Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 Henrik Sv. Björnsson frv. sendiherra - Minning Henrik Sv. Björnsson lét af störfum í utanríkisþjónustu ís- lands fyrir réttu ári vegna aldurs nýorðinn sjötugur. Hann réðst fyrst til utanríkisráðuneytis Dan- merkur 1939, þegar Danir fóru með utanríkismál okkar, en gerðist síðar aðstoðarmaður föður síns, Sveins Björnssonar, sendiherra íslands í Danmörku, og kom með honum til íslands í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar Sveinn Bjórnsson varð ráðunautur ríkisstjórnar og tók síðar við starfi ríkisstjóra. Henrik Sv. Björnsson átti þannig 46 ára feril í utanríkis- þjónustu að baki, þegar hann lét af störfum. Þá samdist svo um með okkur að unnt væri að kveðja hann áfram til ráðagerða og sérstakra starfa í utanríkisþjónustunni þegar svo bæri við. Töldum við í ráðuneytinu að því styrk að geta til hans leitað sökum þekkingar hans, reynslu og öruggrar dómgreindar. Við höfðum einmitt notfært okkur af þessu nú fyrir tæpum 3 vikum þegar yfirmenn í ráðuneyt- inu fóru yfir frumdrög húsameist- ara ríkisins að byggingu fyrir ráðuneytið. Þá var Henrik fullur áhuga og lagði gott til mála eins og hans var ætíð von og vísa, en aðeins 2 dögum síðar veiktist hann alvarlega og komst ekki til meðvit- undar eftir það. Að Henrik Sv. Björnssyni er mikill söknuður. Við höfðum von- ast til að njóta samveru og góðra ráða hans lengi enn. Farsælu lífs- starfi í þágu lands og þjóðar er nú lokið, en góðar minningar, sem samstarfs- og samtíðarmenn hans eiga, um Henrik Sv. Björnsson gleymast ekki. Henrik Sv. Björnsson var góðum gáfum gæddur og bauð af sér með afbrigðum góðan þokka. Hann kunni sitt fag út í ystu æsar og naut hvarvetna virðingar erlendis sem hérlendis. Honum varð þvi vel ágengt í mikilvægum störfum sín- um fyrir ísland. Síðast gegndi Henrik sendiherrastarfinu hjá Atlantshafsbandalaginu í Bruxell- es og var þar einmitt sendiherra þegar Luns lét af störfum sem aðalritari samtakanna og Carring- ton lávarður tók við. Ég átti þess kost að kynnast því persónulega, hve þessir merku menn og raunar aðrir sendiherrar hjá Atlantshafs- bandalaginu, starfsbræður Hen- riks, mátu hann mikils. fslendingum er ómetanlegt að hafa átt slíkan erindreka sem Henrik Sv. Björnsson var. Honum eru því að leiðarlokum þökkuð þjóðholl störf. Þeim þökkum og samúðarkveðjum er um leið beint til konu hans, frú Gígju, sem átti svo mikinn þátt í árangursríku lífsstarfi Henriks. Geir Hallgrímsson Henrik Sv. Björnsson, fyrrver- andi ráðuneytisstjóri í utanríkis- ráðuneytinu og sendiherra, andað- ist 21. þ.m. Hann fæddist í Reykja- vík 2. september 1914, sonur Ge- orgiu og Sveins Björnssonar, for- setahjóna. Hann stundaði nám í Mennta- skólanum í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1933 og laga- námi í Háskóla íslands árið 1939. Vann hann síðan um tíma að námi loknu í sendiráði íslands í Kaup- mannahöfn og í danska utanríkis- ráðuneytinu. Árið 1941 kvæntist hann Gróu Torfhildi Jónsdóttur eða Gígju, eins og hún hefur alltaf verið kölluð, og sama ár réðst hann til starfa sem fulltrúi í íslenska utanríkisráðuneytinu. Varð utan- ríkisþjónustan síðan starfsvett- vangur hans uns hann lét af störf- um í fyrra samkvæmt ákvæðum laga um aldurshámark opinberra starfsmanna. Henrik var óvenju vel undir það búinn að starfa að utanrikismál- um, ekki