Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 63
63
lést árið 1928, þá aðeins 55 ára
gamall, þegar þau voru að byggja
upp í Hrísey. Á þeim árum þótti
gott ef ekkjur gátu séð fyrir börn-
um sínum, en þurftu ekki að senda
þau frá sér, því engar voru trygg-
ingarnar í þá daga. En Jónína
Schiöth lét sér ekki nægja að sjá
um börnin sín og byggja stórt íbúð-
arhús, heldur stofnaði eigin at-
vinnurekstur.
Með stálvilja og útsjónarsemi
byggði hún húsið Asgarð í Hrísey,
þrílyft steinhús með stórum, fal-
legum garði, og rak það sem hótel
íeyjunni.
Hún horfði bjartsýn fram til
þess tíma þegar börnin hennar
yrðu komin upp og gætu stutt hana
í rekstrinum, en enn átti eftir að
reyna Jónínu Schiöth.
Árið 1940 missir Helga dóttir
hennar ungan eiginmann sinn,
Gísla Vigfússon, frá ungum syni
þeirra, Rafni Halldóri, eftir tæp-
lega tveggja ára hjónaband og í
nóvember 1942, í seinni heims-
styrjöldinni, ferst Hinrik sonur
hennar, þá stýrimaður, með Sæ-
borgu frá Hrísey.
En Jónína Schiöth stóð sig nú
sem endranær. Það má líkja henni
við klettinn í hafinu sem slípast
og verður fallegri við ágang nátt-
úruaflanna.
23. september 1943 giftist Helga
dóttir hennar Sigurði Brynjólfs-
syni frá Hrísey, sem reyndist Jón-
ínu stoð og stytta þegar á þurfti
að halda. Þau Helga eignuðust
saman 3 börn: Gísla Hinrik, f. 16.
desember 1944, Sigurjónu, f. 14.
desember 1947 og Astu, f. 15. júní
1957.
Fjölskyldan bjó öll í Ásgarði,
húsinu sem Jónína byggði, fram
til ársins 1959 er þau fluttu suður
til Kópavogs.
Þar bjó Jónína hjá þeim Sigurði
og Helgu til ársins 1965 er hún
fluttist á Hrafnistu í Reykjavík.
Það er mikil lífsreynsla að lifa
jafn háan aldur og Jónína Schiöth.
Fyrir 20 árum, eða þegar hún flutt-
ist að Hrafnistu, leit hún svo á að
nú væri hún að mestu búin að ljúka
sínu ævistarfi, enda á níræðisaldri,
en það átti fyrir henni að liggja
að lifa í 20 ár til viðbótar og þurfa
síðustu árin að taka því að vera
upp á aðra komin, — nokkuð sem
var andstætt hennar eðli.
Helga, eða Dedda eins og hún
er kölluð, hugsaði um móður sína
af einstakri umhyggju og sá til
þess að hún hefði alltaf nóg af
bakkelsi og öðru því sem hún hafði
gaman af að bjóða gestum og stuðl-
aði þannig að því að Jónína gæti
notið sín og haldið reisn sinni og
höfðingsskap eins lengi og unnt
var.
Jónína var skapmikil og vilja-
sterk alla tíð, en á árunum sem
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985
hún dvaldist á Hrafnistu var góða
skapið og sjálfsbjargarviðleitnin
hennar aðalsmerki.
Kýmnigáfan og að geta gert góð-
látlegt grín að sjálfri sér kom
manni oftast til að líta veröldina
léttari augum. Ef hún ruglaðist
eða gleymdi einhverju þegar hún
var að tala, sló hún því bara upp
í grín; „æ, hausinn á mér er bara
orðinn alveg eins og gatasigti, ég
man ekkert stundinni lengur", og
svo skellihlógum við að öllu saman.
Myndarskapurinn og gestrisnin
voru svo samofin hennar eðli;
„amma mín, hættu nú, við komum
bara til að tala við þig,“ var oft
viðkvæðið þegar hún var búin að
gefa okkur smákökur og kaffi og
var að tína fram brjóstSykur og
konfekt eða ávexti og rjóma. Þá
settist hún hlýðin smástund, en
var von bráðar búin að gleyma sér
við að tína fram sokka eða vettl-
inga sem hún prjónaði í massavís
og þá ekki aðeins handa sínum
afkomendum, heldur þeirra vinum
og skyldmennum.
