Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 4
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR28. NÖVEMBER 1986 Boöin þátttaka í sam- sýningu norræna skopteiknara GÍSLA J. Ástþórssyni blaðamanni hefur verið boðið að taka þátt í ár- legri sýningu „Humorbiennalen", sem haldin er í Fredrikstad í Noregi, dagana 29. nóvember til 22. desem- ber na'stkomandi. Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem Islendingi er boðið að vera með, en upphaflega voru það nokkrir teiknarar í Fredrikstad sem tóku sig saman fyrir nokkrum árum og sýndu myndir sínar. I ár er teikn- urum frá hinum Norðurlöndunum boðið að vera með og munu 46 lista- menn taka þátt í sýningunni. „Mér fannst skemmtilegt að fá þetta boð og sló kannski einkan- lega til vegna þess að ég átti í fór- um mínum um tuttugu, þrjátíu myndír, sem ég hef verið að dunda við mér til skemmtunar," sagði Gísli. „Þar af voru fáeinar sem mér fannst koma til greina að senda." — Fer Sigga Vigga til Noregs? „Nei, þessar myndir eru að því leyti ólíkar myndunum, sem birt- ast eftir mig í Morgunblaðinu, svo sem eins og „Þankastrikið", að þær fjalla um tilveruna svona almennt en ekki liðandi stund. Það er því frekar von til þess að boðskapur- inn höfði til annarra en íslendinga. Sigga Vigga fer þess vegna ekki til Noregs, það verður önnur kona, að vísu talsvert lík henni, sem þangað fer." — Eru skopteiknarar lista- menn? „Það er svona upp og ofan, en Gísli J. Ástþórsson blaðamaður. margir hafa náð langt sem slíkir erlendis. Það er ákveðin list að geta komið hárbeittu háði til skila á réttan hátt, því eins og allir vita þá fylgir öllu gamni nokkur al- vara." Heiðursgestur sýningarinnar er finnska skáldið og teiknarinn Tove Jansson, sem sýnir rúmlega tutt- ugu myndír, meðal annars af hin- um kunnu Múmínálfum. Þá mun danski teiknarinn Piet Hein verða við opnun sýningarinnar. Morgunblaoio/Árni Sœberg Björgun afþilfari œfð á nýjuþyrlunni AHAFNIR nýju þyrlu Landhelgis- geslunnar, TF SIF, eru þessa dagana að þjálfa sig í björgunar- störfum eftir rúmlega þriggja min- aða hlé. í gænnorgun æfðu þyrlu- flugmenn og skipverjar á varðskip- inu Tý björgun manna af þilfari. Fyrirhugað var að halda aðra slíka æfingu fyrir hádegi í dag. Benóný Ásgrímsson, einn af flugmönnum þyrlunnar, sagði að nýja þyrlan léti mjög vel að stjórn og væri sérlega vel búin tækjum. „Þetta er stökkbreyting frá því sem áður var og eykur mjög möguleika þyrlunnar til ýmissa biörgunarstarfa," sagði Benóný. I þyrlunni er sérstök myndavél sem nemur hitamis- mun, sem gæti komið að góðum notum við leit að mönnum í gúm- bát til dæmis. Einnig er í henni viðbótareldsneytistánkur, sem eykur flugþol vélarinnar úr rúm- um þremur tímum í rúma fjóra; kerfi til að losa eldsneyti, og ennfremur svokallaður „Hover Doppler", sem er búnaður sem gerir það kleift að halda þyrlunni kyrri án utanaðkomandi viðmið- unar. í dag er væntanlegur til lands- ins sérfræðingur frá Svíþjóð til að kenna áhöfnum þyrlunnar að fullnýta tækjakostinn. Kaupstefnan h.f.: Reist verði nýtt skauta- og sýningarhús í Laugardal KAUPSTEFNAN í Reykjavík hf. hefur í samráoi vift Skautafélag Reykja- vfkur gert könnun á kostnaði við að reisa hús við hlið Laugardalshallar, sem mætti nýta til íþróttaiðkana og sýningarhalds. Hefur Kaupstefnan sent borgarráði bréf þar sem hugmynd þessi er kynnt og hefur málinu verið vísao til fþróttaráðs og byggingardeildar. í greinargerð Kaupstefnunnar ennfremur fram, að engin aðstaða kemur meðal annars fram, að gert sé ráð fyrir að húsið verði alls 4.176 fermetrar og kosti um það bil 59 milljónir króna uppkomið. Gert er ráð fyrir að húsið verði einfalt í sniði og falli að þeim íþróttmann- virkjum sem þegar eru fyrir í Laugardal. í bréfi Kaupstefnunnar kemur sé nú fyrir skautaíþróttina í Reykjavík, eftir að Melavöllurinn var lagður niður. Það sé því von viðkomandi, að borgarráð sjái sér hag í að veita fjármunum til Skauta- og sýningarhallar á fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar, sem nú er í smíðum, með það fyrir augum að húsið verði tilbúið til notkunar vorið 1987. Kaupstefnan bendir á, að síðast- liðin 30 ár hafi félagið