Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 t Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÁSTRÍOUR HANNESDÓTTIR, Sóleyjargötu 27, lést í Borgarspítalanum föstudaginn 6. desember. Hannes Þórarinsson, Anna Þórarinsdóttir, Stefán Guönason, Gunnlaug Hannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÁSRÚN JÓNASDÓTTIR, andaöist í hjúkrunardeild Droplaugarstaöa 8. desember. Þuríður Guðmundsdóttir, Jónas Guömundsson, Helga Jóhannsdóttir, Ásrún Mc Clean. t Móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHEIÐUR INGIBJÖRG BJARN ADÓTTIR, lést f Borgarspítalanum hinn 7. desember. Bjarni Hannesson, Þorbjörg Þóroddsdóttir, Hanna Hannesdóttir, Baldur Jóhannsson, Björn Bogason, Ingibjörg Sigurðardóttir. t Fööursystir mrn, ANNA GUOMUNDSDÓTTIR leikkona, Hringbraut 37, Reykjavík, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni miövikudaginn 11. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Félag islenskra leikara og Félag austfirskra kvenna. Fyrir hönd aöstandenda, Sverrir Valdimarsson. t Jaröarför systur minnar, ÖNNU ÞÓRDÍSAR, fyrrum húsfreyju á Hrauni, Grindavík, hefur fariö fram aö ósk hinnar látnu Fyrir mína hönd og ann- arra ættingja, Guölaugur Guömundsson. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, PÁLÍNU JÓNSDÓTTUR, Reykjadal. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Sjúkrahúss Suöurlands. Börn og fjölskyldur. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdafööur, RUNÓLFSJÓNSSONAR pípulagningarmeistara, Þórdís Magnúsdóttir, Gunnar Runólfsson, Ingibjörg Elíasdóttir, Jón Hilmar Runólfsson, Ragnheiöur G. Haraldsdóttir, Brynja Dís Runólfsdóttir, Vatnar Vióarsson. Legsteinar Ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14 sími 54034 222 Hafnarfjöröur. Sigurður Rafnsson Garði — Minning Fæddur 4. aprfl 1944 Dáinn 28. nóvember 1985 í Laugarnesskólanum háttar svo til að á morgnana safnast nemend- ur saman fyrir framan stofur sínar og syngja lög eða sálma eftir því hvað við á. Nú syngja nemendur jólasálma. Það var í Laugarnes- skólanum, sem ég man fyrst eftir Sigurði. Hann var talsvert eldri en ég og stóð ásamt bekkjarfélög- um sínum fyrir framan sína stofu á efstu hæð, en við þessir yngri fyrir framan okkar stofur á neðri hæðunum. Þessar æskuminningar eru mér mjög minnisstæðar og einmitt þessi stóri frændi minn á efstu hæðinni þar sem hann söng vorljóð eða jólasálma. Árin liðu og leiðir okkar skildu um stund. Sigurður fór í Verslun- arskóla íslands og var til sjós á skipum föður síns í skólaleyfum. Að stúdentsprófi loknu lá leiðin í Stýrimannaskólann. Hann starf- aði síðan sem stýrimaður og skip- stjóri í kaupskipaflotanum þar til fyrir allmörgum árum að hann fór í land og hóf eigin atvinnurekstur. Eftir því sem tíminn leið urðu kynni okkar Sigurðar nánari. Hann var góður drengur og ég mat mikils að eiga vináttu þessa frænda míns eins og svo margir aðrir. I þeim mikla harmi sem fjölskylda Sigurðar stendur nú frammi fyrir þá má það vera ein- hver huggun í því að minningin um góðan dreng stendur eftir. Með þessum fáu línum kveð ég Sigurð Rafnsson vin minn og frænda. Ég og fjölskylda mín send- um eiginkonu hans, Sólveigu, og börnunum þremur ásamt ættingj- um okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk á þessari erfiðu stundu. Ágúst Ragnarsson Líknargjafinn þjáðra þjóða, þú, sem kyrrir vind og sjó, ættjörð vor í yztu höfum . undir þinni miskunn bjó. Vertu með oss, vaktu hjá oss, veittu styrk og