Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1986
21
— Hvað ertu með í brúna um-
slaginu?
Hann varð hálf kindarlegur á
svipinn við svo óvænta spurningu,
hafði líklega ekki búist við henni.
i Hann kveikti í pípu og þegar hann
; hafði tendrað í hana eld og púað
um stund sagði hann: — Ég er
mánaðarkaupsmaður, var að fá
mánaðarlaunin, fæ útborgað
fimmtánda dag hvers mánaðar og
nú er ég á leiðinni í Landsbankann
og í umslaginu eru fimm gíró-
seðlar, afborganir af ýmsum
skuldabréfalánum, tvö eru með
| veðleyfi í íbúðinni og hafa hækkað
þessi lifandis ósköp síðan ég fékk
þau fyrir um það bil ári, sennilega
um allt að fimmtíu prósent. Hann
fletti búnkanum í umslaginu og
skýrði hvern reikning samvisku-
samlega og var ekki beint glaðleg-
ur á svipinn: — Sérðu hérna er
rafmagnsreikningurinn, hér er
símareikningurinn, hér eru reikn-
ingar varðandi útvarp og sjónvarp
og gíróseðlar, áskriftir að blöðum
og tímaritum, hér eru seðlar frá
bókaklúbbum, — hér eru happ-
drættismiðar frá líknarfélögum.
— Hvað heldurðu að seðlarnir
; séu margir? spurði ég.
— Ég hef nú ekki talið þá. Þeir
eru sennilega eitthvað á milli tutt-
|ugu og þrjátíu.
— Attu nokkuð eftir af mánað-
arkaupinu þegar þú ert búinn að
! greiða allar þessar skuldir?
— Það er ekki mikið, en þessu
'er ég vanur, svona hefur þetta
verið allt síðastliðið ár. Bráðum
kemur betri tíð, sagði hann svo
þegar hann bjó sig undir að ganga
yfir að Landsbankanum.
— Ég er byrjaður að kaupa miða
hjá Getraunum, tek Jþátt í knatt-
spyrnugetrauninni. Eg get bara
j ómögulega lifað á þeim taxta sem
I ég hef sem Dagsbrúnarverkamað-
ur...
________________________________
Skotfélag Keflavíkur
og nágrennis:
Hefja skot-
æfíngar
innanhúss
Voifum, 5. desember.
SKOTFÉLAG Keflavíkur og ná-
grennis hefur tekið húsnæði á leigu
hjá ísstöðinni h.f. í garði undir
starfsemi félagsins.
Formaður félagsins Vilhjálmur
Grímsson sagði í samtali við
Morgunblaðið að í húsnæðinu yrði
komið fyrir 3—4 skotbrautum með
25 metra færi, þegar fengist hafi
tilskilin leyfi hjá fógeta. Gert er
ráð fyrir að nota 22 kalibera riffla
ogskammbyssur.
Félagar í skotfélagirru eru lið-
lega 50, og sagðist Vilhjálmur vona
að félögum fjölgaði eftir að félagið
hefði fengið þessa aðstöðu en auk
æfingaaðstöðu er vonast til að í
húsinu geti orðið vísir að félagsað-
stöðu.
Varðandi útiaðstöðu hefur ekki
tekist að fá svæði sem eru nægi-
lega örugg fyrir öfluga riffla. „Við
munum halda áfram að vinna aö
því máli, svo hægt verði að st.unda
æfingar innanhúss og utan við
löglegar aðstæður," sagði Vil-
hjálmur.
Æfingaaðstaða félagsins verður
tekin í notkun á næstu dögum.
E.G.
V^terkurog
hagkvæmur
auglýsingamiðill!
SALTAR
SÖGUR
Jónas
Guðmundsson
Sögur Jónasar Guðmunds-
sonar fjalla nær allar um sjó-
mannalíf og farmennsku eða
minnsta kosti hlutskipti fólks
við sjávarsíðuna. Höfundur
var jöfnum höndum rithöfund-
ur og myndlistarmaður.
Sögurnar bera þessu vitni.
Þær einkennast löngum af
frásagnargleði og hugkvæmni
Jónasar en eru eigi síður
myndrænar. Saltar sögur eru
margar skemmtileg listaverk
sem spegla aldarfar, baráttu
og sífellda hamingjuleit.
SA.LTAR
SOGUR
Bókaúfgófa
/HENNING4RSJÓÐS
SKALHOLTSSTlG 7 • HEYKJAVlK • SlMI 621822
• ISLENSK
BÓKAMENNING
ER VERÐMÆTI •
TÖLUÐ
ORD
Andrés
Björnsson
Hugvekjur þessar sverja sig
víða í ætt við ágætar ritgerðir
og fagrar bókmenntir. Þær
hefjast yfir stað og dægur þó
oft sé lagt út af tilefni líðandi
stundar, knýja til umhugsunar,
víkka andlegan sjóndeildar-
hring og marka tímabæra
stefnu. Andrés Björnsson
ræðir meginatriði íslenskrar
menningar af athygli og einurð
og minnir iðulega á hversu
okkur beri að varðveita hana
og efla. En jafnframt sér hann
og heyrir út í heim og hyggur
að málefnum veraldar og
mannkyns.
ÁramótatKigleíóingar 1968-1984
Bökaúfgafa
/MENNING4RSJÓÐS
SKALHOLTSSTlG 7 • REYKJAVlK • SlMI 621822
LÍFS'
HÆTTIR
m .
i
REYKJA'
VlK
SigurðurG.
Magnússon
Efni bókarinnar er á þá lund
að höfundur rekur tilefni henn-
ar í formála en fjallar síðan í
inngangi um kreppuástandið
á þeim tíma er frá segir. Þá
tekur við meginkaflinn þar
sem greinir frá híbýlum, hús-
munum og daglegum lifnaðar-
háttum fjölskyldnanna fimm,
en þar er lýst heimilum Krist-
ínar Guðmundsdóttur og Ólafs
Þorsteinssonar læknis að
Skólabrú 2, Oddrúnar Sigurð-
ardóttur og Helga Magnússon-
ar kaupmanns að Bankastræti
7, Margrétar Gísladóttur og
Guðmundar Gíslasonar skipa-
smiðs að Vesturgötu 30, Vil-
borgar Jónsdóttur og Aðal-
steins Guðmundssonar verka-
manns að Hofsvallagötu 15
og Ragnars Jónssonar verka-
manns og fjölskyldu hans í
Bjarnaborg og Pólunum og á
fleiri stöðum.
Stgur&ur G. Magnusson
UFSHÆTTIR
í REYKJAVÍK
1930-1940
Bókaúfgöfa
/MENNING4RSJÖÐS
SKALHOLTSSTlG 7 • REYKJAVlK • SlMI 6218 22
SIDUR
A
fSLANDI
ÖlafurBriem
Ólafur Briem fyrrum mennta-
skólakennari á Laugarvatni er
bæði vandvirkur fræðimaður
og listrænn rithöfundur. Kunn-
asta rit hans mun Heiðinn
siður á íslandi sem hér birtist
í nýrri útgáfu endurskoðaðri
og aukinni. Bókin skilgreinir
heiðinn sið, trú og guði fom-
manna og áhrif heiðninnar á
menningu okkar og þjóðhætti
og telst öndvegisrit um íslensk
fræði.
Bókaúfgófa
/MENNINGMRSJÖÐS
SKÁLHOLTSSTlG 7 • REYKJAVlK • SlMI 621822