Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 Kveðjuorð: Einar Guðfinns- son, Bolungarvík Fæddur 17. maí 1898 Dáinn 29. október 1985 Það er sjónarsviptir að jafn gjörvilegri höfðingskempu í litlu sjávarþorpi og Einar Guðfinsson óneitanlega var. Hann var grund- völlur allrar undirstöðu athafna- og mannlífs þessa staðar í tugi ára. Á tilveru hans reis þetta fræga v fiskiþorp upp úr aldanna auðn upp í ljósgeisla fegurð þeirrar stór- brotnu uppbyggingar sem nú skartar þar fögru mannlífi á öllum sviðum tækni og velferðar í þeim mæli sem best þekkist á landi hér og þótt víðar væri leitað. Þessi kempa, Einar Guðfinns- son, lifði þar alla sína tíð sem vinur og samherji fólksins í allri þess baráttu frá örsnauðum árabáta- tíma til þess upplýsta samfélags sem fyrir löngu hefur hætt að ryðja grjóti úr vörum Bolvíkinga og baka undir báta sína til að koma þeim á flot á myrkum vetrarnátt- um í norðan sveljandanum í það að geta nú keyrt fegurstu fleyum ^ nútíma sjóskipa beint úr traust- ustu lífhöfn heimabyggðar sinnar. Þessi okkar sterkasti hlynur sem gróðursetti tilveru sína fyrir meir en 60 árum í þessu aldna fiski- þorpi, einni brimasömustu verstöð á landi hér, skilur nú eftir sig fagurgrænan skóg með þeim skrúða ávaxta, sem í fjármunum til að engin getur metið, en þeim mun miklu verðmætari til framtíð- ar þeim gjörvu höndum, sem allra þeirra ávaxta njóta mega í fram- ‘ vindu tilveru sinnar og tíma, sem þarna hafa búið sér skjól og at- hafnaerfðir hlotnast í vöggugjöf frá fornum frægðarfeðrum og mæðrum. Þeirrar lífsfyllingar naut Einar, að sameina krafta þorpsbúa, með sér að vinna að því setta marki, að mannlíf allt mætti þar þróast í takt við tímans rás, og það há- leita mark sér setja að ekki yrði þar lífinu lifað á léttvægari ham- ingjunótum en með því besta sem gerðist á landi hér. Margar ham- ingjulegar stundir átti hann í huga sér um árangur þessara athafna sinna. En þó sem dökkir skýja- bólstrar skyggðu á alla útsýn á köflum og munu þeir dekkstir í sál hans og vitund greipst hafa, þá þau þyngstu spor hann ganga mátti til að tilkynna slysatilfelli aðstandendum þeim er þar áttu hlut að máli. Það var því ekki allur hans ævistíll einn dans á rósum. Hann barðist við það einnig árum saman með þrautseigju og þolgæði að Víkin hans færi ekki hreint í eyði en þar munaði stundum mjóu. Svo varð raunin á um nyrsta hluta þessa landskjálka. Það var sem sé ekkert upp á að bjóða í því tilliti sem eftir var sótt, þá fólkið streymdi frá landsbyggðinni til hinna suðlægu heima og vissi ég að oft hafði hann áhyggjur af því. Það var kjarkur og dugur þessa manns sem stóð eins og klettur úr hafinu mót öllu því ölduróti hugar- fars fólksins um flutninga að öðr- um ströndum þessa lands. Að þessum gerðum stóðu með honum hinir sterku stofnar, sem ætt fram af ætt áttu enga hugsjón háleitari í huga sér en að þrauka og sigra og með tilveru tímans í fangi sér að settu marki, að flýja hvergi af hólmi í baráttunni til betra lífs. Það var tekið eftir Einari Guð- finnssyni hvar sem hann fór. Hann var jafn virðulegur berhöfðaður við flatningsborðið í bláum nan- kinsgallanum með hlífðarsvunt- una framan á sér, sem flibba- klæddur í sparifötunum. Það fylgdi honum ávallt sá sjarmi að bera með sér höfðingshátt og glæsileika og það var ekki hægt annað en bera virðingu fyrir þess- um manni. Það kom jafnvel af sjálfu sér og svo djúptæk áhrif hafði hann á þá sem með honum gengu um lífsstigu þessa virðulega þorps, að alls staðar ávann sér kærleika og hylli. Hafi ég lofað því þá stendur það, sagði hin aldna kempa Jónas Þorvarðsson á Bakka í Hnífsdal. Þar voru þeir tónar á sömu hörpu slegnir hjá Einari Guðfinssyni og Jónasi á Bakka. Ef hann hafði lofað hlut þá gat hann allt eins staðið upp