Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR10. DESEMBER1985 fclk í fréttum Hún vó aðeins hálft kíló... Kenya King fæddist nítján vikum fyrir tímann og eng- inn hugði henni þá líf. Hún vó liðlega hálft kíló og var 27 sentimetrar að lengd, minnsta barn í Bandaríkjunum. „Höfuðið var ekki stærra en golfkúla," sagði móðirin Lisa King og bætti við að puttarnir hefðu ekki verið stærri en á litlu dúkkun- um sem hún átti sem barn. „Ég stóð bara og horfði hjálpar- vana á þessa litlu dásamlegu telpu, barðist við grátinn og vonaði að vel myndi fara. Hún lifði af fyrsta sólarhringinn og allir veittu okkur stuðningsinn. Annar dagurinn leið, sá þriðji... og eftir nokkurn tíma þegar ég sá að dóttir mín sýndi viðbrögð er ég snerti hana og hvísl- aði að henni, þá vissi ég að hún myndi lifa.“ Stúlkan fór heim af spítalanum þriggja mánaða, búin að bæta ríf- lega á sig grömmum og er í dag hin hressasta. Hún vó aðeins hálft kfló og var 27 sentimetrar að lengd, höfuðið lítið stærra en golfkúla... Foreldrarnir Lisa og Costello King með dóttur sína Kenya. Skírt hjá Mick Jagger Mick Jagger og sambýliskona hans Jerry Hall eru hér á leið í St. Mary Abbot-kirkjuna í London til að láta skíra litla guttann. Drengurinn sem nú er kom- inn vel á þriðja mánuð hlaut nafnið James Leroy Augustin Jagger. GUÐBERGUR GUÐBERGSSON SEM ÁSAMT FLEIRUM KLESSUKEYRÐIBÍLA í KVIKMYNDINNILÖGGULÍF „Við kunningjarnir sem stöndum í þessu verðum komnir í kapp á kraftmiklum hjólastólum um áttrætt“ Hræddur? Nei, nei, langt í frá. Þetta er bara gaman og síð- asta verslunarmannahelgi, þegar við stóðum í þessu, er ein sú skemmtilegasta sem ég man eftir," sagði Guðbergur Guðbergsson sem ásamt nokkrum öðrum sá um að aka bílum og klessukeyra þá í kvikmyndinni Löggulíf sem les- endur fá eflaust að sjá innan tíðar. „Þráinn Bertelsson kom að máli við vin minn Jón Sigurð Halldórs- son og spurði hvort hann vissi um nokkra er vildu taka þetta að sér. Jón gerði sér lítið fyrir og sló á þráðinn til mín um miðja nótt og okkur fannst þetta þegar mjög spennandi og freistandi. Við höf- um æft töluvert atriði sem þessi og fylgdumst m.a. með „Hell Driv- ers“ þegar þeir komu hingað til lands og sýndu listir sínar. Áður en þeir yfirgáfu landið á sínum tíma buðum við þeim í keppni, sem þeir afþökkuðu á þeim forsendum að við værum of miklir glannar. En þetta, að klessukeyra bíla, er ekki eins hættulegt og það lítur Atriði úr Löggulífi. Guðbergur ekur SAAB-bifreiðinni sem sést hér Bjúga. COSPER .. -------------------------------------------w — Hættu þessu Júlíus. Ef þú heldur áfram fáum við ekki frímiða aftur. Gerist algeng- ara að karl- menn giftist eldri konum Eftir því sem segir í erlendu tímariti nýlega gerist það æ algengara að karlmenn giftist sér eldri konum. Sérfræðingar segja að þannig hljóti herrarnir meira frelsi og oft sé efnahagur ákjósanlegri hjá þessum konum, sem geri það að verkum að mögulegt sé að njóta meiri lífsþæginda en ella. Þá er talið að mennirnir geti betur ein- beitt sér að starfi sínu og hljóti oft góð ráð frá eiginkonunni. Sjaldgæft er að konurnar svíki menn sína í tryggðum séu þeir yngri ogsvo mætti lengi telja. Juliet MiJls þótti frökk þega giftist Maxwell Caulfield, en eru þau hamingjusamlega g allt í lukkunnar velstandi. Mary Tyler Moore giftist nýlega Robert Levine sem er 10 árum yngri en hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.