan tiltekin ágreiningsmál eru rædd og jöfnuð og sér enginn eftir sér í því efni, því á mestu veltur að fram nái hið hagkvæmasta fyrir heildina, kennara sem aðra félags- menn. Ein höfuðröksemd talsmanna þeirra, sem vilja úrgöngu Kenn- arasambandsins úr BSRB, er að ekki sé á rödd kennara hlustað, þegar fjallað er um kaup og kjör í aðalkjarasamninganefnd BSRB. Fyrir þá sem hafa vilja það sem sannara reynist, verður blaðað í 19 fundargerðum samninganefnd- ar BSRB frá 23/7 ’84 til loka samninga 30. október 1984. í samninganefnd BSRB, sem jafnan er kölluð „60 manna nefnd- in“, sátu 66 fulltrúar haustið 1984. Það voru 40 ríkisstarfsmenn, þ.m.t. formaður samninganefndarinnar Kristján Thorlacius, formaður BSRB, og varaformaður Haraldur Steinþórsson, þáverandi 2. vara- formaður BSRB. Fulltrúar bæjar- starfsmannafélaganna voru 26, þ.m.t. Albert Kristinsson, 1. vara- formaður BSRB og formaður Bæjarstarfsmannaráðs. A þessum 19 fundum, sem stóðu allt frá. 1 klst. til rúmlega 33 klst., sem var lokalotan, tóku fulltrúar 440 sinnum til máls, þar af kennar- ar 167 sinnum. Fulltrúar Kennara- sambandsins eru 8 að tölu, en í samantekt þessari taldi ég Harald Steinþórsson með kennurum þar sem hann var fulltrúi þeirra í stjórn BSRB. Á fyrsta fundi nefndarinnar 23. júlí ’84 var kosin 10 manna við- ræðunefnd, nokkurs konar undir- nefnd „60 manna nefndar". Nefnd þessa skipuðu Kristján Thorlacius formaður BSRB, Haraldur Stein- þórsson 2. varaformaður, Albert Kristinsson 1. varaformaður, Ein- ar Ólafsson formaður Starfs- mannafélags ríkisstofnana, Ragn- hildur Guðmundsdóttir formaður Fél. ísl. símamanna, Þorgeir Ingvason formaður Póstmannafé- lags fslands, Tómas Jónsson for- maður Landssambands lögreglu- manna, Sigþrúður Ingimundar- dóttir formaður Hjúkrunarfélags íslands, Haraldur Hannesson for- maður Starfsmannafélags Revkja- víkurborgar og Guðmundur Árna- son varaformaður Kennarasam- bandsins. Síðustu daga samninga- lotunnar, eða eftir 26. okt. sat Valgeir Gestsson formaður Kf í hans stað í 10 manna nefndinni. Kröfugerð samþykkt samhljóða Kröfugerð var samþykkt sam- hljóða á 1. fundi samninganefndar. Hún var svohljóðandi: „1. Föst mánaðarlaun skv. gr. 1.1.1 hækki frá 1. sept. 1984 um 30%. 2. Laun hækki um 5% 1. jan. ’85. 3. Vaktaálag verði miðað við efsta þrep 16. lfl. skv. grein 1.6.1 gildandi samnings. 4. Lögum um kjarasamninga BSRB verði breytt þannig að bandalagsfélögin fái fullan samnings- og verkfallsrétt um öll atriði samninga." Á fundinum voru fulltrúar ein- huga um að ná samstöðu og áttu kennarar ekki minnstan þátt í þeirri niðurstöðu sem náðist, ásamt formanni samninganefnd- ar. Áberandi var samhugur og baráttuandi fólksins, enda lang- þreytt á sívaxandi dýrtíð og kjara- skerðingu. Þetta var einkennandi fyrir andann í „60 manna nefnd- inni“ til 30. okt. er 26 daga löngu og ströngu verkfalli opinberra starfsmanna lauk með samning- um. Fulltrúar Kennarasambandsins voru sem aðrir mjög málefnalegir og tillögugóðir. Þeir hafa verið leiðandi afl í samningagerð og framarlega í öllu tilliti við hlið forystu BSRB í samninganefnd þau 5 ár sem ég hef átt þess kost að fylgjast með málum. Tillögur KÍ samþykktar Hvað varðar tillögur kennara- fulltrúanna á þessum 19 fundum þá var aðeins 1 felld. Það var til- laga frá Valgeiri Gestssyni for- manni KÍ á 18. fundi 27/10 ’84, þar sem hann vildi láta fella niður orðin „ef ástæða þykir til“, úr 6. lið gagntilboðs BSRB til samninga- nefndar, en hann hljóðaði svo: „Samþykkt að fresta um sinn við- ræðum um uppsagnarákvæði á samningstímabilinu. Jafnframt áskilur BSRB sér rétt til að taka á ný upp kröfu um kaupmáttar- tryggingu ef ástæða þykir til.