Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Pappírsflóð Parkinsons-lögmálið ræð- ur hjá Sameinuðu þjóðunum á Allsherjarþingi Það var mannmargt í íslensku nefndinni á allsherjarþinginu, er Guðmundur J. Guðmundsson var þar síðast fyrir fimm árum Þrengsli voru svo mikil að Guðmundur varð að fá að láni sæti hjá Jamaica meðan myndin var tekin. — Talið frá vinstri: Kornelíus Sigmundsson, Gerður Steinþórsdóttir, ívar Guð- mundsson, Birgir ísl. Gunnarsson, Árni Tryggvason, Tómas Tómasson, Magnús Magnússon og Guðmundur J. Guðmundsson. Guðmundur J. Guðmunds- son alþm. segir frá — eftir ívar Guðmundsson „Manni ofbýður pappírsflóðið, orðagjálfrið og starfsfólksfjölgun- in hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar ríkir Parkinson-lögmálið dæmi- gert,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson alþingismaður, er hann var að búa sig undir heimferð eftir setu á Allsherjarþingi, í annað sinn á fimm árum. En hann flýtti sér að bæta við: „En það er þess virði, því það eru smáþjóðirnar, sem eiga mest undir því, að al- heimssamtökin haldi áfram að vera til. Og við íslendingar eigum aldrei að sjá eftir þeim aurum sem við leggjum stofnuninni til. Eða tillögufarganið, blessaður vertu, maður minn,“ heldur Guð- mundur áfram. „Ég held að þeir ættu að taka sér Alþingi íslend- inga til fyrirmyndar í þeim efnum, og þykir okkur þó nóg um þar.“ Við sitjum í íbúð í Roger Smith- gistihúsinu við breiðgötuna, sem nefnist Lexington, en þar hafa þeir íslendingar, sem setið hafa Allsherjarþingið á undanförnum árum átt sinn samastað í New York. Þar blaktir íslenskur fáni ásamt nokkrum öðrum þjóðfánum yfir fordyri á góðviðrisdögum. ís- lendingar eiga sín uppáhaldsher- bergi á þessum gististað. Guð- mundur og kona hans, Elín, vissu hvað þau voru að gera er þau pöntuðu herbergi 1202. Það er hornherbergi á tólftu hæð, húsa- garðsmegin. Útsýnið úr stofu- glugga er múrveggur nágranna- hússins, en herbergið hefir þann kost að þar heyrist ekki umferð- arglamrið frá Lexington-götunni, sem er ein af fjölförnustu um- ferðargötum miðborgarinnar. Þórarinn Þórarinsson ritstjóri og kona hans, Ragnheiður, áttu þarna sína uppáhaldsíbúð. Báðu ávallt um 1102 eða 1302 og það voru og eru ávallt fleiri, sem panta ákveðin herbergi. Þegar við Elín hittumst berst talið fyrst að Morg- unblaðinu. Við vorum þar sam- starfssystkini endur fyrir löugu. En svo giftist hún Guðmundi og fór á Þjóðviljann. Ég stríði henni með því að þar hafi Þjóðviljinn óverðskuldað notið góðs uppeldis hennar hjá Morgunblaðinu. Þá bætir Guðmundur við: „Þú ættir heldur að eiga viðtal við hana Elínu og mig. Hún gæti sagt þér margt fróðlegt eftir að hafa verið gift mér svona lengi.“ „Já, vafa- laust,“ ansaði ég, „en ég er ekki viss um að hún segði mér allt það fréttnæmasta." Og svo snerum við okkur aftur að Sameinuðu þjóðun- um. Parkinsons-bólga komin í kerfid Á fyrstu árum Sameinuðu þjóð- anna voru Allsherjarþingin fá- menn. Aðildarþjóðirnar ekki nema 51 þar til í byrjun sjöunda ártugar- ins og nú eru þær 159. Fjölmennari þjóðir höfðu venjulega sérstaka fulltrúa í öllum sjö nefndum þings- ins, en meðal minni þjóða urðu menn að hlaupa miili nefnda. Thor Thors sendiherra íslands í Bandaríkjunum var jafnframt fastafulltrúi hjá SÞ. Hann sat í New York á meðan á Allsherjar- þinginu stóð og hafði venjulega einn mann sér til aðstoðar yfir þingtímann, lengi vel frænda sinn