hugarró. Þegar boðinn heljar hækkar, Herra, lægðu vind og sjó. (Jón Magnússon) Vinur okkar og félagi Sigurður Rafnsson, varð bráðkvaddur að heimili sínu 28. nóvember. Andlát hans bar svo snögglega að, að okkur setti hljóða þegar barst fréttin um það að góður félagi væri brott kvaddur í blóma lífsins. Þegar að menn hafa áttað sig á því að einn af okkur traustu félög- um er fallinn í valinn leita á okkur ýmsar hugsanir um góðan dreng sem okkur langar til að minnast með nokkrum orðum. Sigurður Rafnsson fæddist 4. apríl 1944, í Reykjavík. Foreldrar hans voru, Ingveldur Einarsdóttir frá Grindavík og Rafn A. Sigurðs- son, frá Ingjaldssandi. Siggi, eins og hann var kallaður, var vel menntaður og vel liðinn af samferðarmönnum sínum, enda traustur og áreiðanlegur, sama hvað hann tók sér fyrir hendur. Hann var með verslunarpróf frá Verslunarskóla ísl. 1963, stúdents- próf frá sama skóla 1965 og far- mannapróf frá Stýrimannaskólan- um í R.vík 1968. Siggi var sjómaður fyrst og fremst, að við höldum, hann hafði mikinn áhuga fyrir siglingum og sjósókn, hann sigldi til dæmis í 18 ár á farskipum, fyrst sem há- seti, síðan stýrimaður og síðustu árin sem hann var á farskipum var hann skipstjóri í afleysingum. Árið 1977 flyst hann frá R.vík suður í Garð, þar sem hann bjó til æviloka. Eftir að hann kemur í Garð, þar sem hann bjó til æviloka. Eftir að hann kemur í Garðinn, hefur hann störf á Keflavíkurflug- velli. En Siggi var stórhuga maður og vildi ráða sér sjálfur, hann ræðst því í það 1982 að setja upp verslun og kaupir verslun í Sand- gerði, sem hann rak til dauðadags undir nafninu Skiphóll. Áhugamál Sigga voru mörg og þar má nefna slysavarnarmál, hann var félagi í björgunarsveit- inni Ægi í Garði, hann sat í stjórn sveitarinnar í tvö ár og átti drjúg- an þátt í þeirri uppbyggingu sem átti sér stað í sveitinni þegar hann tók sæti í stjórninni og vann þar mikil og góð verk þar til að hann var héðan kvaddur svo óvænt. Hann var alltaf boðinn og búinn til þess að gera það sem hann gat til þess að drífa hlutina af sem fyrst. Það var gaman að hafa Sigga með sér þegar mikið lá við, hugur hans var svo mikill til sveitarinn- ar, þó hann yrði að hætta í stjórn- inni vegna vinnu sinnar um tíma þá minnkaði ekki áhugi hans' á því að búnaður og tæki væru upp á það besta. Ef það var eitthvað sem honum fannst vanta þá hafði hann samband við formann og bauðst til þess að hjálpa til að útvega það, vegna þess að honum fannst að það mætti ekki bíða. Þannig var að húsið sem sveitin átti var fok- helt þegar hann tók sæti í stjórn- inni, húsið var klárað á einu ári og ekki nóg með það, það var líka keyptur nýr bíll fyrir sveitina meðan á byggingu hússins stóð. Það er ekki hjá því komist að nefna þetta í þessum fátæklegu orðum um góðan félaga, og það ber öllum saman um það að Siggi átti þarna stærstan hlut að máli vegna þess að björgunarsveitin átti hug hans allan, og hann hafði einhvern tíma orð á því að gera aðstöðu björgunarsveitarinnar í Garði að fullkomnustu björgunarstöð í landinu. Það hefur verið stiklað á stóru um þau góðu verk sem Siggi vann með okkur félögunum í sveitinni, hann á það inni hjá okkur að við höldum því á lofti sem hann gerði svo rösklega sem raun ber vitni. Þess má að lokum geta að hans síðasta verk fyrir sveitina var að panta loftmynd af Garðinum og nágrenni, til þess að betra væri að átta sig á aðstæðum, ef eitthvað kæmi upp á. Svona var Siggi alltaf að hugsa um að bæta og efla búnað