Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 Ráðstefna um innlend jarðefni til iðnaöar RÁÐSTEFNA nm innlend jaroefni til iðnaðar verður haldin á Hótel Loftleiðum á morgun, föstudag, á vegum Verkfræðingafélags íslands, Jarðfræðafélags íslands og Mann virkjajarðfræðifélags íslands. Flutt verða nokkur stutt yfirlits- erindi um helstu iðnaðarjarðefni á landinu, svo sem vikur, sements- efni, leir, kísilgúr, mó, títan, brennistein og hveragas. Greint verður frá nýtingu þeirra og nú- verandi þekkingu okkar um þau. Einnig verður fjallað um þjóð- hagslega þýðingu iðnaðarjarðefna almennt hér á landi. Að loknum erindaflutningi verða pallborðs- umræður um horfur á nýtingu jarðefna og þjóðhagslegt gagn af þeim. Ráðstefnan er öllum opin sem áhuga hafa. Zafarí: Frönsk-íslensk rokkhátíð Frönsk-íslensk rokkhátíð verður haldin í veitingahúsinu Safarí við Skúlagötu sunnudaginn 1. Ferdinand Rkhard bassaleikari og söngvari frönsku hljómsveitarinnar „Etron Fou Leloublan". ber. Hatíðin ber yfirskriftina „Fá- heyrður hvítur úlfur". Fulltrúi Frakka á hátíðinni verður nýbylgjurokksveitin „Etron Fou Leloublan", sem nýtur vin- sælda í Bandaríkjunum og víða um Evrópu. Plötur þeirra hafa oft verið ofarlega á óháða vinsælda- listanum í Bretlandi. Hljómsveitin „Svart-hvítur draumur", sem nú er að senda frá sér jómfrúarplötu, kemur fram fyrir hönd íslands auk rokkskáld- anna Einars Más Guðmundssonar og Sigfúsar Bjartmarssonar, sem báðir eiga kafla á ljóðasnældum, sem Grammið mun gefa út innan skamms. Þá mun súrrealistahópurinn Medúsa auk Þórs Eldons, Sjóns, Jóhamars og Einars Melax klæða Safarí og hátíðina sérstökum við- hafnarskrúða með ljósum, litum og tali. Forsala aðgðngumiða er í Gramminu, Laugavegi 17. MorgunblaðiA/Emilla Þrjár prjónakonur Álafosstrefilsins margfraega bíða áritunar Örnólfs Thorlasius, umbodsmanns Guinness- heimsmetabókarinnar. Einar Egilsson verslunarstjóri í Álafossbúðinni, stendur með viðurkenningarskjölin. Alafoss-trefillinn: Þátttakendum boðið í kaffi og veitt viðurkenningarskjöl í tilefni pess að lengsti trefill heims komst í heimsmetabók Guiness bauð Álafossbúðin þátt- takendum í kaffi og kókur sl. föstu- dag og laugardag í verslunina. örnólfur Thorlasíus, umboðsmao- ur Guinness hér á landi, afhenti jafnframt pátttakendum viður kenningaskjöl og áritaði nýút- komna heimsmetabók fyrir þá sem það vildu. Hundrað manns komu í kaffið en alls tóku 305 manns þátt í gerð trefilsins, sem náði 29,3 metrum þegar yfir lauk. Hann var prjónaður í Álafossbúðinni í verzluninni 4.—12. október sl. Trefillinn er 30 lykkjur að breidd og var Álafoss-hespulopi ein- göngu notaður í gerð hans. Akureyringar prjónuðu þó næst lengsta trefilinn, 24,5 metra, en í verslun Sigurðar Guðmundssonar kepptu Akur- eyringar við Reykvíkinga um heimsmetið. Álfoss-lopinn hefur farið víða. Á sl. ári voru 57 tonn seld til Japans í neytendaumbúðum, 80 tonn til Bandaríkjanna og 14 tonn til Ástralíu. Þeir, sem ekki hafa nálgast viðurkenningaskjöl sín, geta vitj- að þeirra í Álafoss-búðinni í Vesturgötu 2. Fræöslukvöld umkvída Áður auglýst fræoslukvöld með Grétari Sigurbergssyni geðlækni verður í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 í safnaðarheimili Laugarnes- kirkju. Grétar fjallar um orsalcir kvíða. Eftir fyrirlesturinn verða kaffi- veitingar, organistar kirkjunnar flytja tónlist og í lok kvöldsins verður helgistund í kirkjunni. Fræðslukvöldið er öllum opið. Norræna húsið: Gerda Antti lesúr