Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985
Læknar hvetja Banda-
ríkjamenn til að tvö-
falda fiskneysluna
Undraefniö „Omega-3“ í barátt-
unni við hjarta- og aðra sjúkdóma
— eftir Ivar
Guðmundsson
SEATTLE, WA. — Færustu sér-
fræðingar Bandaríkjanna í hjarta-
sjúkdómum, næringarfræðingar,
fiskiðnaðarfólk og blaðamenn,
samtals um 300, sitja hér á ráð-
stefnu, sem nefnist „Fiskmeti og
heilsa 85“. Ráðstefnan hefir ein-
dregið hvatt almenning í Banda-
ríkjunum til að auka fiskneyslu
sína, að minnsta kosti um helming
frá því sem nú er. Aukningin
myndi nema sem svarar tveimur
fiskmáltíðum á viku í stað einnar
og auka fiskát hvers Bandaríkja-
manns að jafnaði í 26 pund árlega.
Til samanburðar má geta þess, að
Bandaríkjamenn neyta nú um 140
punda á mann af kjötmeti, þar af
um 70 pund af nautaketi.
Tilgangurinn með aukinni fisk-
metineyslu er að berjast gegn því
sem læknar kalla „ferlegustu
plágu Ameríku, hjartasjúkdóm-
um,“ sem leggja að velli fleira fólk
árlega en nokkur annar sjúk-
dómur.
„Kólesteról“ bölvaldur
hjartasjúkdómanna
Einn frummælandi ráðstefn-
unnar var Dr. William Castelli,
forstjóri Framingham Heart
Study, sem er skammt frá Boston.
Hann er og fyrirlesari við lækna-
deild Harvard-háskóla, og stofnun
hans er elsta sérstofnun í hjarta-
sjúkdómsrannsóknum í Banda-
ríkjunum Dr. Castelli og sam-
verkamenn hans, urðu einna fyrst-
ir til þess að benda á aðal bölvald
hjartameina, blóðfituna er „kól-
esteról" nefnist, ásamt sígarettu-
reykingum, offitu, ættgengni og
óheilbrigðu mataræði.
Dr. Castelli var og einna fyrstur
til að gefa sjúklingum með of hátt
magn af „kólesteról" í blóði
Strengjakvartettinn American
String Quartet heldur tónleika
annað kvöld, miðvikudag, í Austur-
bæjarbíói kl. 20.30 á vegum Tón-
listarfélagsins í Reykjavík.
Á efnisskránni eru tvö verk: Lýr-
ísk svíta eftir Alban Berg, en Berg
á 100 ára afmæli á þessu ári, og
Strengjakvartett op. 161 eftir
Franz Schubert.
þorskalýsi með góðum árangri. En
hann varaði þó við, að ofneysla
lýsis gæti haft skaðleg áhrif í för
með sér.
Kólesteról“ í blóöi
Það hefir verið álit lækna til
skamms tíma, að 180-220 milli-
grömm af „kólesteróli" í 100 milli-
lítrum í blóði manna væri hættu-
laust. Dr. Cascelli og aðrir telja
það nú of mikið. Helmingur þeirra
milijón einstaklinga, sem fá krans-
æðastíflu á þessu ári hafa „kólest-
eról“magn í blóði, sem nemur 250
milligrömmum. Fjöldi þessa fólks
gæti hæglega komist hjá krans-
æðastiflu með því að breyta matar-
æði sínu í tæka tíð. En 10 prósent
af amerísku þjóðinni, sem hefir
hæst „kólesteról" í blóði verður
ekki bjargað nema með sérstökum
lyfjum ogströngu lækniseftirliti.
Heilbrigðisstofnun Bandaríkj-
anna ráðlagði mönnum nýlega að
takmarka „kólesteról“magn í blóði
sínu undir 200 milligrömmum.
Dr. Castelli telur hinsvegar, að
hætta á kransæðastíflu fari að
aukast eftir að kólesterólmagnið
er komið yfir 160 milligrömm.
