Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 69
69 af þessu erlenda lánadópi og það sem fyrst. Atkvæðaseðill í kosn- ingum til Alþingis er ekki veðleyfi. f stjórnarskrána vantar ákvæði um takmörkun á rétti stjórnvalda til þess að veðsetja þegnana upp fyrir haus í erlendum lánum, — nema fá þá veðleyfi með þjóðarat- kvæðagreiðslu. Marka á stefnu um að greiða niður erlend lán um t.d. 2% af þjóðarframleiðslu á ári. Jafnframt ætti að auka þjóðar- framleiðslu svo þetta kæmi minna við okkur. Um frjálsa gengis- skráningu Sjávarútvegsfyrirtæki og stjórnendur þeirra eru orðnir langþreyttir á taprekstri. Enda hlutverk stjórnanda fyrirtækja í raun og veru allt annað en nota meirihluta vinnutímans í að bjarga málum fyrir horn. Slíkt er beinlínis stórskaðlegt fyrir fyrir- tækin og þjóðarbúið. Þeim mun minni tími er til að búa í haginn fyrir framtíðina og sinna daglegri stjórnun. Eins og einn ágætur stjórnandi komst að orði um daginn, þá er ákveðið á efri hæðinni í bankanum hvernig gengið skuli vera skráð. Gjaldeyrinn er síðan afhentur á neðri hæðinni samkvæmt ákvörð- un um verðgildi frá efri hæðinni. Um leið og gjaldeyrinn skiptir um eiganda, þá hefst frelsisskeiðið. Þá þarf ekki lengur „aðhald í gengismálum", „hæga gengisað- lögun", „hægt gengissig í einu stökki". Nei, nú blífur frelsið! Sýnt hefur verið fram á, að frjáls verðmyndun í samkeppni sé besti kostur til að halda vöruverði niðri. A.m.k. í meirihluta tilfella. Þetta voru og eru helstu röksemdir fyrir frjálsri verðmyndun og er ég sammáia þessu. — En, af hverju gildir þá ekki það sama um gjald- eyrinn? Erum við sem fáum gjald- eyri fyrir afurðaandvirði til ráð- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 stöfunar svona miklu óhæfari þjóðfélagsþegnar til þess að selja gjaldeyri í samkeppni hver við annan heldur en innflytjandinn, sem má leggja á vöruna í frjálsri samkeppni? Hvað er að okkur framleiðend- um? Erum við svona heimskir, að við myndum klúðra þessu? Hefur farið fram könnun, sem sýnir, að greindarvísitala sjávarvörufram- leiðenda sé á svo lágu plani, að um þennan hóp manna gildi sérstakar hagfræðiformúlur? Ég spyr. Ég auglýsi eftir svari. Hvers vegna gildir venjuleg hagfræði ekki leng- ur þegar komið er að þeim sem framleiða 70% af gjaldeyristekj- um landsmanna? Ég meira en auglýsi eftir svari. Ég krefst rök- stuðnings opinberlega. Um leið geri ég kröfu til að viðkomandi fjalli um það efnis- lega, sem sagt hefur verið, að ís- lenskur markaður „sé of lítill" fyrir frjálsan gjaldeyri. Er við- komandi þá að segja, að hagkerfið sé of lítið fyrir sjálfstæðan gjald- miðil? Ef markaðurinn er of lítill, þannig að ísl. króna þoli ekki rétta skráningu, — af hverju erum við þá að rembast við að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Matador- gjaldmiðil. Gervipeningaseðla og bullandi verðbólgu ásamt efna- hagslegri óáran. Nei — ef ekki er hægt að hafa frjálsan gjaldeyrismarkað hér á landi þá er verið að segja, að við séum of lítil þjóð til að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Það skyldi þó aldrei vera. Leggjum þá niður krónuna og tökum í notkun Banda- ríkjadal. Alvörupeninga. Þá er hægt að halda jarðarför yfir verð- bólgunni og vel á minnst, leggja niður Seðlabankann. Lúxemborg notar belgíska frankann og er ekki með sjálfstæðan gjaldmiðil. Get- um við farið í læri hjá þeim, eins og ísraelsmenn hjá Steingrími? Hvur veit? Þeir, sem ekki vilja frjálsa geng- isskráningu, skulda okkur mál- efnalegan rökstuðning opinber- lega. Strax. Haftakerfi og spilling Niðurstaða þessara hugleiðinga er þessi: í haftakerfi þrífst spill- ir.gin best og óáran. Háir vextir eru afleiðing af haftakerfi í pen- ingamálum, þannig að spariféð gufaði upp. Taprekstur undir- stöðuatvinnugreinanna er afleið- ing af haftakerfi í gengismálum og afleiðingin niðursetning og fjárhagslegt ósjálfstæði lands- byggðarinnar. Ofþensla höfuð- borgarsvæðisins er afleiðins af haftakerfi í gengismálum. „Skuldabréfabraskið" eins og sumir kalla það er afleiðing af haftakerfi í peningamálum. Jafn- vel mætti leiða rök að því, að svokallað „okurlánamál" sé að hluta til afleiðing af þessu sama vangefna peningakerfi, þar sem virðing manna fyrir haftakerfi er ekki eins mikil og fyrir eðlilegu, frjálsu peningakerfi. Ekki ætla ég að mæla okurlánum bót, en minnist þess, að einmitt í hafta- kerfunum þrífst spillingin best. „Upp komast svik um síðir." Niðurstaða af skrifum þessum er sú, að við þurfum frjálsa verslun á sem flestum sviðum þjóðlífsins. Þá verður landsbyggðinni borgið. Stærsti sigurinn vinnst þegar gjaldeyrisverslunin verður gefin frjáls, eða krónan lögð niður og framleiðslufyrirtækin fá alvöru- peninga inn á reikninga sína. Máske þykja þetta róttækar hug- myndir, — en þeir sem eru annarr- ar skoðunar eru vinsamlega beðnir að rökstyðja sín sjónarmið, svo að við getum haldið umræðunni áfram. Ilöfundur er framk væmdastjóri á Bakkafirði. SIEMENS Nýja compact hrærivéíin hrærir hnoóar blandar þeytir brytjar rífur raspar tætir sker Húnersmáen samtsvokná Henni veröur þú aö kynnast. Smith & Norland, Nóatúni4 Sími 28300. Með frauðplastsvampi í pressunni verður vindingin jöfn og þétt. Þegar moppan er orðin óhrein fer hún í hliðar- körfuna og þaðan í þvottavélina. Því hreinni sem moppurnar eru, því betri árangur næst! 'ON Mjög auðvelt er að setja moppurnar á fftstipiötuna, og taka þær af. Hakarnir á neðra borði festiplötunnar (franskur renni- lás) tryggja að moppurnar eru alltaf vel fastar á meðan á hreingerningu stendur. Nýju moppukerin eru fáanleg fyrir allar þrjár moppubreiddirnar (33, 40, 57 cm). Þau eru á hjólavögnum, með vindipressu og grind, auk margs konar aukahluta. Mjög auðvelt er að vinda moppurnar með vindipressunni. Það er stórmerk nýjung. GERÐIN Smiðsbúð 10 - Garðabæ - sími (91)41630, (91)41930 RKENND NVJUNG!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.