Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 69 í stað þess að leggja árar í bát keypti Jón fé í skarðið fyrir það sem hann missti og var ótrauður að setja lömb á, þrátt fyrir mikið hrun. Því fækkaði fé lítið í Deild- artungu. Á árunum 1937—40 starfaði svokölluð héraðsnefnd í mæði- veikivörnum. Þessi nefnd, sem Jón átti sæti í, komst fljótt að þeirri niðurstöðu að fjárskipti væru eina færa leiðin til að uppræta veikina, eins og þekkingu manna á þessum sjúkdómi var þá háttað. Beitti nefndin, og þá ekki síst Jón, sér fyrir því að afla þeirri skoðun fylgis meðal bænda í Borg- arfirði og Húnavatnssýslum með víðtækum fundahöldum, en þá deildu menn mjög um fjárskipti og framkvæmd þeirra. Þakka margir störfum þessarar nefndar að fjárskipti voru hafin á Hegg- staðarnesi áður en löggjöf um það efni var sett. Þau leiddu síðar til almennra fjárskipta og fullrar út- rýmingar á mæðiveikinni, eins og kunnugt er. Meðan ekki var ráðið niðurlög- um hinnar illræmdu fjárpestar hafði Jón mikinn hug á því að hefja fjárbúskap í landshluta þar sem pestin herjaði ekki. Strax þegar fjárskiptum var lokið í Miðfirði, stofnaði Jón því til fjár- búskapar að Bjargarstöðum í Miðfirði, sem þá voru í eyði. Voru lömb keypt, heyja aflað, hús lag- færð og hafinn fjárbúskapur, fé- lagsbúskapur, sem Jón tók virkan og mikinn þátt í meðan heilsan entist. Þannig firrti hann sig að nokkru tjóni af völdum mæðiveik- innar. Jarðræktar- og búnaðarmál Jón Hannesson kom víða við í félagsmálum bænda, og heima fyrir voru jarðræktarmálin honum hugstæðust. Hann var einn af stofnendum Búnaðarsambands Borgarfjarðar, en það var stofnað á fundi á Hvítárvöllum 2. júlí 1910. Þegar á stofnfundinum var Jón kosinn í stjórn þess ásamt þeim Hirti Snorrasyni í Arnarholti og Andrési Magnússyni á Gilsbakka. Sat Jón síðan í stjórninni sam- fleytt til dauðadags eða í 43 ár, og formaður þess var hann í 34 ár. Öll þessi formannsár hafði hann jafnframt á hendi fram- kvæmdastjórn Búnaðarsambands- ins og allt reikningshald þess. Var þetta umfangsmikið starf og vinnufrektogekki alltaf vinsælt. Frá byrjun rak Búnaðarsam- bandið jarðvinnslu með hestum. Þegar flest var, hélt það úti fimm vinnuflokkum, og voru tveir menn með 4—6 hesta í hverjum. Þessu starfi var haldið úti í 19 ár, en árið 1929 keypti Búnaðarsambandið tvær dráttarvélar til jarðyrkju og síðar fleiri. Þær voru leigðar bændum til jarðræktarstarfa, stundum með einum manni en oft tveimur til þess að afköstin gætu orðið sem mest. Einnig lét Búnað- arsambandið vinna nokkuð að framræslu og áveitum. Réð það menn til þeirra starfa sem ferðuð- ustámilli bæja. Eftir að Ræktunarsambandið, sem náði yfir Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, var stofnað, létti mjög á Búnaðarsambandinu, þar sem fjárreiður Ræktunarsam- bandsins voru Búnaðarsamband- inu óviðkomandi. Ræktunarsam- bandið naut allmikillar fyrir- greiðslu frá ríkinu um vélakaup. En það létti ekki mikið á Jóni í Deildartungu, því hann var kosinn formaður Ræktunarsambandsins og stuttur tími leið þar til það hélt úti níu beltadráttarvélum og fjór- um hjóladráttarvélum til jarð- ræktarstarfa, þegar mest var umleikis. Auðséð er að geysimikið starf hefur legið í því að stjórna öllum þessum framkvæmdum og annast fjárreiður þeirra. En ðll þau störf vann Jón fyrir litla borgun og stundum lítið þakklæti. Er enda augljóst að þessi verk voru í eðli sínu þannig að erfitt hefur verið að vinna þau svo að öllum líkaði. Er raunar að undra að maður, sem svo var störfum hlaðinn fyrir, skyldi megna að leysa þau eins vel ?1 hendi og Jón gerði. Jón lét mikið til sín taka stofnun Landssambands bænda og átti mikinn þátt í þeim umræðum sem þá fóru fram vegna landbúnaðar- kreppunnar. Þá tók hann virkan þátt í stofnun Stéttarsambands bænda og sat alla aðalfundi þess frá stofnun. Jón sat á Búnaðarþingi frá 1929 og í stjórn Búnaðarfélags íslands frá 1939, og um skeið gegndi hann þar formannsstörfum. Af Búnað- arþingi var hann oft kosinn í milli- þinganefndir og liggja þar eftir hann mikil og farsæl störf. Sverrir