Kristján Albertsson. En brátt fór að tíðkast að háttsettir embættis- menn og stjórnmálamenn fóru að sækja þingin. Leið þá ekki á löngu áður en Parkinsons-bólga fór að gera vart við sig í kerfinu, fleiri og fleiri fóru að sækjast eftir því að komast á Allsherjarþing og þótti virðing að, eða það var til- breyting frá skammdegisþung- lyndi heimafyrir, norður á Islandi. Við fráfall Thors Thors var skip- aður sérstakur fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum, með aðstoð- armann sér við hlið. Um þetta leyti tóku Norðurlöndin upp á því að senda fulltrúa frá stjórnmála- flokkunum á Allsherjarþing. ís- lendingar fylgdust með í þeirri tísku. Upphaflega mun hugmyndin hafa verið aö gefa Alþingismönn- um tækifæri til að kynnast starf- semi Sameinuðu þjóðanna af eigin raun. En það fyrirkomulag fór fljótt úr skorðum er alþingismenn fóru að senda fulltrúa sína og flokksmenn í sinn stað. Það komst í hámæli, að Allsherjarþingsferðir til New York væru verðlaun fyrir gott og tryggt flokksstarf. Það kom fyrir, að stundum voru allt að átta fulltrúar á þingi frá íslandi. En þegar þingflokkunum fjölgaði í sex vandaðist málið. Er nú svo komið, að aðeins einn maður er frá hverj- um flokki, að Sjálfstæðisflokki undanskildum, sem fær tvo full- trúa á þing SÞ. Þeir koma ekki fyrr en almennu umræðunum er lokið og eru því aðeins þrjár vikur í New York í stað allt að sex fyrr á árum. Það er og áskilið, að ein- göngu alþingismenn, eða vara- menn þeirra, sitji þing SÞ. Hjá fastanefnd fslands eru starfandi tveir menn og auk þess ræðismað- ur og venjulega fulltrúi frá utan- ríkisráðuneytinu hluta þingtím- ans. Mannmargar sveitir Norðurlanda Frændur vorir á Norðurlöndum hafa lengi látið nokkuð á sér bera innan Sameinuðu þjóðanna. Hafa þeir lagt til marga af helstu emb- ættismönnum stofnunarinnar og eru auk þess greiðugir og gjöfulir til aðstoðar við þróunarlöndin. En það kostar þá allmikið mannahald í eigin nefndum. T.d. er fjörutíu manna sveit í sænsku fastanefnd- inni, 25 frá Noregi og eitthvað færra frá Dönum og Finnum. Þegar Danir voru í fyrsta skipti kjörnir í öryggisráð varð talsvert fjaðrafok í dönskum fjölmiðlum er fjölgað var í fastanefndinni í tíu fulltrúa. Blöðin spurðu hvort þetta væri ekki ónauðsynlegt óhóf. Lærdómsrík kynning á alþjóðagrundvelli Guðmundur J. Guðmundsson telur að það hafi orðið sér lær- dómsríkt að sitja þessi tvö þing Sameinuðu þjóðanna. Það hafi haft hvað mest áhrif á sig að fá tækifæri til að setjast niður og rabba óformlega við fulltrúa úr öllum hornum heims. Það hafi verið sér meira virði en að hlusta á ræður manna á þinginu, sem oft séu orð tóm, endurtekningar og fjas um orðalag frekar en efni. En það væri oft skemmtilegt að sitja yfir kaffibolla með mönnum eins og t.d. fulltrúa frá Himmalaja- landinu Nepal, sem hann kynntist af tilviljun einni. Það var langt því frá að maðurinn bærist á. En það kom síðar í ljós að hann var prófessor við háskólann í Nepal og doktor í alþjóðalögum. Það sannaðist sem Tómas kvað forðum. Hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu. Þá sé það virðingarvert hve fulltrúar fyrr- verandi nýlenduþjóða hafi haslað sér völl á alþjóðasamkomum og séu þar í engu eftirbátar fulltrúa frá hinum svonefndu þróuðu þjóð- um. Guðmundur hikar augnablik í samtalinu og segir: „Þú sagðir mér, ívar, að tungumálin og trúar- brögðin væru helstu vandamálin í samskiptum þjóða. Ég tók eftir því að margir spurðu mig hvaða mál væri talað á íslandi, en það spurði mig enginn hvaða trú við játuðum. Þeir virtust vita að þar væri á ferðum vandamál, sem víða væri viðkvæmt og ekki rétt að ræða.