Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Ríkissaksóknari í svari til Alberts: Ekkert tilefni til opin- berrar rannsóknar RÍKISSAKSÓKNARI, Uóröur Björnsson, skrifaði í gær bréf til Alberts Guðmundssonar, iðnaðarráðherra, og tilkynnti honum, að ekki sé hægt að hefja opinbera rannsókn, sem Albert hafði farið fram á vegna ásakana í sinn garð. I bréfi sínu nefnir ríkissaksókn- ari einkum tvenns konar ástæður. Annars vegar, að til þess að hægt sé að hefja opinbera rannsókn, verði að liggja fyrir vitneskja eða rökstuddur grunur um refsiverða háttsemi. Það geti aldrei verið aðaltilgangur með slíkri rannsókn að hvítþvo menn af áskökunum eða Hnífsstungu- málið á Skarp- héðinsgötu: Nágrannar vilja mann- inn fluttan í burtu Rannsóknarlögregla ríkisins fór í gær fram á úrskurð um gæzluvarðhald yfir manninum, sem stakk sambýliskonu sína hnífi á Skarphéðinsgötu á nmmtudagskvöidið. Sár kon- unnar eru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu og er hún ekki í lífshættu. Ibúar í næsta nágrenni hússins, sem um er að ræða, hafa safnað undirskriftum til yfirvalda, þar sem þess er óskað að maðurinn verði fjar- lægður úr íbúð sinni vegna þráfalds ónæðis af hálfu hans og sambýliskonu hans. Sam- kvæmt upplýsingum lögregl- unnar hafa rúmlega 40 skrif- að undir ósk þessa og verið er að vinna að málinu. orðrómi og bendir rikissaksóknari á að í slíkum tilvikum geti komið til álita að beita ákvæðum laga um ærumeiðingar. Hins vegar bendir ríkissaksókn- ari á, að skiptaréttur í Hafskips- málinu sé að hefja rannsókn sína og einnig hafi ríkisstjórnin lagt fram frumvarp til laga um sér- staka þriggja manna rannsóknar- nefnd til að athuga viðskipti Út- vegsbankans og Hafskips. Ef reynt yrði að taka þátt Albert eins út úr þeirri rannsókn væri það bæði ógerlegt af málefnaástæðum og brot á jafnréttisreglunni. í yfirlýsingu í gærkvöldi sagði Albert Guðmundsson, iðnaðarráð- herra, m.a. að af svari ríkissak- sóknara megi ráða, að hann telji ekkert marktækt tilefni hafa komið fram sem réttlæti opinbera rannsókn. Því séu fullyrðingar þeirra manna, sem hafi haldið uppi ásökunum í sinn garð ekki mark- tækar. Rannsókn muni engu að síður fara fram vegna þessara ásakana, þótt hún muni sýnilega taka lengri tíma, en ef saksóknari hefði látið fara fram sérstaka rannsókn. „Við því verður sýnilega ekki gert,“ segir Albert Guð- mundsson í yfirlýsingu sinni. Sjá á bls. 10 bréf ríkissaksóknara og yfirlýsingu Alberts. Morgunblaöið/Emilía Bernskuminningar áritaðar Hulda Á. Stefánsdóttir áritaði ný útkomna bók sína í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í gær. í bókinni rekur Hulda bernskuminningar sínar frá Möðruvöllum og Akureyri. Athugun Kjararannsóknanefndar í Danmörku og Noregi: Fiskvinnslufólk helmingi betur borgað en á íslandi Þó er launakostnaður lægra hlutfall af fram- leiðslu í Danmörku og Noregi en hér á landi SAMNINGSBUNDIÐ lágmarkstímakaup í fiskiðnaði var 127% hærra í október si. í Danmörku en á íslandi og 87% hærra í Noregi. Taxtakaup í snyrtingu að