frá miðri máltíð til þess að efna það, og lét aldrei ónæði þar um aftra sér. Hann lifði sig inn í meðvitund fólksins með hjálpsemi sinni og trausti. Að segja nokkrum manni nei við greiðabeiðni var svo frábitið vit- und hans og tilveru, að aldrei hefði getað borið það böl í huga sér, enda náði traust hans svo út um landsbyggð alla að nákvæmlega var sama hvar skip hans komu að landi, öll þeirra fyrirgreiðsla var uppfyllt orðalaust út á nafn Einars Guðfinnssonar. Hann var aðgætinn nostursmað- ur í öllu dagfari sínu, og sólundaði ekki fjármunum út í óskeikulleik- ann, en tók þó oftast djarflegar áhættuaðgerðir sem oftast lánuð- ust giftusamlega en áföllin urðu hins vegar ekki flúin svo sem ávallt vænta má í slíku umfangi sem hann yfir réði. Hann var því stund- um sem bláfátækur öreigi en þess á milli sem vel efna fyrirtæki. En allt það sem við sig gat losað og þá er betur gekk var jafnan af hans háleita hugarfari sett í að uppbyggja fyrirtæki sitt til þess vegar og fullkomnunar sem það nú er, þá hann nú kveður þetta kærleikans samfélag sitt. Ekki verður með sanni sagt að Einar Guðfinnsson hafi verið drottnari sinnar byggðar. Miklu frekar var hann samvinnumaður lengst af um útgerð sína þar til umfangið varð svo stórt í krónum talið, að engum almúganum varð fært að spinna þann þráð sem til þurfti að leggja, en þó var fram- þróunin jafnan í félagslegri þróun, þótt í öðru formi í framvindu tímans væri því annað nafn gefið. En hvar sem hann fór leyndi sér ekki að sú mesta sigurganga á lífsbraut hans varð er hann gekk í hið heilaga hjónaband með sinni ástríku eiginkonu Elísabetu Hjaltadóttur. Slíkur förunautur varð honum alla daga gegnum öll sín ár. Það einstæða veganesti sem tilvera hans og umsvif byggðust öll á að sú einstaka sæmdarkona gerði garð hans svo frægan að eftir var tekið. Var hennar þrek og göfuglyndi sem henni var af guði gefið svo að einstakt mátti telja í öllu hennar dagfari og margsl- ungnu störfum. Þar var ekki munur gerður hvort að garði bar blásnauðan einstæðinginn eða flibbaklæddan höfðingjann. Umönnun, kærleikur og viðmót, allt ljúft og blítt, einkenndi þessa indæliskonu svo að hver einasti maður fór frá hennar dyrum sælli en þá er hann þangað kom og lifði sem bjartur geisli í minningunni um allar ókomnar stundir. Þá var ekki síður hans mikla barnalán farsæll geisli á vegferð þessa höfðingja, sem varð svo burðarstólpi í starfi og vexti þessa umfangsmikla fyrirtækis strax og aldur og viska mátti þeim það innsýn veita sem til þurfti því umfangi að sinna, sem ávallt lá til reiðu úr að leysa á óteljandi svið- um. Það er eins og hálfgert tómarúm hvíli nú yfir Víkinni og það er eins og djúp lotning og þögul kyrrð umljúki huga fólksins. Hvítur snjófölvinn liggur yfir tígullega Víkurhyrnuna, um Víkurbotninn að rótm þorpsins. Það er eins og árstíðaskiptin séu að minna á hin mannlegu þáttaskil einnig í tilveru tímans. Það er ekki auðfyllt í það skarð sem nú hefur orðið í mann- vali Bolvíkinga. En þar eru þó sterkir kvistir út af komnir þeim mikilhæfa meiði sem gróðursetti alla sína tilveru og margslungnu starfsemi fyrir 60 árum. Þeir eru nú sterkir stofnar orðnir til góðra verka þekktir, og mun sú ósk flestra að svo megi þeim vel farn- ast föðurbraut að ganga, að veg- lega renni sú starfsemi brautina áfram sem þessi atorkudrengur lagði þeim eftir að feta. Ég vil að endingu þakka þessum látna höfðingja alla liðsemd, öll okkar ágætu kynni og elskuleg samskipti í tugi ára og votta öllum ættingjum hans og venslafólki dýpstu samúð. En að endingu þetta: Lífsins aldni elsku vinur, kærleiks allra sterki hlynur. Sofðu rótt í engla armi, og sæll, í þínum Drottins faðmi. Jens í Kaldalóni 15005 29122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.