Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 35 San Felipe-virkið. Stytta af Don Blas f forgrunni. handagangur í öskjunni þegar standarnir voru settir fram og byrjað var á límingunni. Oft þykj- umst við íslendingar snjallir og þarna höfðum við það á tilfinning- unni. í Cartagena er mjög heitt og mikill raki í lofti. Því óttuðumst við að límið myndi gefa sig og bæklingarnir detta niður. Festum við því alla bæklinga okkar með teiknibólum sem við fjárfestum í hér heima. Það kom enda á daginn. Næsta dag voru nánast allir bækl- ingarnir á gólfinu nema Andrésar. „Viking Night“ Norðurlöndin standa ætíð fyrir Vikingakvöldi „Viking Night“ á hverju heimsþingi. Þá er það gjarnan gert þannig að fyrst er landsforsetum, heimsstjórnar- mönnum og öðrum slíkum boðið til sérstakrar móttöku og síðan er öllum þingþátttakendum boðið að koma meðan húsrúm leyfir. Þessar skemmtanir eru hugsaðar til þess að vekja athygli á Norðurlöndum sem þjóðlöndum, kynna þar menn- ingu okkar í mat og drykk, kynna löndin okkar sem ferðamannastaði og síðast en ekki síst að vekja um leið athygli á frambjóðendum Norðurlandanna til heimsstjórnar hverju sinni. Undanfarin ár hafa þessi samkvæmi þótt takast einna best allra þjóðakvölda, sem eru þó fjölmörg á hverju þingi. I þetta sinn var Víkingakvöldið dálítið frábrugðið fyrri þingum. Vegna vegalengdar og óhagkvæms veður- fars var enginn aftur tekinn með að heiman, heldur einungis áfengi. Við buðum upp á íslenzk brennivín í klakakældum flöskum, Danir voru með ákavíti, Finnar og Svíar með vodka o.s.frv. Allur matur var keyptur af hótelinu og var bæði vei ‘.'Ulátinn, góður og ódýr. Sam- kvæmið sjáJft var nú í fyrsta sinn haldið utandyra eða í garði hótels- ins. Varlega áætlað komu um 1.500 manns til okkar og var veitt allan tímann, enda voru þeir sem ekki kunnu sér magamál heldur fram- lágir að morgni. Kenndu þeir flest- ir þar um íslensku brennivíni og dönsku ákavíti. Frambjóðendafundur — kosningar Þriðjudagur og miðvikudagur eru aðalkosningabaráttudagarnir á þingi, enda er kosið á fimmtu- degi. Þetta voru því erfiðir dagar og lítið sofið. Það var alveg ljóst að róðurinn yrði þungur fyrir okkur, en að reyna ekki, það er of auðveldlega frá sloppið. Fjölmarg- ir landsforsetar og almennir þing- þátttakendur sýndu okkur stuðn- ing með ýmsu móti, hins vegar varð reyndin sú að þeir áttu ekki möguleika á að veita Andrési stuðning. Þeir aðilar er studdu okkur allan tímann auk Norður- landanna voru Bretar, írar, Skot- ar, Mið- og Norður-Evrópa (Frakk- land ekki meðtalið). Suður-Afríka, Karabísku löndin, Astralir, Nýsjá- lendingar og eitt til tvö ríki í Asíu. Sterkustu JC-löndin með Japan í broddi fylkingar snerust hins veg- ar á sveif með Barouni frá Túnis og á miðvikudagskvöldið varð ljóst að sigur myndi ekki vinnast. Er kjör heimsforseta varð kunnugt kom i ljós að Barouni hafði sigrað. Á heimsþingum er hins vegar ekki gefið upp atkvæðamagn í kosningu heimsforseta, þannig að óljóst er hve mörg atkvæði hver frambjóð- andi fékk. Það eitt og sér breytir heldur ekki neinu um úrslitin sem að sjálfsögðu ollu okkur miklum vonbrigðum, því þrátt fyrir allt þjóðarstolt og að hverjum þyki sinn fugl fagur, þá átti ísland langhæfasta frambjóðandann, eða eins og Andrés sagði sjálfur er hann var spurður um frammistöðu sína á aðalframbjóðendafundin- um. „Ég hefði getað verið betri, en ég vildi samt ekki skipta á frammistöðu hinna og minni.