Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 • Þorgils Óttar Mathiesen stóð oft í ströngu í leiknum á sunnudaginn. Hér stekkur hann inn af línunni og fær óblíðar móttökur hjá markveröinum Völler. Þorgils Óttar átti jafn- bestu leikina um helgina. Stórgóður leikur íslenska liðsins — og sannfærandi sigur á sílfurliðínu frá síöustu Ólympíuleikum ÞAÐ VAR svo sannarlega kátt í Höllinni er íslendingar unnu sann- færandi sigur á Vestur-Þjóöverj- um, 20-17, á sunnudagskvöid. Þetta var þriöji leikur þessara lióa í heimsón Þjóðverjanna hingaó til lands. íslendingar unnu fyrsta leikinn meö eins marks mun, töpuóu á Akureyri á laugardagínn og sönnuóu svo getu sína á sunnudagskvöld. íslenska lióiö lék mjög vel og er þetta frábær árangur hjá liðinu aó leggja þetta sterka lið aö velli tvívegis á þrem- ur dögum. Leikurinn á sunnu- dagskvöld var haróur og voru varnir og markvarsla beggja liöa góöar. Ef heldur fram sem horfir meó undirbúnig íslenska liósins fyrir heimsmeistarakeppnina þurfum viö ekki aó kvíóa. Kristján Arason kom islending- um á bragöið er hann skoraöi fyrsta mark leiksins. Wunderlich jafnaöi fyrir Vestur-Þjóðverja og var jafnræöi meö liöunum næstu mínútur. Vestur-Þjóöverjar komust í fyrsta og eina skiptiö yfir í leiknum á 14. mínútu er staöan var 4-5. Síöan komu þrjú mörk í röö hjá íslendingum og breyttu þeir stöö- unni í 7-5. Vestur-Þjóðverjar ná aftur aö jafna, 8-8 og 9-9, en Alfreð og Siguröur Gunnarsson bættu viö tveimur mörkum áöur en flautað var til ieikhlés. í upphafi seinni hálfleiks fóru tvö hraöaupphlaup i súgínn hjá islend- ingunum. Michael Roch minnkaði muninn í eitt mark, 11-10. Fraatz, sem lék ekki mikið með i fyrri hálf- leik, fókk tækifæri á aö jafna er hann tók vítakast, sem Einar Þor- varöarson varöi. Góöur kafli Næstu mínutur voru eign íslend- inga og geröu þeir næstu fjögur mörk og var vörn þeirra þá mjög góö. Guðmundur Guömundsson geröi tvö þessara marka eftir mikiö Island — V-Þýskaland 20:17 haröfylgi. islendingar breyttu þarna stööunni úr 11-10 í 15-10. Þessi kafli vó þungt á metunum og skóp þennan sigur. Vestur-Þjóöverjar náöu aö minnka muninn í þrjú mörk, 16-13 er 10 mínútur voru til leiksloka, en lengra létu islensku strákarnir þá ekki komast og skoruöu næstu þrjú mörk og innsigluöu sigurinn, tíminn var of naumur fyrir Vestur- Þjóöverja, aö ná upp þessum mun. Sigurinn var því sanngjarn og öruggur. íslenska liðið islendingar lögöu áherslu á vörnina í þessum leik og uppskáru eftir því. Þeir gáfu Þjóöverjunum aldrei friö og komu mjög vel út á móti þeim. Þaö var greinilegt aö Bogdan haföi messaö yfir leik- mönnum sínum eftir leikinn á Akureyri, þar sem vörn liðsins var slök. Sóknarleikurinn var einnig árangursríkur og markviss, þó geröu leikmenn sig seka um óþarfa fljótfærni á köflum. Einar Þorvaröarson varöi mjög vel, alls 14 skot i leiknum, þar af eitt vítakast. Þaö er ekki aö spyrja aö því, ef vörnin er góö, þá bregst Einar ekki fyrir aftan. Vörnin var sterk meö þá Kristján, Atla, Þor- björn og Pál á miöjunni og Guö- mund og Bjarna í hornunum. I sókninni kom Þorgils Óttar inná fyrir Þorbjörn og var hann mjög góöur og hreifanlegur á línunni og fiskaði þrjú vítaköst. Sigurður Gunnarsson lék sinn besta leik í gær, af þessum þremur, og Alfreö