staðið fyrir sýningarhaldi, sem undanfarin ár hafi verið haldnar í Laugardals- höll. Fjórum sinnum hafi orðið að reisa viðbyggingu við Laugardals- höll vegna skorts á rými, með ærnum tilkostnaði. Þá er enn- fremur bent á, að auk þess að þjóna skautaíþróttum og sýningarhaldi myndi slíkt hús auðveldlega geta þjónað sem ráðstefnu- og sam- komuhús. Háholt í Hafnarfirði: Tvö Kjarvalsmálverk bætast víð sýninguna A SUNNUDAGINN lýkur afmælis- sýningunni „Meistarí Kjarval 100 ára" í Háholti í Hafnarfírði, en hátt Formaður FUF í Reykjavík: Steingrímur hefur ekki tekið á innanhússvanda flokksins — og þingmennirnir brugðist í að halda framsóknarstefnunni á lofti FARISTEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra ekki „ali snarlega að koma eiginlegum framsóknarmálum" í gegnum ríkisstjórnina án þess að þau beri merki helhandar Sjilfstæðisflokksins, þá er þess stutt að bíða að Framsóknarflokknum verði fórnað fyrir núverandi ríkisstjórn. Þetta og fleira í svipuðum dúr segir Hallur Magnússon, formað- ur Félags ungra framsóknar- manna í Reykjavík, í grein sem birtist á leiðaraopnu NT í gær. Hallur gagnrýnir þar þingmenn Framsóknarflokksins fyrir að hafa „brugðist i því að halda málum framsóknarstefnunnar á lofti" og segir að Steingrímur Hermannsson veiti forystu rikis- stjórn, sem ekki sé eiginlegfram- sóknarstjórn. „Þ6 ég styðji ekki núverandi ríkisstjórn, þá styð ég Steingrím Hermannsson sem formann flokksins — ennþá," segir Hallur í grein sinni. „Ég tel Steingrím þann mann hæ- fastan til að taka á þeim vanda- málum, er við blasa. En því miður eru ýmis teikn á lofti, sem gætu orðið til þess að ég yrði að endurskoða þá af stöðu mína." Auk þess að hafa ekki komið framsóknarmálum í gegn í ríkis- stjórninni, heldur Hallur síðan áfram, þá hefur Steingrímur Hermannsson „ekki tekið á inn- anhússvandamálum flokksins af þeirri ábyrgð og festu, sem ég hélt að einkenndu hann. Rétt- mætri gagnrýni SUF og annarra svarar hann með því að setja út á starf SUF. Sú gagnrýni hans er réttmæt en afsakar ekki brotalamir í flokksstarfinu. Einn glæpur réttlætir ekki annan." t þriðja lagi ásakar oddviti ungra framsóknarmanna í Reykjavík flokksformanninn fyrir að koma „í bak samherja sinna. Fyrst með opinberri gagn- rýni á kvótakerfi Halldórs As- grímssonar, sem er einn ljósasti punkturinn í dag. Þar er tekið á vandamáli sjávarútvegsins með jafnvægi byggðarlaga í huga auk þess sem komandi kynslóðum eru tryggð verðmæti til velferðar. Þar finnst mér Steingrímur hugsa um of um atkvæði sín frá eigingjörnum Vestfirðingum, sem hugsa ekki um heildina. Auk þess gagnrýnir hann starf Páls á Höllustöðum í þágu norræns samstarfs að ósekju. Ef Steingrímur heldur ofan- greindri iðju sinni áfram og tekur ekki mark á gagnrýni flokksmanna sinna, þá get ég ekki stutt hann í starfi. En von- andi er hann sá yfirvegaði og sanngjarni flokksmaður, sem ég hef hingað til talið hann," segir formaður Félags ungra fram- sóknarmanna í grein sinni. f átta þúsund manns hafa skoðað þessa merku malverkasýningu. Tvær myndir hafa bæst á sýn- inguna, sem Þorvaldur Guðmunds- son, forstjóri í Síld og fisk, hefur eignast eftir að hún opnaði. Bæði málverkin eru frá því um 1920 og eru gullfalleg verk meistara Kjarvals. Annað málverkið ber heitið Skúta og sól. Hitt málverkið heitir Kirkjuferð, en það verk gaf listmálarinn vinkonu sinni í jóla- gjöf fyrir u.þ.b. 60 árum. Báðar myndirnar hafa alla tið verið í einkaeign og aldrei verið sýndar opinberlega áður. (FrétUtilkynning fri Hábolti.) Silfurrefírnir leystir úr sóttkví SILFURRKFIRNIR í sóttkvfarbúinu á Hofi í Vatnsdal hafa verið leystir úr einangrun þeirri sem þeir hafa verið í síðan þeir voru fluttir til landsins áríð 1983. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu barst með þeim sjúkdómur, svokallaður eyrna- maur, og voru þeir þess vegna svona lengi í sottkvínni. Nú hefur hins vegar tekist að losa þá við sjúk- dóminn og aflétti yfirdýralæknir þá banni við dreifingu þeirra um landið. Siifurrefirnir eru í eigu 17 bænda úti um land allt og munu þeir sækja dýrin að Hofi á föstudag og mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.