Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 Vasaorðan Þeir félagar Guðbrandur Gíslason og Aðalsteinn Ing- ólfsson skruppu á dögunum yfir Atlantsála til Amsterdam að heilsa upp á Sigurð Guðmundsson myndlistarmann og fleiri lista- menn er hollenska ríkið hefir fóstrað. Sjónvarpsáhorfendur nutu heimsóknarinnar í Gluggan- um síðastiiðið sunnudagskveld. Persónulega hafði ég ákaflega gaman af þessari heimsókn til hinna brottfluttu íslensku lista- manna. Sigurður Guðmundsson hefir nýverið hlotið Vasaorðuna úr hendi sjálfs Svíakonungs og ber að skoða þá viðurkenningu sem einskonar gullstimpil til handa þeim Súmurum er settust að í Hollandi fyrir ríflega tveimur tugum ára. Ættu nú íslendingar að sjá sóma sinn í að verðlauna hollensk menn- ingarmálayfirvöld fyrir vel unnin störf í þágu íslenskra listamanna. Hollendingar eiga einhverja mestu snillinga veraldarsögunnar á sviði myndlistar menn á borð við Jo- hannes Vermeer, Rembrandt van Rijn, Frans Hals, Dieric Bouts, Van Gogh og skilja því í senn menningarlegt gildi listuppeldis og fjárhagslegt eða halda menn að Hollendingar tapi á Rembrandt van Rijn? Nei, aldeilis ekki ég er jafnvel ekki frá því að Rembrandt karlinn skili hollenskum ferða- mannaiðnaði gildari sjóðum en sjálfur túlipaninn. Því hika hol- lensk stjórnvöld ekki við að launa listamenn því hver veit nema Rembrandt fæðist enn á ný. Aðveðjaá... Hér norðurfrá hugsa menn á dálítið öðrum nótum og veigra jafnvel verðandi stjórnmálamenn sér ekki við að leggja fram á opin- berum vettvangi tillögur er miða í raun að því að skera listamenn niður við trog. Ég vil taka skýrt fram að ég er persónulega þeirrar skoðunar að það geti verið hollt fyrir listamenn að sinna borgar- legu starfi ásamt listsköpuninni, en sé horft til þess veruleika er við búum við í dag hér á eyjunni góðu, þá er nánast vonlaust fyrir listamenn að skila drjúgu dags- verki til dæmis á ákveðnum svið- um myndlistar og kvikmyndagerð- ar nema að njóta starfsnæðis. Vísitöluleikur stjórnarherranna dregur mátt úr kynslóðum lista- manna og orkan fer fyrst og síðast í að skaffa fyrir vöxtum og verð- bótum er hrjóta til fjármagnseig- enda og hinnar geysifjölmennu stéttar er fæst hér við að telja peninga bæði í bönkunum og hin- um nánast óteljandi lífeyrissjóð- um lands vors. Við slíkar aðstæður dafnar trauðla mikil list. Einn og einn maður kemst jú uppá lagið með að mála myndir af banka- stjórunum og lifir góðu lífi en flestir verða að láta sér nægja að horfa á hugmyndirnar lifna og deyja í huganum. Skonrokk: í Skonrokki föstudagsins 6. des- ember mátti glögglega sjá um- merki þeirrar fátæktarstefnu er hér er rekin á listasviðinu. í þættinum voru einvörðungu flutt íslensk lög af innlendum hljóm- sveitum og það sem meira er að myndirnar er fylgdu voru allar úr smiðju íslenskra kvikmyndagerð- armanna. Ég verð að segja eins og er að mér fannst sorglegt að horfa uppá hversu naumt var skammtað í þessum myndum. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum hér lagasmiði og tónlistarmenn er geta náð eyrum heimsbyggðarinn- ar ef rétt er á málum haldið. En það dugir ekkert minna en ausa hreinlega fé í þær myndir er fylgja afúrðum þessa tónlistarfólks. Bretadrottning sæmdi Bítlana á sínum tíma æðstu orðu Breska samveldisins ekki bara vegna tón- listarafreka þeirra félaga heldur vegna þeirrar staðreyndar að þeir höluðu meira fé til Bretlands en nokkurt annað breskt fyrirtæki á þeim tíma. