Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Minning: Mundína Freydís Þorláksdóttir Fædd 8. apríl 1899 Dáin 5. desember 1985 Þeir hverfa nú óðum af sjónar- sviðinu sem slitu barnsskónum um aldamótin síðustu og nefndir hafa verið aldamótakynslóð. Þeir hafa á margan hátt þótt skera sig úr öðrum þjóðfélagsþegnum, því á þeirra herðum skullu öldur umróts og byltingar í þjóðfélagsháttum, er þeir vóru að komast til fulls þroska upp úr nitján hundruð og tuttugu. Þessi aldurshópur varð að takast á við nýbreytni í lífs- og menning- arháttum. Hafna mörgu því eldra, en velja úr það besta af því sem að ströndum barst og taka í þón- ustu sína það sem ætla mátti að yrði þjóðlífinu til blessunar og lyfti þjóðinni í röð menningar- þjóða og þjóðlífinu á göfugra svið, frá fátækt og vonleysi. Aldamótakynslóðin varð á margan hátt hamingjusöm og margir fagrir draumar hennar hafa ræst, þótt margt hafi farið á annan veg en vonir stóðu til, en börn þeirra og barnabðrn blessa þau nú fyrir baráttu þeirra og framsýni. Ég sting niður penna til að minnast konu úr aldamótakyn- slóðinni, tengamóður minnar, Mundínu Freydísar Þorláksdóttur, á Ytri-Á í ólafsfirði. Ég veit hún muni ekki kæra sig um langt mál og málskrúð enda mun ég ekki gera svo, en um ævi- starf hennar mætti þó rita langt mál. Hún var ekki nema meðalkona að vexti, hún Mundína, en faðmur hennar var stór, og faðmur hennar var hlýr og faðmur hennar var mildur og mjúk var höndin, og eins hvort hún strauk burt tár af ung- um vanga, eða reiddi fram veiting- ar fyrir sjóhrakta eða göngumóða. Alltaf sama jafnvægið þótt ekki væri ávallt logn á hennar leiðum. Ung að árum giftist hún sveit- unga sínum Sigurbirni Finni Björnssyni á Ytri-Á, og hófu þau búskap þar og bjuggu alla sína búskapartíð þar. Bæði áttu þau ættarrætur í hinum afskekktu byggðum við vestanverðan Eyjafjörð, og þar var lífsbaráttan háð frá vöggu til grafar. Þeim hjónum fæddust tuttugu börn. Fjögur létust á ungum aldri en níu synir og sjö dætur náðu fullorðinsaldri, hafa stofnað heim- ili sjálf og fylgja öll móður sinni til hinstu hvílu og leggja nú verð- skuldaða þökk og blessun yfir hvíluna hennar. En húsfaðirinn, þrekmennið Finnur Björnsson, dvelur nú á sjúkrahúsi á Olafsfirði, örþreyttur eftir glímuna við elli kerlingu, og getur því ekki fylgt ástvinu sinni síðasta spölinn en bíður endurfunda bak við tjaldið sem skilur heimana. Finnur lét aldrei sinn hlut eftir liggja að afla fanga til heimilisins og til framfærslu sínum stóra barnahóp, var heppinn og harð- fengur við sjósókn, nærfærinn við skepnur og á margan hátt fram- sýnn, svo sem sýnir þátttaka hans 1 byggingu rafstöðvar fyrir Kleifa- þorpið 1933, og jarðræktarmál lét hann líka til sín taka og jók hey- feng á ræktuðu landi á ábýlisjörð sinn að stórum mun að ógleymdum húsabótum. Húsfreyjan lagði fram þrek sitt svo sem verða mátti og gladdist við hvern sigur sem vannst í framfaramálum og fylgd- ist með af áhuga. Börnin uxu úr grasi og urðu myndarleg og vinnufús, en eins og þeir þekkja sem kynnst hafa upp- eldi margra systkina, þá annast eldri systkinin á margan hátt sín yngri systkin og létta foreldrunum þannig lífsstarfið. En alltaf er það húsfreyjunnar, móðurinnar, að halda utan um hópinn og sjá fyrir fæði og klæð- um. Mýkja sár á líkama og sál, og miðla þessu ómetanlega, ástúðinni og umhyggjunni, sem hvert ung- viði býr að ævina á enda. Mundína var komin á sextugs- aldur þegar ég giftist dóttur þeirra hjóna og kom fyrst á heimili henn- ar. Vel var mér tekið þá, sem ávallt síðan, alltaf mætti ég umhyggju og hlýju, og nú að leiðarlokum langar mig að þakka Mundínu öll blessunarorðin í minn garð. Ávallt sagði hún er komið var að kveðjustund, og haldið skyldi úr hlaði. Ég kem út og kveð ykkur. Hún gekk út á bæjarhólinn og bað vegfaranda blessunar og velfarn- aðar. Og farið varlega í Múlanum, ef leiðin lá um þann varasama veg. Umhyggja hennar var sérstök, í því sambandi minnist ég þess að ef einhver þurfti að vakna á óvenjulegu tíma til starfs eða ferð- ar. Þá var oft sagt: „Mamma, þú vekur mig.