brást ekki er hann kom inná. Vestur-þýska liöiö Markvöröurinn, Klaus Völler, var besti leikmaöur Vestur-Þjóðverja, varöi 16 skot alls / leiknum, þar af eitt vítakast. Hann gat þó ekki komiö í veg fyrir tap Þjóöverja. Jochen Fraatz, sem var besti leik- maöur þeirra í fyrri tveimur leikjun- um, iék ekki mikiö meö í þessum leik, þar sem hann varö fyrir smá- vægilegum meiöslum i fyrri hálfleik og munar um minna. Skyttan Er- hard Wunderligch náöi ekki aö finna netamöskvana hjá Einari, nema í vítaköstunum — hann geröi fjögur — og geröi aöeins eitt mark fyrir utan þaö, þrátt fyrir margar tilraunir. íslendingar skoröu 9 mörk fyrir utan, 6 af línu, eitt meö gegnum- broti og fjögur úr vítaköstum. Athyglisvert er aö ekker mark er gert úr hraðaupphlaupum. Vest- ur-Þjóöverjar skoruöu sex mörk af línu, þrjú fyrir utan, tvö meö gegnumbrotum, eitt úr hraöaupp- hlaupi og fimm úr vítaköstum. Islendingar voru utan vallar í 8 mínútur og Vestur-Þjóöverjar í 10 mínútur. Svissnesku dómararnir stóöu sig þokkalega og sennilega var þetta einn besti leikur þeirra á þessum þremur dögum. Mðrk islanda: Kristján Arason 4/2, Guómundur Guómundsson 3, Atli Hilmars- son 3, Alfreó Gíslason 3/2, Páll Ólafsson 2, Siguröur Gunnarsson 2, Þorgils óttar Mathiesen 2 og Bjarni Guömundsson eitt. Mörk Vestur-Þyskalands: Erhard Wunderlich 5/4, Andreas Doerhoefer 3, Michael Roch 3, Christian Fitzek 2 og Stephan Schoen, Jochen Fraatz, Jören- Uwe Lommel og Uwe Schwenker eitt mark hver. Ánægður „ÉG ER mjðg ánægður meó þessa leiki, það er aö segja fyrsta leikinn og svo leikinn í kvðld. Leikurinn fyrir noröan var dæmi um hvernig á ekki aó spila handbolta," sagði Páll Olafsson eftir leikinn á sunnudaginn. „Leikurinn á Akureyri var slakur. Þjóðverjarnir breyttu um vörn, fóru yfir í 6-0-vörn, og viö áttum alls ekki von á því og allt fór úr skorðum hjá okkur viö þaö. í kvöld lékum viö skynsamlegan sóknarleik og vörnin var góð hjá okkur og sömuleiðis markvarslan hjá Einari," sagöi Páll. Erum meö eitt af bestu liöum heims — sagdi Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ „ÞETTA hafa veriö mjög góó úrlsit hjá okkar strákum og sýnir svo ekki veröur um villst að viö erum á réttri leið,“ sagói Jón Hjaltalín Magnússon formaóur Handknatt- leikssambandsins eftir þriðja landsleik íslands og Vestur-Þjóö- verja á sunnudaginn. „íslenska liöið náöi mjög góöum leik hér í kvöld og einnig á föstu- dagskvöldiö og það er fyrst og fremst aö þakka hve mikið strák- arnir hafa veriö saman undanfarin ár. Þegar aö lokakeppninni kemur í febrúar þá veröa þeir búnir aö leika um 50 landsleiki á tveimur árum og þaö skilar árangri. Þaö var mjög góö stjórnun á innáskiptingum hjá liöinu í kvöld hjá þeim Bogdan og Guöjóni og varnarleikurinn var mjög góöur. Ég hef sjaldan séö sóknarleik íslenska liösins eins hraöan og öruggan eins og í kvöld og ef undirbúning- urinn veröur eins og viö ætlum okkur þá getur allt gerst á HM í Sviss í febrúar. Ég hef fylgst vel með liöinu frá því á Olympíuleikunum og séö flestar af bestu þjóöum heims leika á þessum tíma og ég þori aö full- yröa aö viö erum með eitt af bestu handknattleikslandsiiöum heims- ins í dag,“ sagöi formaöur HSÍ og var í sjöunda himni meö árangur liðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.