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNYARP Sjónvarpsmennirnir íslensku eru hér á myndinni frá vinstri: Öm Sveinsson kvikmynda töku maður, Oddur Gústafsson hljóðmaður og Ögmundur Jónasson fréttamaður. Til hinstu hvíldar KASTLJÓS — þjóð í þrengingum ■■ Kastljós, 3Q fréttaþáttur um — erlend málefni, verður á dagskrá sjón- varps kl. 22.30 í kvöld. Þátturinn ber yfirskrift- ina Þjóð í þrengingum og fjallar um afganska flóttamenn í Pakistan. Sjónvarpsmenn eru nú nýkomnir úr för til Norð- vestur-Pakistans þar sem dveljast yfir tvær milljón- ir afganskra flóttamanna. Þar hittu sjónvarpsmenn ýmsa leiðtoga þeirra að máli og komu í sjúkrahús og ræddu við menn sem særst höfðu í stríðinu. Einnig kynntu þeir sér skólamál og ýmsa aðra þætti daglegs lífs. Stríð hefur verið í Afg- anistan um árabil en sex ár eru síðan Sovétmenn fóru með her inn í landið. Mörg hundruð þúsund manns hafa látið lífið í stríðinu að því að áætlað er og um fjórar milljónir manna hafa flúið land. Phyllis Calvert og Bill Fraser í hlutverkum sínum í „Til hinstu hvíldar" sem frú Maxie og sir Reynold. Jón í Brauðhúsum í tilefni af því ■i Fimmti og 25 næstsíðasti — þáttur breska sakamálamyndaflokksins „Til hinstu hvíldar" er á dagskrá sjónvarps kl. 21.25 í kvöld. Myndaflokk- urinn er gerður eftir saka- málasögu P.D. James. í hlutverki lögreglurann- sóknarmannsins Adams Dalgliesh er Roy Marsden. Hann rannsakar dauða manns sem grunaður er um fíkniefnasölu. Hann rekur slóðina heim á sveitasetur þar sem ekki reynist allt með felldu. I síðasta þætti reyndi Dalgliesh að komast að ástæðum fyrir dauða Sallýar, tilvonandi eigin- konu Stephens. í lok þátt- arins beindust grunsemdir helst að systur Stephens sem var meinilla við til- vonandi mágkonu sína eins og flestum öðrum á sveitasetrinu. Þýðandi er Kristrún Þórðardóttir. Ofl 35 að * da2 eru — liðin 30 ár frá því að Halldór Laxness tók við Nóbelsverðlaunum í bókmenntum verður end- urtekinn lestur hans á smásögu sinni „Jón í Brauðhúsum" kl. 20.35 í kvöld. Sagan birtist í „Sjö stafa kverinu" 1965 en lestrinum var áður út- varpað 1974. Halldór Laxness ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 10. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Elvis, Elvis“ eftir Mariu Gripe. Torfey Steinsdóttir pýddi. Sigurlaug M. Jónas- dóttir les (10). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál. , Endurtekinn páttur frá kvöld- inu áður sem Margrét Jóns- dóttir flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 10.40 „Ég man þátlð". Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Úr atvinnullfinu — Iðnaðarrásin. Umsjón: Gunnar B. Hinz, Hjörtur Hjartar OG Páll Kr. Pálsson. 11J0 úr söguskjóðunni — Hafnargerðarkaupgjalds- málið 1913. Þáttur I umsjá Þorláks A. Jónssonar. Lesari: Oddný Yngvadóttir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 ( dagsins önn — Heilsu- vernd. Umsjón: Jónlna Benedikts- dóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Feðgar á ferð" eftir Heðin Brú. Aðalsteinn Sigmundsson þýddi. Björn Dúason les (5). 14.30 Miðdegistónleikar — Maurizio Pollini leikur 20. aldar planótónlist. a. Þrlr þættir úr „Petrúsku" eftir Igor Stravinsky. b. Þrjú píanólög eftir Arnold Schön- berg. c. „Sofferte onde ser- ene", tónlist fyrir planó og segulband eftir Luigi Nono. 15.15 Barið að dyrum. Einar Georg Einarsson ræðir við Einar Karl Guðjónsson á Höfn I Hornafirði. