Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985
23
Ragnar S. Halldórsson
Stjórnarfor-
maður Samtaka
álframleiðenda
á Norðurlöndum
RAGNAR S. Halldórsson, forstjóri
íslenska álféiagsins hf., var kjörinn
stjórnarformaður Skanaluminium,
Samtaka álframleiðenda á Norður-
löndum, á ársfundi samtakanna
sem haldinn var í Osló 27. nóvem-
ber sl.
Samtökin Skanaluminum voru
stofnuð árið 1969 að frumkvæði
Árdal og Sunndal álverksmiðj-
anna í Noregi. Aðilar að samtðk-
unum eru fyrirtæki á Norðurlönd-
um sem framleiða ál og vinna úr
áli. Fráfarandi stjórnarformaður
Skanaluminium er Ivar Hafsett,
forstjóri Norsk hydro a/s.
Landíð þitt ísland
— lokabindi og lykilbók komin út
SJÖTTA bindið í bókaílokknum „Landið þitt — ísland" er komið út. Það
er jafnframt lokabindi og lykilbók að öllu ritverkinu. Bókaútgáfan Örn og
Örlygur og Prentsmiðjan Óddi hf. kynntu útgáfuna í húsakynnum prent-
smiðjunnar á Höfðabakka í Reykjavík.
Þar greindi Þorgeir Baldursson
forstjóri prentsmiðjunnar frá því
að það hefðu verið mikil tímamót
í íslenskri prentsögu þegar bókaút-
gáfan ákvað að flytja prentun
þessara bóka inn í landið, en tvö
fyrstu bindin voru prentuð í Dan-
mörku. Ástæðan fyrir þeirri ák-
vörðunartöku bókaútgáfunnar
hefði verið sú að prentsmiðjan
hefði þá tekið í notkun nýjar og
afkastamiklar prent- og bókbands-
vélar sem gátu annað jafn viða-
miklu verkefni. Þorgeir gat þess
einnig að það væru að sama skapi
mikil tímamót í íslenskri prent-
sögu þegar lokið væri við frum-
prentun allra sex bindanna því
þetta verk ætti sér ekki hliðstæðu
hérlendis.
Örlygur Hálfdanarson bókaút-
gefandi greindi frá efni hinnar
nýju bókar og gaf jafnframt yfirlit
varðandi umfang alls verksins.
Hann gat þess að fyrri útgáfan,
sem kom út 1966 og 1968, hefði
verið tveggja binda verk, alls 696
blaðsíður. Uppflettiorð beggja
bindanna voru 2.660, myndir voru
47 og allar svart-hvítar, staðanöfn
voru 5.686 og nöfn á mönnum,
verum og vættum 1.923. Nýja út-
gáfan er sex bindi, blaðsíðurnar
1.869, uppflettiorðin um 4.600 og
nöfn á mönnum, verum og vættum
um 4.300. Aðalhöfundar fimm
fyrstu bindanna eru þeir Þorsteinn
Jósepsson og Steindór Steindórs-
son en Helgi Magnússon bókavörð-
ur annaðist ritstjórn.
Lokabindið er 416 blaðsíður og
hefst það á sérkafla um Bessastaði
eftir Einar Laxness sagnfræðing.
Þar rekur Einar sögu Bessastaða
fram á þennan dag. Bessastaða-
kaflinn er prýddur 100 ljósmynd-
um, lituðum teikningum og upp-
dráttum. Hér er um að ræða elstu
teikningar sem til eru af mann-
virkjum á Bessastöðum og hafa
margar þeirra ekki birst á prenti
áður svo vitað sé. Þá eru nýjar
afstöðumyndir, teknar úr lofti,
með innsettum örnefnaskrám og
innimyndir frá forsetasetrinu eins
og það er í dag. Auk sérkaflans
um Bessastaði í lokabindinu eru í
fyrri bindum sérkaflar um Reykja-
vík, Þingvelli og Vestmannaeyjar.
Annar kaflinn ber heitið „Leift-
ur frá liðnum öldum“. Þar er með
tugum ljósmynda og litaðra teikn-
inga dregið fram það líf sem lifað
var í landinu til sjávar og sveita.
Verkmenning fyrri alda og kjör
fólks eru sýnd með myndum er
sýna hlóðaeldhús, eyðibýli, kvía-
ból, hlaðnar fjárborgir, yfirgefin
amboð, ferðabúnað og steinatök.
Ein myndanna er úr baðstofunni
í Glaumbæ í Skagafirði. Sú mynd
fylgir einnig bókinni sérprentuð,
58x68 cm, ætluð til innrömmunar
þeim sem það vilja.
í síðari hluta bókarinnar er
lykill að fyrri bindunum fimm.
„Landið þitt — lsland“ er í hand-
bókarformi og uppflettiorðin eru
staðanöfn. Uppflettiorðin eru alls
um 4.600, eins og áður sagði, en
staðanöfn í öllum bindunum eru
hins vegar 14.300. Þá eru í bókun-
um um 4.300 nöfn á mönnum,
verum og vættum. Það hefur því
stundum viljað vefjast fyrir mönn-
um að finna nöfn sem ekki eru
uppflettiorð, en með þessum lykl-
um, nafnaskrám bókarinnar, eru
Frá vinstri: Ásgeir S. Björnsson útgófustjóri, Helgi Magnússon starfsmadur
við útgáfuna, Steindór Steindórsson fyrrverandi skólameistari, örlygur
Hálfdánarson bókaútgefandi og Þorgeir Baldursson prentsmiðjustjóri í
Odda.
úr þessu bætt. Auk heildarskrár-
innar eru síðan skrár um staða-
nöfn í einstökum sýslum sem
auðveldar staðbundna notkun
verksins, t.d. fyrir heimamenn og
ferðalanga. Fram kom er bókin var
kynnt að láta muni nærri að vinn-
an við gerð lyklanna svari til sex
ársverka. Ritstjórn skránna önn-
uðust þeir Ásgeir S. Björnsson og
Helgi Magnússon.
Hvert bindi var í upphafi prent-
að í 10.000 eintökum. Fyrsta og
annað bindi hafa nú þegar verið
endurprentuð í 10.000 eintökum
hvort. Þriðja bindið er á þrotum
og fer í endurprentun eftir áramót.
Setning og umbrot lokabindisins
var unnið í Prentstofu G. Bene-
diktssonar. Litgreiningar vann
Prentmyndastofan í Súðarvogi.
Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson
að fyrirsögn Örlygs Hálfdanarson-
ar. Kápumynd er eftir Jón Ögmund
Þormóðsson.
J
Litli ljósálfurinn slær
birtu á næturlífið. Elskan
við hiiðina svífur ótrufluð
á vit ljúfra drauma. A með-
an festir þú litla ljósálfinn
á bókina góðu. Þín bíður
langur næturlestur í frá-
bærum félaásskap.
Litli ljósálfurinn kemur |
viðar að góðum notum. 1
Hvert sem leið liggur.
hafðu þennan upplýsta
félaga með í för. Litll ljós-
álfurinn gelur lika notast
við rafhlöður og þannijg