Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 st 13 Kammertónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Þriðju tónleikar Kammermús- íkklúbbsins voru haldnir í Bú- staðakirkju og voru flutt þar verk eftir Haydn, Bartok og Schubert. Flytjendur voru Guðný Guðmundsdóttir, Sean Bradley, John Robert Gibbons, Carmel Russill, en auk þess lék Gunnar Kvaran með í „cello- kvintett" eftir Schubert. Tónleik- arnir hófust á Keisarakvartett- inum eftir Haydn, elskulegu og fallegu verki, sem býsna erfitt er þó að leika. „Tandurhreinn" tónstíll Haydns er ákaflega við- kvæmur og þolir illa feilnótur og því þarf að leika hann með miklum glæsibrag. Nokkuð vant- aði á að svo væri í þetta skipti og er ástæðulaust að elta ólar frekar við það. Bartok-kvartett- inn nr. 2 er sérkennileg tónsmíð og eiginlega er miðþátturinn há- punktur hennar, en siðasti kaflinn er eins og bæn eða hinsta „kvöldversið". Margt var mjög vel leikið í þessum skemmtilega, frumstæða og allt að þvi hrana- lega miðþætti. Lokakaflann hefði mátt pipra ögn með meiri dulúð. Síðasta verkið á tónleikunum var „cellokvintettinn" í C-dúr, op. 163, eftir Schubert. Þetta ægi- fagra verk samdi Schubert nokkrum vikum fyrir dauða sinn, þá orðinn mjög veikur. Nokkra strófur eru sérlega áhrifamiklar og þrungnar, eins hvernig láfiðl- an og cellóið leika saman í þrí- undum og sexundum í fyrsta kaflanum, en þar náðu þeir fal- lega saman Gunnar Kvaran og John Robert Gibbons. í hæga kaflanum notar Schubert mjög mikið „stakkato", en það truflaði undirritaðan hversu Carmel Russill lék þetta viðkvæma stakkato á köflum allt of sterkt. Með því að halda þessum sárs- aukafulla „effekt" aðeins niðri, þar sem ritað er „pp" eða jafnvel „ppp", verða áhrif hans margföld er sársaukinn loks kemur upp á yfirborðið, enda fær hann þá svar í fyrstu fiðlu. Miðraddirnar mynda eins konar skil milli hins dulda og þess sem upp úr stend- ur. B-hluti þessa þáttar er harm- ljóð, sem flutt er af 1. celló og 1. fiðlu, en djúpt undir býr kvölin og í útfærslu annars cellista voru „þríólurnar" of sterkar og á köfl- um of tónmiklar. Harmljóðið hefði og mátt vera ofurlítið þyngra i 1. celló, jafnvel svo að einleikurinn væri cellós- ins, en litunin fiðlunnar. Reynd- ar mætti fjalla um þetta verk á svo marga vegu en engin ein túlk- unaraðferð er annarri betri. Eitt er þó víst, að að baki tónlistar Schuberts býr annað og meira en teknískur leikur. Hann á til sérkennilegar einræður og trú- lega hefur varla nokkur lista- maður lifað undarlegri einsemd í verkum sínum en Schubert, sem kemur oft fram í því hvernig hann með tvíraddaðri fléttun radda eins og talar við sjálfan sig, fremur en hann sé að tala til hlustenda og einnig, hvernig honum týnist tíminn í langdvöl- um einveru sinnar. Allt um þetta, þegar á heildina er litið var mjög margt fallega gert í verki Schuberts, þó undir- ritaður hafi saknað að nokkru hins „póetíska" í þessum undar- lega sorgaróð deyjandi snillings. Tónlistarhátíð í Fríkirkjunni Tónleikar til styrktar orgel- sjóði Fríkirkjunnar hafa nokkrir verið haldnir undanfarna lauga- daga, og nú síðast fluttu Gunnar Björnsson og Ágústa Ágústs- dóttir, við undirleik Pavel Smid, bæði innlend og erlend tónverk. Fyrsta verkið á efnisskránni var Sónata nr. 5 eftir Vivaldi. Gunn- ar Björnsson er ágætur cellóleik- ari en hefur þann hátt á, að leika þá kafla sem hraðir eiga að vera, einum of hægt. Þetta kom eigin- lega ekki að sök fyrr en í síðasta kaflanum en þar var leikur Gunnars heldur ekki í góðu jafn- vægi. Ágústa Ágústsdóttir söng þrjú íslensk lög, Maríuvers, eftir Karl 0. Runólfsson, Ave María, eftir Sigvalda Kaldalóns, og Gratias agimus tibi, eftir Sigurð Þórðarson. Ágústa hefur góða náttúrurödd, hefur á síðari árum sótt sér tilsögn og þjálfun og hefur söngur hennar tekið tölu- verðum breytingum til hins betra. Þriðja atriðið var ein- leikssvíta nr. þrjú, eftir J.S. Bach og er auðheyrt, að Gunnar hefur lagt sig eftir meistara Bach, þó enn haldi hann hröðu þáttunum allt of hægum. Eitt og annað var fallega gert, svo sem i fyrri Bourrée kaflanum. í siðasta kaflanum, Gigue, byrjaði Gunn- ar mjög hægt en skyndilega jók hann hraðann og lauk verkinu með töluverðri reisn. Tónleikun- um lauk með söng Ágústu og var viðfangsefni hennar Laudate Dominum, eftir Mozart. Ekki tókst Ágústu nógu vel til við Mozart, að þessu sinni, enda ekki auðvelt að syngja svo erfitt verk án þess að hafa hitað sig vel upp með einhverju léttara. Undir- leikari var Pavel Smid og skilaði hann sínu verki vel. JOLATILBOÐ NR.2 SYSTEM Z-150 FRA TECHNICS ER VIÐBUIN UTVARPSBYLTINGUNNI HVAÐ MEÐ YKKUR? Elns og alkunna er, taka ný útvarpslög gildi um áramót og má þá búast við fjölgun útvarpsstöðva. Útvarpið í SYSTEMZ-150 er hátækni OUARTS Digltal tæki sem hægt er að faststilla 16 stöðvar í minni. Tækið sér líka um að leita uppi stöðvamar og finnur bestu stillinguna með fullri nákvæmni (t.d. 99,90 Skálafell Rás 2 eða 93,50 Vatnsendi Rás 1). Það er að sjálfsögðu ekki nóg að útvarpið sé gott, aðrir hlutir í samstæðunni verða líka að standa fyrir sínu sem þeir svo sannarlega gera í TECHNICS SYSTEM Z-150. PLÖTUSPILARI SL-B210: SKÁPUR: Með hinu fullkomna og nákvæma 4TP tónhaus kerfi. Tíðnissvið tónhauss 10-30.000. DC Mótor. Vökvalyfta. KASSETTUTÆKI RSD-250:_________ Tíðnissvið (Metal) 20-17.000. MX upptökuhaus. Ferrite útþurrkunarhaus. HÁTALARAR SB-3410: Vandaður dökkur viðarskápur með reyklituðu gleri og á hjólum. JÓLATILBOÐSVERÐ 39.800.- stgr. 100 Wött. ÚTVARP STZ-450L: FM-Steríó. LB. MB. Quarts-Digital. MACNARI Z-150: 60 RMS Wött 100 Músik wött Bjögun 0,05%. JAPIS BRAUTRHOLT 2. SIMI: 27133. verö á öðrum nýjumTBChnics hljómtækjasamstæðum: Z-15 25.500.- stgr. Z-50 55.500.- stgr. Z-120 55.900- stgr. z-100 55.620- stgr. Z-450 59.500- stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.