Morgunblaðið - 28.11.1985, Page 51

Morgunblaðið - 28.11.1985, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 51 Starfsmenn Hafskips á fund borgarstjóra og þingmanna NOKKRIR starfsmenn Hafskips gengu í gær i fund Davíðs Oddsson- ar borgarstjóra og heimsóttu þing- menn í Alþingishúsinu til að rsða um stöðu mála hjá Hafskipi. „1 sjálfu sér kom ekkert áþreif- anlegt út úr þessum viðræðum okkar við borgarstjóra og þing- menn, en við vildum árétta það sem átti að vera tiigangur fundar- ins á mánudaginn, að starfsmenn Hafskips væru mjög uggandi um framtíð sína,“ sagði Valur Páll Þórðarson, formaður starfs- mannafélags Hafskips. „Við bent- um þeim á, að þvi lengur sem það er dregið að finna lausn á þessu máli, því erfiðara verður það. Hér er atvinna rúmlega 300 manna í húfi og afkoma um 1.200, svo okkur þykir eðlilegt að kjörnir fulltrúar almennings í Reykjavík taki ein- hvern þátt í að leysa þennan vanda. Því ef þetta „batterí" verð- ur leyst upp hefur það ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir stóran hluta starfsfólksins," sagði Valur Páll Þórðarson. Stjórn félags íslenzkra námsmanna. Fremri röð frá vinstri: Jón Helgason, María Ágústsdóttir og Gunnar Guðmundsson. Aftari röð: Birna Baldurs- dóttir og Jón Valdimarsson. Mikill kraftur í Félagi ís- lenzkra námsmanna í Höfn Jónshúsi, 12. nóvember. Félag íslenzkra námsmanna í Kaupmannahöfn hélt aðalfund sinn 24. október sl. Var hann fjölsóttur og urðu miklar umræður á fundinum, einkum um lagabreytingar. Guðni Gíslason og Gunnar Kristjánsson lögðu fram tillögur um lagabreyting- ar, en þeir höfðu verið kosnir til þess af síðasta aðalfundi félagsins. Voru tillögur þeirra samþykktar með nokkrum breytingum. Mikill kraftur hefur verið í fé- lagsstarfi Námsmannafélagsins undanfarið ár. Hefur stjórnin séð um hinar föstu samkomur, svo sem 1. des.-hátíð, Þorláksblót, árshátíð og nú síðast stóð hún fyrir mjög vel heppnuðu Rússagildi í Jóns- húsi, þar sem íslenzka danshljóm- sveitin í Kaupmannahöfn lék við frábærar undirtektir samkomu- gesta. Þá fær FÍNK oft vísinda- menn, sem dvelja í fræðimanns- íbúðinni til að flytja erindi í félags- heimilinu og verður það nú Guð- mundur Pétursson læknir, sem mun ræða um hæggengar veiru- sýkingar, svo sem visnu, riðu, mæðiveiki og AIDS annað kvöld. — Félagið styður við bakið á ís- lenzku íþróttafélögunum hér og stuðlar að jazzkvöldunum og fleiri félagslegum þáttum með fjárfram- lögum. Nýlega stóð Námsmannafélagið ásamt íslendingafélaginu fyrir gagngerum og langþráðum endur- bótum á sameiginlegri skrifstofu félaganna í Jónshúsi. Voru keypt ný húsgögn og festi FlNK kaup á tölvu með væntanlega þátttöku SÍDS (Félags íslendinga á Norð- urlöndum) og íslendingafélagsins í huga, enda tölvan hugsuð til út- gáfustarfsemi allra aðilanna. Blaðið Þórhildur kom oft svo seint út til félagsmanna að dagskrárat- Líklega sú langbesta RAFBORG SF. Rauðarárstíg 1, sími 91-11141. riði voru liðin tíð, og reyndist einnig mjög dýrt í prentun, svo að nú hefur Nýr Hafnarpóstur hafið göngu sína og er blaðið sett hér á skrifstofunni og unnið í tölvunni. Þrír stjórnarmenn Náms- mannafélagsins gáfu ekki kost á sér til endurkjörs á aðalfundinum, Ásdís Auðunsdóttir, Gunnar Snæ- lundur Ingimarsson og Hallur Kristjánsson og voru Birna Bald- ursdóttir, Gunnar Guðmundsson og María Ágústsdóttir kosin í þeirra stað. Er stjórnin því þannig skipuð: Jón Helgason formaður, Jón Valdimarsson gjaldkeri, Birna Baldursdóttir ritari, Gunnar Guð- mundsson spjaldskrárritari og María Ágústsdóttir meðstjórn- andi. Fulltrúi FÍNK í hússtjórn Jóns- húss er áfram Gunnlaugur Júlíus- son og til vara Gunnar Kristjáns- son. I félagsheimilisnefnd sitja áfram Guðmundur Ingólfsson og Jón Iijgi Guðmundsson, en aðal- fulltrúi í svæðisstjórn SÍDS verður Gunnar Snælundur Ingimarsson, er Pétur Gunnarsson hættir um næstu áramót, og Guðni Gislason er varamaður. Þá er Gunnar Guðmundsson fulltrúi félagsins hjá SÍNE og í stjórn sögusjóðs eru Gunnlaugur Júlíusson og Jón Helgason. Á sameiginlegum fundi stjórna beggja íslenzku félaganna og rit- nefndar Nýs Hafnarpósts sl. mánudag var rætt um framtíð blaðsins og fjárframlög til út- gáfunnar.. Þá var ákveðið að skipu- leggja næsta starfsár með tilliti til aukins samstarfs allra aðila. Stjórn FlNK hefur ákveðið að bjóða skemmtikrafti frá Islandi að koma fram á hátíðarsamkom- unni 30. nóv. í Jónshúsi, en ekki er enn ákveðið, hver það verður. — Þykir sýnt að annað athafnasamt starfsár fer nú í hönd hjá félaginu. G.L.Asg. optibelt Rexnord Vönduð vara og þjónusta Þaó erokkar sérgrein di Reimskífur í fíestum stœröum. SACHS Höggdeyfar fjölbreytt úrval í evrópskar og japanskar bifreiöar. Asþétti í flestar teg- undir biíreiöa og véla FAG 75 ára reynsla í fram - leiöslu ákúlu ogrúllu- legum @iinllfiiiQ©imlláQQ Viftureimar. véla- reimar og kambás reimar TIMKEN Keilulegur heims þekkt gœöavara. ItlD Urval af leguhúsum. precision Hjöruliöskrossar Amerísk gæöavara. ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, S: 84670 PABSi JMMiVJ £R PtíVNÍ, iy\AMWA HAVN5 9R TEÍKfAISLoKK oo 5'7'ALFUR °LÍ PRlp.gAIVl . rei)<|AÍiAGr BLA5I . i Ný plata un Dla væntanleg S Hverri plötu og snældu JR fylgir textablað og líka Ih myndabók um Óla triswi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.