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16J0 Hlustaðu með mér. — Edvard Fredriksen. (Frá Akureyri). 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Krístln Helga- dóttir. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 19.00 Aftanstund Endursýndur þáttur frá 2. desember. 19.20 Ævintýri Olivers bangsa Ný syrpa — Fyrsti þáttur. Franskur brúöu- og teikni- myndaflokkur um vlðförlan bangsa og vini hans. Þýð- andi Guöni Kolbeinsson, lesari með honum Bergdls Guðnadóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 10.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegtmál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 19.50 Lestur úr nýjum barna- og unglingabókum. Umsjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Sigurlaug M. Jónas- dóttir. 20.30 „Jón I Brauðhúsum", smásaga eftir Halldór Lax- ness. Höfundur les. (Aður útvarpað 1974, en endurflutt nú, þegar þrjátlu ár eru liöin frá þvl að Halldór tók við Nóbelsverðlaunum). 20.50 „Humáttir". Aðalsteinn Asberg Sigurðs- son les þýðingar sínar á Ijóð- um eftir norska skáldið Paal Helge Haugen. 21.05 Islensk tónlist. a. Jón Sigurbjörnsson syng- ur lög eftir Knút R. Magnús- son. Ragnar Björnsson leikur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Hver var að hlæja? (Survival — No Laughing Matter) Bresk dýrallfsmynd um hlen- ur i Austur-Afrlku. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.25 Til hinstu hvlldar (Cover Her Face) Fimmti þáttur. Breskur sakamálamynda- flokkur i sex þáttum, gerður eftir sakamálasögu eftir P.D.James. Aöalhlutverk. á planó. b. „Angelus Dom- ini“, tónverk eftir Leif Þórar- insson. Sigrlður E. Magnús- dóttir syngur með Kammer- sveit Reykjavlkur. Höfundur- inn stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Saga Borgarættarinnar" eftir Gunnar Gunnarsson. Helga Þ. Stephansen les (26). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orö kvölds- ins. 22.25 Frá tónleikum Islensku hljómsveitarinnar I Lang- holtskirkju 21. f.m. „Konur I Islensku tónlistar- llfi". Stjórnandi: Jean Pierre Jacquillat. Einsöngur: And- ers Josephsson. Einleikur: Anna Guðný Guðmunds- dóttir. a. Fimm lög eftir Karó- llnu Eirlksdóttur. b. Þrjú sönglög eftir Jórunni Viðar. c. „Davlð 116“ eftir Misti Þorkelsdóttur. d. Planókon- Roy Marsden. Adam Dalg- liesh rannsakar dauða manns sem grunaður er um flkniefnasölu. Hann rekur slóöina heim á sveitasetur, þar sem ekki reynist allt meö felldu. Þýðandi Kristrún Þóröardóttir. 22.30 Kastljós Þáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður Ögmundur Jónasson. 23.10 Fréttir I dagskrárlok. sert ( C-dúr K. 415 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Kynnir: Asgeir Sigurgests- son. 24.00 Fréttir. Dagskrálok. ÞRIÐJUDAGUR 10. desember 10.00—10.30 Ekki á morgun, heldur hinn Dagskrá fyrir yngstu hlust- endurna frá barna- og ungl- ingadeild útvarpsins. Stjórnendur: Kolbrún Hall- dórsdóttir og Valdls Óskars- dóttir. 10.30—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. Hlé. 14.00—16.00 Blöndun á staön- um Stjórnandi: Sigurður Þór Salvarsson. 16.00—17.00 Frlstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eövarð Ingólfs- son. 17.00—18.00 Sögur af sviðinu Stjórnandi: Þorsteinn G. Gunnarsson. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11.00, 15 00 16.00 og 17.00. 17.00—18.00 Rlkisútvarpiö á Akureyri — Svæðisútvarp. SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 10. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.