“ Og ekkert var henni ljúfara, þótt svefntími henar væri oft rofinn við þá bón. Þakklát var hún fyrir hverja gefna gleðistund og veitta hjálp þegar aldurinn færðist yfir. Nú kemur Mundína ekki lengur út á bæjarhólinn að biðja veg- faranda blessunar, nú er hún sjálf lögð upp í ferðina löngu sem allra bíður, en er kannski styst allra leiða. Og bærinn hennar geymir ekki lengur neina manneskju, nema þá um stundarsakir. Byggð hefir lagst þar af. Ég veit að Mundína biður fyrir þakkir og kveðjur til sambýliskon- unnar Guðrúnar Sigurjónsdóttur sem nú dvelur háöldruð hjá dóttur sinni í Ólafsfjarðarbæ, og til systr- anna sinna í Hofi sem ávallt voru henni tryggir vinir og hjálpar- hellur. Öllum sveitungunum skulu sendar þakkir fyrir samstarf á langri liðinni ævi. Þau hjónin Mundína og Finnur hafa dvalið á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði síðan vorið 1983, og notið þar vináttu og umönnunar svo sem unnt hefir verið, en lífsorka hennar smá dvín- aði en rúmliggjandi var hún ekki nema síðasta mánuðinn, en þrekið var alveg búið og hvíldin síðasta kærkomin. Hún var falleg kona hún Mund- ína og hélt sínu formi undra vel til endadægurs. Ég sá hana síðast 23. nóv. síðast- liðinn og fögur var birtan sem þá hvíldi yfir henni, og falleg var höndin og óhnýtt sem ég þrýsti þá í síðasta sinn. Snotra fagur- skapaða höndin hennar hélt lögun sinni undra vel, þrátt fyrir strit og starf langrar ævi. Þökk og hlýhugur okkar hjóna fylgir henni yfir á ströndina ókunnu. Hjartans þökk fyrir allt. Guð blessi Mundínu. Segið það móður minni að mold sé farin að anga svali leiki um sali og sólbrennda vanga. Býst ég nú brátt til ferðar bresturþóvegnesti. En þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti. (D.St.) Gunnar S. Sigurjónsson Aðventutón- leikar í Sel- fosskirkju AÐVENTUTÓNLEIKAR verða haldnir í Selfosskirkju á morgun, sunnudag og hefjast kl. 20.30. Á tónleikunum koma fram Lúðrasveit Selfoss, Kirkjukórinn, Kór Barnaskólans, Kór Fjöl- brautaskólans, Karlakórinn og Samkórinn. Aðgangseyrir er kr. 250 fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn. Bókmenntaþættir eftir Matthías Johannessen Var Sturla Þórðarson höfundur Njálu? Matthías Johannessen leiðir hér rök að því. Fjölmargar aðrar nýstárlegar og snjallar hugmyndir koma hér í fyrsta skipti fyrir sjónir lesenda. Þær eiga án efa eftir að ýta viö mörgum og leiða til fjörugra umræðna og heilsusamlegra deilna. Bókmenntaþættir eru víðtækt úrval úr bókmenntaskrifum höfundar. Auk kaflans um íslenskar fornbókmenntir fjallar Matthías um skáldverk 10 kunnra höfunda. Ultima Thule eftir Helfried Weyer og Matthías Johannessen Gullfalleg íslandsbók í máli og myndum. Tveir listamenn snúa bökum saman: Þýski Ijósmyndarinn Weyer og Matthías Johann- essen, skáld. Litmyndir Weyers og Ijóð Matthíasar á íslensku og í þýskri túlkun Jóns Laxdals með formála eftir Rolf Hádrich mynda eftirminni- lega heild, þar sem sérkennum íslands er lýst á listrænan hátt. Matthia* Johanneswn BÓKMENKl'fv ÞÆTTIR BOK AUÐVTTAÐ ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ, AUSTURSTRÆTI 18, SlMI 25544. (Frétutilkynmng)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.