Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 Frá King Oliver til Mezzoforte Bókmenntir Sveinbjörn I. Baldvinsson Jón Múli Arnason: Djass. 224 bls. FÍH og Iðnskólaútgáfan. Eins og fram kemur hjá höfundi þessarar miklu bókar má rekja tilurð hennar til útvarpsþátta hans um djass annars vegar, en kennslu við Tónlistarskóla Félags íslenskra hljóðfæraleikara hins vegar. Ku hún líka upphaflega einkum hafa verið hugsuð sem námsgagn fyrir upprennandi djassleikara og aðra tónlistar- menn. Það væri ekki rétt að halda því fram að þetta verk ætti erindi beinlínis til allra. Eðli málsins samkvæmt er þetta fyrst og fremst bók fyrir áhugamenn um þetta dásamlega málefni: Djass. En í raun ætti að vera fengur að henni fyrir fleiri en þá eina sem ánetjast hafa hinu tónlistarlega frelsi í djassi, er ég þá einkum með í huga námsfólk og atvinnufólk í tónlist yfirleitt. Fyrir aðra er ég hræddur um að væri til lítils að reyna að komast í gegnum bókina, þeim þykir hún vísast undarleg, skrifuð á undar- legu máli og um undarlega út- lenska menn. Bókin er nefnilega eins og vera ber skrifuð í anda djassins, er sjálf einskonar djass í vissum skilningi. Full af fjöri, glensi, harmi, alþýðlegri speki og tilvitnunum. Hér er sögð, skilmerkilega og skemmtilega, saga þessarar tón- listar frá því menn fara að rispa hana í lakkskífur snemma á öld- inni og fram undir 1970 eða þar um bil. Frá King Oliver til Mezzo- forte. Kaflaheitin gefa annars hvað besta mynd af því hvernig verkið er uppbyggt. Kaflarnir heita m.a.: Blúsinn — The Blues, Louis Armstrong, Duke Ellington, Sveifluöld, Boppið — Bop, Monk — Miles — Mingus, Framúrstefna og fleira. Vitaskuld eru til margar bækur um þetta efni á útlensku og hefur sá er þetta ritar séð eitthvað af slíkum verkum. Fyrir nú utan það hve það er gott að eiga nú rit af þessu tagi á íslensku þá fæ ég ekki séð að Djass Jóns Múla standi út- lendum djasssöguverkum neitt að baki. Ekki hvað varðar sagnfræði- legt gildi og skynsamlegar útlegg- ingar og alls ekki hvað varðar mál og stil. Sem dæmi langar mig að birta hér örstuttan kafla þar sem sagt er frá merkum djasstónleik- um í Toronto í Kanada 1953, þar sem ýmsir af helstu snillingum og merkisberum bop-stefnunnar léku. Jón Múli greinir þannig frá: „Þegar menn fóru að pakka upp í Massey Hall í Toronto kvöldið góða haustið 1953 kom í Ijós að Charlie Parker hafði gleymt saxó- fóni sínum heima. Djassvökustjórn brá við skjótt, barði upp á hjá for- stjóra hljóðfæraverslunar í grennd- inni og fékk lánaðan gegn hóflegri tryggingu nýjan módelsaxófón sem stillt var út í glugganum, hann var smíðaður úr plasti. Dizzy var með allt sitt á hreinu, en sáróánægður með konserttímann — rétt á meðan Jersey Joe Wallcott og Rocky Marc- iano voru að berjast um heims- meistaratitilinn í þungavigt og var útvarpað og sjónvarpað úr hringn- um. Wallcott var negri og Dizzy þurfti að fylgjast með frænda sínum og var alltaf á harðaspani út af svið- inu til að horfa á sjónvarpið, en allt kom fyrir ekki — Wallcott steinlá og Marciano varð heimsmeistari. Bud Powell fékk sér sæti við píanó- ið löngu áður en hljómleikarnir áttu aö hefjast og sat þar eins og stein- gervingur, þóttust sérfróðir menn í fylliríi sjá að hann væri á mænu. Max Roach raðaði upp trommusett- inu vel og vandlega og tónmeistar- inn, Charlie Mingus, prófaði græjur sínar og lét gaula í hátölurum." Kaflar af þessu tagi eru margir í bókinni og það sem gefur þeim gildi er auðvitað það, að auk þess að vera fyndnir eru þeir líka sorg- lega sannir. Líf margra djassleik- ara var hrein tragedía og dauða- dans á sprautunálum, afvötnunar- Jón Múli Árnason hælum og geðsjúkrahúsum. En auðvitað hefur meiri hlutinn plumað sig með ágætum og hinir ólánsömu tóku tónlistina ekki með sér í gröfina. Hins vegar ekki úti- lokað að hún hafi tekið þá með sér til himnaríkis. Altént lifir hún og þeir munu lifa, þökk sé