sveitar- innar. Félagar úr björgunarsveit- inni Ægi kveðja og þakka góðum félaga fyrir það að hafa fengið að njóta þess að vera með honum í starfi sem þó var allt of stutt og erfitt að þurfa að sætta sig við það að góður félagi sé horfinn yfir móðuna miklu. Sigurður var kvæntur Sólveigu fvarsdóttur, hjúkrunarkonu og Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudags- blaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargrein- um skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgun- blaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. áttu þau þrjú börn, Rafn Alexand- er, Elísabetu Ólöfu og Ingveldi Ásdísi. Konu hans, börnum og öðrum aðstandendum sendum við okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau á erfiðri stund. Megi blessun fylgja góðum dreng. Félagar úr björgunarsveitinni Ægi, Garði Sigurður Rafnsson varð bráð- kvaddur aðfaranótt hins 28. nóv- ember, liðlega 41 árs að aldri, og verður kvaddur hinstu kveðju frá Dómkirkjunni í dag. Það er dapur- legt að horfa þannig á eftir góðum dreng í blóma lífsins, en hvorki veit nokkur sitt endadægur né skilur þau lögmál sem slíku stjórna. Líf okkar allra er sem ferðalag að einu og sama marki, þótt leiðin sé harla mislöng. En söknuðurinn og sorgin hjá þeim sem eftir standa er alltaf jafnsár, hvað sem líður lögmálum og Guðs vilja. Sigurður var fæddur 4. apríl 1944. Hann var einkasonur hjón- anna Ingveldar Einarsdóttur frá Garðhúsum og Rafns Alexanders Sigurðssonar, sem lengi var skip- stjóri á Kötlu og fleiri skipum. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt eldri systur sinni, ólafíu, eiginkonu Nils P. Sigurðs- sonar, sendiherra. Ungur fór Sig- urður að vera með föður sínum í siglingum og vandist sjónum frá blautu barnsbeini að kalla. Skóla- nám stundaði hann í Grindavík og síðar í Reykjavík, eftir að foreldrar hans fluttust þangað. í framhalds- námi lá leiðin í Verslunarskóla íslands, þar sem hann lauk stúd- entsprófi. Á námsárum starfaði hann oft sem sjómaður á sumrum og þá jafnan á skipum Eimskipafé- lags Reykjavíkur, sem faðir hann starfaði hjá og hafði átt þátt í að stofna á sínum tíma. Hugur Sig- urðar var því frá unga aldri tengd- ur sjómennsku og siglingum. Sem rökrétt framhald af því fór hann í Sjómannaskólann að loknu stúd- entsprófi og lauk þar prófi í far- mannadeild. Eftir það starfaði hann sem stýrimaður um árabil á ýmsum skipum og fór víða. Sigurður kvæntist árið 1965 Sól- veigu fvarsdóttur, hjúkrunarfræð- ingi, hinni mætustu konu. Þau áttu fyrst heima í Reykjavík en fluttu fljótlega búferlum suður í Garð, þar sem þau áttu síðan heima. Börn þeirra eru þrjú. Elstur er sonurinn Rafn Alexander og síðan koma dæturnar Elísabet ólöf og Ingveldur Ásdís. Eftir að fjöl- skyldan fluttist í Garðinn hætti Sigurður brátt sjómennsku að mestu, en tók í staðinn að stunda ýmis störf á Keflavíkurflugvelli og víðar. Fyrir nokkrum árum keypti hann svo verslun í Sand- gerði, sem hann síðan rak til ævi- loka. Vann fjölskyldan öll við þann rekstur, enda samhent og starfsöm í besta lagi. Jafnan átti Sigurður líka lítinn vélbát og stundaði sjó sét til gagns og ánægju í tómstund- um. Eitt var það áhugamál Sigurð- ar, sem hann helgaði krafta sína öðru fremur og það voru slysa- varna- og björgunarmál. Var hann um árabil árvakur félagi í björgun- arsveitinni Ægi í Garði og lagði sig mjög fram um að styrkja og efla þau samtök. Þannig kom hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.