viðbættum bónus er 69% hærra í Ilanmörku en á íslandi og 60% hærra í Noregi. í flökun er kaupið 95% hærra í Danmörku en hér á landi og 105% hærra í Noregi. Þrátt fyrir þetta eru launagreiðslur á kíló af snyrtum fiski 43% lægri í Ilanmörku en íslandi og 27% lægri í Noregi vegna meiri afkasta í þessum löndum. Þessi samanburður er miðaður við fisk á íslandi með meðalormi, en sé miðað við ormlausan fisk er launa- kostnaður 7% lægri í Danmörku en á íslandi og 10% hærri í Noregi. Ormur í fiski er lítið vandamál í Danmörku og minna í Noregi en á íslandi. Þessar tölur eru niðurstöður 14 fiskiðjuverum. Fjórmenning- athugunar starfshóps á vegum Kjararannsóknarnefndar um laun og launakostnað í fiskiðnaði í fjór- um löndum, Noregi, Danmörku, Bretlandi, auk íslands. Fjögurra manna sendinefnd fór til viðkom- andi landa dagana 6.-24. október sl. og aflaði upplýsinga beint frá Guðmundur Guð- mundsson, spari- sjóðsstjóri, látinn arnir eru: Ágúst H. Elíasson frá Vinnuveitendasambandi íslands, Jón Kjartansson formaður Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja, og starfsmenn Kjararannsóknar- nefndar, þeir Ari Skúlason og Hannes G. Sigurðsson. Þeir hafa ritað ítarlega skýrslu um athugun sína, sem verður gefin út innan tíðar. Skýrslan var kynnt á fundi með fréttamönnum í gærdag, þar sem mættir voru, auk þeirra sem könn- unina unnu, fulltrúar launþega og vinnuveitenda og sjávarútvegsráð- herra. Á fundinum kom fram að tímakaup I dagvinnu í fiskiðnaði í Danmörku og Noregi er lægra en í öðrum iðnaði í þeim löndum, en á íslandi er tímakaupið í fiskiðnaði hærra en meðaltal annarra at- vinnugreina. Af því virðist mega draga þá ályktun að munurinn á launakjörum á íslandi og þessum löndum sé meiri í ýmsum öðrum starfsgreinum. t skýrslunni er selormsvanda- málið sagt vera meginskýringin á mismun launa og afkasta á tslandi annars vegar og í Danmörku og Noregi hins vegar. En ýmis önnur atriði eru einnig nefnd: 1) Meðalverð á þorski er 10-20% hærra í Noregi og Danmörku en á tslandi. 2) Launakerfi eru mun einfaldari í allri uppbyggingu og fram- kvæmd þar en hér. 3) Meiri áhersla er lögð á afköst í snyrtingu í Noregi og Dan- mörku en á tslandi, en minni borðanýtingu, og kemur það m.a. fram í uppbyggingu launakerfanna. Hátt verð fæst fyrir vörur sem framleiddar eru úr marningi. 4) Vinnutilhögun og vélvæðing við pökkun er viða fullkonmari en hérálandi. 5) Fyrirtækin úti leggja meiri áherslu á smásölupakkningar engerter hérlendis. 6) Blokk er mikið seld til Evr- ópulanda þar sem minni kröf- ur virðast gerðar til vöruvönd- unar en í Bandaríkjunum. 7) Nánari tengsl virðast vera milli fiskvinnslufyrirtækja og markaðaerlendis. 8) t fyrirtækjum í Danmörku er ein og sama fisktegundin, jafnvel af sömu stærð, oft unnin vikum saman. 9) Tvífrystingu er beitt þar sem hún þykir henta. 10) Verkkennsla og verkþjálfun er á hærra stigi þar en hér. í Danmörku er verkkunnátta skilyrði fyrir ráðningu. 11) Vinnuskilyrði og búningsað- staða starfsfólks er yfirleitt mjög góð ytra, sérstaklega í Danmörku. 