einungis sakir hefðbundis skólanáms heldur og vegna þeirrar handleiðslu sem hann naut í föður- húsum. Sveinn Björnsson var um langt skeið eini sendiherra íslands og þurfti við mörgum vanda að snúast í hinu viðkvæma sambandi Islands og Danmerkur og má full- yrða að hann hafi raunar mótað starfshætti íslensku utanríkis- þjónustunnar flestum öðrum fremur eins og hann síðar mótaði störf íslensks þjóðhöfðingja, er hann var valinn fyrstur til að gegna þeirri stöðu. Það má því nærri geta að Henrik hefur í ríkum mæli notið góðs af hinni miklu reynslu föður síns jafngott og samband þeirra og samstarf var alla tíð. Þó var það ekki þessi frábæra aöstaða sem sköpum skipti fyrir Henrik Sv. Björnsson heldur hitt, hve vel hann var af guði gerður til þess að takast á hendur ábyrgð- armikil störf og leysa þau af hendi á farsælan hátt. Hann var hógvær maður og hygginn, prýðilega gef- inn, glaðvær og háttvís og ávann sér auðveldlega traust þeirra sem hann vann með og fyrir. Hann hafði að sjálfsögðu kynnst mörgum þeim vandamálum sem föður hans bar að höndum á fjöl- breytilegum starfsferli og dregið lærdóm af hvernig við þeim var snúist. Til eru vafalaust þeir sem telja að starf Sveins Björnssonar sem þjóðhöfðingja hafi verið auð- velt og átakalaust. Það er að veru- legu leyti misskilningur. Hann tók ákvarðanir í þýðingarmiklum mál- um sem sköpuðu honum bæði vin- sældir og óvinsældir, ekki síst óvinsældir ráðríkra stjórnmála- manna sem stundum vildu láta þjóðhöfðingjann hlíta sinni forsjá í ríkara mæli en efni stóðu til. Má sem dæmi nefna skipun utan- þingsstjórnarinnar í desember 1942, en sú athöfn hefur haft var- anleg áhrif í þá átt að efla skilning á skyldu stjórnmálamanna til stjórnarmyndana innan hæfilegra tímamarka. Henrik Sv. Björnsson gegndi mörgum ábyrgðarstörfum um dagana. Hann var ráðuneytisstjóri i utanríkisráðuneytinu 1956—1961 og aftur 1976—1979, sendiherra í Bretlandi, Hollandi, Portúgal og á Spáni og síðar í Frakklandi, Grikklandi, Belgíu og Lúxemborg og hjá keisaranum í Eþíópíu. Jafn- framt sendiherrastarfinu í París og Brússel var hann fastafulltrúi hjá Atlantshafsbandalaginu, Efnahags- og framfarastofnuninni og Menningarmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna. Auk þess átti hann sæti í ýmsum viðskipta- og sendinefnum og gegndi mörgum öðrum störfum en hér verða talin. Þótt Henrik hafi haft góða samstarfs- og aðstoðarmenn fylgir slíkum störfum mikil vinna og mikil ábyrgð, sem yfirmaðurinn verður að sjálfsögðu að axla. í hugum margra er nokkur ljómi yfir störfum í utanríkisþjón- ustunni, langdvalir erlendis, ferðir um framandi lönd, umgengni við fólk sem ekki er að jafnaði auðvelt að komast í kynni við. Vafalaust hefur þetta sína kosti. En löngum fjarvistum frá heimalandinu fylgja líka margvíslegir erfið- leikar, ekki síst vegna barnanna, sem þá alast upp að verulegu leyti erlendis. En hvað sem um þetta er, þá hafa þau hjónin Gígja og Henrik leyst störf sín af hendi með mikl- um sóma, heima og erlendis, og margir notið þess. Þau hafa verið hamingjumenn, notið vinsælda og virðingar vegna eigin verðleika og séð börn sín þrjú vaxa úr grasi og verða starfsamt myndarfólk. Son- urinn, Sveinn, hefur fetað í fótspor föður síns og afa og starfar nú í sendiráði íslands í London. Leiðir okkar Henriks hafa oft legið saman á löngum starfsferli og frá samskiptum við hann