“ A 11. fundi 17. október var til umræðu eitt af gagntilboðum BSRB til samninganefndar ríkis- ins. Annar liður þess leit svona út: „2. Hækkun launa 1. september uml2%.“ Valgeir Gestsson kom með til- lögu um að 12% yrðu 20%. Hjúkr- unarfræðingar fluttu breytingart- illögu um 15% í stað 12%. Valgeir tók þá til máls og sagðist draga til baka 20% breytingartillöguna, sagði hana „sprengjuboð** og styddi tillögu hjúkrunarfræðinga. Á 18. fundi nefndarinnar 27. okt. átaldi Haukur Helgason for- ystumenn samninganefndar fyrir að tillaga, sem hann flutti á 17. fundi 26.10. um ákveðnar leiðir til að tryggja kaupmátt launa, hefði ekki fengið þingskapalega með- ferð, en fundi hafði verið frestað án þess að hún væri borin upp. Var hann ósamþykkur því að til- lögunni var vísað til 10 manna nefndar án afgreiðslu fyrst í „60 manna nefndinni". Þetta er það sem hægt væri að telja að kennarafulltrúarnir hefðu ekki fram af sínum tillögum, sem eins og áður er getið voru margar og góðar. Halldór sagði það, að 82% fólks á aldrinum 18—29 ára styðji skyldusparnaðinn, ekki koma á óvart, „vegna þess að ég hef víða orðið var við að ungt fólk telji skyldusparnaðinn góðan varasjóð, en á'hinn bóginn verður skyidu- sparnaður að skoðast í ljósi þess að það er æ algengara að ungt fólk stofni heimili fyrr en áður og margir þurfa á þessum skyldu- sparnaði að halda vegna náms- kostnaðar. En ég hygg að flestir vildu halda þessu fé á vöxtum i húsnæðisstofnun ef þeir gætu. Líka vegna þess að honum fylgja veruleg skattfríðindi, sem er fund- ið fé,“ sagði Halldór Blöndal. Jón Baídvin Hannibalssonsagðist ekki trúa því að niðurstöður könn- unarinnar um húsaleigu væru rétt- Halldór Blöndal um húsnæðismálin: Kemur ekki á óvart, hv ir fylgja sjálfseignarste HÚSNÆÐISKÖNNUN sem gerð var meðal fólks á aldrinum 18—29 ára var kynnt á mánudag eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. Nokkrir athyglisverðir þættir komu fram í könnuninni, t.d. hve húsaleiga reyndist lág, hve margir styðja sjálfseignarstefnuna í húsnæðismálum og einnig hve fólk er fylgjandi skyldusparnaði í þágu húsnæðismála. Morgunblaðið leitaði álits Halldórs Blöndal, Sjálfstæðisflokki, og Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins, á þessum atriðum. „Það kemur mér á óvart að húsa- leiga skuli ekki vera hærri. En ég er mjög ánægður og tel að þessar upplýsingar séu mjög jákvæðar vegna þess að þær dragi úr hækk- un á húsaleigu," sagði Halldór Blöndal. „Mér kemur hins vegar ekki á óvart að 95% fólksins skuli styðja sjálfseignarstefnuna. Þetta er í samræmi við það sem ég hef haldið fram, þrásinnis, bæði á Alþingi, í fréttaviðtölum og greinum. Ég hef alltaf sagt að auðvitað velja menn frekar að eiga íbúðina heldur en að borga jafnmikið eða meira fyrir að taka hana á leigu, hvort sem það er með búseturétti eða öðru vísi. Þetta staðfestir að stefna Sjálfstæðisflokksins er í samræmi við meirihlutavilja landsmanna og veldur því auðvitað að við munum fylgja okkar sjónarmiði fastar eftir en áður og vera okkur hvatn- ing til að reyna að finna fé til að koma meira á móts við þá, sem eru að eignast sína fyrstu íbúð, en gert hefur verið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.