Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 New York-bréf Harry Groener, sem um skeið lék Georg, og Maryann Plunkett sem Marie, ástmey hans í söngleiknum Sunday in the Park with George. — eftir Hallberg Hallmundsson New York-bréfið hefur nú tekið sér alllangt frí — allt að tvöföldum meðgöngutíma; samt mun af- kvæmið lítið vexti. Fyrir þessu langa hléi eru annars tvær ástæð- ur. Hin fyrri og veigameiri er sú, að ég var engan veginn viss um að fólk kærði sig um að lesa það sem ég var að krota á blað; það er erfitt að gera sér grein fyrir undirtektum, þegar úthöf ber í milli. Mörg blöð heima — og þá ekki síst Morgunblaðið sjálft — færa lesendum sínum greinargóð- ar fréttir af því sem er að gerast í leikhúsum og öðrum þáttum menningarlífs í útlöndum og ekki vantar frásagnir frá New York. Mér fannst því sem það kynni að vera of mikið af því góða að ég væri að orðlengja um sama efni, kannski löngu á eftir öðrum frétt- um. En þegar ég var á ferð heima fyrir réttum þrem mánuðum fór ég að halda að ég hefði kannski haft á röngu að standa, eins og oft kemur fyrir mig. Svo margir minntust á bréfin og ýttu undir mig að halda þeim áfram, að ég fór að endurskoða afstöðu mína. Reyndar geri ég mér ljóst, að sum þesara ummæla kunna að hafa verið aðeins góðlátlegt en marklít- ið hjal — sem sagt skjall — en ég hef samt komist að þeirri niður- stöðu að ef til vill hefði ég átt að hlíta dómgreind ritstjóra blaðsins til að byrja með — treysta þeim til að þekkja sitt heimafólk og vita hvað því kemur. Verðlaunaleikrit frá því í fyrra Hin ástæðan sem ég nefndi er raunar sú, að hér hefur lengi verið heldur fátt um fína drætti — og þá á ég að vísu einkanlega við leikhúsin. Tiltölulega lítið af nýj- um verkum, sem slægur er í, kemur fram hvert leikhúsár, hvort sem eru söngleikir eða venjulegir sjón- leikir. Þau verk sem komast á svið vantar oft lífsneistann, jafnvel þótt ýmislegt kunni að vera nýti- legt í þeim, og þá hverfa þau eftir fáar sýningar — sum jafnvel strax eftir frumsýningu. En þau sem hljóta góða dóma og mikla aðsókn geta ekki alltaf staðið undir þvi hrósi sem hlaðið er á þau. Eitt hryggilegasta dæmi um þetta sem ég man eftir síðan ég skrifaði síð- asta bréf er Glengarry Glen Ross eftir David Mamet. Titillinn er staðarnafn og vart þýðanlegur, en leikurinn fjailar um samkeppni meðal lóðaprangara, útsmoginna loddara sem nota kjaftavit sitt út í æsar og víla fátt fyrir sér ef það getur hjálpað þeim til að selja. Blaðaumsagnir um þennan leik voru fádæma góðar og leikdóm- endur útnefndu hann besta leikrit ársins (1983—’84). Þá duttu mér allar lýs úr höfði; mér þótti þetta fremur uppkast en fullunnið leik- rit. Til að fullnægja öllu réttlæti verð ég þó að segja að sum atriði leiksins eru glettilega vel skrifuð, ef miðað er við næmleik fyrir daglegu, mæltu máli, tvinnuðu bölvi og klámi. Maður trúði því stundum varla að þetta væri til- búið samtal en ekki eitthvað sem hlerað var af tilviljun. Frammi- staða leikendanna var líka í besta lagi; ég gat lítið út á þá sett. En einhvern veginn fannst mér þetta ekki ganga upp. Atburðarásin var svo veik og einkum það atriði sem örlögum réði, að ég fékk það á tilfinninguna að höfundurinn hefði skrifað atriðin hvert í sínu lagi án þess að vita hvernig hann ætti að tengja þau saman. Afleið- ingin er sú að hápunktur leiksins koðnar og fer næstum fram hjá manni: Þar sem búast hefði mátt við átökum er aðeins sýnd vesæld- arleg uppgjöf. Seinna, þegar ég las leikritið á bók, erég ekki frá því að álit mitt hafi eitthvað mildast, án þess þó að breytast í aðalatrið- um. En viti menn, leikurinn „gekk“ í meira en ár og fékk þar á ofan Pulitzerverðlaunin fyrir árið 1984. Höfundurinn, David Mamet, er annars talinn meðal fremstu núlif- andi leikskálda i Bandaríkjunum. Fyrir nokkrum árum sá ég annað leikrit eftir hann, A Life in the Theater - Leikhúslíf á íslensku — sem mér líkaði allvel án þess þó að falla í stafi yfir snilldinni. Öllu þekktara er American Buffalo, eða Amerískir vísundar, sem reyndar fjallar um annars konar skepnur, þ.e.a.s. smábófa og dópmagnara. Sá leikur var endursýndur fyrir tveimur árum með A1 Pacino í aðalhlutverki og hefur verið kall- aður besti sjónleikur í áratug. Því miður sá ég hann ekki á sínum tíma, svo að ég get ekki dæmt um hann af eigin raun, en alltaf þykir mér hollara að taka slíkum útnefn- ingum með nokkurri efasemi. í garðinum með Georg Annað verðlaunaverk sem ég sá ekki alls fyrir löngu er söngleikur- inn Sunday in the Park with George, sem útleggst A sunnudögum í garð- inum með Georg. Tónlist og söng- textar þessa verks eru eftir Step- hen Sondheim, sem kunnur er fyrir marga aðra söngleiki, þar á meðal Sweeney Tood (um rakarann sem brá hníf sínum fremur á barka en skegg), en talað mál er eftir James Lepine, sem jafnframt hafði á hendi leikstjórn. Leikur þessi er óvenjulegur að því leyti að hann er saminn utan um frægt málverk eftir franska listamanninn Georg- es Seurat (1859—’91), sem hann kallaði „Sunnudagseftirmiðdag á Grande Jatte-eyju;“ allir sem ein- hvern tíma hafa blaðað í listasögu kannast við þá mynd. Á sviðinu fá flestar þær persónur sem sjá má í málverkinu — og jafnvel hundarnir líka — sín hlutverk, auk málarans, og fyrri þátturinn fjall- ar beinlínis um tilurð myndarinn- ar fyrir hundrað árum, með ofur- litlu ívafi af ástarsögu. Seinni þátturinn gerist síðan í nútíman- um og segir frá öðrum Georg — niðja hins fyrra í þriðja lið — sem einnig er listamaður, þó á öðru plani. En það er óþarfi að rekja efni leiksins. Hitt verður að segjast að hann er dável gerður. Músíkin er góð og vinnur á við nánari kynni, og allt verkið — sviðssetning inni- falin — bar vitni um hugvit og ímyndunarafl í besta lagi. Ég er ekki viss um að það hafi átt skilið að fá Pulitzerverðlaunin fyrir leik- rit þetta árið, en sem alhliða leik- húsverk á hann allt gott skilið. Sýningum á þessum söngleik mun nú vera hætt fyrir skömmu. Um ónæmistæringu ... Miklum mun veigameira sem leikrit, og þar að auki ólíkt tíma- bærara, er As Is, eða Eins og er, annar tveggja sjónleikja sem nú eru í gangi hér í borg og fjalla um ónæmistæringu. Þetta er stutt en magnað leikrit og hefur verið sett á svið af frábærum hagleik. Leik- stjórinn, Marshall W. Mason, er vel þekktur og hefur lengi verið viðriðinn leikflokk, sem kallast Circle Repertory Company, en höfundarins, William M. Hoffman, hafði ég ekki áður heyrt getið. Eins og er fjallar um tvo homma, sem í upphafi leiks hafa slitið löngum samvistum en ekki gengið til fulls frá skiftingu bús- ins. Annar þeirra hefur nú fengið ÓT og nýi elskhuginn yfirgefið hann. Svipmyndir, sem leikurinn er gerður úr, sýna bæði sálarstríð og angist sjúklingsins og mismun- andi viðbrögð fólks við því sem hrjáir hann. Þar