hljóðritun- artækninni. Þótt saga djassins gerist að mestu í Bandaríkjunum hefur djassinn farið um heimsbyggð alla með tímanum og eru þessu gerð nokkur skil í köflum um djass í Evrópu og á Norðurlöndum í bók- arlok, ennfremur er þar ágætur kafli um djass hér á Garðars- hólma. Töluvert er af myndum af frægum djassleikurum, erlendum og innlendum. Þær eru svarthvít- ar, en sú litablanda var lengi fram eftir öldinni óhugsandi ef um var að ræða litarhátt manna og er svo reyndar enn, sums staðar. Á þeim vettvangi unnu djassleikarar merkilegt brautryðjendastarf eins og Jón Múli bendir réttilega á í bók sinni. Djasssagan er nefnilega líka mannkynssaga. Eina athugasemdin sem mér dettur í hug að mætti gera við þessa bók er sú, hvort ekki hefði mátt hafa í henni nafnaskrá eða eitthvað slíkt til að auðvelda notk- un hennar sem uppflettirits. Að lokum þykir mér rétt að óska okkur djassáhugamönnum til hamingju með þessa bók, sem hinn roskni gúrú í íslenskum djassi hefur fært okkur. Hafi hann þökk og heiður fyrir. Bláleit ljóð Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Steingerður Guðmundsdóttir: Fjúk Útg. Menningarsjóður 1985 KANNSKI er það misskilningur, en ég hef á tilfinningunni, að Steingerður Guðmundsdóttir hafi ekki notið sannmælis sem ljóð- skáld. Ljóð hennar í „Fjúk“ eru sögð gerð af meiri skaphita en fyrr; ég er ekki viss um ég taki undir það, þau ljóð sem ég hef séð eftir Steingerði áður hafa öll speglað heitt geð, miklar sveiflur og glögga tilfinningu fyrir ljóðinu. Hið sama er hér á ferð, en ég treysti mér ekki út í ítarlegri samanburð, enda sjálfsagt að láta hvert verk standa fyrir sínu og eitt og sér. Flest eru ljóðin rímuð, þótt uppsetning sé ekki hefðbundin og á stundum dálítið sérvizkulega raðað á síðurnar. Yrkisefnin tengj- ast afar oft veðurfari og bollalegg- ingum út frá því. Enda ekki lítils- vert: veðrið hefur án efa ómæld áhrif á alla skaphöfn manneskj- unnar til góðs og ills. Steingerður hefur einnig næmt skyn fyrir nátt- úru, fyrir réttlætinu, fyrir grimmd og kúgun, fyrir stressi nútíma- mannsins, sem birtist einna skemmtilegast í ljóðinu um litlu stúlkuna tíu ára: „Tíu ára telpuhnokki — meðsjölandasýn — klyfjuð kennslubókum blokkflautu og ballettskóm — kom þeysandi inn til ömmu sinnar — blés þungan ogspurði? Steingerður Guðmundsdóttir „Amma — hvcr er ég — ogamma hvar er ég?““ og ljóðið endar: Augun störðu óttaslegin áömmuna. „Amma — erþetta aðfá í taugarnar — ha — amma?“ Þótt einlægar tilfinningar og óumdeilanlegur hæfileiki Stein- gerðar til að koma hugsunum sín- um frá sér í ljóði vantar þó víða á að meiri ögun sé sýnd. Orð og líkingar sem eru ekki í takt við nútíma eru um of notuð. Og mikið var ég orðin þreytt á bláa litnum, sem gengur næstum því aftur í öðru hverju ljóði. En hvað sem einhverjum ann- mörkum líður geymir þessi yfir- lætislausa bók mikið af vönduðum ljóðum sem unnendur ljóða ættu að kynna sér. Ljóðlist og heimspeki Bókmenntir Erlendur Jónsson Gunnar Dal: UNDIR SKILN- INGSTRENU. 51 bls. Víkurút- gáfan Reykjavík, 1985 Margir straumar mætast í ljóðlist Gunnars Dal: þjóðleg arfleifð, austræn heimspeki, kristin viðhorf, heilbrigð skyn- semi og er þá fátt eitt talið. Fyrsta ljóðasafn Gunnars Dal kom út 1949 og hafði skáldið valið því heitið Vera. Sá, er þess- ar línur ritar, var þá ungur og draumlyndur og skildi nafnið svo að skáldið hefði látið bókina heita eftir einhverri heittelsk- aðri ungri stúlku að nafni — Vera. Fleiri munu hafa verið haldnir sams konar misskilningi því löngu síðar heyrði ég skáldið sjálft árétta í útvarpsþætti að þarna væri alls ekki um kven- mannsnafn að ræða heldur sögn- ina að vera. Það var því heim- spekin sem þá þegar var skáldinu svo hugleikin að hann fann ekki fyrstu bók sinni annan titil nærtækari en frumhugtak þeirra fræða. Þetta var á blómaskeiði existensíalismans sem var annað og meira en heimspekistefna. Hann var