Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER 1985
65
V
víða við á skammri ævi og lagði
jafnan þeim málefnum lið, er til
heilla horfðu.
Við óvænt fráfall þessa dug-
mikla frænda míns setur okkur
hljóð og við skiljum lítt þann
grimma skapadóm, sem slíku veld-
ur. En við lútum höfði í auðmýkt,
því að við vitum að í hendi Guðs
er líf og dauði sem og allt annað.
Söknuðurinn eftir góðan dreng
verður þó sárastur hjá þeim sem
næstir honum stóðu og bið ég góð-
an Guð að leggja þeim líkn sem
þraut á sorgarstundu. Megi björt
og fögur minning um Sigurð
Rafnsson hjálpa til að létta
þyngstu sporin og græða sárin. Ég
tel mig mæla fyrir hönd okkar
allra frændsystkina Sigurðar er ég
votta eftirlifandi eiginkonu hans
og börnum þeirra, sem og systur
hans og öðrum aðstandendum,
dýpstu samúð og bið þeim allrar
blessunar.
Blessuð sé minning Sigurðar
Rafnssonar.
Jón R. Hjálmarsson
í dag verður Sigurður Rafnsson,
æskuvinur minn og félagi, lagður
til hinstu hvíldar, en hann lést á
heimili sínu hinn 26. nóvember sl.
Fréttin um andlát hans kom eins
og reiðarslag, skyndilega og óvænt
var hann kallaður burt úr þessum
heimi og það er erfitt að skilja
hvers vegna maðurinn með ljáinn
bar nú niður einmitt þarna. Tveim
dögum áður höfðum við setið
saman stutta stund og spjallað og
hann sagði mér þá frá ýmsum
framtíðaráætlunum fjölskyldunn-
ar, hress í bragði eins og hans var
vandi. En hér sannaðist það eins
og svo oft áður að enginn veit sína
ævina fyrr en öll er.
Sigurður var fæddur í Grindavík
4. apríl 1944, sonur merkishjón-
anna Ingveldar Einarsdóttur frá
Garðhúsum og Rafns A. Sigurðs-
sonar, sem lengi var skipstjóri hjá
Eimskipafélagi Reykjavíkur og
stýrði mörg ár m.s. Kötlu í milli-
landasiglingum. Það var því ekki
óeðlilegt að Sigurður fengi
snemma áhuga á sjómennsku og
hafið heillaði hann frá unga aldri
eins og títt er um drengi sem alast
upp í sjávarplássum. Okkar kynni
hófust með því að Sigurður var
sendur í sveit um sumartíma til
foreldra minna á Blikastöðum í
Mosfellssveit, þá sjö ára gamall.
Við vorum jafnaldrar og okkur
varð fljótt vel til vina enda áttum
við ýmis sameiginleg áhugamál.
Sigurði féll sveitavistin vel og svo
fór að hann kom hingað til starfa
í alls átta sumur. Var það okkur
báðum jafnan tilhlökkunarefni að
hittast á vorin. Hin öra tæknivæð-
ing, sem þá átti sér stað í land-
búnaðinum, heillaði okkur og Sig-
urður var einkar laginn að fást við
vélarnar. Á þessum árum fór hann
einstaka sinnum með föður sínum
í siglingu til útlanda og haustið
sem við vorum 13 ára gamlir tók
Rafn skipstjóri okkur báða með í
eina ferð á m.s. Kötlu. Þá var siglt
með síld til Sovétríkjanna og timb-
ur tekið heim frá Finnlandi. Þetta
var auðvitað mikil ævintýraferð
og manni opnuðust nýir heimar.
Þegar þau Ingveldur og Rafn
fluttust til Reykjavíkur og stofn-
uðu heimili á Rauðalæk 65 styttist
bilið á milli okkar Sigurðar og
samverustundum fjölgaði þegar
við báðir hófum nám í framhalds-
skóium í Reykjavík, hann í Versl-
unarskóla íslands, ég í Mennta-
skólanum. Sigurður varð stúdent
frá VÍ árið 1965. Sjómennskan átti
þá svo sterk tök í honum að hann
ákvað að fara í Stýrimannaskól-
ann og þaðan lauk hann prófi árið
1967. Eftir það var hann um tíu
ára skeið stýrimaður hjá Eim-
skipafélagi íslands í millilanda-
siglingum.
Árið 1965 kvæntist Sigurður
Sólveigu ívarsdóttur hjúkrunar-
fræðingi úr Reykjavík. Þau bjuggu
fyrstu árin þar en fluttust fyrir
um það bil átta árum á Suðurnesin
og stofnuðu heimili á Garðbraut
66 í Garði. Sigurður hætti þá
reglubundnum siglingum, stund-
aði um tíma störf hjá varnarliðinu
á Keflavíkurflugvelli og átti einnig
hlut í haensnabúinu Miðhúsum sf.
í Garði. Árið 1982 keyptu þau hjón-
in verslunina Skiphól í Sandgerði.
Það var nú þannig með hann Sig-
urð, að hann undi sér best ef hann
hafði nóg fyrir stafni. Hann tók
virkan þátt í félagsmálum í Garð-
inum og var félagi bæði í björgun-
arsveitinni Ægi og kiwanisklúbb-
num Hofi.
