Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 51 Starfsmenn Hafskips á fund borgarstjóra og þingmanna NOKKRIR starfsmenn Hafskips gengu í gær i fund Davíðs Oddsson- ar borgarstjóra og heimsóttu þing- menn í Alþingishúsinu til að rsða um stöðu mála hjá Hafskipi. „1 sjálfu sér kom ekkert áþreif- anlegt út úr þessum viðræðum okkar við borgarstjóra og þing- menn, en við vildum árétta það sem átti að vera tiigangur fundar- ins á mánudaginn, að starfsmenn Hafskips væru mjög uggandi um framtíð sína,“ sagði Valur Páll Þórðarson, formaður starfs- mannafélags Hafskips. „Við bent- um þeim á, að þvi lengur sem það er dregið að finna lausn á þessu máli, því erfiðara verður það. Hér er atvinna rúmlega 300 manna í húfi og afkoma um 1.200, svo okkur þykir eðlilegt að kjörnir fulltrúar almennings í Reykjavík taki ein- hvern þátt í að leysa þennan vanda. Því ef þetta „batterí" verð- ur leyst upp hefur það ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir stóran hluta starfsfólksins," sagði Valur Páll Þórðarson. Stjórn félags íslenzkra námsmanna. Fremri röð frá vinstri: Jón Helgason, María Ágústsdóttir og Gunnar Guðmundsson. Aftari röð: Birna Baldurs- dóttir og Jón Valdimarsson. Mikill kraftur í Félagi ís- lenzkra námsmanna í Höfn Jónshúsi, 12. nóvember. Félag íslenzkra námsmanna í Kaupmannahöfn hélt aðalfund sinn 24. október sl. Var hann fjölsóttur og urðu miklar umræður á fundinum, einkum um lagabreytingar. Guðni Gíslason og Gunnar Kristjánsson lögðu fram tillögur um lagabreyting- ar, en þeir höfðu verið kosnir til þess af síðasta aðalfundi félagsins. Voru tillögur þeirra samþykktar með nokkrum breytingum. Mikill kraftur hefur verið í fé- lagsstarfi Námsmannafélagsins undanfarið ár. Hefur stjórnin séð um hinar föstu samkomur, svo sem 1. des.-hátíð, Þorláksblót, árshátíð og nú síðast stóð hún fyrir mjög vel heppnuðu Rússagildi í Jóns- húsi, þar sem íslenzka danshljóm- sveitin í Kaupmannahöfn lék við frábærar undirtektir samkomu- gesta. Þá fær FÍNK oft vísinda- menn, sem dvelja í fræðimanns- íbúðinni til að flytja erindi í félags- heimilinu og verður það nú Guð- mundur Pétursson læknir, sem mun ræða um hæggengar veiru- sýkingar, svo sem visnu, riðu, mæðiveiki og AIDS annað kvöld. — Félagið styður við bakið á ís- lenzku íþróttafélögunum hér og stuðlar að jazzkvöldunum og fleiri félagslegum þáttum með fjárfram- lögum. Nýlega stóð Námsmannafélagið ásamt íslendingafélaginu fyrir gagngerum og langþráðum endur- bótum á sameiginlegri skrifstofu félaganna í Jónshúsi. Voru keypt ný húsgögn og festi FlNK kaup á tölvu með væntanlega þátttöku SÍDS (Félags íslendinga á Norð- urlöndum) og íslendingafélagsins í huga, enda tölvan hugsuð til út- gáfustarfsemi allra aðilanna. Blaðið Þórhildur kom oft svo seint út til félagsmanna að dagskrárat- Líklega sú langbesta RAFBORG SF. Rauðarárstíg 1, sími 91-11141. riði voru liðin tíð, og reyndist einnig mjög dýrt í prentun, svo að nú hefur Nýr Hafnarpóstur hafið göngu sína og er blaðið sett hér á skrifstofunni og unnið í tölvunni. Þrír stjórnarmenn Náms- mannafélagsins gáfu ekki kost á sér til endurkjörs á aðalfundinum, Ásdís Auðunsdóttir, Gunnar Snæ- lundur Ingimarsson og Hallur Kristjánsson og voru Birna Bald- ursdóttir, Gunnar Guðmundsson og María Ágústsdóttir kosin í þeirra stað. Er stjórnin því þannig skipuð: Jón Helgason formaður, Jón Valdimarsson gjaldkeri, Birna Baldursdóttir ritari, Gunnar Guð- mundsson spjaldskrárritari og María Ágústsdóttir meðstjórn- andi. Fulltrúi FÍNK í hússtjórn Jóns- húss er áfram Gunnlaugur Júlíus- son og til vara Gunnar Kristjáns- son. I félagsheimilisnefnd sitja áfram Guðmundur Ingólfsson og Jón Iijgi Guðmundsson, en aðal- fulltrúi í svæðisstjórn SÍDS verður Gunnar Snælundur Ingimarsson, er Pétur Gunnarsson hættir um næstu áramót, og Guðni Gislason er varamaður. Þá er Gunnar Guðmundsson fulltrúi félagsins hjá SÍNE og í stjórn sögusjóðs eru Gunnlaugur Júlíusson og Jón Helgason. Á sameiginlegum fundi stjórna beggja íslenzku félaganna og rit- nefndar Nýs Hafnarpósts sl. mánudag var rætt um framtíð blaðsins og fjárframlög til út- gáfunnar.. Þá var ákveðið að skipu- leggja næsta starfsár með tilliti til aukins samstarfs allra aðila. Stjórn FlNK hefur ákveðið að bjóða skemmtikrafti frá Islandi að koma fram á hátíðarsamkom- unni 30. nóv. í Jónshúsi, en ekki er enn ákveðið, hver það verður. — Þykir sýnt að annað athafnasamt starfsár fer nú í hönd hjá félaginu. G.L.Asg. optibelt Rexnord Vönduð vara og þjónusta Þaó erokkar sérgrein di Reimskífur í fíestum stœröum. SACHS Höggdeyfar fjölbreytt úrval í evrópskar og japanskar bifreiöar. Asþétti í flestar teg- undir biíreiöa og véla FAG 75 ára reynsla í fram - leiöslu ákúlu ogrúllu- legum @iinllfiiiQ©imlláQQ Viftureimar. véla- reimar og kambás reimar TIMKEN Keilulegur heims þekkt gœöavara. ItlD Urval af leguhúsum. precision Hjöruliöskrossar Amerísk gæöavara. ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, S: 84670 PABSi JMMiVJ £R PtíVNÍ, iy\AMWA HAVN5 9R TEÍKfAISLoKK oo 5'7'ALFUR °LÍ PRlp.gAIVl . rei)<|AÍiAGr BLA5I . i Ný plata un Dla væntanleg S Hverri plötu og snældu JR fylgir textablað og líka Ih myndabók um Óla triswi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.