Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 35 Ójafn leikur — eftir Jón Baldvin Hannibalsson Morgunblaðinu hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Vegna ummæla Alberts Guð- mundssonar í Þingsjá föstudags- kvöldið 6. þ.m. þess efnis að ég hafi neitað þátttöku í Þingsjá, er rétt og skylt að biðja fyrir eftirfarandi leið- réttingu: (1) Af hálfu sjónvarpsins var minnar nærveru ekki óskað, fyrr en Albert Guðmundsson gerði það að skilyrði fyrir sinni þátttöku. E.t.v. hefur honum fundizt það jafn kynlegt og mér, að fulltrúi þess flokks, sem fyrstur tók mál Útvegsbanka og Hafskipa hf. upp á Alþingi, skyldi ekki tilkvaddur þegar alþm. var stefnt til rök- ræðna um málið í sjónvarpssal. Sérstaklega þar sem þingmenn Alþýðuflokksins höfðu deginum áður lagt fram á Alþingi beiðni um skýrslu og tillögu um rann- sóknarnefnd um þetta mál. (2) Vegna kröfu Alberts Guð- mundssonar bað umsjónarmaður Þingsjár mig, síðdegis á föstudag, að mæta sem þriðji maður í þátt- inn, ásamt þeim Guðmundi Ein- arssyni og Olafi Ragnari Gríms- syni — gegn Albert einum. Það þótti mér ekki virðingu minni samboðið og reyndar „óíþrótta- mannslegt", eins og ég orðaði það. Hins vegar lýsti ég mig fúsan til að mæta, ef formaður bankaráðs Útvegsbankans og viðskiptaráð- herra vildu standa fyrir máli sínu, með Albert. (3) Niðurstaðan varð sú, að umsjónarmaður bað mig að vera viðbúinn þátttöku, ef hann fengi formann bankaráðsins og við- skiptaráðherra, annan hvorn eða báða, til að fulltingja Albert í þættinum. Kvaðst hann myndu hringja i mig síðar ef minnar þátt- töku yrði óskað. Á það reyndi aldrei. Það er því misskilningur hjá Albert Guðmundssyni að ég hafi neitað að rökræða málið í sjón- varpi. En þriðji maður í svo ójöfn- um leik vildi ég ekki vera. Jón Baldvin Hannibalsson Þátttakendur á námskeiðinu ásamt skólastjóra og kennurum. Stýrimannaskólinn hélt 30 tonna réttindanámskeið MEÐ lögum sem samþykkt voru á haustþinginu 1984 varö sú breyting á lögum um atvinnuréttindi skip- stjórnamanna á íslenskum skipum, -að kunnáttu til að öðlast réttindi sem skipstjóri í innanlandssiglingum á skipi, sem er 30 rúmlestir eða minna skal kanna með sérstökum prófum, sem menntamálaráðuneytið hefur umsjón með. Felur ráðuneytið Stýrimanna- skólanum í Reykjavík og Stýri- mannaskólanum í Vestmannaeyj- um eða öðrum skólum sem það ákveður að sjá um prófin og annast kennslu undir þau. Ráðuneytið skipar einnig sérstak- an prófdómara. Er það ein megin- breyting laganna frá eldri lögum, að annar maður en sá sem kennir dæmi frammistöðu nemenda. f eldri lögum sáu einstakir menn og kennarar og skólastjórar Stýri- mannaskólanna um bæði próf og kennslu og voru skipaðir til 5 ára í senn af samgönguráðuneytinu. Með nýju lögunum féll því umboð þeirra niður og skal menntamála- ráðuneytið skipa prófdómara. Til þess að ljúka prófinu segir í lögum: „Þarf viðkomandi að upp- fylla eftirfarandi skilyrði: a) Kunna skil á siglingatækjum, stefnuleið- réttingum og að setja stefnu og miðanir á sjókort, aiþjóðareglum til að koma í veg fyrir árekstur á sjó, grundvallaratriðum stöðugleika og sjóhæfni skipa, flóði og fjöru, vita- kerfum, björgunarstöðvum og björgunartækjum og lífgun úr dauðadái." Þá verður einnig að leggja fram vottorð um 18 mánaða siglingatíma á skipi yfir 6 rúmlestir að stærð í innanlandssiglingum til að fá at- vinnuskírteini. Fyrsta námskeiðinu sem haldið var við Stýrimannaskólann í Reykjavík skv. þessum lögum lauk með prófi hinn 20. nóvember sl. Námskeiðið hófst 23. september sl. og stóð í réttar 8 vikur. Þátttakendur voru 27 og var kennt í tveimur hópum þrjú kvöld í viku frá klukkan 17—19.30 og frá 19.00 til 21.30. Samtals fengu nemendur 73 kennslustundir, sem skiptust í sigl- ingafræði, stöðugleika og tæki; ennfremur fór erindreki Slysa- varnafélags Íslands eitt kvöld yfir helstu atriði í slysavörnum, skyndi- hjálp og brunavörnum. Ætlunin er að bæta vð þennan öryggisþátt, en kennt var eftir uppkasti að reglu- gerð. 21 nemandi af 24 sem gengu undir próf luku því með fullnægjandi árangri í öllum greinum skv. kröfu laganna og menntamálaráðuneytis- ins eins og segir á skírteini, sem nemendur fengu afhent við stutta athöfn í Sjómannaskólanum. Prófdómari við prófið var skipað- ur Ásmundur Hallgrímsson kennari við Stýrimannaskólann, sem kenndi þó ekki við námskeiðið, en aðrir kennarar og skólastjóri Stýri- mannaskólans, Guðjón Ármann Eyjólfsson, kenndu við námskeiðið. Margir nemendur óskuðu við út- skrift að hafa framhaldsnámskeið í úthafssiglingu seglbáta og einn þátttakenda, Gestur Ölafsson arki- tekt, kom með þá tillögu að fram- haldsnámskeið og siglingaskóli yrði við strendur Miðjarðarhafsins. Hlaut sú tillaga góöan hljómgrunn og lof í lófa. Áformað er að vornámskeið Stýrimannaskólans fyrir 30 rúm- lesta námskeið hefjist 16. janúar nk. Fyrirkomulag verður með líku sniði og á haustnámskeiðinu og er skráning þegar hafin. (Frétutilkvnninf!) Allar gerðir skrifstofuhúsgagna Ath. sérstaklega! Nýju skerma- veggirnir okkar Þeir hafa slegiö í gegn enda frábær hönnun og fallegt útlit Hönnuður Sturla Már Jónsson. RH.i. Stuttur afgreiðslutími. Sérverslun með skrifstofuhúsgögn. Á. GUÐMUNDSS0N Húsgagnaverksmiðja, Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími 73100 Fair hlutir eru oftar í hendi þinni en hnífapörin. Þess vegna þarf að vanda valið. NOVA er nýtt munstur úr eðalstáli með mattri satínáferö, fagurlega hannaö. WILKENS SILFURBUÐIN Laugavegi 55, Reykjavík Sími 11066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.