og fjölskyldu hans er margra góðra stunda að minnast. Við hjónin sendum Gígju og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur þegar sól hefur svo skjótt brugðið sumri. Birgir Thorlacius Sagt hefur verið að sendiherrar geti ekki treyst á annað í störfum sínum en orð og tækifæri, þeir búi ekki í virkjum og ráði hvorki yfir herflota né fótgðnguliði. Þetta á í raun jafnt við um íslenska ríkið sem stjórnarerindreka þess. Er þeim mun frekar nauðsynlegt, að þeir, sem valdir eru til að gæta hagsmuna lands og þjóðar á al- þjóðlegum vettvangi, kunni í senn að haga orðum sínum með réttum hætti og nýta þau tækifæri, sem gefast. í dag kveðjum við einn þeirra manna sem hvað lengst og af mestri reisn hafa starfað í ís- lensku utanríkisþjónustunni. Henrik Sv. Björnsson hóf störf í dönsku utanríkisþjónustunni 1939. Þegar hann lét af störfum á síðasta ári, hvarf úr utanríkis- ráðuneytinu síðasti fulltrúi þeirr- ar kynslóðar embættismanna, er hófu feril sinn, á meðan Danir fóru enn með stjórn utanríkismála Is- lands. Um þessar mundir eru því að verða söguleg þáttaskil í utan- ríkisþjónustunni. Það var ekki lítið átak á sínum tima að framkvæma þann ásetning að stofna íslenskt utanríkisráðu- neyti. Sú skoðun hefur lengi verið landlæg hér, að ekki sé ástæða að rækta mikil tengsl við útlendinga. Vilji þeir ekki ræða við okkur að fyrra bragði, þyrftum við svo sem ekkert við þá að tala. Fyrr á árum var sú gagnrýni mun háværari en nú, að þeim fjármunum væri ekki vel varið, sem renna til utanríkis- þjónustunnar. Nú er þetta að breytast. Krafa samtímans virðist vera sú, að gerð verði alhliða útrás á alþjóðlegum mörkuðum. Kvartað er undan því, að okkur skorti menntað fólk til að rækta markaði og kynna íslenskan varning. Litið er til sendiráðanna og enginn tel- ur, að þau séu óþörf. Reglur utanríkisráðuneytisins um að menn flytjist reglulega milli embætta og sendiráða hefur þann kost meðal annars í för með sér, að frumkvöðlarnir, sem byggðu þjónustuna upp frá grunni, hafa fengið tækifæri til að kenna þeim, sem á eftir koma, hin vönduðu vinnubrögð, sem ein duga á þessu sviði eins og öðrum. í því efni hefur Henrik Sv. Björnsson verið öðrum góð fyrirmynd og notið óskiptrar virðingar jafnt innlendra sem er- lendra starfsmanna. Stjórnarerindrekar takast á við málefni, sem eru þess eðlis, að það kemur sjaldnast í hlut þeirra sjálfra að skýra frá árangri eða niðurstöðum. Þar taka stjórn- málamennirnir við. Þegar litið er yfir starfsferil Henrik Sv. Björns- sonar sést, að hann verður ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytis- ins 1956 en hverfur til London sem sendiherra 1961. Þar er hann til 1965 og síðan í 11 ár sendiherra í París, þar til hann tekur að nýju við embætti ráðuneytisstjóra, 1976 til 1979. Þá flytur hann til Belgíu og verður meðal annars fastafull- trúi hjá Atlantshafsbandalaginu. Lýkur embættisferli hans þar fyrir rúmu ári. Á þessari kveðjustundu vil ég þakka honum þá vináttu, sem hann sýndi mér og fjölskyldu minni. Leiðir okkar hafa legið saman af margvíslegu tilefni um langt ára- bil. Var ómetanlegt að geta leitað til Henriks sem embættismanns og gestrisni þeirra hjóna var með þeim hætti, að aldrei gleymist. Hin siðari ár hittumst við oft í Brtissel. Síðast nú í október, þegar þau Gfgja komu þangað, en Henrik sat þá fund sem fulltrúi utanríkis- ráðuneytisins