Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 6

Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 Vasaorðan Þeir félagar Guðbrandur Gíslason og Aðalsteinn Ing- ólfsson skruppu á dögunum yfir Atlantsála til Amsterdam að heilsa upp á Sigurð Guðmundsson myndlistarmann og fleiri lista- menn er hollenska ríkið hefir fóstrað. Sjónvarpsáhorfendur nutu heimsóknarinnar í Gluggan- um síðastiiðið sunnudagskveld. Persónulega hafði ég ákaflega gaman af þessari heimsókn til hinna brottfluttu íslensku lista- manna. Sigurður Guðmundsson hefir nýverið hlotið Vasaorðuna úr hendi sjálfs Svíakonungs og ber að skoða þá viðurkenningu sem einskonar gullstimpil til handa þeim Súmurum er settust að í Hollandi fyrir ríflega tveimur tugum ára. Ættu nú íslendingar að sjá sóma sinn í að verðlauna hollensk menn- ingarmálayfirvöld fyrir vel unnin störf í þágu íslenskra listamanna. Hollendingar eiga einhverja mestu snillinga veraldarsögunnar á sviði myndlistar menn á borð við Jo- hannes Vermeer, Rembrandt van Rijn, Frans Hals, Dieric Bouts, Van Gogh og skilja því í senn menningarlegt gildi listuppeldis og fjárhagslegt eða halda menn að Hollendingar tapi á Rembrandt van Rijn? Nei, aldeilis ekki ég er jafnvel ekki frá því að Rembrandt karlinn skili hollenskum ferða- mannaiðnaði gildari sjóðum en sjálfur túlipaninn. Því hika hol- lensk stjórnvöld ekki við að launa listamenn því hver veit nema Rembrandt fæðist enn á ný. Aðveðjaá... Hér norðurfrá hugsa menn á dálítið öðrum nótum og veigra jafnvel verðandi stjórnmálamenn sér ekki við að leggja fram á opin- berum vettvangi tillögur er miða í raun að því að skera listamenn niður við trog. Ég vil taka skýrt fram að ég er persónulega þeirrar skoðunar að það geti verið hollt fyrir listamenn að sinna borgar- legu starfi ásamt listsköpuninni, en sé horft til þess veruleika er við búum við í dag hér á eyjunni góðu, þá er nánast vonlaust fyrir listamenn að skila drjúgu dags- verki til dæmis á ákveðnum svið- um myndlistar og kvikmyndagerð- ar nema að njóta starfsnæðis. Vísitöluleikur stjórnarherranna dregur mátt úr kynslóðum lista- manna og orkan fer fyrst og síðast í að skaffa fyrir vöxtum og verð- bótum er hrjóta til fjármagnseig- enda og hinnar geysifjölmennu stéttar er fæst hér við að telja peninga bæði í bönkunum og hin- um nánast óteljandi lífeyrissjóð- um lands vors. Við slíkar aðstæður dafnar trauðla mikil list. Einn og einn maður kemst jú uppá lagið með að mála myndir af banka- stjórunum og lifir góðu lífi en flestir verða að láta sér nægja að horfa á hugmyndirnar lifna og deyja í huganum. Skonrokk: í Skonrokki föstudagsins 6. des- ember mátti glögglega sjá um- merki þeirrar fátæktarstefnu er hér er rekin á listasviðinu. í þættinum voru einvörðungu flutt íslensk lög af innlendum hljóm- sveitum og það sem meira er að myndirnar er fylgdu voru allar úr smiðju íslenskra kvikmyndagerð- armanna. Ég verð að segja eins og er að mér fannst sorglegt að horfa uppá hversu naumt var skammtað í þessum myndum. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum hér lagasmiði og tónlistarmenn er geta náð eyrum heimsbyggðarinn- ar ef rétt er á málum haldið. En það dugir ekkert minna en ausa hreinlega fé í þær myndir er fylgja afúrðum þessa tónlistarfólks. Bretadrottning sæmdi Bítlana á sínum tíma æðstu orðu Breska samveldisins ekki bara vegna tón- listarafreka þeirra félaga heldur vegna þeirrar staðreyndar að þeir höluðu meira fé til Bretlands en nokkurt annað breskt fyrirtæki á þeim tíma. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNYARP Sjónvarpsmennirnir íslensku eru hér á myndinni frá vinstri: Öm Sveinsson kvikmynda töku maður, Oddur Gústafsson hljóðmaður og Ögmundur Jónasson fréttamaður. Til hinstu hvíldar KASTLJÓS — þjóð í þrengingum ■■ Kastljós, 3Q fréttaþáttur um — erlend málefni, verður á dagskrá sjón- varps kl. 22.30 í kvöld. Þátturinn ber yfirskrift- ina Þjóð í þrengingum og fjallar um afganska flóttamenn í Pakistan. Sjónvarpsmenn eru nú nýkomnir úr för til Norð- vestur-Pakistans þar sem dveljast yfir tvær milljón- ir afganskra flóttamanna. Þar hittu sjónvarpsmenn ýmsa leiðtoga þeirra að máli og komu í sjúkrahús og ræddu við menn sem særst höfðu í stríðinu. Einnig kynntu þeir sér skólamál og ýmsa aðra þætti daglegs lífs. Stríð hefur verið í Afg- anistan um árabil en sex ár eru síðan Sovétmenn fóru með her inn í landið. Mörg hundruð þúsund manns hafa látið lífið í stríðinu að því að áætlað er og um fjórar milljónir manna hafa flúið land. Phyllis Calvert og Bill Fraser í hlutverkum sínum í „Til hinstu hvíldar" sem frú Maxie og sir Reynold. Jón í Brauðhúsum í tilefni af því ■i Fimmti og 25 næstsíðasti — þáttur breska sakamálamyndaflokksins „Til hinstu hvíldar" er á dagskrá sjónvarps kl. 21.25 í kvöld. Myndaflokk- urinn er gerður eftir saka- málasögu P.D. James. í hlutverki lögreglurann- sóknarmannsins Adams Dalgliesh er Roy Marsden. Hann rannsakar dauða manns sem grunaður er um fíkniefnasölu. Hann rekur slóðina heim á sveitasetur þar sem ekki reynist allt með felldu. I síðasta þætti reyndi Dalgliesh að komast að ástæðum fyrir dauða Sallýar, tilvonandi eigin- konu Stephens. í lok þátt- arins beindust grunsemdir helst að systur Stephens sem var meinilla við til- vonandi mágkonu sína eins og flestum öðrum á sveitasetrinu. Þýðandi er Kristrún Þórðardóttir. Ofl 35 að * da2 eru — liðin 30 ár frá því að Halldór Laxness tók við Nóbelsverðlaunum í bókmenntum verður end- urtekinn lestur hans á smásögu sinni „Jón í Brauðhúsum" kl. 20.35 í kvöld. Sagan birtist í „Sjö stafa kverinu" 1965 en lestrinum var áður út- varpað 1974. Halldór Laxness ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 10. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Elvis, Elvis“ eftir Mariu Gripe. Torfey Steinsdóttir pýddi. Sigurlaug M. Jónas- dóttir les (10). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál. , Endurtekinn páttur frá kvöld- inu áður sem Margrét Jóns- dóttir flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 10.40 „Ég man þátlð". Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Úr atvinnullfinu — Iðnaðarrásin. Umsjón: Gunnar B. Hinz, Hjörtur Hjartar OG Páll Kr. Pálsson. 11J0 úr söguskjóðunni — Hafnargerðarkaupgjalds- málið 1913. Þáttur I umsjá Þorláks A. Jónssonar. Lesari: Oddný Yngvadóttir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 ( dagsins önn — Heilsu- vernd. Umsjón: Jónlna Benedikts- dóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Feðgar á ferð" eftir Heðin Brú. Aðalsteinn Sigmundsson þýddi. Björn Dúason les (5). 14.30 Miðdegistónleikar — Maurizio Pollini leikur 20. aldar planótónlist. a. Þrlr þættir úr „Petrúsku" eftir Igor Stravinsky. b. Þrjú píanólög eftir Arnold Schön- berg. c. „Sofferte onde ser- ene", tónlist fyrir planó og segulband eftir Luigi Nono. 15.15 Barið að dyrum. Einar Georg Einarsson ræðir við Einar Karl Guðjónsson á Höfn I Hornafirði. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16J0 Hlustaðu með mér. — Edvard Fredriksen. (Frá Akureyri). 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Krístln Helga- dóttir. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 19.00 Aftanstund Endursýndur þáttur frá 2. desember. 19.20 Ævintýri Olivers bangsa Ný syrpa — Fyrsti þáttur. Franskur brúöu- og teikni- myndaflokkur um vlðförlan bangsa og vini hans. Þýð- andi Guöni Kolbeinsson, lesari með honum Bergdls Guðnadóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 10.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegtmál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 19.50 Lestur úr nýjum barna- og unglingabókum. Umsjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Sigurlaug M. Jónas- dóttir. 20.30 „Jón I Brauðhúsum", smásaga eftir Halldór Lax- ness. Höfundur les. (Aður útvarpað 1974, en endurflutt nú, þegar þrjátlu ár eru liöin frá þvl að Halldór tók við Nóbelsverðlaunum). 20.50 „Humáttir". Aðalsteinn Asberg Sigurðs- son les þýðingar sínar á Ijóð- um eftir norska skáldið Paal Helge Haugen. 21.05 Islensk tónlist. a. Jón Sigurbjörnsson syng- ur lög eftir Knút R. Magnús- son. Ragnar Björnsson leikur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Hver var að hlæja? (Survival — No Laughing Matter) Bresk dýrallfsmynd um hlen- ur i Austur-Afrlku. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.25 Til hinstu hvlldar (Cover Her Face) Fimmti þáttur. Breskur sakamálamynda- flokkur i sex þáttum, gerður eftir sakamálasögu eftir P.D.James. Aöalhlutverk. á planó. b. „Angelus Dom- ini“, tónverk eftir Leif Þórar- insson. Sigrlður E. Magnús- dóttir syngur með Kammer- sveit Reykjavlkur. Höfundur- inn stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Saga Borgarættarinnar" eftir Gunnar Gunnarsson. Helga Þ. Stephansen les (26). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orö kvölds- ins. 22.25 Frá tónleikum Islensku hljómsveitarinnar I Lang- holtskirkju 21. f.m. „Konur I Islensku tónlistar- llfi". Stjórnandi: Jean Pierre Jacquillat. Einsöngur: And- ers Josephsson. Einleikur: Anna Guðný Guðmunds- dóttir. a. Fimm lög eftir Karó- llnu Eirlksdóttur. b. Þrjú sönglög eftir Jórunni Viðar. c. „Davlð 116“ eftir Misti Þorkelsdóttur. d. Planókon- Roy Marsden. Adam Dalg- liesh rannsakar dauða manns sem grunaður er um flkniefnasölu. Hann rekur slóöina heim á sveitasetur, þar sem ekki reynist allt meö felldu. Þýðandi Kristrún Þóröardóttir. 22.30 Kastljós Þáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður Ögmundur Jónasson. 23.10 Fréttir I dagskrárlok. sert ( C-dúr K. 415 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Kynnir: Asgeir Sigurgests- son. 24.00 Fréttir. Dagskrálok. ÞRIÐJUDAGUR 10. desember 10.00—10.30 Ekki á morgun, heldur hinn Dagskrá fyrir yngstu hlust- endurna frá barna- og ungl- ingadeild útvarpsins. Stjórnendur: Kolbrún Hall- dórsdóttir og Valdls Óskars- dóttir. 10.30—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. Hlé. 14.00—16.00 Blöndun á staön- um Stjórnandi: Sigurður Þór Salvarsson. 16.00—17.00 Frlstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eövarð Ingólfs- son. 17.00—18.00 Sögur af sviðinu Stjórnandi: Þorsteinn G. Gunnarsson. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11.00, 15 00 16.00 og 17.00. 17.00—18.00 Rlkisútvarpiö á Akureyri — Svæðisútvarp. SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 10. desember

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.