skiftast á ní- standi háð og djúp viðkvæmni og samúð. Hæst ber ástúðlega umönnun fyrri elskhugans, sem er hinum sjúka til hughreystingar meðan hann bíður dauðans. Enginn skyldi þó halda að þessi leikur sé ekkert nema yfirþyrm- andi sorgarsaga. Langt frá því. Uppistaðan er að sjálfsögðu harm- söguleg, en það er mikil kímni í verkinu. Að nokkru leyti er sú kímni kannski nokkuð kaldranaleg eins og gefur að skilja, því að höfundur vill ekki Iáta áhorfendur gleyma þeim voða sem ÓT er, en það er líka mikið um broddlausa fyndni svo að manni verði ekki of þungt fyrir brjósti. Sviðsetningin er hnökralaus. Svipmyndir þær sem gefa okkur innsýn bæði í framvindu leiksins og það sem á undan hefur farið — sem sé, bæði nútíð og fortíð — gliðna sundur og renna aftur hver inn í aðra eins og af sjálfu sér, og flestir leikendur utan aðalhlut- verkanna tveggja fara með tvö til þrjú hlutverk, sem einnig skiftast á af sama áreynsluleysi, að því er virðist, og vatn rennur niður halla. Þess væri sannarlega óskandi, að þeir sem helst hafa gengið fram í því að æra fólk af hræðslu við smitun af ÓT hér í borg gætu séð þennan leik og lært af honum — ef ekki læknisfræðilegar stað- reyndir, þá að minnsta kosti mannlega samúð. Hinn leikinn um ÓT, sem nefnist The Normal Heart, eða Hjarta eins og gerist, hef ég enn ekki séð. Annars virðist þessi voðalegi sjúk- dómur nú vera að komast á það stig í leiklistarheiminum hér vestra að menn fari að fá sig fullsadda af „skemmtiefni" um hann. Hver sjónvarpsþátturinn á fætur öðrum hefur nú fjallað um þennan ógnvald og frekari of- mötun gæti hæglega valdið ónæmi áhorfenda fyrir þeim hörmungum sem hann flytur fólki. En þetta er enn eitt dæmi um það hvernig allt er haft að féþúfu og allir vilja fá skerf af gróðanum — auðvitað undir því yfirskini að verið sé að fræða fólk og upplýsa! .. .og alþjódleg vandamál Fræðsla af öðru tagi er veitt í nýju leikriti eftir David Hare, sem nefnt er vA Map of the World, eða Landabréf af heiminum. Annars er kannski ekki rétt að kalla það nýtt, því að það var fyrst sýnt í Ástralíu fyrir allnokkru og síðan í heima- borg höfundarins, London. Það fjallar um árekstur milli hug- mynda, eða kannski hugmynda- kerfa á alþjóðaráðstefnu þar sem við eigast þróuð og vanþróuð lönd, ríkar þjóðir og snauðar, og sumir mundu segja vinstri- og hægri- stefnur. Inn í fléttast svo persónu- legur metingur og ástamál, sem og leikur innan leiksins, svo að úr verður allforvitnilegt verk. Samt er eins og eitthvað vanti á til að það grípi mann fanginn. Þrátt fyrir ágætan leik Indverjans Ros- han Seth (hann lék Nehru í kvik- myndinni Gandhi og var útnefndur til óskarsverðlaunanna fyrir) og margra annarra, undir leikstjórn höfundarins sjálfs, rís það varla nógu hátt til að verða verulega eftirminnilegt. Það vekur mann til umhugsunar um stund og af þeim sökum má segja að það eigi erindi, en gleymist tiltölulega fljótt. Þó er mér ekki grunlaust um að það kunni að vera betra á bók. Enn eru ótaldir þó nokkrir áhugaverðir sjónleikir, sem nú eru á fjölunum hér í borg. Þeirra á meðal er annar leikur innfluttur frá London, sem þó er bandarískur að ætterni — Aunt Dan and Lemon (Dan frænka og Lemon) eftir Will- iam Shawn. En þeir verða að bíða næsta bréfs. Vonandi verður með- göngutími þess styttri. New York, 15. nóvember 1985.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.