Helmingi meiri líkur eru á að fólk
með 220 mg magn fái kransæða-
stíflu en þeir, sem hafa 160
milligrömm.
Börn fæðast með um 70 milli-
gramma magn í blóði og hreinar
grænmetisætur hafa „kólesteról"-
magn sem nemur um 125
milligrömmum.
Omega 3 kemur
til bjargar
Ástæðan til þess, að fiskmeti er
ráðlagt sem vörn gegn hjartasjúk-
dómi er sú, að í fiski og fiskolíum
er fituefni, sem hlotið hefir nafnið
Omega 3. Það er einmitt fituefni,
sýrukennt, sem hefir þann eigin-
leika, að það vinnur gegn „kólest-
American String Quartet er
skipaður Mitchell Stern og Laurie
Carney á fiðlur, Daniel Avs-
halomov á lágfiðlu og David
Geber á selló. Kvartettinn var
stofnaður í Juilliard School of
Music í New York árið 1974 og
hefur unnið mörg verðlaun fyrir
leik sinn.
ívar Guðmundsson
eról“fitunni og eyðir henni í blóði
manna. Mannslíkaminn framleiðir
ekki Omega 3 og það verður því
að koma utanað frá.
Þótt læknavísindin hafi um
nokkurt skeið þekkt sýru-fituna
Omega 3 er tiltölulega stutt síðan
þetta efni var viðurkennt, sem
besta vörn gegn hjartasjúkdómum
og vafalaust einnig heilablóðfalli,
þar sem Omega 3 þynnir blóðið og
eyðir, eða kemur í veg fyrir blóð-
tappamyndun. Auk þess virðist
sem Omega 3 hafi læknandi áhrif
á marga aðra sjúkdóma og má þar
til nefna gigtveiki t.d. liðagigt,
asma og húðsjúkdóma af ýmsu
tagi og jafnvel brjóstakrabbamein.
Onnur tegund blóðfitu, (Omega
6) sem einnig vinnur gegn „kólest-
eróli“ í blóði manna er í jurtaol-
íum, en er ekki eins áhrifamikil.
Grænlendingar
koma við sögu
Tveir danskir læknar, Bang og
Dyerberg, beindu fyrstir manna
athyglinni að því, að ef til vill
væri það mataræði sem varð þess
valdandi, að hjartasjúkdómar voru
svo að segja óþekkt fyrirbrigði
meðal Grænlendinga. Þannig var
það í héraðinu Umanak á vestur-
strönd Grænlands, þar sem rúm-
lega 6.000 manns bjuggu, að á
margra ára tímabili dó aðeins einn
maður af hjartaslagi og þrír veikt-
ust af hjartaverkjum. Sennilega
„angina“-verkir. Þessar rannsókn-
ir urðu til þess, að háskólinn í
Álaborg fékk áhuga á að rannsaka
heilsufar og mataræði Grænlend-
inga, sem fyrnefndir læknar stóðu
fyrir, og komust þeir að sömu
niðurstöðu og áður. Grænlending-
ar nærast eingöngu á fiski og sels-
keti. Þar sem selurinn lifir á fiski
er kjötið þrungið Omega 3.
Sömu sögu aö segja
frá Noregi
Áður en þetta gerðist í Græn-
landi höfðu læknar í Osló veitt því
eftirtekt, að mjög dró úr dauðs-
föllum vegna hjartasjúkdóma á
styrjaldarárunum, en þá var skort-
ur á mjólkurmat og kjöti í Noregi.
