Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 13% fjölgun bandarískra ferðamanna til október Frá Jóni Ásgeiri SigurÓNNyni, frétUriUra MorgunlaAsins í Hew Haven, Conneetkut. UNDANFARIN Hmm ár hefur stöðugt farið fjölgandi þeim Bandaríkjamönnum sem ferðast um á íslandi. Ferðamálaráð ís- lands hefur náð miklum árangri við kynningu á landinu í bandarí- skum fjölmiðlum og hefur það átak skilað sér í þessum vaxandi ferðamannastraumi. Breyttar áherslur í kynningarstarfinu eiga að líkindum þátt í þessari fjölgun. Fram til oktöber á þessu ári var fjöldi Bandaríkjamanna sem koma til íslands 27.914 manns, sem er 13 prósent aukning miðað við sama tímabil árið 1984. Raunar hefur ferðamanna- straumurinn frá Bandaríkjunum til Evrópulanda aldrei verið meiri en á þessu ári. Ferðamálaráð á Norðurlönd- um starfrækja sameiginlega skrifstofu í New york og hafa með sér margvíslegt samstarf um kynningu á löndunum fimm, sem ákjósanlegum kosti fyrir ferðamenn. Unnur K. Georgsson veitir íslensku deildinni forstöðu. Fyrirspurnum viðvíkjandi ís- landi fjölgaði geysilega síðastlið- ið vor, í kjölfar kynningarher- ferðar sem stóð frá desember 1984 fram á vorið. Miðað við tímabilið apríl—maí 1984 voru fyrirspurnirnar þrefalt fleiri á sama tímabili vorið 1985. Eiga þó íslendingar undir högg að sækja í samkeppni við önnur Evrópuríki sem verja tugum milljóna dollara til að auglýsa lönd sín. Undanfarin tvö ár hefur ferða- málaráð lagt áherslu á að beina athygli Bandaríkjamanna af „mýkri hliðinni" á íslandi. í ís- landskynningu fyrir næsta sum- ar verður enn haldið áfram á þeirri braut að benda ferða- mönnum á ýmsar hliðar fjöl- breyttrar íslenskrar menningar, góðan aðbúnað og gistiaðstöðu og móguleika á hagstæðum inn- kaupum. Að sjálfsögðu er jafn- framt haldið áfram að kynna hina einstöku, stórbrotnu, og fögru íslensku náttúru. Skrifstofa Ferðamálaráðs í New York hefur náð verulegum árangri í sölu skipulagðra ferða til íslands, þær jukust úr 1560 á síðasta ári í 2273 ferðir yfir há- annatímann á liðnu sumri. Unn- ur K. Georgsson hefur komið fram í sjónvarpi og útvarpi, á ferðamálasýningum og ráðstefn- um og auk þess hefur fréttatil- kynningum verið komið á fram- færi við fjölmiðla um öll Banda- ríkin. Tölur þær sem nefndar hafa verið um fjölda bandarískra ferðamanna til íslands ná aðeins fram í október 1985. Unnur K. Georgsson telur að árshækkunin verði enn meiri en þessar tölur gefa til kynna, vegna þess að mikil aukning hefur orðið á verslunarferðum til Islands fyrir jólin. Þetta eru 3—7 daga ferðir sem fengu góða auglýsingu nú í haust. Kaupmáttarrýrnun dollara gagnvart öðrum gjaldmiðlum hefur orðið til þess að mörg fylki Bandaríkjanna leggja aukna áherslu á að fá landsmenn til að ferðast innalands. Af þessum ástæðum hafa Evrópuríki ákveð- ið að auka enn auglýsingar og kynningu á ferðalögum til Evr- ópu og gerir Ferðamálaráð Evr- ópu ráð fyrir 6 prósent aukningu ferðamanna frá Bandaríkjunum. Búist er við að Norðurlöndin auki einnig útgjöld til þess kynn- ingarstarfs sem hefst í desember. JETLAR ÞÚAÐ HALDA HURÐARLAUS JÓL? Viö getum ennþá afgreitt inni — og útihurðir, beint af lager, fyrir jól. Hafðu samband sem fyrst, það er stutt til jóla. Þessar 3 útihurðir eru ► með öllu: Karmi, lömum, skrá.húnum og béttilistum. Afgreiddar af lager. Verð aðeins kr. 12.900.