verkum sínum SÆNSKI rithöfundurinn Gerda Antti les úr verkum sínum í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Hún er stödd hér á landi í boði sænska sendiráðsins og Norræna hússins. Gerda Antti sendi frá sér sína fyrstu bók irið 1961, Ijóðabókina „Har och nu", en vakti þó ekki verulega athygli fyrr en með smá- sagnasafninu „Inte varre án vanligt" árið 1977 og þó enn frekar þegar skáldsagan „Skref fyrir skref" kora út árið 1980. Fyrir tvær síðasttöldu bækurnar fékk Gerda Antti bók- menntaverðlaun Svenska Dagbladet auk pess sem hún hlaut bókmennta- styrk. Sagan „Skref fyrir skref", sem nýlega var lesin í ríkisútvarpinu, greinir frá Astrid, konu á miðjum aldri, sem býr í ástlausu hjóna- bandi, missir mann sinn og þjáist af samviskubiti yfir að hafa ekki reynst honum betur. Margt fleira fléttast inn í söguna og þykir Gerdu Antti takast meistaralega að lýsa lífi og umhverfi söguhetj- anna. Stíll hennar er kíminn og fjörugur en eilítið blandinn hæðni, þótt alltaf skíni í gegn samúð með fólkinu sem hún skrifar um. Sög- una þýddi Guðrún Þórarinsdóttir á íslensku. Milljónabingó í Höllinni í kvöld Tríó Jóhannesar Snorrasonar Stúdentakjallarinn: Tríó Jóhannesar Snorrason- ar leikur föstudagskvöld Knattspyrnudeildir Fram og KR efna ttl stórbingós, sem kallað er milljónabingó, í kvöld í Laugardals- höll. Húsið verður opnað kl. 19 en bingóið hefst kl. 20.30. Aðgangseyrir er enginn. Aðalvinningar í milljónabingó- inu eru tvær bifreiðir, Ford Escort Laser 3ja dyra 1100, 5 gíra, að verðmæti um 360.000 krónur, og Ford Fiesta 1000 3ja dyra, að verð- mæti um 325.000 krónur. Þess má geta að vinningsbílarnir tveir eru til sýnis í Austurstræti. Af öðrum vinningum má nefna Útsýnarferðir fyrir tvo, Sharp myndbandstæki og Pioneer hljóm- flutningstæki. Heildarverðmæti vinninga verður um ein milljón króna. Vakin er athygli á að allir vinn- ingarnir verða dregnir út í kvöld. Kristján Jóhannsson, óperu- söngvari, syngur á bingóinu í kvöld við undirleik ítalans Mauritzio Barbacini. Boðið verður upp á greiðslu- kortaþjónustu í kvöld, VISA og Eurocard. Stjórnandi milljónabingósins verður hvorki KR-ingur né Fram- ari — heldur Valsmaðurinn Her- mann Gunnarsson. Það vekur ef til vill furðu manna að KR-ingar og Framarar skuli halda bingó í sameiningu, en leik- mennirnir á meðfylgjandi mynd virðast alveg sáttir við það þar sem þeir stilla sér upp við (og á) aðal- vinningana fyrir utan Laugardals- höllina. Frá vinstri: Ágúst Már Jónsson KR, Guðmundur Torfason Fram, Gunnar Gíslason KR, Frið- rik Friðriksson Fram, Kristinn Jónsson Fram og Jósteinn Einars- sonKR. TRÍÓ Jóhannesar Snorrasonar leik ur annað kvöld, fbstudag, í Stúdenta- kjallaranum við Hringbraut Auk Jóhannesar skipa þeir Gunnar Páls- son og Hreiðar Sigurjónsson tríóið. Þeir leika einkum melódískan djass. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og er aðgangur ókeypis. Akureyri: Sýning á leikbrúðum HELGA Steffensen sýnir 60 af leik- brúðum sínum í sýningarsal Dyn- heima á Akureyri. Sýningunni lýkur um nsestu helgi. Allar brúðurnar, sem sýndar eru, hafa verið ýmist á sviði eða komið fram í sjónvarpinu og er elsta brúðan frá árinu 1969 og sú yngsta er eins árs gömul. Á sýning- unni eru margar gerðir af brúðum t.d. hanskabrúður, skaftbrúður og stórar brúður, sem stjórnandinn fer innan í. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 1. desember og þáeropiðtilkl.10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.