Síðar beindist athyglin að norsk-
um heilbrigðisskýrslum, sem
sýndu að í innsveitum Noregs, þar
sem kjötneysla var mikil, en lítið
fiskmeti, var sjúkdómurinn
„muliple sclerosis" (en það er
taugasjúkdómur, sem stafar af
hrörnun í heila og mænu og veldur
skjálfta og oft blæstu mæli) sýnu
algengari en í strandhéruðum, þar
sem fiskmeti er aðalfæðan. Á ár-
unum 1953—1972 tók hjartasjúk-
dómalæknir í Seattle, Dr. Averly
Nelson að nafni, uppá því, að ráð-
leggja hjartasjúklingum og þeim,
sem fengið höfðu kransæðastíflu
að borða þrjár fiskmáltíðir á viku.
Þessi tilraun hans fór fram undir
„KÓLESTERÓL “
í NOKKRUM FÆÐUTEGUNDUM
Læknar ráðleggja hámark í
daglegri fæðu 300/400 milligröm.
Tegund: Magn: Kólesteról:
2% mjólk 225 gr. 4 m.gr.
Rjómamjólk 225 gr. 32 m.gr.
Smér 1 tsk. 33 m.gr.
Eggjahvíta 1 tsk.
Eggjarauða 1 tsk. 252 m.gr.
Nautakjöt(6—14% feitt) 85 gr. 78 m.gr.
Nautakjöt (20—30% feitt) 85 gr. 81 m.gr.
Kálfakjöt 85 gr. 69 m.gr.
Svínakjöt (10-15% feitt) 85 gr. 75 m.gr.
Kjúklingakjöt 85 gr. 81 m.gr.
Þorskfiskar (þorskur, ufsi, 85 gr. 44 m.gr.
ýsa, o.s.frv.)
Lax 85 gr. 51 m.gr.
Síld 85 gr. 51 mg.
Kunnur strengjakvartett
hjá Tónlistarfélaginu
Hjartasjúkdómar eru sjaldgæfir meðal Grænlendinga. Er það þakkað fisk-
neyslu þeirra.
Þorskalýsi kom fyrst
viö sögu sem lyf viö
liöagigt fyrir 200 árum í
London. En þótt taliö
væri aö þaö gæfist vel
fékk þaö brátt óorð á
sig fyrir óbragð og
vonda lykt, svo neyða
varð það í sjúklinga.
Læknar í Manchester-
sjúkrahúsinu í London
höföu trú á því, að
þorskalýsi myndi lækna
liðagigt með því að
„smyrja“ liðamót. þessi
lýsisgjöf hélt áfram um
10 ára skeið, en var
hætt um 1870 vegna
þess hve lýsið var daun-
illt. Stafaði það af því
að lifrin var sólbrædd
til að ná lýsinu, en við
það myndaðist rotnun
sem óbragðinu olli.
Sjúkrahúsið notaði rúm-
lega 500 pund af lýsi til
meðalagjafa árlega. (Úr
ræðu á Fiskmeti og
heilsa ráðstefnunni).
eftirliti í 19 ár og niðurstaðan varð
sú, að meðal þeirra sjúklinga, sem
ekki neyttu fisks urðu endurtekin
tilfelli kransæðastíflu 4'Á sinni
fleiri, en hjá hinum, sem héldu sér
við fiskátið.
Reynsla Japana fer
í sömu átt
Rannsóknir hafa leitt í ljós, að
það eru einkum tvær efnasamsetn-
ingar í Omega-3, sem lækka „kól-
esteról“-magn í blóði manna og
dýra og þynna þar með blóðið.
Þessi efni, eiosapenetaenoic-sýra
(EPA) og docosahexaenoic-sýra
(DHA) breyta efnasamsetningu
blóðsins, sem veldur því að minni
líkur eru á að blóðið storkni og
festist í æðum, eða myndi „blóð-
tappa", sem er orsök kransæða-
stíflu og heilablóðfalls. Þetta hefir
meðal annars verið sannað með
rannsóknum, sem fram fóru í
læknadeild Chiba-háskólans í
Japan. f þeirri rannsókn var fylgst
með mataræði íbúa í sjávarútvegs-
þorpum og landbúnaðarfólki í
innsveitum. Það kom í ljós, að
meðal sjávarsíðumanna, sem borð-
uðu tvöfalt meiri fisk en sveita-
menn, urðu mikið færri kransæða-
stíflutilfelli en hjá hinum og blóð
þeirra var þynnra.