tískustefna. Talað var um verufræði, verundarspeki og fleira af slíku tagi. Bókarheitið var því eðlilegt og í samræmi við þáverandi meginstefnu í evr- ópskum bókmenntum og heim- speki. Síðan hefur Gunnar Dal sent frá sér jöfnum höndum ljóðasöfn og heimspekirit. Meðal annars sendi hann frá sér rit um exist- ensíalismann fyrir fáeinum árum. Og eitt ljóðið í þessari bók heitir einmitt — Jean-Paul- Sartre. Það er á þessa leið: Ég heiðra minningu þína, Jean-Paul-Sartre, úr sæti lágu niðri á Hressingarskála. Þú varst mér þess virði að vera þér ósammála. Á dögum atómskáldskaparins áttu ljóð Gunnars Dal ekki greiða leið til lesenda. En það breyttist þegar austræn dulspeki (jafnt ósvikin og fölsuð) varð kínalífselixír ungs fólks hér sem annars staðar á Vesturlöndum. Þá uppgötvaðist að þarna var einmitt skáldið sem orti fyrir sinn tíma. í ljóðum Gunnars Dal þóttust ungir lesendur finna reykelsisilm þeirrar speki sem það leitaði að. Framhjá hinu horfði þetta unga fólk að stefnan í Ijóðlist Gunnars Dal féll ekki að öllum þess duttlungum, síður en svo. Húnvetnsk rökhyggja og aust- ræn hugspeki eru ekki beinlínis greinar á sama meiði. Þó finnst mér einhvern veginn sem þetta tvennt mætist og renni saman í ljóðlist Gunnars Dal. Rím notar hann með dálítið sérstæðum hætti — til áhersluauka. Að hætti góðra hagyrðinga á heima- slóðum byggir hann ljóð gjarnan upp á þann veg að meginhlutinn er látinn stefna að lokaniður- stöðu sem þjappað er saman í síðasta rímorði. Sem dæmi nefni ég kvæðið Stjórnun: Satt er að flestu breyta má ogbætaþarfokkarlíf. En við ósköp okkar tíma þeiröðruvísiglíma slátrari og læknir. Þótt þeir báðir beiti hníf. Það er hins vegar í anda fornra dæmisagna að líkja valdamanni við korktappa. Korktappinn er léttur og sekkur aldrei en flýtur ailtaf ofan á. Tökum eftir samlík- ingunni í þessu ljóðL sem heitir einmitt - Korktappi: Afturábak og áfram. Þaðer leiðin til valda. Menn verða að falla til að rísa upp. Gömlu slagorðin duga þér vel. Þú flýtur ofan á. Hreyfanlegur, en samt kyrr áþínum stað. Stendur kyrr í öldurótinu staðfastur, trúr. Gunnar Dal Hugmyndafræði þín korktappi sem rísoghnígur íöldumsemfarahjá. Líkingarnar í þessu ljóði hitta í mark. Hitt er annað mál hvort ljóðið sem heild hefði ekki orðið sterkara ef skáldið hefði dulbúið það ögn meira. Það er veikleiki í ljóðlist Gunnars Dal að hann talar stundum of beint, slengir hugmyndunum fram svo nöktum að þær minna fremur á skelegga staðhæfingu en samþjappað ljóð- form. Þetta er ekki oft til stórlýta en gætir í of mörgum ljóða hans. En kannski stafar þetta af því að Gunnar Dal er það sem fyrir eina tíð var kallað hugsandi maður og liggur margt á hjarta. Hann finnur til í stormum sinna tíða og lítur sér nær; þó sá sé jafnframt háttur heimspekings að skyggnast út yfir þrengsta sjónhring. Síðasta ljóðið í þessari bók heitir Geimskipið jörð og minnir einmitt á sum eldri ljóð Gunnars Dal, þau sem gjarnan hafa verið á vörum fólks á und- anförnum árum; ljóð þar sem form og hugsun er hæfilega lagað hvort að öðru. GeimskipiðJörð til framtíðar okkar fer með fullkomnustu tæki innanborðs. Það farmskrá mikla og margan dýrgrip ber, meistaraverk ogsnilld hinsskráðaorðs. En standa menn þar um frið og frelsi vörð? Finnamennþar sitt týnda gildi á ný? Gleymdist að láta í geimskip okkar Jörð geimfarana til að stjórna því. Hér er rím og hrynjandi ann- ars vegar og hugmyndin hins vegar látin falla hvort að öðru þannig að útkoman verður heil- steypt kvæði. Undir skilningstrénu fer ekki fram úr fyrri ljóðabókum Gunn- ars Dal en er góð viðbót. Ljóðin í þessari bók tala vafningalaust til lesandans. Hér er skáld sem hefur skoðanir og fer ekki í laun- kofa með þær. Brotið á bókinni og letur sömu- leiðis er hvort tveggja við hæfi. Káputeikning Kristjáns Jó- hannssonar finnst mér hins veg- ar koma úr annárri átt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.