12) I Danmörku er heimilt að senda starfsfólk í fiskvinnslu heim vegna hráefnisleysis án fyrirvara hafi það unnið fjórar klukkustundir þann daginn, og í Noregi með þriggja daga fyrirvara. Guðmundur ' Guðmundsson, sparisjóðsstjóri í Hafnarfirði, lést á Borgarspítalanum í gær 71 árs að aldri. Hann var fæddur í Hafnarfirði 2. desember 1914, sonur hjónanna Guðmundar Jóns Guðmundssonar og Vil- borgar Þorvaldsdóttur. Eftirlif- andi eiginkona Guðmundar er Elísabet Vilhelmína Magnús- dóttir og áttu þau þrjú börn. Guðmundur var verzlunar- stjóri við Verzlun Þorvaldar Bjarnasonar í Hafnarfirði 1934—46 og síðan framkvæmda- stjóri við Fiskveiðafélagið Stefni og skrifstofustjóri hjá Jóni Gíslasyni í Hafnarfirði til ársins 1958. Hann var framkvæmda- stjóri Lýsis og Mjöls hf. í Hafnar- firði frá ársbyrjun 1959 til ársins 1967. Frá 1. janúar 1969 til dauðadags var hann sparisjóðs- stjóri við Sparisjóð Hafnarfjarð- ar. Guðmundur tók mikinn þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Hann sat í bæjar- stjórri þar frá 1970—1982, sat í útgerðarráði Bæjarútgerðar Útvarpsráðsfundur: „Flokka þessi vinnu- brögð sem siðleysi" Hafnarfjarðar 1970—78, þar af sem formaður 1974—78. Guðmundur var í stjórn Spari- sjóðs Hafnarfjarðar frá 1967 og í stjórn Sambands ísl. sparisjóða frá 1975, þar af sem formaður 1975-77. ■,:)l <) lliDi . — segir í bókun Magnúsar Erlendssonar um bókakynningu í fréttatíma sjónvarps Á FUNDI útvarpsráðs í gær lagði Magnús Erlendsson fram svohljóðandi bókun: „Ég leyfi mér að lýsa yfir vanþóknun á þeirri misnotkun á Ríkisút- varpinu, þegar þrír núverandi og fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar, fá fría kynningu í aðalfréttatíma sjónvarpsins á nýjum bókum sínum, á sama tíma og aðrir, bókaútgefendur sem höfundar, verða að greiða sjónvarpinu tugi þúsunda í auglýsingagjöld. Með fullri virðingu fyrir þeim sem hér eiga hlut að máli, leyfi ég mér að flokka þessi vinnubrögð sem siðleysi.“ Bókun Magnúsar er i beinu framhaldi þeirrar umræðu sem átti sér stað á útvarpsráðsfundi þann 6. desember, í kjölfar fyrir- spurnar Magnúsar, þar sem ráðs- menn töldu að aðeins ætti að geta allra merkustu bókmenntaverka í fréttatíma. Fyrirspurn Magnúsar á þeim fundi um það hvernig hátt- að væri mati á bókakynningum í fréttum sjónvarpsins. Magnús gerði bókafréttir sjónvarps að umræðuefni vegna sjónvarpsfrétta af bókum þeirra séra Emils Björnssonar, fyrrverandi frétta- stofustjóra Sjónvarps, Andrésar Björnssonar, fyrrverandi útvarps- stjóra og Jóns Múla Árnasonar, þular útvarps. Á fundinum í gær var jafnframt rætt um þá afstöðu Ingva Hrafns Jónssonar fréttastofustjóra Sjón- varps um að neita að verða við tilmælum ráðsins um að biðja Agnar Friðriksson afsökunar. Varð niðurstaða þeirrar umræðu, samkvæmt upplýsingum Ingu Jónu Þórðardóttur, formanns út- varpsráðs, að bíða úrskurðar siða- nefndar Blaðamannafélags í8- lands, sem Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur óskað eftir í þessu máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.