- við sérsmíðum auðvitað^ líka hurðir og glugga, allt eftir bínum óskum. Hér eru bara nokkur dæmi um sérsmíði frá okkur. Viö gerum föst verðtilboð í alla sérsmíði.^ Eigum einnig ýmsar aðrar gerðir útihurða á lager. Þær eru úr furu, oregone bine, mahogany og tekki. veröið er frá kr. 8.900.- Hefur nokkur boðið bér annað eins? 4 Stórglæsilegar fulninga innihurðir úr massífri 1. flokks furu. Til í 3 breiddum: 70, 80 og 90 cm. Afgreíddar af lager. Verð á hurð kr. 6.500.- verð á hurð m/karmi, skrá og lömum, kr. 9.800.- Gamaldags karmlistar fáanlegir í 2 gerðum. 5 i 1 ■w- -p— 1 iiii i u j ——j L J . i . ^... M Hérna eru 2 voldugar fulninga úti- hurðir, úrvönduðu 1. flokks Honduras mahogany. Samt kosta baer ekki nema kr 19.800.- Afgreiddar af lager. Aratuga reynsla í hurða- ^ TRÉSMIOJA og gluggasmídi. BJÖRNS ÓLAFSSONAR Cóðir greiösluskilmálar. DIQ I ^rfenyakrj?,rð?BRAUT Sendum í póstkröfu. símar 54444,54495 Morgunblaðið/E.G. Kjartan Már Kjartansson skólastjóri Tónlistarskóla Keflavíkur æfir nokkra félaga í Unglingalúðrasveit Keflavíkur. Öflugt tónlistar- líf í Keflavík AÐ UNDANFÖRNU hefur mikið verið um að vera I tónlistarhTi í Keflavík. Kjartan Már Kjartansson skólastjóri Tónlistarskóla Keflavíkur og formaður Tónlistarfélags Kefla- víkur sagði í samtali við Morgun- blaðið að nemendum skólans hefði fjölgað um 75% í haust, miðað við í fyrra. Þá var í haust stofnuð öldunga- deild við skólann með 50 nemend- um, en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir 15 manns. Kjartan sagði að það hefði verið vitað um marga fullorðna sem hefðu áhuga, og það hefði tekist að fá þá til þátttöku með stofnun öldungadeildarinnar. Tónleikahald Islensku hljóm- sveitarinnar er meiri háttar stórt skref til að efla tónlistarlífið. Haldnir hafa verið tveir tónleikar hljómsveitarinnar af tíu. Þá má nefna kór Keflavíkur- kirkju sem heldur til Israel, og verður þar um jólin. Allir tónlistarskólar á Suður- nesjum, sex að tölu, héldu sameig- inlega tónleika í Félagsbíó er nefnd- ust „Tónlistardagar æskunnar" fyrir fullu húsi 23. nóvember sl. og síðan var margvísleg starfsemi um þá helgi fyrir nemendur tónlistar- skólanna. Tónlistarfélag Keflavíkur hefur verið vakið upp af um tveggja ára dvala. Félagið á að útvega félags- mönnum sínum þrenna tónleika á hverju starfsári. Einum tónleikum er þegar lokið, píanótónleikum Þorsteins Gauta í Félagsbíói þann 13. okt. sl. Tónleikana sóttu 60 manns. Hjá Tónlistarskóla Keflavíkur er kennt á öll helstu hljóðfæri, nema saxófón og klarinett. í haust hófst kennsla á selló. Við skólann er starfrækt lúðrasveit, er nefnist „Unglingalúðrasveit Keflavíkur" og er undir stjórn Björns R. Einars- sonar og Jónasar Dagbjartssonar. Við skólann starfa 12 kennarar. „Það er ekki hægt að byggja upp svona skóla án skilnings þeirra yfirvalda sem reka skólann (bæjar- yfirvalda), sem hafa sýnt þessum málum mikinn skilning frá því ég kom til starfa hérna," sagði Kjart- an. Framkvæmdir standa yfir við stækkun skólans. E.G. Morgunblaðið/E.G. Nokkrir nemar í öldungadeild ásamt kennara sínum Gróu Hreinsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.