Nú var sveitamönnum gefið
EPA í töflum. Eftir mánuðinn
varð sú breyting á, að blóð þeirra,
sem tekið höfðu töflurnar, þynnt-
ist til muna. Og var þá ekki lengur
neinn vafi á, að fiskmeti, eða
Omega 3, er blóðþynnir, sem dreg-
ur úr líkum og hættunni á, að blóð-
ið storkni í æðum, hjarta og heila.
Á undanförnum 15 árum hafa
verið birtar um 100 vísindaskýrsl-
ur, sem staðfesta fullyrðingar um
Omega 3, sem miðil í vörnum gegn
hjartasjúkdómum og öðrum lífs-
hættulegum kvillum manna.
Ekki sama hver
fiskurinn er
Það er ekki sama hver fiskurinn
er því það er misjafnt magn af
Omega 3 í fiski eftir því hvar hann
lifir og hvaða fæðu hann neytir.
Fyrr var því trúað, að feitir fiskar
væri ekki eins hollir til átu og
þeir mögru, en nú hafa vísinda-
menn snúið við blaðinu hvað það
snertir og segja, að sá feiti sé ekki
síður hollur, og gott forðabúr fyrir
Omega 3, en sá horaði. í fitufiska-
flokki er talin síld og lax svo eitt-
hvað sé nefnt, sem er okkur skylt.
Talið er að fiskar sem lifa í
köldum sjó séu heppilegri til átu
en ferskvatnsfiskar. Þá er bent á,
að það muni fara eftir fóðri og
umhverfis aðstæðum hvort ali-
fiskur verði eins góð Omega 3-
náma og náttúrualdir fiskar.
Sú skoðun ríkir að fiskar úr
köldum sjó séu gjafmildari á blóð-
þynnsluefnið en annar fiskur.
Enginn vafi er talinn á, að salt-
vatnsfiskar séu þrungnari en
vatnafiskar af góðefninu Omega
3. Þetta ætti að gleðja okkur Is-
lendinga og aðra sem dorga hvað
mest í kaldari straumum.
En það eru fyrst og fremst sér-
stakar fisktegundir, sem vísa veg-
inn í leitinni að bestu birgðum af
Omega 3. (Sjá töflu).
Aukin fiskneysla í
heiminum fyrirsjáanleg
Það fer ekki hjá því að á næstu
árum mun fiskneysla fara vaxandi
í heiminum og þá ekki síst í Banda-
ríkjunum. Rannsóknum á hollustu
fiskneyslu mun fleygja fram. Hitt
er svo annað mál, hvort fiskveiði-
þjóðirnar eru viðbúnar að anna
eftirspurninni. Það er vitað, að
mörg bestu fiskimið heimsins hafa
verið ofveidd. Vafalaust mun verða
reynt, að gera ráðstafanir sem
duga gegn rányrkju. Alifiskarækt
eykst til muna. Aðferðir við dreif-
ingu eru bættar með ári hverju
og staðir, sem ekki áttu aðgang
að fiskmeti eru nú í seilingarfjar-
lægð við sjófangið.
Allt er þetta hagstætt okkur
íslendingum og takmark okkar
hlýtur að vera að fylgjast vel með
og aðlaga okkur að breytingum og
ölíum nýjungum tímanlega svo við
verðum samkeppnisfærir við þá
bestu og getum nýtt okkur þessa
auðlind þjóðarinnar.
En hvers vegna hefur lítið frést
um rannsóknir íslenskra vísinda-
manna á hollustu fiskmetis og
vörnum gegn hjartakvillum?
Hiifundur er fréttaritari Morgun-
biaðsins í New York.