Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR28. NÓVEMBER1985 Verðlaun veitt í hugmyndasam- keppni um nýja stúdentagarða VERÐLAUN í hugmyndasamkeppni, æm fram fór á vegum Félagsstofnun- ar stúdenta um nýja stúdentagarða, voru veitt á föstudaginn. Tuttugu og ein tillaga barst, en fyrirhugað er að reisa nýju stúdentagarðana á lóð stofnunarinnar í útjaðri háskóla- svaeðisin.s við Suðurgötu. Fyrstu verðlaun í samkeppninni hlutu þeir Guðmundur Gunnlaugs- son arkitekt og Pétur Jónsson landslagsarkitekt. Samstarfsmenn þeirra voru Ragnar Birgisson, Ivan S. Cilia arkitekt og Steinþór Ein- arsson skrúðgarðyrkjumaður. Fyrstu verðlaun voru 450.000 krónur og önnur verðlaun, sem voru 250.000 krónur, hlutu þær Albína Thordarson og Guðfinna Thordarson. Þriðju verðlaun, 200.000 krónur, hlaut Guömundur Jónsson í samstarfi við Sigurð Halldórsson. Aðstoðarmenn þeirra voru Per Chr. Holter, Arnfríður Sigurðardóttir og Gro Vig. Félagsstofnun stúdenta á og rekur stúdentagarðana Gamla Garð, Nýja Garð og Hjónagarða. Á síðustu 50 árum hafa aðeins verið byggðar 55 íbúðir fyrir stúd- enta við Háskóla íslands. „Á sama tímabili hefur fjöldi Háskólastúd- enta tífaldast og er nú um 4.300 manns. Um það bil 2.000 þeirra eru í sambúð og búa á almennum leigu- markaði. Búast má því við að námsmenn búi í annarri hverri leiguíbúð í Reykjavík," sagði Ár- sæll Harðarson, framkvæmda- stjóri Félagsstofnunar stúdenta, m.a. við opnun sýningar í Odda, húsi hugvísindadeildar HÍ, á til- lögum í keppninni, en sýningin stendur til 28. nóvember. Fyrirhugað er að hefja fram- kvæmdir við 150 stúdentaíbúðir í vor og verður að öllum líkindum fyrir valinu tillagan sem hlaut fyrstu verðlaun, að sögn Finns Ingólfssonar, formanns stjórnar Félagsstofnunar stúdenta. „Ekkí hefur verið hægt að byggja nýja Varðveisla ogefling felenskrar tungu Menntamálaráöherra boöar til ráöstefnu um varoveislu og eflingu íslenskrar tungu, sunnudag- inn 1. desember nk. Ráöstefnan veröur haldin í Þjóöleikhúsinu og hefst kl. 14.00. Allir þeir sem vilja stuöla aö varoveislu og eflingu tungunnar eru velkomnir meöan húsrúm leyf ir. Fyrstu verðlaun hhitu þeir Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt og Pétur Jónsson landslagsarkitekt Samstarfsmenn þeirra voru Ragnar Birgisson, Ivan S. Cilia og Steinþór Einarsson. Bergsteinn Gizurarson, formaður dóm nefndar, afhendir Guðmundi 1. verðlaun, áví.sun upp á 450.000 krónur. stúdentagarða, síðan hjónagarð- arnir voru teknir í notkun árið 1974, vegna fjárskorts. En nú ætlar Byggingasjóður verkamanna að lána allt að 80% byggingarkostn- aðar. Þau 20%, sem eftir eru, kemur í hlut stúdenta sjálfra að fjármagna og hefur m.a. verið stofnaður sérstakur Byggingar- sjóður stúdenta þar sem safnast hafa tvær milljónir nú. Áætlað er að bygging stúdentagarðanna nemi 200 milljónum króna." Dómnefnd skipuðu: Bergsteinn Gizurarson verkfræðingur, Tryggvi Agnarsson lögfræðingur og Þorsteinn Húnbogason við- skiptafræðinemi, skipaðir af Fé- lagsstofnun stúdenta; Egill Guð- mundsson arkitekt og Vífill Magn- ússon, skipaðir af Arkitektafélagi íslands. Trúnaðarmaður dóm- nefndar var Þórhallur Þórhallsson framkvæmdastjóri og ritari dóm- nefndar var Ársæll Harðarson rekstrarhagfræðingur. miðborginni_____ ¦^i Það er Ijúft að borða á ^—- Borginni Á NÝJA MATSEDLINUM OKKAR ERU NOKKRIR NÝIR FREISTANDI RÉTTIR &&." Heilsteikt lambafille m/villikryddsósu. Pönnusteikt kjúklingabringa meb hrísgrjónum og súrsætri sósu. Gufusoðin smálúöa með möndlusósu. Auk þess minnum við á seðil dagsíns sem avallt kemur þaegilega á óvart. m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.