Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 GAAltn $-5 C 1965 Universal Press Syndicate , yiann hcfur aidrei ve/i& scríega þoIfnmóSur." ósí er... ... að ía/a til hans með ástar- orðum. TM Rtg. U.S. P»t m.-a rtghts rtservw) e 1961 Lo« Angttes Tknts Syndicate ']>¦ Af hverju ekur þessi bjáni fyrir framan svona nálægt okkur? HÖGNI HREKKVlSI ,HÖ<SMI.'... VILTU AAJÓLK?" Atvinnumál fatlaðra Einn leiður skrifar. Mig langar til að spyrja hvort fötluðum sé bannað að vinna úti á hinum almenna vinnumarkaði. Ég er 65% öryrki og fæ enga vinnu. Ég hef margoft sótt um en alltaf fengið neitun. Það er margt sem ég gæti gert ef ég fengi þægi- legt starf. Hvers eigum við að gjalda að fá ekkert að gera. Telj- umst við ekki nýtir þjóðfélags- þegnar, því eins og stjórnarskráin segir, þá eiga allir sama rétt á vínnu. Er stjórnarskráin þá ómerkt plagg? Mér finnst að atvinnurekendur ættu að taka saman höndum og hjálpa þeim sem minna mega sín i þjóðfélaginu. Skírnin er týnd Amma og afi hringdu: Þannig er, að 16. maí síðastlið- inn var fyrsta barnabarnið okkar skírt. Þetta var merkur dagur í lífi fjölskyldunnar og til að varð- íslenskur Staupasteinn Skiphóll heitir hóll undir miðju Hvammsfjalli við Hval- fjörð. Þar stendur einstakur klettur, líkastur kaktus í lögun á mjólum stöpli. Hann heitir „Prestur" en er þekktastur undir nafninu „Staupasteinn". Vafa- laust vegna þess að hann líkist vínstaupi að lögun. Stðnzum nú hjá staupastein og störum út í bláinn. Þaö verður aldrei af því mein þó út sé vakin þráin. Gestur veita minninguna var athöfnin tekin upp á myndband. En því miður var spólunni skilað í mis- gripum fyrir aðra til myndbanda- leigunnar Goðatúni 2. Nú er búið að leita þar dyrum og dyngjum en enn hefur ekki verið haft upp á myndinni. Ekki tekst mér held- ur að ná tali af ólafi Ragnarssyni sem leigði myndbandafyrirtækið þegar óhappið varð. Þessi stutta skírnarathöfn er engum til ánægju nema okkur og því bið ég þá, sem hafa spóluna undir höndum, að skila henni til myndbandaleigunnar. Einnig er hægt að hafa samband í síma 43371. Víkverji skrifar Helst mátti skilja umræður i sjónvarpinu á sunnudags- kvöldið á þann veg, að það væri niðrandi að tilheyra „fyndnu kyn- slóðinni" í hópi íslenskra rithöf- unda. Bókmenntafræðingar lögðu spurningar á þann veg fyrir þá Þórarin Eldjárn og Pétur Gunn- arsson, rithöfunda, að þeir urðu að verja þessa nafngift. Víkverji verður hreinskilningslega að játa, að honum var ekki ljóst fyrr en þarna, að við ættum við þennan vanda að glíma í íslenskum sam- tíma-bókmenntum. Rithöfundar hafa löngum verið gamansamir hér á landi. Það sann- aðist til dæmis vel í sjónvarpinu þetta sama kvöld, þegar rætt var við Halldór Laxness. í fréttatíma var hann spurður nokkurra spurn- inga vegna endurútgáfu á bók hans í Austurvegi. í sama þætti og þeir Pétur og Þórarinn sátu fyrir svör- um var Halldór beðinn að rif ja upp það, sem honum þótti markverð- ast, þegar hann fékk Nóbelsverð- iaunin fyrir 30 árum. Hvort tveggja var bráðfyndið. Fréttamaðurinn spurði Halldór meðal annars að því, hvort hann hefði dáð Stalín. Svarið var eitt- hvað á þann veg, að Stalín hefði verið gamansamur stílisti, sem skrifaði texta, er var auðskilinn börnum ogólæsum. Þessi lýsing á sovéska einræðis- herranum er svo nýstárleg, að engum dettur í hug að setja hana í samband við „fyndnu kynslóðina" nú á tímum, enda voru margir þeirra, sem rituðu íslenskar bækur á stalínstímanum kenndir við „rauða penna" eins og kunnugt er. HÍ Skáldatíma, sem út kom 1963, segir Halldór Laxness meðal annars um Stalín: „Það verður aldrei tölum talið hvað Stalín var skrýtinn maður; — og skemmtilegur ef öll siðferðisvand- lætíng er látin lönd og leið; í raun- inni ekki ólíkur einhverskonar þussa." Og Halldór Laxness segir þessa sögu af gyðingaofsóknunum, sem Stalín hóf eftir að Hitler var allur. „Hann skipaði svo fyrir að máls- metandi gyðíngar skyldu eltir uppi hvar sem þeir fyndust og færðir í fángabúðir. Prófessor Mikhúels gekk til hans í veislu í Kreml 1948 þar sem einræðisherrann lék á alsoddi og bað hann að þyrma kynbræðrum sínum, mentamönn- um og lista sem þá dúsuðu í fánga- búðum. Stalín svaraði honum því einu að slíkar fyrirbænir væru tómt mál, og bætti við: „Þessi stefna liggur í loftinu á vorum dögum". Rétt á eftir fanst Mik- húels dauður einsog fyr segir ásamt fylgdarmanni sínum fyrir utan Minsk, en þángað hafði hann verið gabbaður ómerkilegra er- inda. Það var sögð ófrávíkjanleg regla Stalíns að kæmi A til hans í forbón fyrir B, þá lét hann ófrá- víkjanlega drepa A fyrstan." HVið getum fagnað því, að fyrirgreiðslupólitíkusar samtímans fylgja ekki ófrávíkjan- legum reglum af þessu tagi. Raun- ar er þessi réttlausa veröld okkur svo fjarlæg, að við getum með engu móti sett okkur í spor þeirra, sem í henni búa. Þegar Michael Voslen- sky, hinn landflótta Rússi, sem best hefur sagt frá stjórnarháttum arftaka Stalíns í Kreml, var hér á landi fyrir skömmu, lýsti hann ógnarstjórn Stalíns. Hann var spurður, hvort meiri ótti hefði ríkt í Moskvu á ógnarárunum fyrir síðari heimsstyrjöldina eða í stríð- inu sjálfu. Voslensky þurfti ekki að hugsa sig lengi um. Hann sagð- ist hafa verið miklu hræddari á ógnar- en stríðsárunum. Voslensky sagði, að hefði heyrst í bifreið á fáförnum strætum, hefðu allir gripið andann á lofti og beðið í ofvæni eftir því, hvar hún stöðvaði. Enginn var óhultur og fulltrúar ógnarlögreglunnar höfðu þann hátt á að ráðast inn á heimili manna fyrirvaralaust. Skröltið í lógreglubílnum var eina viðvörunarmerkið og jafnvel óhugnanlegra en vælið í loft- varna-lúðrunum, sem boðuðu þý- skar sprengjuárásir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.