Morgunblaðið - 14.12.1985, Side 1

Morgunblaðið - 14.12.1985, Side 1
96SÍÐUR B STOFNAÐ1913 283. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flugslysið í Gander. Övissa um or- sakir slyssins Gudcr. NjfundnaUndi, 13. desember. AP. FJÖLDI manna kannaði í dag brak g*r ásamt öllum sem voru um borð, er kominn í leitirnar en talið er, að verður hvað slvsinu olli. Kanadiskir og bandarískir emb- ættismenn sögðu í dag, að með flugvélinni hefðu farist 256 menn, tveimur færri en í fyrstu var talið. Átta menn voru í áhöfninni en hinir voru hermenn úr bandaríska gæslu- liðinu á Sinai-skaga. Voru þeir á leið heim í jólaleyfi. Margir sér- fræðingar leituðu í dag í flaki vélar- innar að einhverjum vísbendingum um það, sem slysinu olli, og hafa þeir haft uppi á flugskráningartæk- inu, svarta kassanum svokallaða. Kanadískur embættismaður taldi þó, að nokkurn tíma gæti tekið að finna orsakir slyssins. Flugvélin hrapaði rétt eftir flug- tak, var ekki komin nema í um 300 metra hæð, og segja sumir sjónar- bandarísku flugvélarinnar, sem fórst í 256 mönnum. Svarti kassinn svokallaði nokkur tími kunni að líða áður en Ijóst vottar, að þeir hafi séð blossa eða bjarma af henni rétt áður. Aðrir segja, að ekkert bendi til, að spreng- ing hafi orðið í henni. John Pitt- man, flugstöðvarstjóri á Gander, sagði í dag, að flugvélin hefði ekki verið afísuð þótt hún hefði verið í rúma klukkustund á flugvellinum i frostrigningu. Aðrir embættismenn vildu að svo stöddu ekkert um þess- ar upplýsingar Pittmans segja. Tvenn öfgasamtök múhameðs- trúarmanna, „Heilagt stríð" og „Frelsissamtök Egyptalands", hafa lýst á hendur sér ábyrgðinni á slys- inu en að svo komnu máli þykja þær yfirlýsingar heldur ótrúverð- ugar. Sjá fréttir af slysinu á bls. 38 og 39. Líkum mannanna, sem fórust í flugslysinu í Gander á Nýfundnalandi, var í gær komið fyrir í stóru flugskýli. 256 manns fórust með vélinni, þar af 248 bandarískir hermenn, sem voru á leið heim í jóla- leyfi. Atlantshafsbandalagið: Einhugur á fundi utanríkisráðherra Bangsar boðnir upp AP/Símamynd Heilmikið bangsauppboð, það fyrsta sinnar tegundar, var í gær haldið hjá uppboðsfyrirtækinu Christies’ í Lundúnum. Litli bangsinn, sem maðurinn heldur á yst til vinstri, var sleginn á 27.000 kr. Brtissel, 13. desember. AP. Utanríkisráðherrar Atlantshafs- bandalagsríkjanna lýstu í dag ein- huga yfír stuðningi við afstöðu Bandaríkjastjórnar í afvopnunar- viðræðunum við Sovétmenn og telja þeir, að nú sé líklegra en áð- ur, að samningar takist. I yfirlýsingu, sem gefin var út að loknum tveggja daga fundi í Brússel, segja utanríkisráðherr- arnir, að innan Atlant.shafs- bandalagsins sé samstaða um að berjast fyrir verulegri fækkun kjarnorkuvopna og bæta sam- skipti austurs og vesturs. Carr- ington, lávarður, framkvæmda- Verður Palme að hætta við Moskvuför? Sovétmenn sýna Svíum yfír- gang á alþjóðlegu hafsvæði Stokkbólmi, 13. desember. Frá Erik Liden, frétUriUra MorgunblaÓNÍnH. OLOF Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, skýrði frá því í dag, að hann hygðist fara til Moskvu á vori komanda og væri það tilgangur ferðarinn- ar að reyna að bæta samskipti þjóðanna en þau hafa verið heldur stirð um nokkurt skeið vegna tíðra ferða sovéskra kafbáta innan sænskrar lögsögu. Palme hafði hins vegar varla sleppt orðinu þegar þær fréttir bárust, að sovéskir hermenn hefðu farið um borð í þrjá sænska fiskibáta á alþjóðlegu hafsvæði austur af Gotlandi og gert veiðarfæri þeirra upp- tæk. Þykir nú heldur óvænlega horfa með Moskvuferðina hans Palmes. Izvestia, málgagn sovésku stjórnarinnar, sagði í dag, að kominn væri tími til, að Sovét- menn stæðu betri vörð um hags- muni sína í Eystrasalti og sér-. staklega á hinum umdeildu svæðum austur af Gotlandi. Var þessum orðum fylgt eftir um miðjan dag þegar sovéskt her- skip kom að tveimur sænskum fiskibátum þar sem þeir voru að veiðum á alþjóðlegu hafsvæði austur af Gotlandi. Póru sovéskir hermenn um borð í bæði skipin og þótt sænsku sjómenniirnir reyndu að sýna Sovétmönnunum fram á, að þeir væru í sinum fulla rétti, kom allt fyrir ekki. Sovésku hermennirnir tóku með sér öll veiðarfærin yfir í herskip- ið. Nokkru síðar komu þeir að þriðja sænska fiskiskipinu og léku þar sama leikinn. Sænska utanríkismálanefndin, sem er undir formennsku Karls Gústafs, Svíakonungs, og Sten Andersson, utanríkisráðherra, hafa mótmælt þessum yfirgangi Sovétmanna og í kvöld var ræðis- maður Sovétmanna í Stokkhólmi kvaddur í sænska utanríkisráðu- neytið þar sem borin voru fram formleg mótmæli. Svíum þykja þessir atburðir mjög alvarlegir og furða sig margir á því, að það skuli bera upp á sama dag og Palme greinir frá Moskvuför og Sovétmenn sýni sænsku þjóðinni þessa óvirðingu. stjóri NATO, sagði, að nú væri beðið með mikilli eftirvæntingu raunverulegs árangurs eins og leiðtogafundurinn hefði gefið vonir um. Viðræður stórveldanna hefjast aftur 16. janúar nk. George P. Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði, að Reagan, forseti, legði mikla áherslu á að ná raunverulegum samningum. „Við munum gera allt, sem í okkar valdi stendur, til að komast að samkomulagi um fækkun kjarnorkuvopna. Við vilj- um ekki einhverja samninga fyrir einhvern tiltekinn tíma eins og t.d. fyrir leiðtogafundinn á næsta ári, heldur samninga, sem skila okkur í raun áleiðis," sagði Shultz. Guilio Andreotti, utanríkisráð- herra Ítalíu, sagði á blaðamanna- fundi í dag, að hann og fleiri teldu, að horfurnar á raunveru- legu samkomulagi milli stórveld- anna væru nú betri en þær hefðu jafnvel verið fyrst eftir leiðtoga- fundinn. Kvað hann mestar vonir vera bundnar við árangur í við- ræðunum um meðaldrægu eld- flaugarnar og um bann við efna- vopnum. Sjá á miðopnu setningarræðu Geirs Hallgrímssonar, utanríkis- ráðherra, á NATO-fundinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.