Þau Sólveig og Sigurður eignuð-
ust þrjú börn. Elstur er Rafn
Alexander, sem undanfarið hefur
fetað í fótspor föður síns og siglt
um heimsins höf, þá Elísabet Ólöf,
nemi, og yngst er Ingveldur Ásdís,
grunnskólanemi.
Á kveðjustund streyma minn-
ingarnar um löngu liðna daga
fram. Sérstaklega standa bernsku-
og unglingsárin okkur ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum. Ég er þakk-
látur fyrir samfylgdina og yinátt-
una. Sigurður var mjög vinafastur
og hélt ætíð sérstakri tryggð við
Blikastaði. Foreldrar mínir mátu
það mikils og þau flytja hér alúð-
arþakkir fyrir vinskapinn.
Elsku Sólveig, öll sendum við
þér og börnunum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og biðjum
algóðan Guð að veita ykkur styrk.
Magnús Sigsteinsson
Er ég kvæntist Lóu systur Sigga
í mars 1953 hafði ég kynnst unga
drengnum vel. Siggi var þá orðinn
vinur minn og leit á mig sem stóra
bróður. Faðir hans, Rafn A. Sig-
urðsson skipstjóri, tengdafaðir
minn, sigldi á þeim árum skipi
sínu, ms. Kötlu, um heimsins höf
og var langtímum fjarri fóstur-
jörðinni. Siggi leitaði því oft ráða
hjá okkur hjónunum og dvaldist
stundum hjá okkur, en þá bjuggu
tengdaforeldrar mínir í Grindavík,
þar til fjölskyldan fluttist til
Reykjavíkur í árslok 1956.
Faðir Sigga andaðist er Siggi
var 16 ára, og varð ég fjárhalds-
maður hans næstu árin. Varð
vinátta okkar enn nánari á þeim
árum, því hann var alla tíð góður
vinur vina sinna. Ingveldi móður
sína missti Siggi 1977 og urðu
tengslin milli okkar sterkari með
árunum. Við hjónin og börnin
okkar þrjú leituðum oftar til Sigga
eftir því sem tíminn leið og hann
til okkar.
Þótt við Lóa gætum miðlað
Sigga einhverju af okkar reynslu
var aldursmunur það mikill, að
mismunandi sjónarmið komu
fram, en vináttan hvarf aldrei,
þótt systkinin væru ekki ávallt
sammála. Hvorugt þeirra gat séð
af hinu, og ávallt varð vinskapur-
inn sterkari en skoðanamunurinn.
Þótt Sigurður stundaði nám við
Verslunarskóla fslands var sjó-
mennskan ætíð efst í huga hans,
en stúdentsprófið reyndist honum
ágætis veganesti, bæði til sjós og
lands.
Stýrimaður varð hann á ms.
Öskju og skipum Eimskips og
Ríkisskips og síðar afleysingaskip-
stjóri. Siggi hlífði sér aldrei og lét
hendur standa fram úr ermum,
hvert sem verkefnið var, og alltaf
reiðubúinn að rétta öðrum hjálp-
arhönd. Sigurður kvæntist Sól-
veigu ívarsdóttur í desember 1965
og eignuðust þau þrjú börn, Rafn
Alexander 19 ára, Elísabetu ólöfu
16 ára og Ingveldi Ásdísi 12 ára.
Til þess að vera nær fjölskyldu
sinni hætti Siggi á sjónum, enda
voru yngri börnin áður nánast hálf
feimin við pabba sinn, er hann leit
inn á milli ferða. Siggi vann á
Keflavíkurflugvelli um skeið, en
gerðist síðast kaupmaður í Sand-
gerði og bjó síðustu árin í Garðin-
um.
Hin síðari ár átti Siggi við ýmsa
erfiðleika að stríða, eins og flestir,
en ekki er ástæða til að rekja þau
atvik nánar, enda er okkur Lóu og
börnum okkar ávallt efst í huga
góði bróðirinn, frændinn og mág-
urinn.
Nú hefur Siggi lagt upp í sína
síðustu ferð, en hann varð bráð-
kvaddur aðfaranótt 28. nóvember
sl. Daginn áður hringdi Siggi í
systur sína og mig til Osló. Áttum
við saman ánægjulegt samtal og
kom andlát hans næstu nótt þvf
okkur algjörlega að óvörum.
Systir kveður eina bróður sinn
með söknuði, börn okkar og barna-
börn frænda sinn og ég mág minn.
Guð gefi Sólveigu og bornunum
styrk og frið.
Niels P. Sigurðsson
ENGINN
KOSTNADUR
Sem þjónustu við landsbyggðina og þá sem
langt eiga í bókaverslanir, höfum við ákveðið
að bækur sendar í póstkröfu verði jafn ódýrar
fyrir kaupandann og þann sem kemur í búðina
til okkar. Þetta þýðir að við sendum póstkröfur
án þess að innheimta póstkröfukostnaðinn og
stuðlum að sama bókaverði fyrir alla.
ÍSAFOLD
Austurstræti 10
Pöntunarsími: 18544
hagstæd
vekp
HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD
[hIheklahf
LAUGAVEGI 170 172 SIMAR 11687 • 21240
GOÐIR GREIÐSL USKILMALAR
éT
■ _^^
$5ANYO I
MMHUmiÆM
m
mu
AB META verð fró
kr. 28.700.- stgr.
Gunnar Ásgeirsson hf.
SuóurlandsbrautK Sirm 9135200 (ÍZU-
PRISMA