Það var hennar bjargfasta sann-
færing að fyrir handan tækju ást-
vinir hennar á móti henni og er
það sannarlega notaleg tilhugsun
að vita af henni til að taka á móti
sér þegar þar að kemur, það mundi
hún örugglega gera af þeim mynd-
arskap sem við öll þekktum.
Oft hefur okkur langað til að
hennar ævintýralega lífssaga yrði
fest á blað, en það þurfti oft lag
við hana og hún vildi alltaf fá að
stjórna framkvæmdum. Eitt sinn
átti að hafa við hana blaðaviðtal
og mynda hana af því tilefni. Ljós-
myndarinn gerði henni ekki boð á
undan sér, taldi sjálfsagt ekki
mikið mál að smella mynd af
gamalli konu á elliheimili, en Jón-
ína Schiöth var ekki aldeilis á því.
Henni fannst sjálfsögð tillitssemi
að gera boð á undan sér, þannig
að hún gæti haft sig til og sendi
hann til baka og sagði honum að
koma seinna, en stressaðir blaða-
menn eru að sjálfsögðu ekkert að
eltast við svoleiðis hluti, þannig
að ekkert varð af viðtalinu. Svona
var hún, eins og drottning, hvort
sem hún var að stjórna hótelinu
sínu úti í Hrísey eða í herberginu
sínu á Hrafnistu. Það var að
morgni 1. dags aðventu að hún
kvaddi í faðmi dóttur og dóttur-
dætra. Það var heiðskírt veður og
fjallasýnin tignarleg út um
gluggann hennar á Hrafnistu.
Langri og viðburðaríkri ævi var
lokið. Jónína Schiöth dó södd líf-
daga, á 102. aldursári, sátt við allt
og alla og með bjargfasta sann-
færingu um annað líf.
Eftir sig skilur hún bjartar
minningar og hóp afkomenda sem
telja sér mikinn feng í að leitast
við að viðhalda hispurslausum lífs-
skoðunum hennar úr óbilandi
kjark í mótlæti, gott skap og heil-
brigt mat á lífinu og tilverunni.
Við kveðjum hana með þakklæti
og virðingu.
Sigga og Gísli
Ellert Kristjáns-
son — Minning
Fæddur 9. desember 1930
Dáinn 30. nóvember 1985
Pabbi okkar, Ellert Kristjáns-
son, er allur, og þar hefur kvatt
okkar traustasti vinur. Það sem
einkenndi pabba helst var hvað
hann var afskiptalaus, hann leyfði
manni að eiga sitt daglega líf í
friði, en ef í nauðarnar rak var
hann á vakt, tilbúinn með útrétta
hönd.
Það bar ekki mikið á að hann
fylgdist með okkur börnunum, en
hann sá samt allt og vissi. Pabbi
átti ýmsa eiginleika, einn þeirra
þótt okkur sérlega vænt um, hann
var sá að hann setti sig aldrei í
dómarasæti. Það var sama hvað
gerðist á stóru heimili, í gegnum
þykkt og þunnt sá maður skína í
jafningjann. Pabba fannst hann
fyrst og fremst hafa það hlutverk
í sínu jarðneska lífi að sjá fyrir
sínu stóra heimili.
Guð blessi minningu þess manns
sem hefur verið okkur hvað kær-
astur.
Börnin
MANN
VINURINN
RAIIBI KROSS ÍSLANDS
REYKJAVÍKURDEILD.
Allt á einum stað:
AMSTRAD CPC 6128 128k með diskdrifi og litaskja 32.980 kr.
AMSTRAD CPC 464 64k með segulbandi og litaskjá 21.980 kr.
AMSTRAD DISKDRIF með tengi 12.995 kr.
AMSTRAD diskdrif nr. 2 ................. 8.200 kr.
AMSTRAD talbox og 2 sterio hatalarar . 2 495 kr
AMSTRAD Ijosapenm 960 kr
AMSTRAD telex-tengi 3 950 kr
AMSTRAD sjonvarps-tengi 2.320 kr
AMSTRAD styripinni 850 kr
SKAKTÖLVAN 2001. skæður keppmautur.
12 styrkleikastig 16 935 kr
COMMODORE 64k meö segulbandi 9.950 kr
COMMODORE diskdrif 11.500 kr
COMMODORE litaskjar . . . 14.800 kr.
COMMODORE 64k meö segulbandi og skja 23.350 kr.
SINCLAIR SPECTRUM ♦ 48k 7.650 kr.
Allar taknilegar upplysingar fást i tölvudeild
Laugavegi 118
v/Hlemm.
S:29311,621122
■jr •**«
AUGLST BJARNA D