í nefnd á vegum Atlantshafsbandalagsins. Höfðu þau dvalist um nokkurn tíma hjá vinum og Sveini syni sínum í Englandi og voru á leið til Parísar, þar sem dæturnar tvær, Helga og Guðný eru búsettar. Af samtali okkar réð ég, að Henrik ætlaði að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið við útgáfu Ríkishandbókar íslands, sem hann ritstýrði og gaf út með Birgi Thorlacíus. Var hon- um síður en svo brugðið, en enginn má sköpum renna. Blessuð sé minning Henriks Sv. Björnssonar. Björn Bjarnason Skjótt skipast veður í lofti. Sunnudaginn 10. nóvember hringdi ég í Gígju og Henrik Sv. Björnsson og bauð þeim í afmælið mitt næsta dag. Þau þágu boðið, en örfáum klukkustundum síðar veiktist Henrik alvarlega og and- aðist í Borgarspítalanum fimmtu- daginn 21. nóvember. Þetta heimboð áttu þau Henrik og Gígja svo margfaldlega inni hjá mér, því að síðan við Níní, dóttir þeirra, kynntumst og urðum vinkonur, þá sjö ára gamlar, hef ég notið hlýju og gestrisni þeirra jafnt hér á landi sem erlendis. Heimili þeirra var í mínum barnshuga veröld út af fyrir sig. Eitt af því sem mér er minnisstætt frá Sjafnargötu 4 var borðhaldið þar. Sjálf ólst ég upp í stórum systkinahópi, þar sem ég er elst og oft var handagangur í öskjunni. En heima hjá þeim voru aðstæður aðrar, börnin þrjú, Sveinn elstur, Níní í miðið og Helga yngst. Gigja skreytti gjarnan matborðið á smekklegan hátt og svo var sest að snæðingi, en ekki síður til skrafs og ráðagerða. Aldrei hafði ég annað á tilfinningunni en að allir við borðið væru jafn réttháir í því spjalli, hvort sem rætt var um menn eða málefni. En það sem setti kannski hvað mestan svip á heimili Henriks og Gígju var húmorinn sem sveif yfir vötnun- um, því að Henrik var fljótur að finna skoplega fleti á flestum mál- um, jafnvel hinum alvarlegustu. Og auðvitað fór ekki hjá því að hann benti okkur krökkunum stundum góðlátlega á broslegu hliðarnar á okkur sjálfum. Mér fannst Henrik alltaf ein- staklega heillandi maður. Hann var annarsvegar virðulegur og jafnvel strangur og vildi hafa allt í röð og reglu, en hinsvegr beitti hann þessari gáfu sinni, húmorn- um, sem uppeldisaðferð við okkur börnin. Hann þurfti ekki að hafa fyrir því að skamma okkur, þótt við gerðum eitthvað af okkur, það var nóg að hann horfði á okkur með stríðni í augunum, þá vissum við hvað klukkan sló. Við Níní vorum fimmtán ára, þegar starfið kallaði Henrik og fjölskyldu hans til London. Eftir það hittumst við helst í útlöndum og alltaf var ég, og síðar við hjón- in, velkomin á heimili þeirra á hvaða árstíma sem var, um sumar, veturogjafnveljól. Sem lítil telpa hafði ég hugsað með mér, að einmitt svona vildi ég hafa mitt heimili þegar ég yrði stór. Sá kúltúr sem maður drakk í sig þar hefur verið mér ómetan- legur og eiginlega hef ég litið á Sjafnargötu 4 sem mitt annað uppeldisheimili. Þarna var iðkuð tónlist, rædd leiklist og myndlist, ekki síst verk Einars Jónssonar myndhöggvara, sem var móður- bróðir Gígju. Þessu „uppeldi" mun ég ekki gleyma og fæ það aldrei fullþakk- að. Edda Þórarinsdóttir Það var jafn erfitt í síðastliðinni viku að gera sér grein fyrir því að Henrik lægi dauðveikur og það er nú að skilja það, að ánægjufundir með honum heyri til liðinni tíð. Síst af öllum mönnum mundu þeir, sem þekktu Henrik Sv. Björnsson vilja sjá honum á bak. Þegar ég hugsa til okkar fyrstu kynna