Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 43 Stförnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Gott ár Hér verður fjallað um næsta ár fyrir Sporðdreka- merkið. Það sem fer hér á eftir er sterkast hjá þeim sem eru dæmigerðir Sporðdrekar. Margt annað getur síðan komið til greina enda er hver maður samsettur úr mörgum merkjum. Annað atriði er nauðsynlegt að hafa í huga. Stjörnuspekin fjallar um þá orku sem er í gangi í lífi okkar, við höfum vilja til að bregðast vel eða illa við. Okkar er hvernig við ræktum garðinn. Álag Sporðdrekar hafa verið undir álagi undanfarin tvö og hálft ár. Þeir hafa þurft að takast á við samdrátt, lífsork- an hefur minnkað og lífið reynst þyngra en vanalega. Þeir hafa orðið að takast á við ábyrgð og mikla vinnu. Þurft að beita sig sjálfsaga og hafa lífið í föstum skorð- um. Hjá mörgum hefur verið spurning um að endurskipu- leggja líf sitt og koma á nýrri reglu. Þessu hafa fylgt margs konar hindranir og tafir. Á hinn bóginn hafa margir Sporðdrekar afkastað miklu á þessu tímabili. Létt framundan Um miðjan nóvember fór Satúrnus inn í Bogmanns- merkið og þá lauk framan- greindu og álagið minnkaði. Næsta ár verður frjálsara og að öllu leyti léttara. Sporð- drekar ættu jafnframt að hafa aukið svigrúm fyrir sjálfasig. Uppgjör Fyrir þá Sporðdreka sem fæddir eru á bilinu 27. októ- ber til 1. nóvember getur næsta ár hins vegar verið krefjandi. Um ákveðið upp- gjör og endalok verður að ræða í lífi þeirra. Þeir þurfa að gera upp fortíðina, hreinsa það burt sem ekki þjónar lengur tilgangi. Þetta getur verið sársaukafullt en gefur jafnframt kost á þroska og sjálfsþekkingu. Þessi staða er vegna Plútó á Sól. Þensla Fyrir Sporðdreka sem fæddir eru í nóvember verður sterk þensla í gangi fram í febrúar. Því fylgir eirðarleysi og þörf til að víkka sjóndeild- arhringinn, þörf fyrir hreyf- ingu og frelsi í daglegu lífi. Almennt má búast við nýjum tækifærum, hressileika og aukinni bjartsýni. Þetta er vegna Júpíter á Sól. Kraftur í janúar 1986 ætti lífsorkan að vera sterk og Sporðdrekar venju fremur kraftmiklir og athafnasamir. Mars fer þá í gegnum Sporðdrekamerkið. Orkujafnvœgi Frá apríl og út september 1986 er gott jafnvægi milli lífsorku Sporðdrekans og orkunnar í umhverfinu. Því ættu Sporðdrekar ekki að mæta mikilli mótspyrnu frá umhverfinu og eiga auðvelt með að beita sér. Mars mynd- ar þá hagstæða afstöðu frá Steingeitarmerkinu. í heild bendir flest til að dæmigerðir Sporðdrekar eigi rólegt og frekar létt ár fram- undan. PA -/rrc/ X-9 BRIDS Umsjón:Guöm. Páll Arnarson í undankeppni HM í kvenna- flokki í Brasilíu kærðu banda- rísku konurnar stöllur sínar frá Taiwan fyrir illa útfyllt kerfiskort, sem þær töldu að hefði leitt þær á villigötur í þessu spili. LJOSKA Norður ♦ KG108 ♦ ÁK1043 ♦ ÁK52 ♦ - Vestur ♦ Á4 V96 ♦ DG64 ♦ ÁDG103 Austur ♦ 6 V D8752 ♦ 97 ♦ 98542 Suður ♦ D97532 VG ♦ 1083 ♦ K76 Vestur Norður Austur Suður - - pass 1 tíþfllll 2 tíglar Pass 4 spaðar Pass 4 Rrönd Pass 5 lauf Pass 6 spaðar Allir pass Tveggja tígla sögn norðurs var afbrigði af Michaels-kröfu, sem sýnir oftast tvílita hönd. En konurnar frá Taiwan not- uðu sögnina til að sýna hálitina við láglitaopnun. Það kom hins vegar ekki skýrt fram á kerfis- kortinu, og því valdi banda- ríska konan í vestur að spila út laufás. Eftir þá byrjun er spilið auðvitað hrein handavinna. Sú bandaríska í vestur vildi meina að ef hún hefði vitað um tromplengdina í norður hefðu hún valið að spila út spaðaás og meiri spaða. Það er hægt að vinna spilið þrátt fyrir þá byrjun með kastþröng á vestur í tígli og laufi, sem gengur raunar sjálfkrafa þeg- ar í ljós kemur að hjartað brotnar ekki. Þrátt fyrir það úrskurðaði keppnisstjóri að spilið færi einn niður. Þeim dómi var auðvitað áfrýjað til dómnefnd- ar, sem ógilti dóm keppnis- stjóra og lét spilið standa. Það hefur sennilega verið gert á tveimur forsendum: I fyrsta lagi vegna þess að spilið er óhnekkjandi með bestu spila- mennsku, þrátt fyrir spaðann út; og í öðru lagi er laufásút- spilið mjög heimskulegt eftir að norður hefur spurt um ása, fengið engan, en farið samt í slemmu. Hún hlýtur því að vera með eyðu í laufi. t iaiiuTiir 1111111 — FERDINAND Þú ættir að skrifa meira um Skrifa um þjáningar hennar. ástina... Skrifa eitthvað sem lýsir sárs- Árans! aukanum yfir glataðri ást. reglulega af ölmm fjöldanum! c"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.