“ Frá Asíu og Afríkulöndum koma nú hámenntaðir og glæsilegir full- trúar með háar menntagráður frá bestu háskólum heims, Oxford, Sorbonne, Harvard o.s.frv. Það var og skemmtilegt að hlusta á ræður þessara glæsilegu manna frá svokölluðu „vanþróuðu" löndum, eða þróunarlöndum sem þau eru nú kölluð i kurteisisskyni. Þeir gefa engum eftir í rökfestu og skýrum málflutningi. Mismunandi ræðuform þjóða Ræðuform þjóða eru að sjálf- sögðu æði mismunandi. Sumt er byggt á hefð, blandað nýfengnum áhrifum eða tísku, segir Guðmund- ur. Rússum er t.d. gjarnt að skreyta mál sitt með dæmisögum og allskonar tilvitnunum, stundum á rósamáli. Bretar eru stuttorðir og rökfastir og Bandaríkjamenn líkjast þeim að nokkru en vilja verða langorðari. Spænskumælandi menn nota málskrúð mikið og þá ekki ósjald- an með handapati. Frakkar bera nokkuð einkenni þessara manna í ræðum sínum. Fulltrúar frá ný- lenduþjóðunum bera að sjálfsögðu nokkurn keim áhrifa, sem þeir hafa orðið fyrir frá fyrrverandi valdaþjóð og menntun sinni hjá þeim. En fyrrverandi nýlenduþjóðir koma fram í fullri reisn. Á þá er hlustað og þeirra ráð virt, ekki síður en hinna, sem kunna að telja sig eldri og reyndari í stjórn- málafaginu á alþjóðagrundvelli. Helstu mál þingsins Guðmundur sat að þessu sinni í sérstöku pólitísku nefndinni. Sú nefnd var ekki upphaflega skipu- lögð í stofnskránni. Nefndin er raunverulega angi af fyrstu nefnd- inni, hinni svokölluðu pólitísku nefnd. Snemma hlóðust svo mörg verkefni á fyrstu nefndina að það var auðséð, að hún gæti ekki annað þeim á þingtímanum og var það ráð þá tekið, að stofna sérstaka pólitíska nefnd til að taka við því sem flaut út af hjá þeirri fyrstu. Þótt nefndin hafi verið sett á lagg- irnar til bráðabrigða, hefir aldrei komið til mála að leggja hana niður. Þar var margt fróðlegt að heyra en einnig talsvert af fjölæru efni, sem steindur upp höfðinu á hverju þingi og sem ályktanir eru gerðar um, sem ekki eru svo fram- kvæmdar. En menn vilja halda málunum vakandi þótt ekki sé annað. Það voru einkum tvö mál sem vöktu almenna athygli og áhuga, ástandið í Suður-Afríku ogframtíð himingeimsins og mannleg af- skipti af honum. Um bæði þessi mál var raunverulega almenn samstaða en ekki samkomulag. Friöur í geimnum er friður ájörðu Framtíðarþróunin í himin- geimnum er áhyggjumál allra hugsandi manna og það kom mjög greinilega fram á Allsherjarþing- inu. Vísindamenn sjá óteljandi möguleika fyrir mannkynið í geimnum. Geimurinn er eins og höfin voru fyrr á tímum er framsýnir og röskir menn leituðu landa. I geimnum verða í framtíðinni byggðar borgir og svæði verða þar byggð mönnum, sem leita nýrra framfara til þæginda fyrir mann- kynið, heilsu þess og vellíðan. En það fer ekki hjá því að menn hafa og áhyggjur af framtíðinni og þeim málum, sem nú ná út fyrir jarðneskar pólitískar skoðanir. Sá sem hefir geiminn á sínu valdi hernaðarlega, segir Guðmundur, getur haft heiminn í hendi sér. Það er mörgum uggvænleg hugs- un, sagði Guðmundur að lokum. Og hætta á að „það yrði þröngt fyrir dyrum hjá mörgum kot- bóndanum," eins og sagt var forð- um er ráðsmennsku á Grímsey bar á góma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.