Gíslason, formaður Stéttarsambands bænda, skóla- bróðir og vinur Jóns í Deildar- tungu, ritar um hann látinn í Bún- aðarritið, og lýk ég þessari grein með orðum hans. Þar segir m.a.: „Ég hef drepið á nokkur mál sem Jón í Deildartungu hefur unnið að. Það mun ekki ofsagt að hann hafi meira eða minna verið riðinn við hvert einasta félags- og framfara- mál sveitar sinnar og héraðs og tekið mikinn þátt í alþjóðar félags- málum. Jón las mikið, þegar hann hafði tíma til. Hann var hugsandi um trúmál og frjálslyndur í þeim efnum. Jón var ótrauður að fara nýjar leiðir, og þótt þær gætu verið hæpnar. Jón kunni vel við sig í félagsmálastarfi og á mannafund- um. Hann var ekki mikill mál- skrafsmaður, en hélt ágætar ræð- ur, oft óviðbúinn, og lagði þá mikinn þunga í málsmeðferðina. Jón gat verið kaldur í tilsvörum og spurði ekki alltaf meðstjórn- endur í félagsmálum ráða. En það var gott að vera með Jóni í Deild- artungu og maður fann alltaf til öryggis, þegar hann var með. Jón var umsvifamikill á félagsmála- sviðinu, tilþrifamikill og athafna- samur bóndi, vitur og framsýnn og fjárgæslumaður mestur í hér- aði.“ Hjalti Pálsson 1 2 Komið tU meginlandsins frá nokkrum úteyjum sögur eftir Kristján Karlsson Kristján Karlsson er eitt skarp- skyggnasta skáld og bókmennta- maður landsins. Hann sendir nú frá sér sjö smásögur, sem eru í senn spennandi og nýstárlegar. Kristján kafar undir yfirborð nútímalífs og sögumar fylgja manni eins og skuggi að loknum lestri. BOK AUÐVTTAÐ ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ, AUSTURSTRÆTI 18. SlMI 25544. BÆKUR HÖRPUÚTGÁFUNNAR 1985 MA TUR KNA TTSPYRNA LJÓÐABÆKUR ÝMSAR BÆKUR Glampar i fjarska á <)uUin þil WWk»|ian>r «* aWMitu .Að, handan Hók um litið rtth d.iuðann SPENNUSÖGUR ÁSTARSÖGUR ** ' — * HORPUUTGAFAN S TEKKJA RHOL Tl 8-10 300 A KRA NES. SÍMI 93-2840. G< SKE* ger; BotUt Hamingju draumar ERLWO POUUÍN < ......—> BARÁTTA Astariinnar Hamingjudraumar, eftir BodH Forsberg. Magnþrungin ástarsaga um óvœnt Mög. Hljómur hamingfunnar. eftir Nettu Muskett. Hrffandi bók um éstir og duiarfull atvik. Barátta ástarinnar, eftir Erfing Poufsen. Spennandi og grfpandi ástarsaga. G/ampar í fjarska i gufUn þU. 2. bindit eftir Þorstein Guömundsson á Ská/pastððum. Skrftnar skepnur. skop- sðgur eftir Ephraim Kishon. Ingibjörg Berg- þórsdóttir þýddi. Góða skemmtun gara ska/. leikja og skemmti- bók eftir Jón Kr. /sfeld Að handan. eftir Grace Rosher. Bók um llfið eftir dauðann. Séra Sveinn Víkingur þýddi. Hefndarverkasvaftin. eftir Duncan Kyle. Flugrán, mannrán æöisgenginn fíótti. Spennusaga / hæsta gæðafíokki. Exocet fíugskeytin, eftir Jack Higgins. hðfund metsð/ubókarinnar öminn er sestur. Mögnuð spennu- bók sem þú /est / einni lotu. Réttur dagsins. Gómsmtur gaaða- matur. Ný /s/ensk matreiöslubók eftir Margréti Þorvaldsdóttur, sem skrifað hefur samnefnda matreiösluþætti í Morgunblaöiö. Hðfundur hefur dvalið vlða er- lendis og kynnst þar matarvenjum ýmissa þjóða. Sumar uppskriftirnar eru frumsamdor, aðrar af erlendum stofni, en að/agaðar /slenskum aöstæðum og inn/endu hráefni. Ahers/a er /ðgð á að uppskriftirnar sáu auðveldar fyrir alla tU matar- gerðar. Gætt er hófs / hráefnis- kostnaði. Bókin er prýdd Htmyndum sem Magnús Hjörleifsson tók. Skagamenn skoruðu mörkin. / þessu s/ðara bindi er þráðurinn tekinn upp að nýju þar sem ski/iö var við / fyrra bindinu og sagan rakin fram tU haustsins 1984 er Skagamenn unnu það einstæða afrek oð vinna ..tvöfa/t" annað árið / röð. I bókinni eru viðtö/ við leikmenn Akraness sem gert hafa garöinn frægan meö ýmsum er- /endum Hðum á s/ðustu árum, m.a. Sigurö Jónsson, Pétur Péturs- son, Teit Þórðarson, Korl Þórðar- son og Matth/as HaHgrfmsson. Raktir eru fjö/margir /eikir /iósins og sagt frá eftirminnilegum at- vikum. Knattspyrnubókin / ár. I-.K K' HX bti lunnfiu Ég geng fri bmnum, eftir Guðnýju Bein- teinsdóttur fri GrafardaJ. Haustheimar, eftir Stefán Sigurkarlsson. Mitt heiðb/áa tja/d. eftir Friðrik Guðna Þórieifsson. Hljómur hamingjunnar Ephraim Kishon Skrítnar skepnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.