fyrir röskum þrjátiu árum, er eins og ljóma eða birtu stafi af endur- minningunni. Svo er einnig um alla vináttu þeirra Gígju, sem tókst við okkur hjónin og var okkur einstök. Það virðist næstum hafa verið í gær að þau komu til London í heimsókn til Sveins sonar þeirra, sendifulltrúa við sendiráðið, og konu hans Sigrúnar Dungal og barnabarnanna tveggja. Síðast vorum við saman 1. október sl. á fögrum degi þegar sumarið, sem brást í Englandi, virtist skyndilega komið. Þá var um margt spjallað og það var hlý tilhugsun, að Hen- rik, sem virtist svo vel á sig kom- inn, gæti notið hvíldar á efri árum, ferðast til síns fólks erlendis, en jafnframt sinnt eitthvað starfs- tengdum hugðarefnum. En góð- viðrið vék fljótlega fyrir haust- kalsa og nú voru ævidagar Henriks senn allir. Þegar Henrik kom til sendi- herrastarfs í Frakklandi árið 1965 var það gæfa mín að vera þar fyrir á sendiráðinu. Sem sendiherra í París var hann jafnframt fasta- fulltrúi hjá þeim þrem alþjóða- stofnunum sem þar voru þá og hafði ég heiðurinn af að fylgja honum við afhendingu trúnaðar- bréfs til De Gaulle, Frakklands- forseta og á fyrstu ráðsfundina í NATO og OECD. Mér er þetta sér- staklega minnisstætt því Henrik skipaði sér öruggan sess virðingar frá fyrstu tökum á nýju starfi. Hann var landi sínu til meiri sóma og gagns en gengur og gerist með diplomatiska sendimenn. Henrik Sv. Björnsson hafði allra manna markvissastan smekk um það hvernig koma bæri fram eða fram- kvæma erindrekstur síns lands erlendis. Ég hygg þó, að ekki hafi það verið honum síður til góðra kosta, hve vel hann sá og skildi hver var sú utanríkisstefna, sem þjónaði okkar hagsmunum best. Velji slíkur maður sér hlutverk ráðgjafans, hlýtur hann að vera öðrum betri. Henrik Sv. Björnsson gegndi starfi ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins tvívegis með miklum sóma. Frá samvistarárunum í París er margs að minnast. Sendiráðsstörf- in voru annrík en með góðan hús- bónda að bakhjarli gengu þau sinn eðlilega gang hjá öllum. Skemmti- leg og eftirminnileg atvik má velja af handahófi og vel man ég víst ætíð þegar Henrik sagði einn daginn, að óvæntan gest hefði borið að garði og værum við Elsa boðin til þeirra Gígju það kvöldið. Ekki vildi hann segja hver þetta væri en taldi að margt og merki- legt gæti gesturinn sagt um áhuga- mál mín á sviði fríverslunar. Maðurinn reyndist vera Lord Errol en hann hafði verið viðskiptaráð- herra Bretlands þá er Henrik var áður sendiherra í London. Það segir og sitt um kynni Henriks af mönnum að þessi bresku hefðar- hjón skyldu helst panta sér gleði- stund á Sendiráði íslands þegar farið var í snögga ferð til Parísar. Þau þrjú ár, sem ég átti með Henrik í París urðu mér vissulega gifturík reynsla en sjálfur var hann þar sendiherra á ellefta ár. önnur dóttirin, Níní, festi þar sitt ráð og giftist Frakkanum Jean- Francois Guerin og eiga þau tvær dætur. Yngri dóttir Henriks og Gígju, Helga, haslaði sér völl sem tískuhönnuður í París. Fjölskyldan festi rætur í Frakklandi en var samheldin sem fyrr. Það er býsna auðvelt að rifja upp það tilfinningarót, sem ég fann til þá er ég kom í fyrsta sinn á sendiráðið í París sem eftirmað- ur Henriks þar á árinu 1976. Ég nefndi þetta við franska ritarann okkar, sem þarna hafði verið í öll árin frá því að Pétur Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.