“ Barouni frá Túnis var í framboði í fyrra til heimsforseta, en laut þá í lægra haldi fyrir núverandi heimsforseta. Eitt af rökum Asíu- manna var að Afríka (réttilega) hefði aldrei átt heimsforseta en Evrópa væri nú að sækjast eftir þriðja heimsforsetanum á fjórum árum. Japanir sem halda næsta heimsþing hreyfingarinnar í Nagoya í nóvember 1986, töldu einnig að Barouni væri meira inn á línu Austurlandaþjóða en fram- bjóðandi okkar. Hins vegar kom nánast öllum saman um að Andrés væri mun hæfari leiðtogi. En eins og við segjum það eru ekki alltaf jólin þó styttist í næstu. Okkar skoðun er einnig sú að eigi skal gráta, heldur safna liði og bjóða sem fyrst fram til heimsstjórnar, þegar hæfur einstaklingur er í boði frá Islandi, vegna þess að íslenskir JC-félagar geta miðlað heilmiklu til félaga sinna víðs vegar um heiminn. Framboð til forseta Jaycees International er ákaflega um- fangsmikið verkefni. Frambjóð- andinn sjálfur þarf að undirbúa sig mjög mikið, fyrir utan að hafa starfað í alþjóðastjórn hreyfingar- innar í tvö ár. Framboðið kostar einnig mikla fjármuni, en eins og ég gat um fyrr í grein þessari var okkur ákaflega vel tekið og vil ég nota þetta tækifæri og þakka öll- um þeim er studdu okkur á einn eða annan hátt. Þinglok Við íslendingar nýtum gjarnan hvert það tækifæri sem gefst til þess að kynna land og þjóð. Heims- þing JC-hreyfingarinnar eru gífur- lega góður vettvangur tii þess. Heimsþingin sækja opnir einstakl- ingar, einstaklingar sem eru til- búnir til þess að kanna nýjar slóð- ir, einstaklingar, sem alla jafna hafa tiltölulega rúman fjárhag. Ég er því sannfærður um að bæði framboð okkar í þetta sinn svo og þáttúr okkar í Víkingakvöldunum vekur mikla athygli á íslandi og íslendingum. Við erum 240.000, íbúar Kólombíu 30.000.000. Hlut- verk hvers okkar er mikilvægt hvar sem við förum, hverjir sem við erum. Til marks um það var kjör Hólmfríðar Karlsdóttur sem eldur á umfjöllum manna um ís- land. Þann 6. febrúar nk. munu Evr- ópuforsetar JC-hreyfingarinnar halda árlegan fund sinn í Reykja- vík. Kosið var um fundinn á Evr- ópuþinginu i Sheffield á Englandi sl. sumar. Þar voru fjögur lönd um hituna, ísland vann. Þátttaka ís- lenskra JC-félaga í alþjóðasam- starfi heldur því áfram, áfram er leiðin fram á við, annað er stöðnun og sæmir ekki ungu fólki, hvar sem það stendur. Ungt fólk á íslandi á að láta málefnin til sín tak , hvar sem er, hvenær sem er. Enn eitt heimsþing JC-hreyfing- arinnar er afstaðið, það fjórða hjá mér. Við kvöddum fólkið í Carta- gena, sem hafði reynst okkur vel allan tímann. Hvar sem við fórum mættum við brosi og aftur brosi. Það má með sanni segja að brosið sé skærasta minningin um íbúa Cartagena. Höfundur er fráfarandi landsfor- setí JC íslands. Nefndir og rað ríkisins: 400 nefndir 2000 nefnd- armenn Kostnaður 43 milljónir króna Tvö þúsund sjötíu og níu nefndar- menn í fjögur hundruð og sjö nefndum störfuðu á vegum ráðu- neyta á síðastliðnu ári, samkvæmt heimildarriti Fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar: „Stjórnir, nefndir og ráð ríkisins árið 1984.“ Heildarkostnað- ur við þessi ráð, stjórnir og nefndir nam 42,9 m.kr., þar af 32,9 m.kr. í nefndarþóknun, en annar kostnaður nam tæpum 10 m.kr. Flestar stjórnir og nefndir störf- uðu á vegum heilbrigðis- og trygg- ingarmálaráðuneytisins, eða 68, nefndarmenn 336, þóknun 4,5 m.kr. og annar kostnaður 3,4 m.kr. Næst kom iðnaðarráðuneytið með 63 nefndir, 270 nefndarmenn, þóknun 4,2 m.kr. og annan kostað 86 þús- und. Þá dóms- og kirkjumálaráðu- neytið með 57 nefndir, 304 nefnd- armenn, þóknun 2,3 m.kr. og annan kostnað 1,5 m.kr. Fjármálaráðu- neyti og samgönguráðuneyti hafa 43 nefndir hvor. Hjá fjármála- ráðuneyti er 221 nefndarmaður, þóknun 5,8 mkr. og annar kostnað- ar 86 þúsund krónur. Samgöngu- ráðuneytið hefur 230 nefndar- menn, þóknun 1,8 m.kr. og annar kostaður 86 þúsund. Fæstar nefnd- ir eru í utanríkisráðuneyti, 11 tals- ins, nefndarmenn 49, þóknun 1,1 m.kr. og annar kostnaður 34 þús- und krónur. Sem dæmi um nokkrar nefndir á vegum ráðuneytis má nefna eft- irfarandi stjórnir og ráð á vegum landbúnaðarráðuneytisins: banka- ráð Búnaðarbanka, stjórn Stofn- lánadeildar landbúnaði, Land- námsstjórn, stjórn Áburðarverk- smiðju ríkisins, stjórn Rannsókn- arstofnunar landbúnaðarins, Veiðimálanefnd, stjórn Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins, stjórn laxeldisstöðvar i Kollafirði o.fl. meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.